Dagur - 12.04.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 12.04.1972, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Varhugaverð þróun Á VELHEPPNAÐRI ráðsteínu, sem Fjórðungssamband Norðlendinga og Alþýðusamband Norðurlands héldu um atvinnuinál, komu fram athyglis- verðar upplýsingar, sem vaqia ljösi á ástand og horfur í norðlenzkri byggðaþróun. Hér er um að ræða opinberar skýrslur um atvinnuþróun, tekju- öflun, búsetuþróun og atvinnuskipt- ingu í fjórðungnum, sem taka af öll tvímæli um, að veruleg búseturöskun á sér stað á Norðurlandi. Á saina tíma og atvinnuleysi má heita horfið víðast í landinu búa mörg norðlenzk byggðalög við langvarandi atvinnu- leysi flesta árstíma. Meðaltekjur á framteljanda eru því undir lands- meðaltali í flestum þéttbýlisstöðum Norðurlands. Þetta leiðir til samverk andi samdráttar og stöðugrar búsetu- röskunar. Á árunum 1966—1970 var búsetutilfærslan 1388 manns og er 52% hennar fólk á aldrinum 15—30 ára, eða 731 maður. Þetta tekur af tvímæli um, að ekki er hægt að sporna við áframhaldandi búsetu- röskun, nema gert verði stórt átak til að skapa ný afkomuskilyrði við hæfi æskufólks á Norðurlandi og í sam- ræmi við menntun þess og fram- kvæmdaþörf. En haldi þessi þróun óbreytt áfram, gerir mannfjöldaspá Fram- kvæmdastofnunarinnar ráð fyrir, að 64% af eðlilegri íbúaaukningu hverfi til annarra landshluta og alls muni þessi röskun nema um 6200 manns til 1985. Þá mun Norðurland vanta um Vi af þeim íbúafjölda, sein ætti að vera, ef fjórðungurinn héldi meðalfjölgun. Sé litið á atvinnu- skiptinguna á Norðurlandi og borið saman við landið í heild, kemur í ljós, að fjórðungurinn hefur dregizt aftur úr um aukningu mannafla í úrvinnslu- og þjónustugreinum. Þetta svarar til að á skorti um 10— 12% aukningu í úrvinnslugreinum og um 45% aukningu í þjónustu- greinum. Þróun þessara greina er 20 árum, er varðar úrvinnslu, og er 40 árum, er varðar þjónustugreinar, á eftir framþróun í þessum greinum í landinu. Til þess að jafna þessi met þarf árlega að bæta afkomuskilyrði fyrir 300—400 manns í þessum grein- um. Með tilliti til þess, að öll íbúa- aukning landsins, ásamt tilfærslu frá landbúnaði og sjávanitvegi, leitar til þróunargreinanna, er ljóst, að stór- aukin iðnvæðing og efling viðskipta og þjónustustarfsemi eru stórvirk- ustu ráðin til að stöðva búseturösk- (Framhald á blaðsíðu 7) unina. Sviðsmynd úr Júnó og Páfuglinum. (Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík) Húsvíkingar skemmta á Akureyri Húsavik 10. apríl. Leikfélag Húsavíkur er nú búið að hafa sex sýningar á Húsavík á sjón- . leiknum Júnó og Páfuglinum. Ákveðið er, að leikfélagið sýni FRA B.S.E. Á KOMANDI vori eða snemma í sumai mun Magnús Sigsteins- son, bygginga- og bútækniráðu- nautur B. í., verða á ferðinni á búnaðarsambandssvæðinu. Jafn framt mun verða hér á ferðinni um svipað leyti ráðunautur, sem mun leiðbeina bændum við lagn ingu á vatnsleiðslum. Samkvæmt samþykkt B.S.E. liggur nú frammi á skrifstofu Búvélaverkstæðisins sölulisti yfir notaðar búvélar, þar sem hægt er að láta skrá til sölu vélar og verkfæri. Bændum, sem áhuga hafa fyrir sölu eða kaupum á notuðum tækjum, er bent á að notfæra sér þessa þjónustu. O sjónleikinn í Samkomuhúsinu á Akureyri n. k. laugardag og sunnudag og hefjast sýningar kl. 8.30. Karlakórinn Þrymur og Lúðrasveit Húsavíkur hafa hald ið fimm sameiginlega tónleika á þessum vetri og hefur aðsókn verið frábærlega góð í öll skipt- in, og undirtektir áheyrenda einnig. Stundum hefur fólk þurft frá að hverfa vegna þrengsla. Tónleikarnir verða endurteknir einu sinni enn á Húsavík, og í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri sunnudaginn 16. apríl. Fleiri tónleikar eru fyrir- hugaðir. Efnisskráin er fjöl- breytt og vönduð. Flest lögin eru útsett af stjórnandanum, Ladislav Vojta, sem er söng- og hljómsveitarstjóri frá Prag, réðst til Húavíkur sl. haust og hefur starf hans í vetur verið mjög notadrjúgt, við þjálfun kóra og hljómsveita og við kennslu í Tónlistarskóla Húsa- víkur. Fjárhagsáætlun Akureyrar 1972 (Framhald af blaðsíðu 1) REKSTRARÁÆTLUN 1972 Gjöld: 1971 1972 Stjórn bæjarins og skrifstofur .... 7.0 9.4 Eldvarnir 7.7 Félagsmál 40.3 Menntamál 38.1 íþróttamál 10.6 Fegrun og skrúðgarðar 5.0 Heilbrigðismál 7.6 Hreinlætismál 18.7 Gatnagerð, skipulag og byggingaeftirlit '.. .... 43.2 64.1 Fasteignir 6.7 Styrkir til félaga .... 2.6 2.6 Framlag til Framkvæmdasjóðs .... 3.0 15.0 Vextir af lánum 4.4 Ýmis útgjöld .... 4.6 5.8 Löggæzla, sem nú fellur á ríkissjóð .... 6.0 0.0 Fært á eignabreytingar .... 21.8 26.5 Samtals þúsund milljónir króna .... 211.0 262.0 Tekjur: 1971 1972 Utsvör 128.4 Aðstöðugjöld 24.5 Framlag úr Jöfnunarsjóði .... 27.9 32.1 Skattar af fasteignum .... 9.9 52.0 Tekjur af fasteignum .... 4.0 10.0 Gatnagerðargjöld .... 6.0 6.0 Hagnaður af rekstri bifreiða og vinnuvéla .... 2.0 3.5 Hluti bæjarsjóðs af vegafé .... 4.6 5.0 Vaxtatekjur .... 0.4 0.5 Ýmsar tekjur .... 0.3 0.3 Samtals þúsund milljónir króna .... 211.0 262.0 Lúðrasveitin, undir stjórn hans, er líkari leikhúshljómsveit en þeim lúðrasveitum, sem ís- lendingar eru vanir. Lögin, sem sum eru leikin af lúðrasveitinni og önnur sungin af kór og ein- söngvurum, enn önnur flutt af kór og hljómsveit sameiginlega, eru flest af léttara taginu. Ein- leikarar eru: Steingrímur Hall- grímsson, Sigurður Árnason, en einsöngvarar: Eysteinn Sigur- jónsson og Guðmundur Gunn- laugsson. Þ. J. 2—3 herbergja ílíúð ósk- ast til leigu fyrir mán- aðarmótin. Uppl. í síma 2-11-86, eftir kl. 7 á kvöldin. Hjón með tvö börn óska eftir íbúð til leigu fyrir 14. maí. Sími 1-21-50. Óska eftir herbergi til leigu. Ilelzt sem næst M. A. Uppl. í síma 2-11-44. Grunnur til sölu að Lerkilundi 6 (teikningar fylgja). Birgir Marinósson Ár- skógi III, sími um Dalvík. 2—3 ja herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst. Reglu- semi og góðri umgengni heitið. Sími 1-14-52 eftir kl. 7. Fastepir tíl sölu Tvær 2ja herb. íbúðir við Giánufélagsgötu 3ja herb. íbúð við Hafr arstræti 3ja lierb. íbúð við Brekkugötu 4ra herb. íbúð við Rár argötu 4ra lrerb. íbúð við Brekkugötu 4ra lrerb. íbúð við Grænugötu 4ra lrerb. íbúð við Helgamagrastræti 4herb. íbúð við Hvanm ivelli 5 herb. íbúð efri hæð vi Ránargötu Einbýlishús við Rauðu mýri Einbýlishús við Spítala' Einbýlishús við Helga- magrastrætr o 3ja og 4ra herb. íbúðir blokk við Víðilundi Mjög hagkvæmir skil- nrálar. Alls konar fasteignavii skipti möguleg. Fasfeigna- salan h.f. Glerárgötu 20 Sími 2-18-78 - opið 5- AUGLÝSIÐ I DEG Stúlka óskast til starfa við mötuneyti. Uppl. í síma 1-17-08. ATVINNA. Ungur nraður óskar efi aukavinnu, kvöld og helgár. Tilboð sendist blaðin' merkt „vélstjóri.“ NýkomiÖ! FLAUEL, rifflað NANKIN KAKI VEFNAÐÁRVÖRUDEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.