Dagur - 26.07.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 26.07.1972, Blaðsíða 1
Véladynur suður alla sveil AFFS FRÉTTARITARI Dags í Þistil- firði, Oli Halldórsson á Gunnars stöðum, sagði blaðinu eftirfar- andi á mánudaginn: Heyskapartíðin er hin sæmi- legasta hér um slóðir og gengur því heyskapurinn allvel. — Ágætlega er sprottið þár sem vel var borið á, svo sem víðast er gert. En ekki finnst okkur rigna jafnt yfir réttláta og rang- láta, því að oft eru skúraleiðing- ar með fjöllum að vestanverðu og tefur heyskap, þótt þurrt sé út við sjóinn. Aflabrögð eru svo góð, að kalla má landburð af fiski og nokkur vandkvæði á að vinna hann allan óður en hann skemm ist. Þjóðháttarfræðingur kom áðan til mín í flekkinn og dettur mér því í hug að segja þér, að fyrir helgina var „borið út“ hjá einum góðum granna mínum, en þetta er gamalt mál og þýðir, að þá sé byrjað að slá. Ó. H. Grenivík 24. júlí. Nú er annar þurrkdagurinn og brúsandi þerrir og nú liggur vel á bænd- um. Þeir voru búnir að slá mik- ið en hirða lítið vegna fyrirfar- andi votviðra. Nú er vélagnýr- inn suður um alla sveit. Eldur laus UM miðnætti á mánudagskvöld- ið varð eldur laus í eða undir benzíndælu Glerárstöðvar við Tryggvabraut á Akureyri. — Slökkviliðið kom fljótt á vett- vang og slökkti eldinn, sem ekki náði að breiðast út. Q Hafralækjarskóli í Aðaldal HAFRALÆKJARSKÓLI í Aðal dal hefur verið í byggingu und- anfarin ár, eftir að þar fannst við borun heitt vatn í jörðu, er skar úr um skólasetrið. Nú er byggingin svo langt á veg kom- in, að skólahald á að hefjast þar á hausti komanda. Skóli þessi, sem er barna- og unglingaskóli, er byggður fyrir nemendur þriggja hreppa: Aðal dælahrepps, Reykjahrepps og Tjörneshrepps. Munu verða um 120 nemendur þar í vetur. Skóla stjóri hefur verið ráðinn Sveinn Kjartansson, ættaður frá Vík í Mýrdal, en hefur verið skóla- stjóri á Hvammstanga undan- farin ár. Yfirsmiður skólans er Stefán Óskarsson, Rein, Reykjahverfi. Formaður skólanefndar er séra Sigurður Guðmundsson á Grenj aðarstað. Q ELLEFU MÖRIÍ í TVEIMUR LEIIÍJUM ÍBA-LIÐIÐ lék sl. miðvikudag við Völsunga á íþróttavellinum á Akureyri. Leikar fóru svo að Akureyringar sigruðu 4:2. Þessi leikur var einn sá bezti, sem ÍBA-liðið hefur leikið í sumar. Leikurinn var liður í Bikar- keppninni. Sl. sunnudag léku Akureyr- ingar við ísfirðinga hér á vell- inum. Sá leikur var slakur, en Akureyringar sigruðu með 7:0. Akureyringar halda enn for- ystu í 2. deild, hafa hlotið 15 stig í 8 leikjum. KA OG ÞÓR í KVÖLD f KVÖLD, miðvikudag, leika KA og Þór í mfl. á íþróttavell- inum og hefst leikurinn kl. 8.30. Það verður forvitnilegt að sjá þessi lið leika, því það má orðið telja til viðburða í íþróttalífi bæjarins að þessi lið keppi. Q BANASLYS SÍÐDEGIS á mánudaginn varð banaslys á Hofi í Arnarnes- hreppi, er sex ára drengur frá Hafnarfirði varð undir vörubíl. um þær mundir dvaldi á Akur- eyri og nágrenni, alls 50 manns. Fararstjóri var Gísli Guðmunds son kennari. í Skíðahótelinu voru g'estir í boði bæjarstjórnar. Sá hópur, sem hingað kom, var þó aðeins röskur helmingur þess ferðahóps, er lagði af stað frá Vancouver í Kanada fyrir 10 dögum, undir fararstjórn Conráds Andersons. Flestir eru frá borgum og bæjum á Kyrra- hafsströndinni og átta frá Winni peg á vegum dr. Philip M. Pét- urssonar, þingmanns og ráð- herra. Með honum var kona hans, sonur, tengdadóttir og fjögur börn þeirra. Ferðafólkið heimsótti ýmsa staði, á föstudaginn, Sólgarð í boði hreppsnefndar og kven- félags, Svalbarðsströnd næsta dag, þar sem sveitafólkið hafði einnig boð inni. Á báðum stöð- um voru miklar og góðar veit- ingar, ræðuhöld og söngur, en einnig var skipzt á gjöfum. Akureyrartogararnir AFIT Akureyrartogaranna að undanförnu hefur að mestu verið smár karfi, samkvæmt frétt frá U. A. á mánudaginn. Kaldbakur er að landa 190 tonnum. Svalbakur landaði 19. þ. m. 142 tonnum. Harðbakur landaði 17. þ. m. 176 tonnum og fer í klössun hér á Akureyri, sem tefur veiðar hans í mánuð eða meira. Sólbakur landaði 10. þ. m. 217 tonnum og kemur inn til löndunar um miðja vikuna. Q Spretta í kartöflugörðum er mjög batnandi, og kartöflur af útsæðisstærð ekki vandfundnar. Menn eru byrjaðir að veiða bleikju í Hvalvatnsfirði, sumar mjög vænar. Veiðileyfi eru seld hér á staðnum. Afli á handfæri er sæmilegur og í snurvoðina var sæmilegur afli fyrstu dagana, sem þær veiðar mátti stunda, en minnk- aði fljótt. Sævar kom með 20 tonn í gær, sem hann fékk í nót. Menn úr nýstofnaðri björg- unarsveit hér á staðnum, fóru nýlega út í Látur, Keflavík og Þorgeirsfjörð til að mála utan skipbrotsmannaskýlin á þessum stöðum og lagfæra eitt og ann- að. Ennfremur settu þeir upp neyðarstöð í Keflavík. Menn þessir sögðu, að ólíkt væri betur gengið um þessa staði en áður og lítið eða ekkert úr lagi fært. P. A. MYND sú, er hér fylgir, var tek in uppi við Skíðahótel í Hlíðar- fjalli á laugardaginn og má þar sjá hóp vestur-íslendinga, sem ífðlskar cg belgiskar kartöflur Vestur-íslendingar eru jafnan kærkomnir. Tryggðaböndin milli þjóðarhlutanna eru enn mikil og báðum mun vera að því nokkur hagur, að þau end- ist sem allra lengst. Q ÞÓTT kartöfluuppskeran væri talin mikil í fyrrahaust, er land ið fyrir löngu kartöflulaust. Var þá fyrst keypt nokkurt magn frá ítalíu og reyndust þær kartöflur góðar, en síðan frá Belgíu, og eru þær verri, enda nokkuð skemmdar. Þrátt fyrir aukin ræktarlönd hafa íslendingar nær árlega þurft að kaupa erlendar kartöfl- ur, oftast verulegt magn. Sprettuhorfur í kartöflugörð- um munu víða um land sæmi- legar eða góðar, en hér norðan- lands hefur arfinn þrifizt og dafnað óþarflega vel, sökum rigninganna og kostar það meiri hirðingu. Auk þess er þörunga- gróður víða í moldargörðum, einnig venju meiri sökum rign- inganna, og tefur hann vöxt nytjaplantnanna. Sunnanlands er kvartað um einskonar þurr- rotnun, sem er algeng víða um land en magnast mjög þar sem kartöfluakrar eru vélunnir. Q | "• m.............. | T fö I v.í T f 1 1 | í T © 2 I t t 3 ->• f 3 2 't 3 T X 3 f 3 t f 3 t f -> f I f 4 t*> I V,í i t*> l I I s> i i i l I I f f f I I kaupstöðum þarf að kaupa börnum margskonar leiktæki og f búa þeim leikvelli. í sveit er hvort tveggja fyrir hendi. Jafn- ® vel á bæ, sem ekki er lengur byggður bændafólki, gefa gömul f kerruhjól og götótt brú yfir bæjarlækinn, ungum drengjum 1 mikil verkefni við hæfi. En þessi mynd er frá Hvammsgerði t í Vopnafirði. (Ljósm.: E. D.'> t 3 FRÁ LÖGREGLUNNIÁ AKUREYRI FJÖLDI tjalda er um þessar mundir á aðal tjaldstæði hæjar- ins, nálægt sundlauginni. En þar er hinn ágætasti áningar- staður fyrir ferðafólk. En þegar kominn er fjöldi tjalda, allt upp í 80, er þar auðvitað margt um manninn og óregla áberandi, jafnvel svo að vandræði eru að. Bæði hefur ferðafólkið áféngi um hönd, en ennfremur sækja margir bæjarbúar á tjaldstæðin, til að leita gleðskapar, einkum eftir að hafá vérið á glaumstöð- um bæjarins, ságði lögreglan blaðinu á mánudaginn. Sagði varðstjári, að tjaldstæðin væru nú einn af órólegri stöðum bæj- arins. Fimm árekstrar hafa orðið í bænum síðan sl. miðvikudag og engir mjög alvarlegir. Á sama tíma var aðeins einn maður tek- inn ölvaður við stýri. Hins veg- ar hafa nokkuð margir gist stein inn og fer þeím gistivinum mjög fjölgandi. Allt árið í fyrra voru þeir 522 en nú á þessu ári eru þeir þegar orðnir 467. Annars er allt stórtíðindalaust hjá lögreglunni. Eitt innbrot var framið, í verzlunina Brekku, en litlu mun þar hafa verið stolið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.