Dagur - 11.03.1972, Blaðsíða 5

Dagur - 11.03.1972, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. BÚVÖRUVERÐIÐ OG KAUPMÁTTURINN ÞEIR, sem stýra blöðum stjómarand staeðinga um þessar mundir, þykjast vera bæði undrandi og hneykslaðir yfir liækkun, sem nú hefur ófðið á útsöluverði búvara í sölubúðum, Eftir skrifum þeirra að dæma mætti ætla, að hér á landi hefði verið stöð- ugt verðlag, og að verðhækkanil', eins og hér hafa átt sér stað, megi því til stórtíðinda teljast. Á búvörum hafa orðið tvær verð- hækkanir á þessu ári. Sú fyrri varð í janúarmánuði og starfaði af því, að niðurgreiðslur úr ríkissjóði voru lækkaðar. Sú verðbreyting var með öllu óviðkomandi því verði, sem bændur fá fyrir framleiðslu sína, liækkaði það hvorki eða lækkaði, en dró úr útgjöldum ríkissjóðs. Síðari verðhækkunin tók gildi í byrjun marzmánaðar. Hún er bein og útreiknuð afleiðing af hinu hækk aða kaupgjaldi í landinu, sem átt hefur sér stað undanfarið. Hún er því afleiðing en ekki orsök. Margir virðast því miður eiga erfitt með að átta sig á því, að kauphækkun bænda kemur aldrei fyrr en eftir á, en aldrei fyrirfram eða samtímis öðrum kaup- hækkunum. Þá fyrst, þegar almenn kaupliækkun er komin í kring, er kauphækkun bændanna reiknuð út og ákveðin. Fróðlegt er að atfiuga muninn á kaupmætti t. d. almennra verka- mannalauna, gagnvart búvöru nú og fyrir ári síðan. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofunni var kaup- mátturinn rúml. 3% meiri 1. marz sl. en hann var 1. marz 1971. Hinn 1. marz í fyrra þurfti Dags- brúnarmaður í fjórða launataxta, 9.93 mínútur til að vinna fyrir lieil- hyrnu af nýmjólk, en þarf nú 8.15 mínútur. Kaupmáttur sömu launa gagnvart óunnu kindakjöti hefur minnkað um 6.1%, gagnvart öðru kjöti og unnu kjöti minkkað um 0.6%, en gagnvart mjólk og mjólkur vörum aukizt um 14.8%. Gagnvart kartöflum minnkaði kaupmátturinn um 32.5%. Meðaltalsaukning kaujv máttar er 3.1%, og hér er um vegið meðaltal að ræða, en það er það, sem máli skiptir og þar vegur mjólkur- verðið mest vegna hinnar miklu notkunar. Miðað við kaupgjald eru því búvörurnar í heild hlutfallslega ódýrari en þær voru á sama tíma í fyrra (3.1%). Verðhækkun búvar- anna er útreiknað og auglýst sam- kvæmt landslögum, sem búin eru að vera í gildi í nálega aldarfjórðung, og var enginn ágreiningur um það í sex manna nefnd, að hækkanirnar væru réttmætar og óhjákvæmilegar, samkvæmt lögum. □ Verður Itorfið frá smíði stóru togaranna hjá Slippstöðinni? ÍC.* Um það fjallar m. a. viðtal blaðsins við Stefán Reykjalín, stjórnarformann Slippstöðvarinnar MEÐAL stórmála á Akureyri eru stálskipasmíðarnar, sem tvö hundruð manns vinna við um þessar mundir. Ennfremur hafn armálin. Akureyringar eiga hálf byggð hafnarmannvirki sunnan á Oddeyri, hönnuð af Vita- og hafnarmálaskrifstofu ríkisins, en vegna jarðsigs var verkinu ekki haldið áfram og endur- hönnun fer nú fram. Stefán Reykjalín er stjórnar- formaður Slippstöðvarinnar h.f., er stálskipin smíðar og einnig formaður hafnarstjórnar bæjar- ins, og bað ég hann að segja les- endum stöðu og líklega þróun þessara tveggja stórmála, og várð hann vinsamlega við þeim tilmælum. Nú hefur Slippstööin fengið áúkið fjármagn? í októbermánuði í haust var mjög farið að ræða um, að ríkis- sjóður gerðist aðili að Slippstöð- inni á Akureyri, og að hlutafé stöðvarinnar yrði aukið til muna til að bæta úr rekstrar- fjárþörfinni Fjármála- og iðn- aðarráðherra höfðu mikinn skilning á málinu. Þeir fengu hingað til Akureyrar danskan skipaverkfræðing frá Álborg Værft, framkvæmdastjóra þar, til a ðkynna sér stálskipasmíð- arnar hér og gefa skýrslu um þær til stjórnvalda. Hvert var svo álit lians Eftir að hann hafði skoðað mannvirki og kynnt sér rekstur inn, gaf hann skýrslu, þar sem m. a. segir, að hann telji skipa- smíðastöðina svo mikið og vel upp byggða, að ekki megi leggja hana niður, heldur efla hana. Þetta var m. a. forsenda þess, að ríkissjóður jók hlutafé sitt verulega í fyrirtækinu, svo að hann hefur nú meirihluta- aðstöðu í Slippstöðinni. En hlutafé stöðvarinnar er þannig nú, að ríkissjóður á þar 45 millj. kr., , Akureyrarbær 30 millj. kr., KEA 5 millj. kr., Eim- skip 2 millj. kr. og einstakling- ar minni upphæðir. Svo var ný stjórn kosin? Já, ríkissjóður á fjóra fulltrúa í henni en heimamenn þrjá. Full trúar ríkissjóðs eru: Stefán Reykjalín, formaður, Guðmund ur Björnsson verkfræðingur, Pétur Stefánsson verkfræðing- ur og Ingólfur Árnason rafveitu stjóri. Fulltr. heimamanna eru: Bjarni Einarsson bæjarstjóri, Lárus Jónsson alþingismaður og Bjarni Jóhannesson fram- kvæmdastjóri. Þessi stjórn tók við störfum um síðustu áramót. Fyrst þurfti hún að kynna sér málefni stöðvarinnar eftir beztu getu, en síðan að vinna að hag- kvæmum rekstri. Geta má þess, að af hálfu ríkissjóðs var fram á það farið, að stjórnarformaður yrði jafnframt starfsmaður stöðvarinnar fyrst um sinn, og hefur svo verið. Þarna hef ég unnið síðan um áramótin. Eru þér cinstök atriði í huga, varðandi reksturinn? Já, þau eru auðvitað mörg, til dæmis vantar okkur vel þjálfaðan tæknimann til að vera ágætum en ungum tæknimönn- um stöðvarinnar til leiðbeining- ar. En hérlendis er vart finnan- legur maður til þeirra starfa, í þessari ungu starfsgrein, og verðum við að leita fyrir okkur erlendis í því efni. Verkefnin? Strax í janúar voru sjósettir tveir fiskibátar hjá Slippstöð- inni og aðrir tveir standa á stokkum. Næstu verkefnin, eins og stendur, er smíði tveggja 1000 tonna togara, sem samið var um fyrir tveim árum síðan við stöðina af ríkisskipaðri smíðanefnd. Gengið var út frá því, að Ú. A. keypti annan tog- Stefán Reykjalín. arann, og ef erfiðleiga gengi að selja hinn, keypti Ú. A. hann einnig. Nú er það svo, að verð- lag hér á landi er óstöðugt, og gerir það alla samkeppnis- aðstöðu við erlendar skipasmíða stöðvar erfiða. Samið var um verð á þessum skipum, 165 millj. kr., fyrir tveim árum síð- an, en þau kosta í dag um 185 millj. kr. hvort. Og reikna má með, að þegar smíði þessara skipa verður lokið, kosti þau samanlagt 430 millj. kr. En þau eiga að afhendast, hið fyrra í desember 1973 og það síðara í október 1974. í dag er unnt að semja um álíka stór skip erlend- is fyrir 160 milljónir, eða 320 milljónir króna, bæði skipin, e. t. v. þó með eitthvað öðrum bún aði en heimasmíðuðu skipin áttu að hafa. Þetta er nú okkar mikla vandamál. Hafið þið í hyggju að hætta við stóru togarana? Fyrir nokkrum dögum kom til okkar fyrirspurn frá nýstofn aðri Framkvæmdastofnun ríkis- ins um það, hvort nokkur tök væru á því, að hætt yrði við smíði stóru togaranna tveggja en Slippstöðin hæfi í þess stað „raðsmíði" minni togara, sem nú eru mest eftirsóttir, þ. e. 4— 500 tonna togarar, eða 46—47 metra löng skip, sem verið er að semja um smíði á í Japan og á Spáni. Ríkisstjórnin hefur nú fengið mál þetta til meðferðar, og það er verið ak kanna, á hvern hátt sé unnt að hætta við smíði stóru togaranna, og hvað það kunni að kosta. En það er mín sannfæring, að það væri mjög mikilsvert að geta hafið smíði hinna minni skipa, sem eftir spá margra, verða mjög eftirsótt á næstu árum, til að veiða fyrir frystihúsin. Ræddi ég við fjármálaráðherra, iðnað- arráðherra og sjávarútvegsráð- herra um öll þessi mál og sýndu þeir málinu allir mikinn áhuga, og breyttum verkefnum Slipp- stöðvarinnar. Á þessu stigi máls ins verður ekkert um það sagt, á hvern hátt þessi mál skipast, möguleikar verða kannaðir eins fljótt og verða má, og liggur það þá væntanlega innan skamms tíma fyrir, hvort við getum, og á hvern hátt, hætt við smíði stóru togaranna og hafið „rað- smíði“ minni skipanna, þá vænt anlega allmargra. Ef skipt verð- ur um verkefni, munum við smíða tvo 150 tonna fiskibáta áður en „raðsmíðin“ hefst, ef ekki, byrjum við á stóru togur- unum í maí. Hvernig finnst þér að vera allt í einu kominn í skipasmíði? Stundum hugsa ég um það með sjálfum mér, að það sé nú skrýtið að ég sé nú kominn í skipabyggingar úr húsabygging um, og öðrum finnst það eflaust líka. Enda var ég tregur til þess- ara nýju starfa. En ég gerði það aðeins vegna þess, að ég er sann færður um, að þetta fyrirtæki, Slippstöðin h.f., eigi mikla og góða framtíð, og það er þá ein- hvers um það vert, að hjálpa til, ef ég get orðið þar að einhverju liði. Hjá Slippstöðinni vinna margir úrvalsmenn, sem öðlazt hafa mikla þjálfun og þekkingu. Hins vegar má svo eflaust finna (Framhald af blaðsíðu 8) þessuni félagsskap. Virðist svo, að minkar séu hér víða í ná- grenninu, samkvæmt síðustu fregnum að dæma. Þyrfti að gera sameiginlegt átak til að út- rýma þessum leiðu dýrum, og hafa um það samvinnu milli bæjarins og næstu sveitarfélaga. FRÉTTNÆMT EÐA HVAÐ? Það mun þykja fréttnæmt þegar lögreglan gómar mann, staðinn að því að selja unglingum áfengi, því að svo sjaldan ber það við. Þó er vitað, að liópar unglinga t. d. hér á Akureyri, neyta áfengra drykkja viku- lega, og allir hafa þeir fengið áfengið á ólöglegan hátt, og ættu margir samkvæmt því að hljóta þann dóm, er lög segja til um. Margir spyrja, hvernig á Sunnudaginn 24. okt. síðastlið- inn var opnuð sýning að Hótel KEA á ýmsum listmunum, sem unnir hafa verið af áhugafólki hér á undaníörnum tæpum 2 árum. Sýningin var auglýst bæði í útvarpi og blöðum og þess getið að ágóðanum skyldi varið til kaupa á einhverju tæki fyrir sjúkrahús Akureyrar. Þeir bjartsýnustu sem að þessu stóðu töldu öruggt að tekjurnar hlytu að nægja til kaupa á sjón- varpstæki sem eins og flestum er kunnugt er ekki til í sjúkra- misjafnan sauð í mörgu fé, eins og allsstaðar á fjölmennum vinnustöðum. En segja má, að skipasmíðarnar séu ein erfið- asta iðngreinin, sem íslending- ar hafi fengizt við, einkum vegna þes hve fjölþætt hún er og þurfa þar starfsmenn flestra iðngreina að koma til. Ég get ekki betur séð en að í Slipp- stöðinni sé víða sæmilega vel unnið og sumsstaðar ágætlega. Og það hefur komið í ljós við smíði nokkurra svipaðra báta, að fæstar vinnustundir fóru í þann síðasta, sem stöðin afhenti, og hafa kostir „raðsmíðinnar“ MARGIR fræðimenn, innlendir og erlendir, hafa gert tilraun til að áætla mannfjölda á íslandi fyrstu aldirnar eftir að landið var fullbyggt talið. Björn M. Olsen nefndi m. a. þessar tölur: Árið 1905 .......... 77.520 Árið 1311 .......... 72.428 Jón Sigurðsson og Arnljótur Olafsson, sem voru fyrr á ferð- inni, nefndu hærri tölur, en nú síðar hafa fræðimenn, t. d. dr. Þorkell Jóhannesson, verið þeirrar skoðunar, að tölur B. M. Ó. séu helzt til háar. Ólafur Lárusson heldur sig við 50 þús. og færri í hallærum og drepsótt- um. En sú var fólkstalan við hið fyrsta manntal, sem tekið var hér á landi, 1703. því standi, að lögreglan gangi ekki vasklegar fram í þessu máli, en raun ber vitni. Svör lögreglunnar cru margvíslcg og verða ekki rakin hér, en hitt cr staðreynd, að almenningsálitið er slíkt, að þctta mál er ekki eins auðvelt viðfangs og ætla mætti. MENN ERU AÐ TEMJA Hestamenn eru að temja um þessar mundir og má sjá margt faiíegt liestefnið hér á Akur- eyri. Hins vegar virðast sumir hestamenn eltki starfi sínu vaxn ir vegna drykkjuskapar og er það hörmulegt, bæði vegna sjálfra þeirra og liestanna, sem þeir bera ábyrgð á. Þyrftu hesta menn að hef ja hcstamcnnskuna upp úr þessu ófrcmdarástandi hið allra fyrsta. húsinu og margir sem ferilvist hafa saknað. Nú hefur Kvennasamband Akureyrar, er að sýningunni stóð í haust, keypt sjónvarps- tæki og fært Fjórðungssjúkra- húsinu að gjöf. Þetta er góð gjöf, en hún minnir jafnframt á, að ekki næg ir þetta tæki fyrir allar deildir sjúkrahússins og er hér bent á verðugt verkcfni fyrir fleiri aðila, □ F. h. Kvennasambands Ak. S.Þ. komið þar vel í ljós, og er vert að hafa það í huga. Framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar er Gunnar Ragn- ars. Og hvernig gengur svo í liafn armálunum, Stefán? Já, nýja höfnin okkar á Odd- eyrartanga hefur valdið okkur ýmsum vonbrigðum. Þar er nú við svo marga örðugleika að etja, að ég veit ekki hvort við komumst skammlaust frá því máli. Við hafnarstjórinn, Pétur Bjarnason, ræddum einmitt fyr- ir fáum dögum við Hafnarmála skrifstofuna, sem hafði alger- lega með hönnun nýju hafnar- innar að gera. Nú liggja fyrir nýjar rannsóknir á höfninni og þeim hafnarmannvirkjum, sem þegar er búið að -gera. Margt nýtt hefur komið í- ljós, sem erfitt mun að leysa.-Gildir það bæði um bryggjuna sjálfa og hús það, er Eimskipafélagið ætl- ar að reisaxúð höfnina. En allir Svo leið 18. öldin, og í byrjun hinnar 19. var þjóðin álíka fjöl- menn og nál. 100 árum fyrr, heldur fámennari þó (rúml. 47 þús.). Á árunum 1801—40 fjölgaði um 0.48% að meðaltali á ári, 1840—60 um 0.81%, en 1860—90 fækkaði hins vegar um 0.21% og stafaði sú fækkuh af flutn- ingi fólks til Vesturheims. Síðan Gísli Guðmundsson. varð mannfjölgun á sex áratug- um, sem hér segir að meðaltali á ári: 1890—1901 ........ 0.92% 1901—1910 ________ . 0.91% 1910—1920 ........ 1.06% 1920—1930 ........ 1.40% 1930—1940 ...... 1.10% Þegar fimmti tugúr þessarar aldar var- hálfnaður hafði mann fjölgunitt reynzt 1.4% að meðal- tali á ári. En á árunum 1946— 50 kemst hún upp í rúml. 2% að meðaltali, á árunum 1951—55 upp í '2.1% og árunum 1956—60 upp í 2.2%. í árslök 1945 voru hér á landi rúml. 129 þús. manns, en nál. 176 þús. í árslok 1960. Fjölgun nál. 47 þús. eða rúml. 36% á 15 árum. En á síðasta áratug, þ. e. á árunum 1961—1970 hefir aftur dregið úr fólksfjölguninni. Á árunum 1961—1965 'varð fjölg- unin ekki nema 1.8% á ári að meðaltali og á árunum 1966— 1970 ekki nema 1.1% á ári að meðaltali. Á árinu 1969 varð fjölgunin aðeins 0.6% og á árinu 1970 að- eins 0.56%. Þetta er ekki nema fjórði hluti þeirrar hlutfallslegu fólksfjölgunar, sem átti sér stað á áratugunum 1951—1960 og þessir erfiðleikar stafa af jarð- sigi, sem orðið hefur vart á hafnarsvæðinu. Margir efuðust áður um ágæti þessa hafnarstæðis? Já, og þess vegna hefði átt að leggja á það enn meiri áherzlu en gert var, að rannsaka hafnar- stæðið áður en framkvæmdir hófust. En rannsóknir annaðist Hafnarmálastofnunin, eins og áður er sagt. Fljótlega mun það liggja fyrir, hvernig mannvirkja gerð þessi verður leyst, sam- kvæmt nýrri hönnun á grund- velli nýrra rannsókna, segir Stefán að lokum, og þakka ég svörin. Vikið var að því fyrr í vetur hér í blaðinu, að Hafnarmála- skrifstofan bæri ábyrgð á mis- tökum þessum og hlyti því að vera bótaskyld, og um það spurt þá, hvort svo væri ekki. Við þessu bárust engin svör og því er spurningin endurtekin hér. E. D. hefir aldrei áður orðið svo lítil á þessari öld. Hvers vegna varð fólksfjölg- unin ekki meiri en þetta á árun- um 1969 og 1970? Þessu svara hagskýrslur þannig, að ekki ork ar tvímælis. Dánartala þessara tveggja ára var hlutfallslega svipuð og á áratugnum 1951— 1960 eða rúml. 0.7%. En útflutn ingur fólks var mun meiri og fæðingar mun færri en að meðal tali á fyrrnefndum áratug. Nokkrir fólksflutningar til landsins og frá því eiga sér stað ár hvert. Á áratugnum 1951— 1960 voru brottfluttir umfram innflutta (mismunur á innfl. og útfl.) 40—50 að meðaltali á ári. En á árinu 1969 voru útfluttir umfram innflutta 1315 talsins og 1564 á árinu 1970. Fólksfækkun af völdum millilandaflutninga var álíka há og dánartalan á þessum tveim árum. Sé fæðingatalan á árunum 1969 og 1970 borin saman við áratuginn 1951—1960 kemur í ljós að hlutfallstala fæðinga mið að við íbúáfjölda var 2.8% að meðaltali á fyrrnefndum áratug en rúml. 2% að meðaltali á ár- unum 1960—70. Fækkun fæð- inganna gerir því heldur betur en að vera jöfn dánartölunni. Kemur því í ljós að fólksflutn- ingur úr landi (umfram innflutn ing) og fækkun fæðinga hafa haft næstum jöfn áhrif til að draga úr fólksfjölguninni og fækkun fæðinganna þó heldur meiri áhrif en útflutningurinn. Tölurnar hér að framan segja mikla sögu, sem ekki verður nánar rakin hér. Hin íslenzka smáþjóð, sem um aldaröð stóð í stað, tók að vaxa hratt um miðjan fimmta tug þessarar aldar. Vaxtarhraði þjóðarinnar í hálfan annan áratug eða vel það mun hafa verið einhver sá mesti, sem þá var um að ræða í heiminum í Noregi t. d. virðist fólksfjölgunin á sama tíma. ekki hafa verið nema ca. 1% á ári, en hér a. m. k. 2%, eins og fyrr var sagt. Þetta, að þjóðinni byrjaði að fjölga svona ört fyrir rúml. ald- arfjórðungi, þýðir m. a. það, að nú eru mjög fjölmennir árgang- ar á vinnumarkaði og í skólum landsins, einkum framhaldsskól- um. En fólksfjöldinn í landinu var nál. 205 þús. í árslok 1970. Fyrir 10—12 árum mátti telja líkur til þess, að þjóðinni fjölg- (Framhald á blaðsíðu 6) SMÁTT & STÓR7 Maður, líttu þér nær Gísli Guðmundsson alþingismaður: SMÁÞJÓÐ í ÖRUM VEXTI LITID YFIR LÝÐRÆÐISÁR ÍSLAND er lýðveldi og fjórða hvert ár má með réttu kalla „lýðræðisár" hér á landi. Geta raunar orðið fleiri, en fjórða hvert ár a. m. k. fara fram kosn ingar til Alþingis. „Lýðræðis- árið“ er óskaár þeirra 120—130 þúsund kjósenda, sem skráðir eru í kjörskrárnar. Og ekki er fyrir það að synja nú orðið, að sumir láti þá stundum ráða, sem yngri eru, því að trúin á æskuna má sín nú víða meira en trúin á reynsluna og gráu hárin, sem henni fylgja. Á þessu sama „lýðræðisári" velja kjósendurnir sér fulltrúa til setu á löggjafarþingi og meiri hluti löggjafarþingsins ræður sér ríkisstjóm. Á Alþingi eiga, að loknum kosningum, 60 þing- menn sæti. Eins má segja, og kannski er það raunverulegra orðalag, að á Alþingi sitji nú fimm þingflokkar. í útvarpinu hefur stærsti og minnsti flokk- urinn sama ræðutíma, en þing- maður, sem stendur stöðugur í flokki síninn, hefur þar engan ræðutíma, nema til komi leyfi flokksins. Gangi hins vegar tveir til þrír þingmenn úr flokki og taki sér nýtt flokksnafn, fá þeir ræðutíma í útvarpi og fjár framlag úr ríkissjóði handa þess um nýja flokki sínum og mál- gagni hans eða málgögnum, því að nú fá stjórnmálaflokkar og stjórnmálablöð greiðslur af al- mannafé, sem fyrrum hefði þótt firn mikil, en hér skal ekki dóm- ur á lagður. Engu skal hér slegið föstu um það, hver sé byrjun og endir Æskulýðsblaðið ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ, 1. tölu- blað þessa árs, er komið út. Rit- stjóri er séra Bolli Gústavsson. Þetta er Jesúbyltingarblað, en um það efni, þ. e. Jesúbylting- una, skrifar séra Arngrímur Jónsson og þýdd er úr norsku grein um sama efni. Þá er kápu- myndin af berlæruðum kven- manni og ber sú nafn Jesú stór- um stöfum á bakinu. Auk þess er í blaðinu grein eftir Jón A. Jónsson, Gangir þú í guðshús inn, greinin Olympíuleikar eftir Rafn Hjaltalín, og sitthvað fleira er þar að finna. □ lýðræðisárs. En í góulok í fyrra voru einkenni lýðræðisársins byrjuð að koma fram á Alþingi. í árslok 1970 höfðu þar verið samþykkt fjárlög fyrir árið 1971, 11—12 þús. millj. kr., sem þá þóttu raunar í hærra lagi og voru í sannleika sagt tólf sinn- um hærri en fjárlögin, sem í gildi voru í öndverðri „viðreisn“ fyrir 12 árum. En þegar þingið kom aftur saman snemma árs 1971 voru kosningarnar, sem í hönd fóru, farnar að hafa sín áhrif þar, líkt og hinn ósýnilegi Uranus í sólkerfinu. Þá; vóru stjórnarvöld farin að ’kosta kapps um að halda uppi verð- stöðvun, því að öllum, sem eitt-. hvað þurfa að borga, þykir mið- ur, að verðlag hækki á því, sem borga skal. Þá voru líka með nýjum lög-, um og þingsályktunum útgjöld ríkisins aukin langt únifrám það, sem í nýju fjárlögunúm stóð, því að margir tilvonandi kjósendur vildu hafa það svo. Hins eru aftur á móti fá dæmi, að kjósendur biðji um skatta- hækkun og þess vegna stóðu skattalög óbreytt þetta ár. En eitt var það sem stuðningsflokk ar fyrrverandi stjórnar þóttust vissir um í góulok í fyrra: Að mjög margir bótaþegar almanna trygginga, myndu vera því með mæltir, að tryggingabætur yrðú auknar, en hins vegar myndi hækkun iðgjalda, frá einstakl- ingum og sveitarfélögum, ekki njóta jafn almennrar hylli. Kom þá þeim, er vitrastir þóttu í þá- verandi stjórnarliði, það snjall- ræði í hug, að setja að vísu lög um bótahækkun almannatrygg- inga, en láta þau ekki taka gildi fyrr en á árinu 1972, er ekki væri neitt lýðræðisár framund- an. Minntust þeir þess þá, að fyrrum hefði fólk á mjólkurlaus um heimilum hjarað á voninni, ef í vændum var að kýrin bæri, og unað þá sínum hlut. Þegar atkvæði voru talin í júní, kom í ljós, að fyrrverandi ríkisstjórn og ráðgjöfum hennar hafði orðið tvennt á, sem sköp- um réði í það sinn. Sama flokka samsteypan var búin að vera of lengi við völd, eða um 12;—13 ára skeið samfleytt. Marga grun ar, og ekki að ástæðulausu, að í skjóli þaulsættinna stjórnar- Fréttatilkyniiing ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND 1974 hefir efnt til ýmiskonar sam- keppni með auglýsingum um hátíðaljóð vegna 1100 ára af- mælis íslands byggðar, hljóm- sveitarverk af sama tilefni og þ j óðhátíðarmerki. Handritum að hátíðaljóðinu eða ljóðaflokknum, sem ætlaður er til söngs og flutnings við hátíðahöldin, þarf að skila til skrifstofu Alþingis fyrir 1. marz 1973, merktum Þjóðhátíð 1974. Verðlaun eru 150 þúsund krón- ur. Ljóðin skal senda inn undir dulnefni og fylgi lokað umslag merkt sama dulnefni með nafni höfundar. Þá hefur verið efnt til sam- keppni urn tónverk til flutnings við hátíðahöld á 1100 ára afmæl inu. Tónverkið skal vera hljóm- sveitarverk, og taki flutningur þess eigi skemmri tíma en V2 klst. Handritum skal skila til skrifstofu Alþingis fyrir 1. marz 1973 og skal ganga frá þeim á sama hátt og handritum að þjóð hátíðarljóði. Verðlaun eru 200 þúsund krónur. Eins og kunnugt er var sam- keppni um þjóðhátíðarmerki framlengd, og er skilafrestur í þeirri keppni nú til 20. marz 1972. Skal tillögum skilað til skrifstofu Alþingis, merktum Þjóðhátíð 1974. Tillögu að merki skal skila í stærðinni 10—15 cm. í þvermál. Vélrituð greinargerð getur fylgt tillögunni, ef menn vilja taka fram um liti eða annað tillögum sínum viðkomandi. Verðlaun nema 75 þúsund krónum fyrir bezta merkið að mati dómnefndar. Samtímis fer fram keppni um 3 myndskreytingar til nota á veggskildi. Myndskreytingun- um skal skila í sömu stærðum og þjóðhátíðarmerki. Verðlaun fyrir myndskreyt- ingarnar eru 60 þúsund krónur. Skilafrestur er sá sami og á þjóðhátíðarmerki, þ. e. 20. marz 1972. Þjóðhátíðarmerki og teikn ingum á að skila merktum kjör- orði og fylgi lokað umslag merkt sama kjörorði með nafni höfundar. Heimilt er hverjum þátttakenda að senda eins marg ar tillögur og hann óskar. Þjóðhátíðarnefnd 1974. valda, geti þróast klíkuskapur í ýmsum sviðum, og vilja þá helc ur eiga á liættu, að nýjar klíkur myndist, en að láta gömlu klík- urnar verða svo rótfastar, af þeim verði hvergi hnikað. Hitv var svo það, að þjóðin gat ekk: sætt sig við, að hafa áfram yfir sér ríkisstjórn, sem ekki treyst: sér til að svo stöddu, að veití henni forystu í landhelgismál inu, því að þá forystu vildi þióf in fá, en ekki óákveðin ummæl:. um að hér skyldi úr skera á ráð ■ stefnum, þegar samkomulag næðist einhverntíma um eitt- hvað, sem ekki væri hægt að nefna fyrr en síðar. í júlímánuði urðu stjórnar ■ skipti, en lýðræðisárið hélv áfram að ganga sinn gang. Sán ingu fylgir uppskera. Hér hefur áður í fáum orðum verið lýst áhrifum lýðræðisársins fyrir kosningar. En eftir kosningai: komu afleiðingarnar fram mef ýmsum hætti. í kosningunun var margs krafist og mörgu hei ið. Á Alþingi því, er nú situi. eða á vegum stjórnarvalda, hafa menn svo á mörgum sviðum haldið áfram að móta þá þróun, sem lýðræðisárið hefur í för með sér. Dómar um hina nýjv stjórnarstefnu og störf hins nýje. þings, eru auðvitað misjafnir, eins og atkvæðagreiðslur á kjö’ degi. En í ljósi lýðræðisarsins verður að leita skilnings á því, sem fram fer, hvort sem mönr um líkar betur eða verr. Það er sagt, að 70—80% ís ■ lendinga séu launþegar eða hafi fyrirvinnu í launþegastéttum. Tvímælis þykir orka, hvort væn legra sé til vinsælda, að tala blítt við launþega, eða ung- mentti um tvítugt, en hvort- tveggja í tízku nú. Kjaramál eru jafnan á dagskrá í kosningum. Hjá því gat varla farið, aS stjórn, er tæki við völdum eða héldi þeim áfram á lýðræðisár- inu, hlyti að beita sér fyrir eða sætta sig við launahækkanir, sem um munaði, ekki sízt þegar svo stóð á, að utanríkisviðskipti voru í svip hagstæð. Oskiptur afli hefur verið illa séður á ís • landi eftir síðari heimsstyrjöld. Kauphækkun er þegar orðin all mikil, en enginn þarf að halda, að hægt hefði verið að koma í veg fyrir kauphækkanir í vetur, þó að gamla stjórnin hefði setio áfram. Hún og aðrir voru búnir að undirbúa jarðveginn og sprettan hlaut að koma. Almenr'. ingur trúir því kannski, með sjálfum sér, en mun seint ját; þá trú, að kaupgjald og verðlag; hækki jafnan í sama hlutfalli, enda mun þar ekki vera um fas ; lögmál að ræða, og reynist þao vonandi ekki í þetta sinn. Eftir að nýja stjórnin kom ti : valda á miðju sumri, urðu bóta- þegar almannatrygginga pes:; fljótt varir, að komin var mjólk- andi kýr í fjósið, í staðinn fyri:.’ geldu kúna, sem inn kom hja „viðreisn" um vorið, og bera skyldi á þorra. Þess urðu menn líka varir, að vísitölusneiðin var betur útilátin en fyrr. Leið svo fram til hausts og er þá komio að Alþingi því, er nú situr. Eí: mér veitist tækifæri til að rabba við lesendur Dags í næstu viku, get ég e. t. v. rifjað upp ýmis- legt af því, sem ég hef hlustaci á og lesið á lýðræðisárinu 197'L —1972 og mun þá fyrst vikið a8 nýju almannatryggingum, en síðar að fjárlögum og skattamál um, atvinnumálum og náttúru' vernd, rauðsokkum og listS’ mannalaunum, svo að nokkuci sé nefnt, en af mörgu er að taka, Lýður Lýðssou, j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.