Dagur - 16.08.1972, Blaðsíða 8
8
Cííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííí^^
Vlyndin cr af Guðlaugsstöðum í Blöndudal, en þar er einn hinna gömlu og fallegu burstabæja, lík-
lega sá cini á landinu, sem búið er í. Við þjóðveginn stendur minnismerki um Guðmund Hannesson,
sem er fæddur á Guðlaugsstöðum. Og þarna er einnig fæddur dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastj.
)g þeir fleiri bræður, þjóðkunnir menn. Foreldrar þeirra hvíla í grafreit í túninu, og sést hann á
nyndinni. (Ljósm.: E. D.)
F
segir dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri
BLAÐIÐ náði tali af dr. Hall-
dóri Pálssyni búnaðarmála-
stjóra og spurði hann um
astand og horfur í nokkrum
þáttum búnaðarmála og barst
;alið pá fyrst að heyskapnum,
sen nú stendur yfir um land
ulltj en er á sumum stöðum að
’ júka og hjá einstöku bónda
1 okið, Hann sagði:
Ef tekst að ná því heyi, sem
eftir er og enn úti, verða hey
um helmingi meiri en þegar
aau voru í lágmarki vegna
xulda og kals, og meiri en
:iokkm sinni fyrr.
En hey á sunnan- og vestan-
erðu landinu verður miklu
•'erra fóður en fyrirfarandi ár.
drasið var orðið svo trénað
þegar það var slegið og úr sér
sprottið. Þannig mun það víð-
ast vera og því verða heyin létt
; óður, enda verulegt magn
’rrakið á Suður- og Suðvestur-
'andi og gildir þetta einnig um
hluta af Eyjafirði. Austanlands
nun ástandið vera bezt, þó
spratt nokkuð úr sér í Skafta-
sellssýslum. En á Austurlandi,
blorð-austurlandi og allt til
’.Syjafjarðar er ástandið óvenju
gott í heyskaparmálunum.
Nú er geysilegt heymagn úti
'njá bændum og allar hlöður
íullar. í gamla daga voru talin
vera 150 kíló í rúmmetra heys
jr hlöðu að vetrinum. Þá var
íaða smágerðari, engin súg-
þurrkun og oft hitnaði í heyinu.
Góðæri fi! lands
og sjávar
Vopnafirði 14. ágúst. Víða er
heyskap lokið og töðugjaldanna
oégar notið, en þau tíðkast enn
góðu heilli þótt erfiðara sé en
fyrr, að hafa mikla tilbreytingu
í mat og drykk. Þeir bændur,
sem ekki hafa þegar lokið hey-
skap, eru að ljúka honum. Hey
eru bæði mikið og góð, hafa
aldrei verið meiri.
Sjósókn hefur gengið allvel á
Tanganum, þ. e. í Vopnafjarðar
kauptúni, og atvinna næg í
sumar. Má því segja, að góðæri
sé til lands og sjávar að þessu
sinni. Þ. Þ.
Nú munu ekki vera nema um
100 kg. í rúmmetranum að jafn-
aði. Og ég efast um, að hér
sunnanlands náist þessi þungi
heys úr rúmmetra. Það er ljós-
ara nú en fyrr hve allar hlöður
eru yfirleitt dverg-litlar og
ónógar, a. m. k. allar gamlar
hlöður. Það er höfuð-kórvilla í
búskap, að byggja litlar hlöður.
Hlöður yfir helmingi meira
magn en bóndinn notar af heyi
yfir . veturinn, er það, sem að
ber að keppa. Og svo þarf að
innrétta þetta húsrými á þann
hátt; að auðvelt sé að hafa í
því lambfé á vorin, ef nauðsyn
krefur.
Núna eru menn áhyggjufull-
ir, jafnvel hræddir við mikil
hey, þótt ekki séu nema tvö eða
þrjú ár síðan heyskortur þjak-
aði bændastéttina og þá varð að
flytja »inn gífurlegt magn af
fóðurbæti til að þurfa ekki að
brytja niður bústofninn. Þau
miklu hey, sem nú eru úti, í sát
um eða hrúkum og ekki kom-
ast undir þak, þarf að bera vel
upp til geymslu. Eyfirðingar
búa um hey á þann hátt, án
þess að mikil hætta sé á, að þau
skemmist, betur að allir kynnu
það.
íslenzkir bændur þurfa að
eiga mikil hey, miklu meira en
tíðkazt hefur, bæði til að
tryggja heyforða milli ára þeg-
ar þörf krefur, en einnig í stað
erlends kraftfóðurs, sem
minnka þarf innflutning á.
Ræktun er orðin svo mikil í
landinu, að ekki er vandi að
afla mikilla heya þegar vel
sprettur, svo sem nú er. Og
síðan maurasýran kom er eng-
inn vandi að verka gott vothey
svo að segja hvar sem er, bæði
í öllum steinhlöðum, þótt þær
hafi eingöngu verið ætlaðar
fyrir þurrkað hey, og jafnvel
úti, með fremur litlum tilkostn-
aði. En bændur eru svo vana-
fastir, að þótt rigni í heilan
mánuð, gera þeir yfirleitt ekki
vothey á annan hátt en þeir eru
vanir.
Ég ráðlegg þeim, sem nú eiga
fullar hlöður og mikil hey úti,
að byrja á því í tæka tíð í
haust, að gefa skapnum sínum
hey. Það er gott að beita lamb-
ánum á túnin nú í haust. Gott
er líka fyrir margan bóndann,
HALLDÓR PÁLSSON,
búnaðarmálastjóri.
sem á ung geldneyti, að ala þau
vel í vetur og selja þau næsta
sumar eða jafnvel seinni part-
inn í vetur eða vor. Þá þarf
margur bóndinn að endurnýja
stofn í fjósi og fjárhúsi og mun
gera það. Nú er tækifæri til
þess.
Marga vantar húsnæði fyrir
aukinn bústofn, en það er hægt
að byggja mjög ódýrt yfir
sauðfé og geldneyti, hvernig
svo sem það er fyrir augað.
Margir hafa rifið niður gömlu
fjárhúsin sín, meira og minna
úr sér gengin en kannski þó
stæðileg, og illu heilli, af því
að þau voru orðin ljót og leiðin-
leg. Þa'u, sem uppi standa koma
að góðum notum nú, fyrir þá,
sem vilja endurnýja og auka
bústofn sinn. Annars er ég á
móti stórum sveiflum í bú-
stærðinni.
SMÁTT & STÓRT
HEILSUHÆLI A NORÐUR-
LANDI
Áhugasamar konur á Akureyri
hófu fyrstar máls á því, að tími
væri til kominn að byggja
heilsuhæli á Norðurlandi, eitt-
hvað í líkingu við stofnun
Náttúrulækningafélagsins í
Hveragerði, sem ekki annar
eftirspurn. Fljótlega fóru að
heyrast ákveðnar raddir um
staðarval fyrir þessa stofnun.
Mývatnssveit, Reykjahverfi,
Skjaldarvík og Hrafnagilshrepp
ur voru tilnefndir staðir, og
einkum tveir hinir fyrrtöldu
vegna mikils jarðhita.
BYRJAÐ Á ÖFUGUM ENDA
Margir hafa bitra reynslu af
stælum um staðarval stofnana,
svo sem skóla, félagsheimila og
jafnvel kirkna. Baráttan snýst
þá um of að þeim þættinum, og
stundum verður jafnvel ekkert
úr framkvæmdum. Ekki mætti
það henda áhugasamt fólk um
lieilsurækt og hælisbyggingu í
þessum landshluta, að eyða
orku sinni á fyrrgreindan hátt.
Mesta vandamálið í búskapn-
um er það, að menn auka tækni
og vélakost, sér til léttis og
afkastaauka, en annað hvort
verður þessi tækni ómagi á
bændunum eða búin verða að
stækka til að bera kostnað vél-
anna. Um leið og búin stækka
vex það magn landbúnaðar-
vara, sem flytja verður á erlend
an markað. En því meira sem
ber á milli framleiðslukostnað-
arverðs og heimsmarkaðsverðs,
því verr stendur landbúnaður-
inn að vígi. í þessu efni verður
að þrýsta framleiðslukostnaðin-
um niður en fáir vilja hugsa þá
hugsun til enda, heldur vilja
menn fleiri vélar og meiri
tækni, yfirleitt allar vélar, sem
unnt er að fá keyptar, brenna
síðan olíu til að þurrka heyið,
í stað þess að láta sólina gera
það og auðvitað vilja bændur
fá fullt verð fyrir sína fram-
leiðslu, miðað við framleiðslu-
kostnaðinn. Bændur verða hins
vegar að framleiða ódýrt, svo
að skynsamlegt sé að auka
framleiðsluna til muna, miðað
við erlendan markað. Við meg-
um ekki auka þrældóminn,
heldur hagsýni og búmenningu.
Að síðustu þessi orð til bænd
anna: Varðveitið heyin ykkar
vel, fóðrið vel og sparið erlent
kjarnfóður og eigið svo mikil
hey eftir í vor. Þau geta komið
sér vel því að enginn getur vit-
að hvort vel eða illa sprettur á
næsta ári. Byggið svo stórar
hlöður eins fljótt og þið getið.
Blaðið þakkar orð búnaðar-
málastjórans, sem var að vanda
skjótur til svars, og hafði eng-
an tíma til yfirvegunar. E. D.
Mönnum, stofnun eða einhverj-
um þeim aðilum, sem til er
treystandi, á að fela „staðsetn-
inguna“, og verður þá að sjálf-
sögðu að vega og meta alla
þætti málsins, með það eitt í
huga, að nýtt heilsuhæli þjóni
sem bezt tilgangi sínum. Hér
sýnist hins vegar hafa yerið
byrjað á öfugum enda.
HVAÐ SEGJA IIEILBRIGÐIS*
ÝFIRVÖLDIN?
Nokkurri furðu sætir, að heil-'
brigðisyfirvöld hér norðanlands
liafa ekkert um málið sagt og
mætti þó ætla, að þeim kænii
það eitthvað við. Er nýtt heilsu-
hæli á Norðurlandi nauðsyn-
legt, og hvað má til vinna að
eignast það? Hverjum þætti
heilsuræktar gæti það bezt
þjónað o. s. frv.?
í umræðum við fólk um þettá
mál hefur það komið ótvirætt
í ljós, að áhugi er fyrir hendi,
en framkvæmd og rekstur er
allt í þoku enn sem komið er.
HIN ÞÖGLA BARÁTTA
Hver hefði látið sér detta í hug,
að sjálft „einvígi aldarinnar“
færi fram á svo liljóðan hátt, að
heyra má saumnál detta? En
hér er um þögult einvígi að
ræða, skákina, íþrótt hugans,
andstætt öllu því, sem menn
eiga að venjast um opinbera
baráttu, keppni um viðurkenn-
ingu heimsins. Það hefur komið
í ljós, að hið þögla einvígi
tveggja manna framandi þjóða
veldur slíkri spennu, að keppn-
isstaðurinn er sá fjölsóttasti
fulloröins fólks á þessu ári, hér
á landi.
BREIÐ BÖK OG MJÓ
f sjö mánuði yar rifist um
skatta á gömlu fólki, Þeir sem
það gerðu geta jafnvel ekki
liætt, þótt búið sé að boða breyt
ingu á þessu atriði. Það voru
einkum blöð Sjálfstæðismanna,
sem gagnrýninni beittu. Þar
mátti ennfremur sjá í almennri
gagnrýni á skattalögin nýju, að
breiðustu bökin væru ekki einu
sinni látin bera meira en áður.
Nú væri það mjög eðlilegt, um
leið og skattar eru lækkaðir á
hóp manna í þjóðfélaginu, að
þeir væru um leið hækkaðir á
öðrum, svo áð ríkissjóður fengi
sitt, og þá auðvitað frá þeim
ríku. Tæplega myndi íhaldið
gagnrýna það, eða hvað?
Akureyrartogararnir
FRÁ Útgerðarfélagi Akureyr-
inga h.f. í gær, þriðjudag:
Kaldbakur landaði 14. ágúst
135 tonnum og fer á veiðar í
Svalbakur landaði 3. ágúst
98 tonnum, og er nú á veiðum.
Harðbakur er í klössun.
Sléttbakur landaði um mán-
aðamótin 161 tonni, og kemur
inn á fimmtudaginn.
Sólbakur landaði 10. ágúst
118 tonnum. Q
HÓLADAGURINN var hátíð-
legur haldinn á Hólum í Hjalta
dal á sunnudaginn var, í sól og
sumarblíðu og kom þar margt
manna. Fyrst var aðalfundur
Hólafélagsins haldinn, en for-
maður þess er séra Árni Sig-
urðsson á Blönduósi. Félag
þetta hefur það einkum á
stefnuskrá sinni, að stofnaður
verði kirkjulegur skóli á Hól-
um og að Hólar verði á ný
biskupssetur.
Hátíðaguðsþjónusta var kl. 2
og hófst mei skrúðgöngu til
kirkju frá skólahúsi. Meðal við
staddra var fyrrverandi forseti
íslands, Ásgeir Ásgeirsson. í
upphafi messunnar lék listafólk
frá Akureyri, en predikun flutti
séra Sigurður Pálsson vígslu-
biskup, skilmerkilega ræðu um
einstaka þætti messunnar. Síð-
an var altarisganga.
Hátíðinni lauk með samkomu
í dómkirkjunni og þar flutti
Gísli Jónsson ræðu um Ög-
mund Hólabiskup og skóla
hans. Fögur kveðja barst frá
biskupi íslands. Q