Dagur - 11.03.1972, Blaðsíða 8

Dagur - 11.03.1972, Blaðsíða 8
s Gestir fyrstu byggingaráðstefnu Sambandsins, fyrir framan nýja smásöluverzlun Byggingavörudeild- ar að Suðurlandsbraut 32. SAMBANDSFRÉTTIR SMATT & STORT PRÁ SJÁVARAFURÐADEILD Slæmar söluliorfur fyrir íoðnumjöl. Mjög erfitt hefur verið að fielja loðnumjöl undanfarið, en pó tókst Sjávarafurðadeild fyrir ,íkömmu að selja 4.000 tonn til .3óllands, Ungverjalands og Grikklands. Má geta þess í því sambandi, að allt árið í fvrra :iam sala deildarinnar á loðnu- njöli aðeins um 4.400 tonnum. Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni B. Ólafssyni framkv. stjóra og Ólafi Jónssyni aðstoð- arframkv.stjóra eru söluhorfur íyrir loðnumjöl nú mjög slæm- ir, enda hefur verðið farið lækk andi. Loðnumjöl var fyrir ára- :nót selt á 1.20 sterlingspund pr. próteineiningu, en við síðustu sölur hafði það fallið niður í 1.10 sterlingspund. 'Verðfall á Iýsi. Þá hefur verð á lýsi hrapað verulega, og er það nú komið niður fyrir 50 sterlingspund nvert tonn, en var 90—100 sterl- . ngspund fyrir áramótin. Hagstæðar markaðshorfur :< Bandaríkjunum. Fiskmarkaðurinn í Bandaríkj 'Jnum helzt hins vegar áfram nagstæður. Einkum er þar mikil eftirspurn eftir þorski, og það svo, að ekki hefur verið unnt að >VÍ hefur verið haldið fram opinberlega, að íslendingar vilji ekki styðja frelsisbaráttu Angóla af ótta við að missa salt- ::iskmarkað í Portúgal. Um þetta segir í tilkynningu ríkisst j órnarinnar: Að undanförnu hefur Augusto Alberto Neto, fastafulltrúi Þjóð íerlsishreyfingar Angola í Stokk hólmi, dvalið hér á landi og átt viðræður við ýmsa aðila um mál Aldrei líkar öllum Dalvík 10. marz. Björgúlfur kom í gær með 60 tonn, en Björgvin er á veiðum. í viðtölum við bændur gætir bjartsýni, nema ef vera skildi hjá heysölumönnum, sem vant- ar markað að þessu sinni. Sann- ast hér, sem oftar, að örðugt er að gera svo öllum líki. Hér á Dalvík hefur atvinna verið með meira móti þegar á heildina er litið, og löngum hægt að vinna úti. Margir hyggja á íbúðabyggingar með vorinu. í vor verður væntanlega byrjað á heimavist gagnfræða- skólans. J. H. fullnægja eftirspurninni eftir þorskflökum á síðustu mánuð- um. Erfitt um sölu á þorskhrognum. Því miður er ekki sömu sögu að segja um allar afurðir bol- fiskaflans, og þannig er mjög erfitt um sölu á þorskhrognum. Þess. má geta, að þorskhrogn eru aðallega verkuð á eftirfar- andi hátt: 1) Fryst til manneldis fyrir markað í Bretlandi, Frakk- ; landi og Japan. Sólbakur í sinni fyrstu veiðiferð KALDBAKUR landar væntan- lega á Akureyri næsta mánu- dag. Svalbakur landar um miðja viku. Harðbakur landaði hér 8. marz 184 tonnum. Sléttbakur landaði 2. marz 147 tonnum. Sólbakur fór í fyrradag í sína fyrstu veiðiferð. Áki Stefánsson er skipstjóri, en fyrsti vélstjóri Bolli Þóroddsson. □ efni nýlendna Portúgala, eink- um Angola. Hélt hann m. a. blaðamannafund fimmtudaginn 2. þ. m., og hafa dagblöðin haft það eftir honum, að fulltrúar ís- lands hjá S. Þ. hafi ekki stutt tillögu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um stuðning við sjálf- stæðisbaráttu Angola af ótta um saltfisksölu íslendinga til Portú- gal. Ummæli þessi eru á misskiln- ingi byggð, og voru þau m. a. leiðrétt, þegar Augusto Alberto Neto átti í morgun viðræður við Ólaf Jóhannesson, forsætisráð- herra. Það rétta í málinu er, að sam- kvæmt fyrirmælum ríkisstjórn- arinnar greiddi sendinefnd ís- lands atkvæði með tillögunni um stuðning við sjálfstæðis- baráttu Angola og nýlendna Portúgal. Þegar skýrsla fjórðu nefndar og tillagan til endan- legrar afgreiðslu hjá Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna 10. desember 1971, greiddu samtals 105 ríki atkvæði með tillögunni, þ. á. m. ísland og Norðurlöndin, 8 voru á móti en 5 fjarverandi. 2) Fryst sem hráefni fyrir niðursuðu, aðallega seld á Norðurlöndum. 3) Sykursöltuð í tunnur fyrir markað í Svíþjóð og Grikk landi. 4) Grófsöltuð í tunnur fyrir markað í Grikklandi og Frakklandi. Það er sameiginlega um alla þessa þætti að segja, að fram- boðið sl. tvö ár hefur verið meira en eftirspurnin, og þar af leiðandi hafa hlaðizt upp birgð- ir, bæði í neyzlulöndunum og eins liggja nokkrar birgðir af frystum iðnaðarhrognum og sölt uðum hrognum af framleiðslu seinustu vertíðar óseldar í Noregi. Einnig voru nokkrar óseldar birgðir hér á landi um sl. áramót, bæði af söltuðum iðnaðarhrognum og grófsöltuð- um hrognum. Það liggur því ljóst fyrir, að miðað við eðlilega framleiðslu á (Framhald á bls. 6) UNDANFARIN ÁR hafa starf- að hér í bæ samtök, sem nefnast Náttúrulækningafélag Akureyr- ar. Tilgangur félagsins er breytt og bætt heilsufar, meðal annars með neyzlu meiri jurtafæðu. En Þess skal ennfremur getið, að atkvæði íslands og Norðurlanda hafa fallið þannig við atkvæða- greiðslur um nýlendumál Portú gala á vettvangi Sameinuðu þjóðanna síðustu 5 árin: 1967: ísland og Norðurlönd sátu öll hjá. 1968: ísland og Norðurlönd greiddu atkvæði með tillögunni. 1969: ísland og Norðurlönd greiddu atkvæði með tillögunni. 1970: ísland og Norðurlönd sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. 1971: ísland og Norðurlönd greiddu atkvæði með tillögunni. ÞRIÐJA starfsár umferðarskól- ans ,,Ungir vegfarendur“, frá því að Umferðarráð vfirtók rekstur hans, er hafið og hafa fyrstu verkefni ársins verið send út. Skráðir þátttakendur í ár eru 16149 og eru það börn á aldrinum 3ja til 6 ára úr 27 sveitarfélögum. Umferðarskólinn „Ungir veg- farendur" er bréfaskóli. Börnin BÍLASTÆÐI Víða er vöntun á bílastæðum í bænum, og er það kunnara en frá þurfi að segja. Eitt mesta bílastæði í miðbænum er norð- an við Prentverk Odds Björns- sonar. Þar er nauðsynlegt að malbika svæðið, því að for og forarpollar eru ekki við hæfi. Og þar þarf að merkja stæðin svo að staðurinn nýtist sem allra bezt. Þar er bílum oft svo óhaganlega lagt, að furðu sætir. Kæmust þarna 10—15 bílar til viðbótar, ef stæðin væru merkt. Þarf úr þessu að bæta við fyrstu hentugleika. Þótt lxér sé aðeins bent á einn stað, sem bílum er ætlaður og þarfnast úrbóta, þarf víðar að liuga að þessum þætti umferðarmálanna. BERNADETTA KEMUR Heiðursgestur „Pressuballsins" svonefnda, sem Blaðamanna- félag íslands heldur, verður að þessu sinni hin nafnkunna Bernadetta Devlin, þingkona. II<5n þarf að mæta fyrir rétti 16. marz en kemur liingað til lands 17. marz, þann dag, sem Pressu- ballið er haldið, og fer utan næsta dag. Til orða hafði kom- ið, að hún kæmi til Akureyrar í þessari för. En ekki er útlit fyrir, að hún liafi tíma til að gera þá lykkju á leið sína að þessu sinni. STAÐREYNDIR Framsóknarflokkurinn varð fyrstur íslenzkra stjórnmála- flokka til að gera kröfu um upp sögn brezk-danska samningsins frá 1901 um þriggja mílna land- lielgi íslands. Það var á flokks- þingi Framsóknarflokksins 1946, sem sú ályktun var gerð. Það voru þingmenn Fram- sóknarflokksins, Hennann Jón- asson og Skúli Guðmundsson, sem fyrst fluttu tillögu um upp- sögn brezk-danska samningsins á Alþingi. nú hefir þessi félagsskapur tek- ið á sína arma stærra verkefni, eða byggingu heilsuhælis á Norðurlandi, sem starfaði á svip uðum grundvelli o gheilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði, sem hlotið hefir óskipta aðdáun og viðurkenn- ingu allra sem kynnzt hafa. Á hverju ári dvelzt fjöldi Norð- lendinga á hælinu syðra, en alltaf lengist biðlistinn. Er því sannarlega orðin brýn þörf á öðru hæli hér norðanlands. Undir forystu margra góðra kvenna hér í bæ, er nú sókn hafin í því mikla hugsjóna- og nauðsynjamáli, að safna fé til byggingar heilsuhælis á Norður landi. Á morgun, sunnudaginn 12. marz, verður efnt til kaffi- sölu í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 3 síðd. Þar munu námsmeyjar frá Laugalandsskóla sjá um skemmtiatriði, en fleira verður þar til ánægjuauka. Blaðið vill fá send verkefni, mismunandi mör geftir aldri, sem þau eiga að leysa með aðstoð foreldr- anna. Þriggja ára börn, sem fædd eru fyrri hluta ársins, fá send 5 verkefni, en þau, sem fædd eru seinni hluta ársins, fá 4 verkefni. 4ra og 5 ára börn fá 6 verkefni og 6 ára börn 7 verkefni. Auk þess fá allir þátt- takendur kveðju frá skólanum á afmælisdaginn. Það var ríkisstjórn undir for- sæti Framsóknarflokksins, sem færði fiskveiðilögsöguna úr 3 mílurn í 4 sjómílur. Það var ríkisstjórn undir for- sæti Framsóknarflokksins, sem færði fiskveiðilögsögu fslands úr 4 mílurn í 12 mflur. Og það verður ríkisstjórn und ir forsæti Framsóknarflokksins, sem færir fiskveiðilögsögu ís^ lands úr 12 sjómílum ,í 50 sjó* mílur í haust. MARGIR REYNA Jón Sigurðsson borgarlæknir í Reykjavík sagði nýlega á um- ræðufundi, að samkvæmt upp- lýsingum frá ungu fólki væru þeir orðnir 1500—2000, er neytt hefðu fíknilyfja í Reykjavík og nágrenni, á aldrinum 16—25 ára. En margir, og væntanlega flestir, gera þetta af forvitninni einni saman, og ánetjast ekki fíknilyfjunum. Hins vegar fer naumast hjá því, að einhverjir gangi of langt og verði háðir lyfjunum áður en þeir vita af. Hér á Akureyri eru sögur sagðar um notkun fíknilyfja, en hvergi fást þær staðfestar. En það er einkenni fíknilyfja- neyzlu, að hún þróast í leynum áður en hún kemur upp á yfir- borðið, sem opinber staðreynd, og svo mun verða hér. MAÐUR OG MINKUR í fyrrasumar var maður einn að veiða í sjó ineð fjörum hér norði an við Akureyri. Hann stóð á klettanefi og veiddi þorsk á spón. Er hann hafði stundað þann veiðiskap um stund, sá hann, að förvitin dýr voru að skoða fiskana, sem á land höfðu verið dregnir. Voru það minkar og heldur ósmeykir, heil fjöl- skylda. Hirti maðurinn veiði sína og fór sína leið, óglaður í (Framháld á blaðsíðu 4). hvetja bæjarbúa og aðra að fjöl menn og slá tvær flugur í 21 höggi: Styrkja gott málefni og njóta um leið úrvals veitinga og góðrar skemmtunar. □ ÁTTRÆÐUR MAGNÚS JÓNSSON í Hrapps- staðakoti í Svarfaðardal varð áttræður í gær, 10. marz, Hann hefur átt heima í Hrappsstaða- koti alla ævi, stóð fyrir búi með foreldrum sínum 17 ára gamall og varð þar síðar merkisbóndi og bjó þar þangað til fyrir sex árum, að sonur hans tók þar við búsforráðum. Magnús hefur tekið veruleg- an þátt í oþinberum málum sveitar sinnar og sýslu Dagur sendi-r. afmælisbarninu heillaóskir í tilefni afmælisins. Magnús Jónsson. ÍSLAND STUDDI ANGÓLA Fjáröflun fyrir heilsuliæli „Ungir vegfarendur”

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.