Dagur - 11.03.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 11.03.1972, Blaðsíða 1
Hvassviðri í Bárðardal Stórutungu 8. niarz. Allir lofa veðrið, enda ekki að ástæðu- lausu. Jörð má heita alauð jafnt í dölum og til heiða. Nú síðustu daga kom snjóföl, sem er á för- um aftur, úrkoma er sérlega lítil. Minnugir munu góða tíð fyrr en nú og nefna 1923, 1946 o. fl. Hestar ganga enn úti og sjá um sig. Fé er auðvitað beitt, en jörð mun vera fremur létt og því gefið nokkurt hey og kjarn- fóður. Hinn 22. febrúar gerði hér hvassviðri af suðvestri. Á Sand- haugum fuku um 40 hestburðir af heyi. Víðar sleit úr uppborn- um heyjum. Á Hrappsstöðum fauk dráttarvél á hliðina og hey vagn. Þungum heyvagni hvolfdi í Svartárkoti. Onnur óhöpp urðu ekki af þessu veðri, enda stóð það ekki lengi. Samgöngur eru góðar. Þ. J. Dóimir kjararáðs er nú fallinn Opinberir strfsmenn fá 7% launauppbót að ári DÓMUR Kjararáðs um launa- kröfur opinberra starfsmanna á hendur fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, féll á miðvikudaginn. Var úrskurðurinn á þá leið, að grunnlaun þeirra lægst laun- uðu, þ. e. kr. 18.018 eða lægri mánaðarlaun, skulu umreiknuð til hækkunar frá 1. des. sl. að telja, til samræmis við samn- inga Alþýðusambands bg at- vinnurekenda frá 4. des. í vetur. Lægstu grunnlaun hækka því frá 1. des. sl. sem hér segir: 15.000 verða 15.600, 15.780 verða 16.250, 16.780 verða 17.057 og 17.780 verða 17.837. Áfangahækkunin, sem koma átti 1. júlí 1972, kemur 1. júní 1972. Laun ríkisstarfsmanna hækka FRA LOGREGLUNNI DRENGUR á þriðja ári varð um 7% 1. marz 1973. fyrir bíl í Hamarsstíg í fyrra- dag. Hann var fluttur í sjúkra- hús og var handleggsbrotinn. Mannlaus bíll rann á næstu lóðargirðingu í Glerárhverfi sama dag og skemmdi hana. Tveir árekstrar urðu í fyrra- dag í umferðinni en ekki slys á fólki. Rólegt hefur verið í bænum síðustu daga. □ Niðursokknir í skaftaskýrslur Vopnafirði 9. marz. Oft er hér hlýast á landinu í vetur, og ekki þurfa menn yfir veðrátt- unni að kvarta. Snjólaust er upp á fjallatoppa. Það ætti að liggja vel á bændum og gerir þa ðeflaust, nema þeim, sem eru að strita við skattaskýrslurnar sínar. Hinn 27. janúar brann á Fremri-Nípum, hjá Jósef bónda Þorgeirssyni, og skemmdist íbúðarhúsið mjög, t. d. brann af því þakið og sitthvað fleira varð eldinum að bráð, þótt húsið væri að mestu úr steini. Með dugnaði og góðri aðstoð nágrannannna gat fólki ðflutt í húsið á ný mánuði síðar, enda var tíð' hagstæð. Félagslíf hefur tekið breyt- ingu. Nú er meira um lokaða félagsstarfsemi að ræða en áður Nýkeypti skuttogarinn Sólbakur að hefja fyrstu veiðiferð sína. Einn af gömlu togurum ÚA, Harðbakur EA3, sést einnig á myndinni. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson). Ráðstefna á Akureyri um atvinnumál Starfsaldursákvæði breytast þannig frá 1. júní 1972, að í stað 6 ára starfsaldurs kemur 1 árs starfsaldur og í stað 12 ára starfsaldurs kemur 6 ára starfs- aldur. í Kjaradómi eiga sæti Guð- mundur Skaptason, sem er for- maður dómsins, Jónas H. Haralz, Benedikt Blöndal, Jón Sigurðsson og Karl Guðjónsson. var, en minna af opinberum skemmtisamkomum. Hins vegar hafa klúbbar og félög sína ákveðnu samkomudaga fyrir sitt fólk. Laxánum e rþegar ráðstafað, og hafa sömu aðilar þær á leigu og síðasta sumar. Veiði var all- góð í öllum ánum í Vopnafirði sl. sumar. Þ. Þ. FJÓRÐUNGSSAMBAND Norð lendinga og Alþýðusamband Norðurlands boða til ráðstefnu um atvinnumál á Norðurlandi, sem haldin verður í Lands- bankasalnum á Akureyri 11. og 12. marz n. k. og hefst á laugar- dag kl. 1.30. Megin viðfangsefni ráðstefnunnar verða málefni sjávarútvegs og fiskiðnaðar, ennfremur almenn iðnþróun á Norðurlandi. Til ráðstefnunnar verða boðaðir fulltrúar sveitar- stjórna, atvinnumálanefnda og verkalýðsfélaga. Á ráðstefnunni verða flutt framsöguerindi um eftirfarandi efni: Björn ‘Jónsson, formaður Alþýðusambands Norðurlands, ræðir um verkalýðshreyfinguna og atvinnumálin. Hilmar Daní- elsson, sveitarstjóri á Dalvík, ræðir um sveitarfélögin og norð lenzka atvinnuþróun. Ragnar Arnalds, formaður stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkisins, ræðir um hlutverk og megin- stefnu stofnunarinnar. Ingvar Hallgrímsson, forstjóri Hafrann sóknarstofnunarinnar, ræðir um hafrannsóknir og fiskileit. Um þróun útgerðar á Norðurlandi ræðir Vilhelm Þorsteinsson, for- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga, og um stöðu fiskiðnaðar- ins á Norðurlandi ræðir Mar- teinn Friðriksson, framkvæmda stjóri Fiskiðjunnar á Sauðár- króki. Framkvæmdastjóri Iðn- þróunarstofnunarinnar, Sveinn Björnsson, ræðir um iðnþróun og uppbyggingu iðnaðar. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, ræðir um úrvinnslu- iðnað, einkum matvælaiðnað. Að loknum framsöguerindum munu ráðstefnugestir skiptast í starfshópa til að ræða einstök verkefni. Ráðstefnunni lýkur á sunnudaginn 12. marz. Til ráðstefnunnar eru einnig boðaðir alþingismenn úr Norður landi og forstjórar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Ráð- stefna þessi er undirbúin af sam starfsnefnd Alþýðusambandsins og Fjórðungssambandsins. Öllum áhugamönnum um at- vinnumál er heimil fundarseta. Stjórnarandsfæðingar í tíðarfari Loðnan gefur góðan ar< SAGT ER, að hásetahlutir á loðnuvertíðinni hafi komizt upp í 300 þús. kr. En nokkrir bátar eru með svo mikinn afla, að gefa þennan hásetahlut. En loðnuævintýrinu virðist vera lokið að þessu sinni. Verksmiðj- Grásleppuveiði hafin Hrísey 10. marz. Sá fyrsti sem lagði grásleppunet fékk tvær tunnur af hrognum úr gráslepp unni í fyrstu umvitjun. Spáir það góðu um framhald þeirra veiða. Hér hefur verið unnið undan- farna daga á frystihúsinu við afla úr Snæfelli, sem landaði 76 tonnum á sunnudaginn. Þá reit- ir Sigurveig ögn í net, og byrjað er að fiska á handfæri, en afli er tregur ennþá. Kvenfélagið í Hrísey hefur boðið kvenfélagskonum úr Svarfaðardal til samsætis hér á morgun, laugardag. Því miður einangra konur sig í boðum sem þessum og vilja lítt sinna okkur körlum. Finnst ýmsum þetta þröngsýni. S. F. ur frá Vestmannaeyjum til Breiðafjarðar hafa ákveðið að hætta að taka á móti loðnu til vinnslu frá kl. 24 n.k. sunnudag. Kemur þar bæði til verðfall á afurðanum og að verðjöfnunar- sjóður mun upp urinn, auk þess sem þróarrými er hvergi fyrir hendi á þessu svæði, eins og er. Sunnanfréttir segja, að tveir loðnubátar, fullfermdir, sem liggja í Reykjavík og hafa legið undanfarna sólarhringa, komist hvergi að til löndunar, og hafa skipstjórarnir við orð að moka loðnunni í sjóinn. Um s.l. mánaðamót lækkaði loðnuverð til sjómanna. Heildaraflinn er yfir 250 þús. tonn og hefur aldrei verið svo mikill áður. Q Gunnarsstöðum Þórshöfn 9. marz. Það sjást aðeins fanna- grottar undir hæstu hverkum, svona eins og vant er seinnihlut ann í maí. Byrjað er að reita ofurlítið í net og sjómenn álíta, að ganga sé að koma. Harpan landaði 40 —50 tonnum á laugardaginn. Rauðmagaveiði er heldur góð, en grásleppan er ókomin. Við erum búin að spila fyrri umferð í Framsóknarvistinni og munum spila þá síðari á næst- unni. Fólk er fátt á bæjum, jafnvel svo að það á naumast heiman- gengt. En annars er mannlífið fremur fagurt hér um þessar mundir. Menn eru bjartsýnni en oft áður og hyggja á byggingar útihúsa. Og nýbýlingur ætlar að hefja framkvæmdir í vor á Syðri-Brekkum, og annar nýbýl ingur er á Sauðanesi, og hefur þegar kornið upp allmiklu fjár- búi. Ég talaði við 77 ára mann um daginn, sem gengur að allri vinnu ennþá. Hann var óánægð ur með veðráttuna, svo að ég sagði við hann: Þú ert alltáf stjórnarandstæðingur í tíðar- fari. Ja, sagði karl. Ef ég stjórn- aði, þá stjórnaði ég ekki svona. Ég léti ekki fé fenna í ágúst né gróa á góunni. Svartþröst sá ég í fyrradag, og Gunnar bróðir sá uglu hér um daginn. O. H. Hvasst víða f GÆR var mikið hvassviðri á Akureyri og við Eyjafjörð. I bænum faulc margt lauslegt, svo sem öskutunnur og barnavagn- ar, en einnig járnplötur af hús- um, t. d. af húsi í byggingu í Skarðshlíð og járnplötur losn- uðu á húsi einu við Strandgötu. Einhverjar þakskemmdir urðu á Sólborg og bíll varð fyrir skemmdum af áfoki. □ DAGUR kemur út á miðvikudaginn, 15. marz. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.