Dagur - 26.07.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 26.07.1972, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.t 1500 leiðarar ÍSLENZKIR blaðalesendur eiga þess árlega kost að lesa 1500 forystugrein- ar dagblaðanna, sem öll eru gef- in út í Reykjavík, af hinum ýmsu stjómmálaflokkum eða í nánum tengslum við þá. Eru þarna ríkulega skannntaðar lýsingar á andstæðing- unum, og ekki dregin fjöður yfir eigin afrek, sigra og fyrirætlanir. Lesendur allra þessara blaða ættu að vera vel að sér um grundvallaratriði landsmálanna, stefnu flokkanna og baráttumál, og þjóðfélagsmálin almennt, eftir allan þennan lestur. En það væri mjög fróðlegt að gera könnun á þessari þekkingu almenn- ings hér á landi. Ekki vantar stjóm- málalegan áhuga almennings, ekki vantar fullyrðingar og ekki þarf að draga fólk á kjörstað þegar kosið er. Og ekki vantar trú á stjómmálamenn og stjómmálaflokka, en þar er e. t. v. komið að veigamiklu atriði þessa máls. Eru þeir ekki of margir, sem lifa fremur í trú á forystuna, í stað þess að mynda sér rökstuddar skoð- anir um grundvallaratriði þjóðmála og jafnvel um einstök mál, sem eru á baugi hverju sinni? Eða veita hinir 1500 forystugreinar dagblaðanna og allar aðrar greinar um landsmálin, lesendum sínum þessa grundvallar- þekkingu? Því svari hver fyrir sig og nóg á sá sér nægja lætur. Hitt mun þó sönnu nær, að næg álierzla er ekki á það lögð, að birta tölulegar stað- reyndir og aðrar óvéfengjanlegar staðreyndir mála, og þar með er sá grundvöllur í raún og veru ótraust- ur, sem fólk verður Jjó að býggja skoðanir sínar á, ef stjórnmál eiga að vera eitthvað annað og raunhæfára en trámál. Hin frjálsa skoðanamynd- un er auðvitað lofuð hástöfum og er hún Jjó aldrei lofuð að verðleikum. En til þess að hún geti orðið raun- sannari en hún er, Jjarf að gefa stað- reyndunum meira rúm en Jiær hafa í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Þær eiga að skipa fyrsta sæti, en skilm- ingar stjórnmálamanna, bæði sókn þeirra og vörn, eiga að skipa annað sæti, og þarf almenningur, sem skip- ar dómarasæti á kjördegi, að gera greinarmun á staðreyndum og mál- flutningi. Að sjálfsögðu eiga önnur blöð, svo sem vikublöð úti á lands- byggðinni, einnig að Iiafa þetta í huga, fremur en að vera hugmynda- banki fyrir forystulið hinna pólitísku flokka í liöfuðstöðvunum í hvers- dagslegum skilmingum. En fyrst og fremst eiga Jjau að vera opinn um- ræðuvettvangur og baráttutæki síns landshluta. □ HvaS veríur m GróSrarstöSina ? NOKKRU fyrir þinglok í vor bar ég fram fyrirspurn í þrem- ur liðum til landbúnaðarráð- herra varðandi tilraunastöð Rannsóknastofnunar landbún- aðarins á Akureyri, sem aðsetur hefur í gömlu Gróðrarstöðinni. Ryrirspurnirnar voru þessar: 1. Er fyrirhugað að flytja til- raunastöð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins frá Akureyri? 2. Ef svo er, hefur stöðinni verið ákveðinn nýr staður og séð fyrir nægu landrými? 3. Hver eru hugsanleg fram- tíðarafnot af Gróðrarstöðinni? Ekki vannst tími til þess að ráðherra svaraði fyrirspurnum þessum á þingtímanum, en nú hafa mér borizt upplýsingar frá landbúnaðarráðuneytinu, þar sem fram kemur, að unnið sé að því að finna nýjan stað fyrir tilraunastöðina „í hæfilegu ná- grenni við Akureyri“, eins og þar segir. Undirbúningur flutn- ingsins frá Gróðrarstöðinni er þó svo skammt á veg kominn, að ekki er enn vitað, hvenær af honum kann að verða. Nýtt jarð næði er enn ófundið, og meðan svo er, er vart við því að búast, að unnt sé að tímasetja flutn- inginn. Hitt er augljóst, að ákvörðun hefur verið tekin um að Gróðrarstöðin skuli ekki vera framtíðaraðsetur jarðrækt Ingvar Gíslason. Á FÖRUM TIL AFRI SEM kunnugt er, reka íslend- ingar kristniboðsstöð í Suður- Eþíópíu, nánar tiltekið í Konsó. Fyrir nokkrum árum tóku svo íslendingar að mestu leyti við annarri stöð af Norðmönnum. Heitir sú stöð Gídole og er all- miklu stærri en stöðin í Konsó. M. a. er þar nýreist sjúkrahús þar sem starfar sem yfirlæknir Jóhannes Ólafsson, sonur Ólafs Ólafssonar kristniboða, sem flestum íslendingum er kunnur. Þar starfaði einnig undanfarin fimm ár Akureyringurinn Skúli Svavarsson sem stöðvarstjóri. Allt er þetta starf í örum vexti og krefst æ fleiri starfsmanna. Á næstunni leggja þeir Skúli og Jóhannes aftur af stað til Eþíópíu, eftir að hafa verið heima í leyfi nokkra mánuði. Með þeim fara einnig ung hjón, sem nýlega voru vígð til starfa í Eþíópíu. Er það Jónas Þórisson frá Akureyri og kona hans, Ingi björg Ingvarsdóttir. Hafa þau bæði kennaramenntun og auk þess hefur Jónas stundað nám við skóla norska kristniboðs- sambandsins í Osló. Sem fyrr segir, voru þau vígð til kristni- boðs sunnudaginn 2. júlí sl. og framkvæmdi sr. Jóhann Hlíðar prestur í Vestmannaeyjum vígsl una. N.k. sunnudagskvöld kL 8.30 verður svo kveðjusamkoma fyr- ir þau hjón hér í kristniboðs- húsinu Zion. Þangað eru allir hjartanlega velkomnir, sem áhuga hafa á þessu merka starfi úti á kristniboðsakrinum. (Aðsent) Cuðleif Þorleifsdóftir i,, Fædd 8. apríl 1880 - Dáin 28.júní 1972 Kveðja frá frændsystkinum Við kveðjum þegar leið þinni er lokið, sem leiddir okkur fyrstu bernskuspor. Hlutverk hinna eldri er að annast okkar fyrsta, Ijúfa vor. Þú varst sem okkar elskulega amma og aðstoð þína veittir mild í !und. — Og löngum þegar eitthvað var til ama var athvarf gott að leita á þinn fund. Svo hjálparfús var hönd þín alla daga. Því hlutverki mun ekki verða gleymt. Margt atvikið þá aðstoð þína veittir mun alltaf verða í hugum okkar geymt. Unihyggja þín yfir okkur vakti og alltaf gott að koma á þinn fund. Endurvaknar minning margra stunda, sem með þér áttum þessa kveðjustund. Því er ljúft að þakka liðinn tíma, þegar skeið til loka runnið er. Ástarþakkir okkar systkinanna óskum við að megi berast þér. Við munum livað þú blítt við okkur brostir þá bernskugleðin réði okkar ferð. Þér fylgja jafnan okkar beztu óskir því öll þín samfylgd var svo mikilsverð. artilraunanna. Slíkt þarf engan að undra, því að langt er síðan mönnum varð ljóst, að land- þrengsli í Gróðrarstö,inni stóðu jarðræktartilraunum fyrir þrif- um. En hvað verður um Gróðrar- stöðina? Þeirri spurningu verða menn að svara um leið og ákvörðun er tekin um flutning núverandi starfsemi þaðan. Gróðrarstöðin er ekki einungis einn af yndis- legur, og hann má hvorki skerða né skemma fyrir van- hirðu. Gróðrarstöðvarhúsið er stæðileg bygging og sómir sér vel á sínum stað. Auðvelt er að lagfæra og endurnýja það hús svo, að það verði sem nýtt. _ Um margra ára skeið hefur verið reynt að vinna þeirri hug- mynd fylgi meðal ráðamanna og almennings í landinu, að koma bæri á fót sérstökum garðyrkju skóla í Gróðrarstöðinni á Akur- reitum Akureyrarbæjar, heldur og einn af merkustu sögustöð- um bæjarins, raunar alls Norð- urlands. Óþarft er að rekja sögu Gróðrarstöðvarinnar fyrir Norð lendingum. Allir vita, að frá henni hafa runnið þeir straum- ar framfara og menningar, sem enn á sér stað í norðlenzkum byggðum og þótt víðar væri leitað. Hinir merku brautryðj- endur og athafnamenn, sem þar störfuðu, mega ekki falla í fyrnsku. Minningu þeirra verð- ur ekki aðeins haldið uppi með vörðum úr eir eða steini. Minn- ing þeirra verður bezt rækt með lifandi starfi og athöfnum í þeirra eigin anda. Það er menningaratriði, að Gróðrarstöðin fái að halda sem bezt má verða frumeinkennum sínum. Trjágróður er þar vöxtu eyri. Hópur áhugamanna hefur hér verið að verki. Samband norðlenzkra kvenna hefur látið málið mjög til sín taka, og ýms- ir einstaklingar hafa lagt því lið í ræðu og riti. Held ég að ekki sé á neinn halíað, þótt í því sambandi sé sérstaklega get- ið Jóns Rögnvaldssonar garð- yrkjumanns á Akureyri, sem af eldmóði hefur barizt fyrir endur reisn garðyrkjukennslu á Akur- eyri. Þetta mál hefur einnig borizt inn í sali Alþingis og kom ið til kasta ráðherra, en því mið ur ekki með fullnægjandi árangri. Mín persónulega skoðun er sú, að staðnum sjálfum og minn ingu hinna merku frumherja í ræktunarmálum á Norðurlandi verði ekki meiri sómi sýndur með öðru en því að garðyrkju- skóli rísi í Gróðrarstöðinni. Um þessa hugmynd þarf að sameina enn frekar en orðið er alla þá krafta, sem að liði gætu orðið. Ingvar Gíslason. Gerist blóðgjafar við Fjórðungs- sjúkraliúsið. Upplýsingar í sínia 11053 kl. 9.30- 12,30 mánudaga og föstudaga. Útihátíð í Vaglaskógi Þetta er bifrcið K. A., sem keppt verður um í bingóinu á laugardaginn. Þeir sem greiða 100 þúsund eða meira EFTIRTALDIR Akureyringar eiga að greiða yfir 100 þús. kr. útsvör og aðstöðugjöld til bæjar sjóðs á þessu ári, samkv. nýju skattskránni: Krónur 100.600 200.700 109.900 120.100 153.700 186.900 114.000 110.600 117.400 .118.600 162.000 113.700 IIOJOO 114.700 103.400 224.500 127.200 100.200 100.200 138.700 Aðalgeir Pálsson Arnór Karlsson Áskell Einarsson Ásmundur Jóhannsson Baldur Ingimarsson Baldur Jónsson Baldvin Þorsteinsson Birgir Ágústsson Bjarni Einarsson Bjarni Rafnar Eiríkur Sveinsson Erlendur Konráðsson Finnbogi Jónasson Finnur Marinósson Freyr Ófeigsson Frímann Gunnlaugsson Gissur Pétursson Guðmundur Jónsson Gunnar Jóhannsson Gunnar Tr. Óskarsson Gunnar Sverrir Ragnars 108.000 Halldór Hallgrímsson 104.100 Haukur Haraldsson 147.800 Hörður Þorleifsson 133.800 Ingvi J. Einarsson 123.200 Ingvi R. Jóhannsson 151.400 Jóhann Ingimarsson 114.400 Jóhann Sigurjónsson 129.100 Jón Geir Ágústsson 102.800 Jón Bjarnason 126.000 Jón Gíslason 118.300 Jón K. Guðmundsson 142.900 Jón Hafsteinn Jónsson 138.400 Jón Sigurgeirsson 102.300 Jón G. Sólnes 135.400 Jón K. Valdimarsson 102.100 Jónas H. Traustason 117.500 Knútur Otterstedt 115.000 Kurt Sonnenfeld 110.500 Leó F. Sigurðsson 175.400 Magnús Ásmundsson 126.400 Níls Hansson 127.100 Oddur Carl Thorarensen 302.900 BOGASKEMMA Tilboð óskast í 180 ferm. bogas'kemmu, sem selst ódýrt til niðurrifs. Fasteigna- salan h.f. Glerárgötu 20 Sími 2-18-78. Opið 5-7. Ófeigur Eiríksson 122.600 Snorri Kristjánsson 149.800 Ólafur Sigurðsson 108.700 Stefán Hallgrímsson 124.700 Páll A. Pálsson yngri 127.500 Stefán Reykjalín 142.300 Pálmi G. Jónsson 106.100 Stefán Stefánsson 117.000 Pétur Valdimarsson 102.700 Sævar Hallgrímsson 100.800 Ragnar Steinbérgsson 103.500 Tryggvi Helgason 128.700 Sigurður Ólason 182.400 Valdemar Baldvinsson 239.700 Skafti Áskelsson 109.100 Vilhelm Ágústsson 112.000 Þórður Gunnarsson 112.400 íbúð óskast til leigu sem "fyrst. Má vera í gömlu húsi. Tilboð sendist á skrif- stofu Dags, merkt: Reglusöm kona. Herbergi óskast til leigu sem fyrst, Uppl. í síma 1-22-67. Ung hjón sem eru að flytja í bæinn, vantar litla íbúð á leigu í vetur t. d. 2 herbergi og eld- hús. Erekari upplýsingar í Ásveg 23, sími 1-23-52. Ungt barnlaust par ósk- ar eftir 2ja herbergja íbúð í septemberbyrjun. Hringið í síma 1-20-16 eftir kl. 7 á kvöldin. Ung bjón nieð tvö börn óska eftir 3—4 herbergja íbúð til.leigu sem fyrst. UppL í síma 2-17-68 milli kl. 1 og 7. Ung hjrjji vantar íbúð í liaust. Utanbæjarfólk. Uppl. í sínla 6-13-86. 3—4 lierbergja íbúð ósk- ast til leigu strax. Sími 1-16-28, íbúð óskast til leigu, húshjálp kemur til greina. Uppl. í síma 2-12-68. Framkvæmdastjóri mótsins Sveinn Kristjánsson svarar iiokkrum spurningum blaðsins VINNINGAR 7. flokki 1972. í Happdrætti Háskóla íslands Þessi númer hlutu 10.000 kr. vinning hvert: 2132, 7048, 20714, 23005. Þessi númer hlutu 5.000 kr. vinning hvert: 536, 1531, 2144, 3351, 3954, 4005, 4006, 4255, 4327, 4350, 6568, 7035, 8237, 9772, 9829, 10098, 10100, 11887, 11888,12055, 12063,12258,12442, 12692, 13243, 13256, 13647, 13922, 14261, 14876, 15235, 15987, 15989, 16051, 16064, 16923, 17072, 17306, 17856, 17934, 18040, 18473, 19001, 19062,19358, 19595, 19919, 19923, 20512, 20721, 21950, 23867, 24767, 24904, 24918, 25946, 25953, 28858, 29015, 31147, 35588, 36461, 36469, 36485, 37013, 43080, 43306, 43921, 44614, 44625, 44854, 44861, 44892, 45306, 45325, 46810, 46995, 47473, 49075, 49166, 49256, 51884, 53215, 53227, 53806, 56215. (Birt án ábyrgðar). BINDINDISMÓTIÐ verður í Vaglaskógi um verzlunarmanna helgina. Af því tilefni sneri blaðið sér til Sveins Kristjáns- sonar, sem er framkvæmdastjóri mótsins. Hvers vegna haldið þið bind- indisniót? Félagasamtökin sem standa að bindindismótinu í Vaglaskógi komu sér saman um að reyna að breyta til batnaðar útisam- komuhaldi um verzlunarmanna helgina, og held ég að það hafi tekizt, fyrst og fremst af því að bindindi er haft í fyrirrúmi. Viltu greina frá tilhögun niótsins? Dagskrá bindindismótsins nú, er mjög fjölbreytt. Þar koma fram hljómsveitirnar Roof Tops og Hunang, danskur fimleika- flokkur, þjóðlagatríóið Lítið eitt, Hörður Torfason söngvari skemmtir, Árni Johnsen flytur aðalræðu dagsins og auk þess syngur hann og leikur á gítar, séra Þórhallur Höskuldsson sér um helgistund og Kirkjukór Möðruvallasóknar syngur undir stjórn Guðmundar Jóhannsson- ar, Sigríður Schiöth les ættjarð- arljóð og Reynir og Sigríður eru með gamanmál í ljóðum, Karíus og Baktus koma í heimsókn og Jón Gunnlaugsson leikari er kynnir mótsins og' grípur inn í með eftirhermur og glens. Þá er knattspyrnukeppni aðildarfélag anna í 4. fl. Ráðleggur þú fólki að koma í Vaglaskóg? Bindindismótið í Vaglaskógi er stærsta útihátíð ársins á Norð urlandi. Þar koma fram sumir beztu skemmtikraftar landsins og þar getur öll fjölskyldan glaðst saman á einum friðsæl- asta stað landsins. Svara ég því spurningunni játandi. Hverjir halda bindindismótið? Þeir aðilar sem standa að þindindismótinu eru: HSÞ, UMSE, ÍBA, IOGT, ÆSK, SKFA, Æskulýðsráð Akureyrar og Félag áfengisvarna við Eyja- fjörð. Fulltrúar félaganna velja framkvæmdastjóra og tvo að- stoðarmenn hans og hafa þeir SMÁTT & STÖRT Smátt og stórt Breta og V.-Þjóðverja 1961, sem er nú helzta haldreipi andstæð- inga okkar í landhelgisdeilunni. Nú liefur þjóðin sameinazt í baráttu sinni fyrir útfærslu fisk veiðilögsögunnar undir ein- beittri stjórn. Eftir þeirri for- ystu beið þjóðin í öll þessi ár. STÚTUR VIÐ STÝRIÐ í Bandaríkjununi létust 55 þús- undir nianna í umferðarslysum á þjóðvegum síðastliðið ár. Eru það 400 fleiri cn árið 1970. Áfengi reyndist koma við sögu í 50—60 af hverju hundr- aði dauðaslysa á þjóðvegum þar vestra. Áfengisneyzla olli þannig dauða a. m. k. 30 þúsund manna í 800 þúsund umferðarslysum í Bandaríkjunum árið 1971. LITLU MUNAÐI Ferðamenn á leið frá Akureyri til Austurlands óku venju betri vegi. En til eru á veginum stór- hættulegir staðir. Vatn liafði á tveim stöðum grafið veginn svo, Sveiim Kristjánsson. umsjón á undirbúningi og fram kvæmd mótsins. Mjög er erfitt að halda svo stór mót í Vagla- skógi, því aðstaðá þar er öll mjög léleg, sérstaklega snyrting ar, en það mál er nú í athugur Eftirlit er erfitt fyrir það hvaf skógurinn er stór og er undra ■ vert hvað sumt fólk leggur í, sig stóran krók til að komasi; inn án þess að greiða aðgang en honum hefur verið mjö; stillt í hóf á þessum mótum. Lög: gæzla hefur verið góð og syni; það meðal annars að drykkju- skapur fer mjög minnkandi i. mótunum. Þarna er rnest öll vinna unn- in kauplaust og ekki væri unnt, að halda slíkt mót öðruvísi. Hafa Þingeyingar og Eyfirðing- ar tekið saman höndum og sam- einazt um mikla og góða skemmtun án áfengis og telja það spor í rétta átt. Blaðið þakkar svörin og óska ; þess, að mótið beri þess sem gleggst vitni, að mikið undir • búningsstarf og sjálfboðavinna beri sem ríkulegastan ávöxt í menningarlegu móti á einum fegursta stað á Norðurlandi. Q að í raun og veru var eðlilegra, eftir ástæðum, að þar yrðu slys, en að menn slyppu ómeiddir og með farartæki sín heil. Engin viðvörunarmerki voru þarna upp sett. Þá eru á ýmsum stöð- um hættuleg hvörf, sem einnig geta valdið slysum, en einnig stórskemmt ökutæki. Það virð- ist vanta vegaeftirlit, og einnig að þegar í stað sé gert við hina hættulegu staði. KINDUR OG GARÐAR Konur í Langholti í Glerár- liverfi segja að kindur eyðileggi runna og ung tré, ennfremur blóm og grænmeti, í görðum þeirra og að kvartanir við ýmsa umboðsmenn bæjarins hafi ekki borið árangur. Óska þær þess eindregið, að bót verði á ráðin. Ósk þeirra er réttmæt, því að búfénaður má ekki ganga Iaus í bænum og mun tjón af völdum hans skaðabótaskylt. Hinn stóri liópur góðra starfsmanna hjá Akureyrarbæ, auk lögreglunn- ar, ætti að geta fundið ráð gegn yfirgangi heimskra sauðkinda. KVEÐJA TIL BRÓÐUR MÍNS Vor gæfa er brigðul sem bylgjan snör, þótt brosi vor sól í heiði og þessi varð liéðan þín hinzta för og hafið þitt mjúka leiði. i Þótt ævislóð þín væri ekki löng og ungur þú hyrfir sýnum þá gafstu okkur mikið af sól og söng og sumri ástvinum þínmn. Nú syrgi ég, bróðir, og sakna þín, og sárt er við þig að skilja en minningin ljúfa þá skærast skín er skuggarnir jörðu hylja. Er þér voru horfin öll Iifandi lönd og liðin var nóttin stranga og þegar þú eilífðar steigst á strönd var strokið þér blítt mn vanga. Því amma var komin með kærleika sinn kuldanum frá þér að stugga og umvéfja hugljúfan ástvininn ylja, styrkja og hugga. Vér lyftum augum til Ijóssins hátt það léttir þrúgandi harmi sorgþrungin hjörtu þá sefast brátt í sollnum og grátnum barmi. Því oss hefir skilizt að cilífðin löng er ofan við lífsdaginn liraða og aftur vér munum við indælan söng eiga samfundi glaða. Ég blessa þig, vinur, við deyjandi dag í dýrlegu sólgeislaveldi er þrösturinn kveður sitt ljúfasta lag í laufi á liúmuðu kveldi. SGFA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.