Dagur


Dagur - 31.05.1972, Qupperneq 8

Dagur - 31.05.1972, Qupperneq 8
SMÁTT & STÓRT keppni kvenna í Reykjavík iTYRIR helgina fór fram í Há- íkólabíói í Reykjavík fegurðar- samkeppni kvenna, nánar til- tekið á laugardagsnótt. Þar varð nlutskörpust og hlaut titilinn jUngfrú Islands 1972“ nítján ára mær úr Reykjavík, Þórunn Símonardóttir að nafni. En átján ára stúlka frá Akureyri, Katrín Gísladóttir, hlaut titilinn „Fulltrúi ungu kynslóðarinnar11. Sigurvegararnir hljóta ýmis tækifæri til ferðalaga og fram- haldskeppni, sem mörgum kon- um er hugleikið. (Á myndinni er Katrín Gísla- dóttir til vinstri en Þórunn Símonardóttir til hægri). □ ÞEIR HRINGDU OG KÆRÐU Eiturlyfjamálið komst mjög á dagskrá fyrir nokkrum dögum á Akureyri og er í brennidepli umræðnanna, vegna eiturlyfja- sölu, sem nú er í rannsókn. Blað ið hefur orðið vart við mikinn ótta og reiði almennings, út af þessu máli og er það vonlegt. Tveir menn hafa frá því sagt í þessum umræðum, að þeir fengu heimsókn og var boðið fíknilyf til kaups. Þessir menn báðir afþökkuðu, en hringdu strax á eftir til yfirvaldanna og kærðu. Þetta er einmitt það, sem gera ber. FRÆÐSLA Bæklingur um áfengismál og eiturlyf, frá stjórn heilbrigðis- mála, er nú víða kominn á heim- ili, því að lionum var dreift í skólum. Er þar mikla fræðslu að finna um þessi mál. En fræðslan er öruggust til varnar ofnotkun- ar skaðlegra efna. Ungt fólk er furðulega forvitið um áhrif hass ins og fleiri eiturlyfja, en eng- inn ætlar sér að verða þeim að bráð. En hin lifandi lík of- drykkjumanna og eiturlyfjaneýt enda eiga að vera hverju heil- brigðu ungmenni sú vörn, sem flestu öðru er áhrifameira, ef Tónleikar á Akureyri og Ólafslirði Guðmundur Sigurjónsson. RAIJA — Liísa Sipponen fiðlu- leikari og Dirk von der Ehe píanóleikari eru á tónleikaferða- lagi á Norðurlandi um þessar mundir. Raija — Liísa Sipponen er ung að árum en liefur þegar komið fram á mörgum opinber- um tónleikum í deimalandi sínu Finnlandi við ágætar undirtekt- ir og dóma. Faðir Liísu er þekkt ur tónlistarmaður og kórstjóri í Finnlandi og skólastjóri við tón- listarskóla í Jyvalskylae. Liísa lauk einleiksprófi frá tónlistar- háskóla á þessu vori og er nú í Frá Skákfélagi Akureyrar .AÐALFUNDUR Skákfélags Akureyrar var haldinn að Hótel Varðborg laugardaginn 20. apríl 1972. Ný stjórn var kosin, og skipa hana eftirtaldir menn: Formaður Guðmundur Búa- son, gjaldkeri Þóroddur Hjalta- 'ín, ritari Viðar O. Stefánsson, skákritari Karl Steingrímsson, ahaldavörður Gylfi Þórhallsson. Fimmtudaginn 25. maí tefldi Guðmundur Sigurjónsson skák- meistari klukkufjöltefli við tólf menn úr skákfélaginu, og var umhugsunartími 2 klst. á hverja skák. Þeirri keppni lauk með yfirburðarsigri Guðmundar og hlaut hann UV2 vinning af 12 mögulegum. Gerði hann aðeins eitt jafntefli, við Guðmund Búa- ráði að hún hefji nám við meist- aradeild tónlistarháskólans í Moskvu. Dirk von der Ehe hef- ur starfað um tveggja ára skeið við Tónlistarskólann á Neskaup- stað, en áður hafði hann getið sér gott orð sem tónlistarmaður og kennari í Gosslar í Þýzka- landi. Hann hefur verið mjög virkur kórstjóri og unnið að samvinnu skandenavískra og þýzkra kóra ungs fólks, með þeim árangri að þegar eru hald- in kórmót með þátttöku kóra frá þessum löndum, og á Dirk drjúg an þátt í þeirri þróun. Dirk hef- um oft komið fram á tónleikum í Þýzkalandi. Á tónleikaskránni eru lög eft- ir Schubert, Sibelius, Rubin- stein, Bach-Gounod, Bach og Handel, og er efnisskráin skip- uð mörgum vinsælum og sígild- um verkum. Á Akureyri fara tónleikarnir fram næstkomandi fimmtudags- kvöld (1. júní) kl. 9 í sal Tón- listarskólans, Hafnarstræti 81. Miðasala fer fram við inngang- inn og í Bókval. Verði á miðum er stillt í hóf og atdygli skal vakin á því' að salur skólans rúmar aðeins 90 manns í sæti. Kvöldið áður leika Dirk og Liísa á Ólafsfirði, eða kl. 21. □ TILKYNNÍNG TIL ÞÁTTTAKENDA ÞAÐ eru vinsamleg tilmæli að þátttakendur sæki gjaldeyrir sinn í Landsbankaútibúið á Akureyri frá og með mánudeg- inum 5. þ. m. milli kl. 17 og 18.30. Þá má taka farseðla sömu daga, en þeir verða afhentir á skrifstofu F ramsóknarf élag- anna, Hafnarstræti 90, Akureyri frá kl. 13.30 til 13.30. Brottfarar- tími verður auglýstur í næstu viku. Ferðanefnd. Stofnfundur Búnaðar- og arðyrkjufélags Islands Nú er úihaginn orðinn algrænn Á NÍUTÍU ÁRA afmæli Bænda- skólans á Hólum, 14. maí 1972, komu saman að Hólum skóla- stjórar og allmargir af kennur- ura bændaskólanna á Hvann- eyri og Hólum og Garðyrkju- skóla ríkisins á Reykjum í Ölf- usi og stofnuðu Búnaðar- og garðyrkjukennarafélag íslands. Hlutverk þess á að vera að efla samstarf milli starfsmanna þess- ara stofnanna og vera málsvari þeirra út á við. í stjórn voru kjörnir: Guð- mundur Jónsson, Hvanneyri, Grétar Unnsteinsson, Garðyrkju skóla ríkisins, Magnús Óskars- son, Hvanneyri, og til vara Har- aldur Árnason, Hólum. Á stofnfundi voru rædd fræðslumál bændastéttar og garðyrkjumanna. Meðal annars var gerð eftirfarandi ályktun: „Fundur í Búnaðar- og garð- yrkjukennarafélagi íslands, hald inti á Hólum 14. maí 1972, skor- ar á stjórnvöld að efla rannsókn arstarfsemi í landbúnaði og garð yrkju við Bændaskólann á Hvanneyri og Hólum og Garð- yrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Fundurinn bendir á, að fram- farir og breytingar eru afar örar í þessum greinum. Skólunum ber að hafa þar nokkurt frum- kvæði og stuðla að því að starfs- menn skólanná hagnýti betur þær framfarir, sem verða með því að gefa þeim kost á að vinna að rannsóknastörfum. Á skóla- setrunum eru fyrir hendi að- staða, sem nýta má og nýta ber til. þessara verkefna.“ (Fréttatilky nning Reynihlíð 30. maí. Búið er að sleppa lambám og nú hef ég skrifað í dagbók mína, að úthagi sé algrænn, en þar miða ég við fjalldrapann. Sauðburður hefur gengið með afbrigðum vel í Mývatnssveit að þessu sinni og er honum að ljúka. Lítið orð fer af veiðiskap, enda hefur annríki manna við sauðburð og vorverk verið svo mikið, að veiðiskapurinn hefur lítið verið stundaður. Rykmý var hér mikið í hitan- um, bæði í eyjunum og á sum- um stöðum við vatnið. Og sam- kvæmt veðráttunni ætti mý- vargurinn að fara að láta að sér kveða niður við Laxá, en hann lifnar eingöngu við straumvatn- ið. Síðan getur hann borist víða með vindum, en rykmýið er stað bundnara og dreifist ekki mikið. Vegir eru vfirleitt góðir, en þó er stöðugt kvartað undan lélegu vegaviðhaldi milli Mývatnssveit ar og Grímsstaða. Eftir nokkra daga verður hér þingað í máli því, sem upp reis út af eignarétti á botni Mývatns. Ferðamenn munu verða marg ir í sumar, samkvæmt þeim pöntunum, sem fyrir liggja um hótelherbergi, er voru fleiri en nokkru sinni áður. P. J. menn vilja sjá hlutina raun- sæjum auguin. ALMENNINGSÁLITIÐ OG YFIRVÖLDIN f þessum máhun þarf sterkt og heilbrigt almenningsálit að fara saman við röggsamlega afstöðu yfirvalda. Hér er ekki um neitt lítið að tefla. Hér er um lífsham- ingju og líf fjölda manns að ræða. Enginn má í þessu efni verða hlutlaus áhorfandi, frem- ur en í baráttu við berklaveiki og holdsveiki. Og almenningur á einnig að krefjast þess, að Iög- regluyfirvÖld taki eiturlyfja- málið föstum tökum. Ekkert má til spara, ekki heldur sérfræði- lega þekkingu þá, sem hið nýja og fyrsta eiturlyfjamál á Akur- eyri kallar á. LÓFAKLAPP I KIRKJUM Nokkur hefur verið um það rætt á Akureyri, hvort það sé vanhelgun í kirkju að láta lirifn ingu og þakklæti í ljósi með því að klappa saman Iófum. Hér í Akureyrarkirkju var fyrir all- mörgum árum farið fram á það, að slíkt yrði niður lagt og var svo gert. En ekki eru allir ánægðir með það, t. d. á tónleik- um í kirkjunni, að áheyrendur megi ekki Iáta fögnuð sinn í ljósi með lófataki, og telja sak- laust að klappa saman lófum. ÞARF AÐ SETJA REGLUR Þetta ágreiningsmál verður ekki leyst nema með reglum, er segi til um liegðun manna í kirkjutn viðkomandi hinu niarga, sem þar þykir við hæfi að flytja al- menningi. í kirkjum Vestur- lieims er víða klappað, og á annan hátt endurspegluð áhrif af söng, predikun eða hverju öðru, er þar fer fram. Þjóðverjv- ar hafa hins vegar sett sér vissar reglur unt þetta cfni, en þar virðist lófaklappið bundið vissu leyfi og sé því þá stjórnaö af kór og djákna eða kirkjuverði. Kirkjuleg yfirvöld í þessu landi eiga að láta mál þetta til sín taka vegna þess að sitt sýnist hverjum í hópi safnaða. FIMMTÍU ÍSLENDINGAR REKNIR Finmitíu fslendingum hefur ver ið vísað úr landi í nokkrunt dval arlöndum, síðustu fjögur árin, vegna þátttöku í'sölu eiturlyfja eða neyzlu á þeint, segir eitt Reykjavíkurblaðanna nýlega. Munu þar þó ekki öll kurl kom- in til krafar, því að venjulega er reynt að láta slíkt ekki fréttast. Flest munu þetta ungar stúlkur, sem fara úr landi eða eru send- ar þangað „til að mennta sig“. TIL LESENDA Enn eru menn beðnir að skila auglýsingahandritum fyrir lrá- degi á þriðjudögum, sem prenta á í miðvikudagsblöðum. FIMMTUDAGINN 8. júní n. k. verður fermingarbarnamót fyrir börn fermd í Eyjafjarðarpró- fastsdæmi á þessu viri. Mótið verður sett í Freyvangi kl. 10.30 f. h. og stendur allan þann dag, í félagsheimilinu, Laugalandi og Munkaþverárkirkju. Þar verður fjölbreytt dagskrá: Helgistund, íþróttir, útileikir, helgistund, kirkjuganga og kvölavaka. Þátttakendur eru beðnir að tilkynna sóknarpresti sínum þátttöku sem allra fyrst. Sér- hver athugi að hafa með sér á mótiá: 1) Mat til dagsins (mjólk fá allir eftir vild á staðnum). 2) Hlýjan fatnað, útbúnað til íþróttaiðkana (sundföt). 3) Nýja-testamentið. 4) 50 krónu .þátttökugjald. 5) Æskilegt er að þeir hafi myndavél, sem eiga. Hver hópur sér sjálfur um farkost á mótið og til baka. Mót- inu lýkur um kl. 9.30 e. h. Ferm- ingarbörn úr öllum prestaköll- um í Eyjafirði eru hvött til þess að koma á mótið. Fermingarbarnamótsnefndin.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.