Dagur - 11.03.1972, Blaðsíða 6

Dagur - 11.03.1972, Blaðsíða 6
UJú 6 AÐALFUNDUR kvennadeildar Slysavarnafélagsins verður á Hótel KEA sunnudaginn 12. marz kl. 3.30, en ekki 4.30 eins og stóð í síðasta blaði. Konur, mætið vel og stundvíslega. — Stjórnin. HJÚKRUNAR- KONUR. Fu s HJUKKLNAl .<p\KONUR. Fundur í l-'Systraseli 13. marz ............ 21.00. — Þakkir Stórstúkunnar I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99. Fundur í Félagsheimili templ- ara, Varðborg, mánudaginn 13. þ. m. kl. 9 e. h. Venjuleg fundarstörf. Hagnefndaratriði. Nýir félagar velkomnir. — Æ.t. AMTSBÓKASAFNIÐ er opið alla virka daga frá kl. 1—7 e. h. Laugardaga frá kl. lOf. h. til 4 e. h. Sunnudaga kl. 1—4 e. h. FÉLAGSVIST verður hjá Skag- firðingum og Þingeyingum 18. marz. Nánar auglýst í næsta blaði. FRAMKVÆMDANEFND Stór- stúku íslands samþykkti nýlega á fundi sínum: „Framkvæmdanefnd Stór- stúku íslands I.O.G.T. þakkar það mikla starf, sem Kristján Pétursson deildarstjóri, Kefla- víkurflugvelli, hefur leyst af höndum í baráttu gegn sölu eyturlyfja hér á landi. Jafn- framt skorar framkvæmdanefnd in á stjórnvöld landsins að stór- auka fjárframlög til þess að eiturlyfjanefndin svonefnda, Kristján Pétursson og aðrir áhugamenn, geti beitt sér til betri árangurs í þessum mál- um.“ □ iRÍÍiÍÍÍÍH* Bifreiðin A—178, sem er Chevrolet Biscayne, árgerð 1965, er til sölu. Gísli Konráðsson, Odda- götu 15, Sími 1-15-90. 2—3 tonna trillubátur óskast til kaups. Uppl. í Gránufélagsgötu 21. Vantar notaða liarmon- ikku. Helzt 80 bassa. Uppl. gefur skólastjór- inn Húsabakkaskóla, sími 6-11-11. Skíðafólk ath.: Sá sem fékk röng skíði í rútunni úr Hlíðarfjalli 16. febrúar s. 1. (öskiu- daginn), vinsamlega hringi í síma 1-17-79. Vemdum Vaðlaskóg (Framhald af blaðsíðu 2). yfir 1 km. Aðalatriðið er að bíla vegur má ekki koma inn í reit- inn. Það yrði smám saman hrein eyðilegging. Nú skal viður- kennt, að Akureyrarbær á ekki þennan umrædda reit og ber strangt tekið því enga ábyrgð á honum. Þessi reitur er á vegum Skógræktarfélags Eyfirðinga og friðhelgur á meðan hann er ein- göngu notaður til skógræktar, og er nú farið að gera þarna vísindalegar tilraunir og athug- anir í sambandi við tilrauna- stöðina á Mógilsá. Skora ég á Skógrækt ríkisins, að leggjast á eitt með okkur, sem krefjumst friðhelgi þessa lands, sem fimm víðsýnir og fórnfúsir bændur hérna á móti Akureyri létu Skógræktarfélaginu ókeypis um ráð yfir. Þá er skylt að minnast þess, að merkur borgari Akur- eyrarbæjar, gaf stóra upphæð á þess tíma mælikvarða til þess að girða landið og gróðursetja þar fyrstu trjáplönturnar. Er fullvíst, að þarna er búið að verja fleiri milljónum króna, ef gjafavinna og plöntukaup eru talin með. Má til dæmis geta þess, að á síðasta sumri var var- ið nokkuð á annað hundruð þús und krónum til þess að endur- nýja hina 35 ára gömlu girð- ingu. Mér er annars vel minnis- stætt fyrst er ég heýrði minnzt á skógarreiti á móts við Akur- eyri, en það var veturinn 1915, er ég var í fyrsta bekk Gagn- fræðaskólans. Það var í náttúru fræðitíma hjá Stefáni Stefáns- syni skólameistara. Hann gekk út að glugganum í kénnslustof- unni og benti yfir í Vaðlaheið- ina og mælti: Þarna verða í framtíðinni ræktuð skógarbelti eða reitir, þar sem erfitt er til tún- eða garðræktar. Skógar skýla öðrum gróðri og fegra umhverfið. Hvað viðvíkur ferðamanna- málum, hygg ég að þau byggist fyrst og fremst á því að okkur takist að varðveita sem mest af landinu óspilltu af umróti nú- tímatækni.. Ekki svo að skilja, að við megum ekki rækta og fegra landið, en við verðum að skilja, að flestir útlendinganna, sem hingað koma, eru annað hvort náttúruskoðendur eða nátturufræðingar. Flest af þessu fólki safnar t. d. myndum, stein- um eða þurrkuðum, íslenzkum jurtum. Hef ég séð nokkra út- lendinga koma með þurrkaðar íslenzkar plöntur í Lystigarðinn og nafngreina þær þar í, með því að bera þær saman við nöfn í grasasafninu. Margt af þessu útlenda fólki er í ýmsum klúbb- um heima hjá sér, og flytur þar erindi frá ferðum sínum hér á landi, er heim kemur. Væri ekki athugandi fyrir hótelin hér, að útvega sér lítinn hraðbát og gefa hótelgestum kost á, í góðu veðri, að sigla um Pollinn, skreppa í land við Veigastaðabás og lofa farþegum að skoða sig lítilsháttar um og taka myndir o .s. frv. í friðland- inu. En þar má aldrei bílvegur koma. Þá má sigla út fjörðinn, koma við á stöku stað, og hafa handfæri með handa þeim, sem vildu renna fyrir fisk. Hafa svo Hrísey sem endastöð, þar sem menn gætu fengið kaffi, te eða einhverja hressingu. Að vorinu væri svo hægt að sjá miðnætur- sólina áður en haldið væri heim á leið. □ SAMBANDSFRÉTTIR (Framhald af blaðsíðu 8) þessari vetrarvertíð á íslandi og í Noregi verður ekki hægt að selja alla framleiðsluna. Verð- lækkun er því óhjákvæmileg, enda er hún að nokkru leyti þegar komin fram. FRA VÉLADEILD. Veruleg söluaukning. Rekstur Véladeildar gekk vel á árinu 1971 og varð veruleg söluaukning hjá deildinni frá árinu á undan, að því er Jón Þór Jóhannsson framkv.stjóri tjáði. Heildarvelta deildarinnar varð 584 millj. kr. á móti 377 millj. 1970, og varð aukningin svipuð í öllum undirdeildum, en þó mest í Bifreiðadeild. Jón Þór gat þess einnig, að árið hefði verið deildinni mjög hagkvæmt. Umboðssamningur við General Motors. Samkvæmt nýrri skipan mála hjá General Motors tekur fyrir- tækið upp þann hátt að gera um boðssamninga sína til fimm ára í senn, og í samræmi við það féll samningur Véladeildar úr gildi um sl. áramót. Fyrir stuttu kom hingað til lands sérstakur fulltrúi General Motors, mr. A. F. Roser, til að undirbúa nýjan samning. Nýr einkaumboðssamningur var svo undirritaður af hálfu Sambands ins af þeim Erlendi Einarssyni forstjóra og Jóni Þór Jóhanns- syni framkv.stjóra, sem gildir til næstu fimm ára og tekur yfir alla bílaframleiðslu General Motors, varahluti og aðrar skyldar vörur. í sambandi við þetta má nefna, að General Motors er að gera gjörbreytingu á fyrirkomu lagi í útflutningi sínum. Þannig hafa þeir nýlega opnað nýja svæðisskrifstofu í Dublin, sem Véladeild mun væntanlega skipta við, en hún heyrir aftur undir aðalskrifstofu í London fyrir alla Evrópu. Barnavagn til sölu. Uppl. í Norðurgötu 10, milli kl. 18 og 19. Fermingarföt til sölu. Uppl. í síma 1-14-97. Sjálfvirk þvottavél til söiu af sérstökum ástæðum. Tækifærisverð. Uppl. í síma 2-11-55. Vil selja tveggja ljáa sláttuvél (Busatis) í góðu lagi. Karl Þorleifsson, Hóli v. Dalvík. Til sölu 2 manna svefn- sófi. Uppl. í Fjólugötu 18. Óskurn að taka á leigu 2—3 herb. íbúð strax. Uppl. í síma 2-18-53 eftir kl. 6 á kvöldin. Varahlutaverzlun að Bíldshöfða Véladeild hefur nú að nýju yfirtekið verzlun með varahluti fyrir Vauxhall og Bedford bifreiðir. Hefur deildin því opn- að verzlun að Bíldshöfða 8, þar sem þessar vörur verða seldar. Sumarsala Búvéladeildar undirbúin. Hjá Búvéladeild er nú þegar hafin afgreiðsla tækja fyrir næsta sumar, að því er Gunnar Gunnarsson deildarstjóri tjáði. Á þetta einkum við um ýmis vorvinnutæki, sérstaklega drátt- arvélar, plóga, herfi og áburðar dreifara. Að því er varðar. heyvinnu- vélar, þá eru fyrstu sendingar þegar komnar af sláttuþyrlum, heyþyrlum, heyhleðsluvögnum og heybindivélum. Þungavinnuvélar. Þá má og segja, að Búvéla- deild standi á tímamótum að því er varðar innflutning þunga- vinnuvéla, því að nú.er búið að flytja inn nokkrar beltavélar af stærstu gerð frá International Harvester og Priestman. Þar á meðal eru International TD 25C jarðýta, sem vegur um 36 tonn tilbúin til vinnu, og Priestman Mustang 220, alvökvaknúin graf vél, sem vegur um 22 tonn. Báðar þessar vélar eru nú til sýnis við Ármúla 3. FRA BÚVÖRUDEILD. Kjöt Iestað til Norðurjanda. Um þessar mundir er verið að lesta 450—500 tonn af dilkakjöti í ms. Skaftafell, sem fara á til Noregs og Svíþjóðar, að því er Agnar Tryggvason fraihkv.stjóri tjáði. Auk þess er gert ráð fyrir, að Skaftafellið lesti aftur 2—300 tonn af dilkakjöti fyrir sömu markaði nú síðar í vor. Hrossasalan liafin . Þá eru komnir hingað til lands tveir Þjóðverjar, sem kaupa hross á Súður- og Norður landi. Hafa þeir þegar keypt 50 hross, sem verða send utan nú í byrjun marz. Er þetta mun fyrr á árinu en verið héfur und- anfarin ár, sem stafar af auk- inni eftirspurn eftir íslenzkum hestum í Þýzkalandi. FRA INNFLUTNINGSDEILD. Vel heppnúð byggingaráðstefna. Dagana 21. og 22. febrúar sl. efndi Byggingavörudeild til kynningar- og fræðslúráðstefnu um byggingavörur. Var hún haldin í félagsheimilinu Hamra- görðum, og sóttu hana 25 full- trúar kaupfélaganna. Á ráðstefnunni voru haldin allmörg erindi um einstaka þætti varðandi innflutning og sölu á byggingavörum. Sömu- leiðis urðu þar allmiklar um- ræður, auk þess sem þátttak- endur báru fram allmargar fyrirspurnir um einstök atriði, sem starfsmenn deildarinnar svöruðu. Ómar Kristjánsson fulltrúi í Byggingavörudeild sagði, að ráðstefnur sem þessi hefðu ekki verið haldnar áður, heldur væri hér um nýjung að ræða, sem fitjað hefði verið upp á í til- raunaskyni. Telja yrði, að þessi tilraun hefði tekizt mjög vel. □ - Smáþjóð í örum vexti (Framhald af blaðsíðu 4) aði um helming (100%) á næstu 40 árum og yrði þá nál. 350 þús. um næstu aldamót. Nú reynast mannfjöldaspárnar örðugri en þær þá virtust vera. Verði fram- hald á þróun áranna 1969—70 má segja, að ekki blási eins byr- lega og útlit var fyrir um skeið um þjóðarfjölgun. En hvort sem íslendingum gengur betur eða verr að standast freistingar um- heimsins og hvort sem þau börn verða fleiri eða færri, sem fá að líta dagsins Ijós á komandi ár- um, er nú ástæða til að ætla, að hallæri, landfarsóttir og barna- dauði í þeim mæli, sem fyrrum þekktist, heyri aðeins til liðinni tíð og endurtaki sig ekki, og þá verða þeir vitanlega margir, sem að óbreyttum lífsmöguleik- um fyrri alda, hefðu dáið fyrir aldur fram, en nú fá að lifa og starfa í landi sínu. En nærri læt ur, að dvergþjóð sú, er landið byggði um 1800 og þá hafði ekk ert vaxið í heila öld, hafi þre- faldast að fólksfjölda á síðustu 70 árum. En það munar miklu, hvort þjóðinni fjölgar um ca. 2% á ári eins og á timabilinu 1946—60 eða aðeins um ca. %% eins og á árunum 1969—70. Byggð á íslandi er nú nál. ellefu alda gömul og fólksfjöldinn stóð lengi í stað. Ef þjóðinni fjölgaði um 2% ó ári yrði hún eftir tvær aldir orðin ca. 12 milljónir, en ef fjölgunin yrði aðeins 14% yrði hún á sama tíma ca. 14 milljón. í fyrra dæminu tvö- faldast fólksfjöldinn á 35—36 árum, en í síðara dæminu á 139 árum. □ , , X Eg þakka lrjartanlega hörnum mínum, tenf(da- £ börnum og barnabönum og öðrum þéirh. íem % glöddu mig með heimsóknum, gjöjum/blönidm © á áttrœðisafmcclinu 6. þ\ ni! 1 O f t I I I I st og heillaskeylum á áttrœðisafmœlii Guð blessi ykkur öll. SÍGRÚN HJARTARDÓTTIR, Melgerði 2, Glerárhverfi. t <3 ELÍN INDRIÐADOTTIR frá Hofi andaðist í Fjórðungssjúkraluisinu á Akureyri 7. þ. m. Jarðarförin fer fram að Möðmvöllum í Hörgárdal þriðjudaginn 14. rnarz kl. 2 e. h. Bílferð verður frá BSO saima dag kl. 1.30. Vandamenn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.