Dagur - 16.08.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 16.08.1972, Blaðsíða 1
Dagur LV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 16. ágúst 1972 — 40. tölublað að Vestmannsvatni EINS og undanfarin sumur gengst Æskulýðssamband kirkj unnar í Hólastifti fyrir æsku- lýðsmóti, sem að þessu sinni verður haldið að Vestmanns- vatni um næstu helgi, dagana 19.—20. ágúst. Mótið verður sett fyrir hádegi á laugardag, en mótsslit verða að aflokinni 'guðsþjónustu að Grenjaðarstað á sunnudegi. Tjaldbúðir verða reistar og eru allir beðnir að hafa með sér góðan viðleguútbúnað og skjól- fatnað. Fæði er hægt að fá keypt á staðnum (kr. 500), en þátttakendum er einnig frjálst að hafa með sér eigin mat. Mjólk er innifalin í mótsgjaldi, sem er kr. 100 og dosdrykkir verða seldir á staðnum. Af dagskrá mótsins má nefna íþróttir og útileiki, biblíulestur og hópumræður, kvöldvöku, varðeld, flugelda o. fl. og' hafa allir mótsgestir með sér Nýja- testamentið og sálmabók. Tilgangur mótsins er að efla kristinn æskulýð og stuðla að auknum tengslum og kynnum. Formaður mótsnefndar er Pét- ur Þórarinsson stud. theol., sem nú er sumarbúðastjóri að Vest- mannsvatni. Þeir sem hug hafa á þátttöku í þessu móti snúi sér til stjórn- ar æskulýðsfélags í prestakalli sínu eða sóknarprests, sem nánari upplýsingar geta gefið. (Fréttatilkynning) FRA LOGREGLUNM Á AKUREYRI ENGIN stóróhöpp hafa orðið á Akureyri eða í nágrenni undan farna daga, sagði yfirlögreglu- þjónninn, Gísli Olafsson. En gisting í fangahúsi er nú ekki lengur frásagnarverð, þegar ekki er um marga að ræða né ölvunartilfelli við akstur. Lög- reglan á Akureyri hefur nú tek ið að sér umferðarlögreglustarf í Eyjafjarðarsýslu allri og mun auka það verulega. Minniháttar innbrot, hnupl og rúðubrot, sem áður var frá sagt, hefur lögreglan nú upp- íýst. n AKUREYRINGAR og ýmsir nærsveitamenn hafa í sumar öðru hverju séð furðufugl einn mikinn og hávaðasaman á ferð- inni. Þetta er nú raunar flug- tæki en ekki fugl, hvorki þyrla eða flugvél, heldur eitthvað mitt á milli, og á því bregður eigandinn, Húnn Snædal flug- umferðarstjóri, sér á milli bæja eða leikur sér í loftinu í frí- tímum sínum. Þetta er mesta tryllitækið í þessum landshluta, fyrsta heimasmíðaða flugvélin hér á landi, sem fengið hefur ótakmarkað flugleyfi. Jón Rögnvaldsson látinn JÓN RÖGNVALDSSON, garð- yrkju- og skógræktarmaður, löngum kenndur við Fífilgerði í Eyjafirði, er látinn. Hann and- aðist 10. ágúst, 77 ára að aldri Jón var Fnjóskdælingur, fæddur í Grjótárgerði 18. júní 1895, en fluttist tíu ára með foreldrum sínum í Fífilgerði og átti þar heima til 1957, er hann fluttist til Akureyrar, og átti þar síðan heima til dauðadags. Jón Rögnvaldsson var lands- kunnur ræktunarmaður, sívök- ull og bjartsýnn leiðbeinandi í skógrækt, skrúðgarðarækt og almennri garðyrkju. □ Langanesi 14. ágúst. Grasvöxt- ur var góður á þessu sumri og verulegur hluti kalskemmda í túnum hefur verið að gróa upp án endurvinnslu í fyrra og nú í ár, einkum þar sem á hefur verið borað. En einnig var mik- ið gert að því að endurrækta skemmdu túnin. Síðari hluta júlímánaðar var hér þurrkatíð og hirtist þá mikið af óhrakinni töðu. En svo breyttist tíðin um síðustu mánaðamót og lá þá mikil taða á túnum, og nokkuð var enn óslegið. Nú hefur aftur brugðið til þurrka síðustu daga og í dag er livasst og brakandi heyþurrkur. Heldur meiri fiskur mun kominn á land á Þórshöfn en á sama tíma í fyrra, bæði til fryst ingar og söltunar. Kaupfélag Langnesinga kom í ár upp vélaverkstæði og vinna þar nokkrir menn á viðgerðum á dráttarvélum, bifreiðum og bátavélum. Unnið er að því að gera upp- hlaðinn veg yfir Fremri-Háls milli Kollavíkur og Sævar- lands, mikið mannvirki, sem miðar vel. Kemur fjármagn til þeirrar framkvæmdar bæði frá hinni almennu vegaáætlun og samgönguáætlun Norðurlands. Sýslufundur N.-Þingeyinga var haldinn á Kópaskeri 28. og 29. júlí og var þar m. a. fjallað um hina sérstöku landshluta- áætlun fyrir N.-Þingeyjarsýslu, sem síðasta Alþingi samþykkti að yrði gerð og ríkisstjórnin hefur falið Framkvæmdastofn- un ríkisins að gera þá áætlun í samráði við Fjórðungssamband ið og fleiri aðila í héraði, nánar tilgreinda. En í sýslunni hefur fólki fækkað verulega, þrátt fyrir mikla landkosti og sjávar- nytjar. Síðasta Alþingi veitti sex millj. kr. til að koma upp við- unandi viðlegukanti innan á hafpargarðinum á Þórshöfn, nú í ár, en það verk er ekki hafið og vantar viðbótarfyrirgreiðslu frá yfirvöldum syðra, en fram- kvæmdin er aðkallandi. Ferðamannaumferð var niikil í júlí, meðan góða tíðin hélzt. Sigið var í Langanesbjörg í vor, bæði að austan og norðan og er talið, að bjargfugli hafi fjölgað mjög mikið undanfarin ár. Varð eggjataka veruleg þetta árið. G. Þessi vél, sem nefna mætti stormþyrlu, hefur ekki drif á stóru skrúfublöðunum ofan á og ekki er stillanlegur skurður á þeim, enda eru þau ekki í sambandi við mótorinn, eins og á þyrlum tíðkast, og koma þau í vængja stað, autogíro kallast það víst. Aflvél stormþyrlunnar er 72 ha. tvígengisvél og ýtir hún aftan á í stað þess að toga. Skrúfublöðin srníðaði Húnn sjálfur og munu það vera þau fyrstu, sem hér á landi eru smíðuð. Lágmarkshraði til að komast á loít er 30 km., en þó kemst hún nálægt því þráð- beint upp í 5—6 vindstigum. Venjulegur flughraði er um 100 km., og hæst hefur Húnn flogið 1800 metra. Vélin er 120 kg., eða svipuð og mótorhjól. Húnn Snædal er flugumferð- arstjóri að atvinnu, hagur mað- ur og djarfur og vanur svif- flugmaður. Q Rráðabirgðalög m tekjuskat! í NÝJUM bráðabirgðalögum um tekjuskatt aldraðra og ör- yrkja, sem forseti íslands gaf út á laugardaginn, felst veru- leg lækkun. Samkvæmt þeim breytingum sem nú hafa verið ákveðnar á tekj uskattsgreiðslum ellilífeyris þega verða yfir 10 þúsund aldr- aðir framteljendur tekjuskatts- lausir, en aldraðir framteljend- ur eru alls liðlega 14 þúsund talsins. Samkvæmt fyrri reglum var gert ráð fyrir því að 5.400 aldr- aðir greiddu einhvern skatt, þar af 5.080 fullan tekjuskatt, en 320 nytu einhverra fríðinda. Samkvæmt breytingunum sem (Framhald á blaðsíðu 2) Framsóknar í heimsókn FUNDIR SAMA DAGINN Á FJÓRTÁN STÖÐUM í NORÐLENZKU KJÖRDÆMUNUM DAGANA 6.—8. september verða mikil fundahöld á Norð- urlandi, bæði hér í kjördæminu og í Norðurlandskjördæmi vestra. Þingflokkur Framsókn- arflokksins og framkvæmda- stjórn kemur hingað norður til fundarhalda. En fyrst verður sameiginlegur fundur fyrir bæði kjördæmin á Hótel KEA á Akureyri og hefst hann 6. september og lýkur honum 7. september. Fundur þessi er haldinn til undirbúnings starfi flokksins á næsta Alþingi, og verða þar til umræðu helztu málaflokkar, sem þar verður um fjallað. Mun þetta mælast vel fyrir og er vel, að hinir óbreyttu kjósendur og trúnaðarmenn geti komið skoðunum sínum á framfæri, og þar orðið nauðsyn- leg skoðanaskipti í frjálsum umræðum, Hinn 7. september verða svo fundir haldnir víðsvegar um kjördæmin og mæta þar alþing ismenn. Undantekning er þé sú, að ekki verður fundur á Akureyri þann dag heldur föstudaginn 8. september og mæta þar þingmenn allir, og ýmist sem ræðumenn eða áheyrendur. Fundarstaðir hinn 7. septem- ber eru annars þessir: Norðurlandskjördæmi vestra: Siglufirði i Alþýðuhúsinu. Hvammstanga í Félagsheim- idiau. Blönduósi Hótel Blönduós. Sauðárkr. Framsóknarhúsinu Norðurlandskjördæmi eystra: Þórshöfn í Félagsheimilinu. Lundi í Axarfirði. Húsavík í Félagsheimilinu. Mývatnssveit í Skjólbrekku. Raufarhöfn í Félagsheimilinu Dalvík í Félagsheimilinu. Ólafsfirði í Félagsheimilinu. Akureyri að Hótel KEA. Grenivík í Samkomuhúsinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.