Dagur - 16.08.1972, Blaðsíða 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Síniar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðamiaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Fullar hlöður
FYRIR tveim til þrem árum spruttu
tún svo lítið og skemmdust að auki,
að vá var fyrir dyrum hjá bændastétt
landsins. Þá var hey flutt á milli
landshluta með ærnum kostnaði og
ógrynni af erlendu kjamfóðri flutt
til landsins til að bjarga bústofni frá
stórfelldum niðurskurði.
Nú árar vel. Kalskemmdir hafa
að mestu gróið upp og hið ræktaða
land gefur mikla uppskeru heys,
meiri en nokkru sinni fyrr og um
land allt. Heyhlöður eru fullar og
miklu heymagni er hlaðið upp í stór
hey undir beru lofti. Bændur sjá
fram á nægar fóðurbirðir og munu
flestir aflögufærir, ef markaður
fyndist. Og nú hafa menn jafnvel
áhyggjur af heyjum sínum í stáð þess
að liafa áhyggjur af heyleysi fyrir
þrem árum. En sagan sýnir, að mikil
hey em bezta bútryggingin og fyrn-.
ingar em í sína fulla gildi, og ekkert
síður en þegar Guðmundur skáld frá
Sandi ritaði liina frægu smásögu
sína, Gamla heyið.
Blaðið ræddi við dr. Halldór Páls
son búnaðarmálastjóra um heyskap
og fleiri þætti landbúnaðar nú í vik-
unni og sagði hann þá meðal annars:
íslenzkir bændur þurfa að eiga
mikil hey, rneiklu meiri en tíðkazt
hefur, bæði til að tryggja heyforða á
milli ára þegar þörf krefur, en einn-
ig til að nota í stað fóðurbætis, sem
minnka þarf innflutning á. Ég ráð-
legg þeim, sem nú eiga fullar hlöður
og mikið hey úti, að byrja á því í
tæka tíð í haust að gefa skepnum
sínum hey. I>að er gott að beita lamb
ánum á túnin nú í haust. Gott er
líka fyrir margan bóndann, sem á
ungneyti, að ala þau vel í vetur og
selja þau næsta sumar, eða jafnvel
seinni partinn í vetur eða vor. Þá
þarf margur bóndinn að endumýja
stofn í fjósi og f járhúsi og mun gera
það. Nú er tækifæri til þess.
í lok saintalsins kvatti búnaðar-
málastjórinn bændur til að varð-
veita heyin vel, einnig að fóðra vel
og að spara erlent kjarnfóður. Og
eigið þið svo mikil hey eftir í vor.
Þau geta komið sér vel því að eng-
inn getur vitað hvort vel eða illa
sprettur á næsta ári. Byggið svo stór-
ar hlöður eins íljótt og þið getið.
Þessi orð búnaðarmálastjóra eru
eflaust umhugsunarverð fyrir bænd-
ur, ásamt öðru því, sem fram kemur
í viðtali því er blaðið átti við hann
og birt er á öðrum stað.
INN í hinn mikla og hrikalega
fjállgarð milli Eyjafjarðar og
Skagafjarðar ganga firðir, og
dalir inn af þeim, til suðurs og
suðvesturs. Einn af þeim er
Héðinsfjörður, milli Ólafsfjarð-
ar og Siglufjarðar.
Mannabyggð er nú engin í
Héðinsfirði og hefur ekki verið
síðustu tvo áratugina. Hús og
önnur mannvirki grotna niður,
túnin eru komin í órækt, og þar
myndi þeim þykja dauft yfir að
líta, sem muna fimmtíu manna
byggð í þessari sérstæðu sveit.
Margt ber Héðinsnafnið norður
í Héðinsfirði. Héðinsfjörður er
samheiti fjarðarins og sveitar-
innar inn af honum, þá er Héð-
insfjarðarvatn og Héðinsfjarð-
ará. \
Um margt er Héðinsfjörður
líkur Ólafsfirði. Stuttur, þröng-
ur og brimasamur fjörðurinn,
langt og mikið stöðuvatn með
ós í sjó fram, há fjöll, ógengir
klettar og illfærur, grösug sveit,
silungsá og veiði bæði í á og
vatni. Hér er þó ekki ætlunin
að fara í neinn fjarða-samjöfnuð
eða staðametning, enda ljóst
fyrir löngu, hvor vinninginn hef
ur á okkar öld. Annar staðurinn
byggist og blómgast, en hinn er
kominn í eyði, og nóg um það.
Víst var það einangrunin og
hinir gjörbreyttu tímar hér á
landi, sem lokkuðu — eða
hröktu — fólkið frá Héðinsfirði
og má e. t .v. einu gilda. Fyrir
rúmum tveim áratugum flutti
síðasti bóndinn, Sigurður H.
Björnsson, þaðan með fólk sitt
og fénað, eins og þar stendur,
hélt til Eyjafjarðar, settist að í
nágrenni Akureyrar og hefur
lengst af síðan búið í Kollu-
gerði I, litlu en notasömu búi,
ásamt ættmennum sínum, Hann
sagði mér eitt og annað um
Héðinsfjörð og sjálfan sig, er
við áttum tal saman annan
páskadag í vor. Fer frásögn
hans hér á eftir í aðalatriðum:
Héðinsfjarðarvatn var oft gjöf
ullt. Það er langt en ekki mjög
breitt, misdjúpt og hef ég mælt
þar átta faðma dýpi. Fram úr
vatninu gengur ós út í sjó.
í Héðinsfirði voru þessir bæ-
ir: Vík, þar sem jafnan bjuggu
nokkrir bændur, er sá bær að
austan, en land hans náði einnig
vestur yfir. Þá Vatnsendi og
Möðruvellir, einnig að austan,
en Ámá að vestan og Grundar-
kot, sem var í ábúð til ársins
1949. Sama megin var einnig
eyðibýlið Brúnakot, utan við
Ámárland, síðan um 1700 talið
til Víkurlands.
Ég fæddist á Vatnsenda og
var þar til þriggja ára aldurs en
fór þá með foreldrum mínum að
Vík, ólst þar upp og varð þar
síðar bóndi. Faðir minn missti
sjónina að mestu þegar ég var
á fermingaraldri. Hann dvaldist
tólf ár á Laugarnesspítala, k'om
heim 1938 og andaðist vorið
1943. Það kom af þessum ástæð-
um í minn hlut að vera forsjá
heimilisins með móður minni,
og að vinna þau verk, sem talin
voru fullorðinna manna einna.
Ekki kom ég bagga til klakks
á þessum aldri og varð annar að
lyfta undir og sá þriðji að
standa undir, á meðan síðari
bagginn var látinn upp. Stund-
um var þetta nú dálítið tafsamt
og ungum erfitt, einkum þegar
flytja þurfti heyið um langan
veg. Fyrst var þá að binda hey-
ið í bagga, láta baggana á klakk-
inn, flytja þá niður að vatninu,
bera baggana í bát, síðan að
bera þá úr bátnum aftur, þegar
heimundir var komið, setja þá
aftur á klakkinn og flytja þá
heim í garð. Það var betra að
baggarnir væru sæmilega
bundnir og ekki mjög skakkir,
ef þeir áttu að tolla í böndunum
á öllu þessu hnjaski.
Túnin voru fremur lítil á bæj-
unum og taðan ekki meiri en
handa kúnum. Handa fénu var
því heyjað á útengi. Slæjur
voru víða sæmilegar og jafnvel
ágætar svo sem starengi frammi
í firðinum.
Um síðustu aldamót voru 50
manns á bæjunum í Héðinsfirði,
en ég og mitt fólk flutti þaðan
30. júní 1951 og vorum við þá
búin að vera ein í firðinum í
rúmt hálft annað ár.
Bændur stunduðu jöfnum
höndum sjó og land. Ekki var
þó mikil útgerð, en bændurnir
réðu sig á skip, bæði til al-
mennra sjóróðra og margir réðu
ina, fyrir skömmu, en hins veg-
ar eigum við, nokkrir erfingjar,
jörðina Vatnsenda.
Eftir að komið var fram í júlí
fór sjóbleikjan að ganga í vatn-
ið. En oft var snemmsumars
dregið fyrir í sjónum við sand-
inn og aflað vel, vor eftir vor.
En mér fannst silungurinn oft-
betri þegar hann var búinn að
vera einhvern tíma í vatninu.
Við fengum stundum svona
dálítinn slatta í árabát í sjónum
við sandinn, kannski upp í 5—
600 pund, man ég. En ennþá
meira fékkst stundum í vatninu.
Einhverntíma eftir 1940 drógum
við fyrir hjá Vatnsenda. Fólkið
Sigurður H. Björnsson.
fylla, sem hljóp út á mitt vatn,
ofan úr svokállaðri Steinnes-
skál. Þetta var hinn mesti þrösk
uldur á leið okkár þegar við vor
um að sækja hey fram í fjörð
undir vorið. Jarðskemmdir urðu
af þessum snjóflóðum.
Ég er stundum að hugsa um
það, hvort Héðinsfjörður bygg-
ist á ný. Eyðing byggðar var
eðlileg, eins og þróunin var,
þegar fólkið flutti burtu. En
skeð getur, að land eins og Héð-
insfjörður verði bráðlega meira
metið en verið hefur. Hver veit?
Mig tók það sárt, að flytjast
úr þessari sveit og var ég tvö
ár að ná mér eftir flutninginn.
var þá unglingur og við móðir
mín vorum ein heima því að
systkini mín voru í jólaboði. Fór
ég á vökunni til fjósverka og
ætlaði ég að stytta mér leið í
fjósið, en þegar ég kom út fyrir
bæinn, sá ég eitthvað fyrir fram
an mig og stirðnaði ég næstum
af hræðslu, því að ógn stóð af
þessu, hvað sem það nú var og
ekki sá ég það greinilega. Hið
eina, sem mér hugkvæmdist var
að taka til fótanna og gerði ég
það og mun hafa stokkið langt.
En þegar ég kom inn til móður
minnar sagði hún, að ég væri
náfölur, og var það sjálfsagt
rétt. Ég sagði mömmu frá sýn
Sfðasti
f Héðinsfirði
SIGURÐUR H. BJÖRNSSON í KOLLUGERÐI SEGIR FRÁ
sig á hákarlaskipin á meðan þau
hétu og voru. Allir höfðu nóg að
bíta og brenna. Flestir náðu góð
um þroska og undu glaðir við
sitt.
Sjór var auðvitað dálítið
stundaður heima svo að ætíð
var nægur sjómatur til á bæj-
unum allt árið, svo sem saltaður
fiskur og hertur, og mikið var
borðað af hákarlinum. Og svo
má ekki gleyma blessuðum sil-
ungnum, sem bæði var etinn
nýr, saltaður og reyktur. Oft var
fiskur líka saltaður til sölu.
Við vorum hálfan annan
klukkutíma eða tæplega það á
trillu fyrir Hestfjall og Siglunes
til Siglufjarðar og álíka lengi til
Ólafsfjarðar, og er þá farið fyrir
Hvanndalabjarg, sem gamlar
sagnir eru um og sumar nokkuð
mergjaðar. Héðinsfjörður er
dýpri en Ólafsfjörður og brýtur
þar ekki þvert um fjörð nema í
aftökum. Og man ég ekki eftir
nema tveim slíkum.
Hægt er að fara bæði ríðandi
og gangandi til Siglufjarðar.
Lengst af var farið Hólsskarð,
farið úr Héðinsfirði upp hjá
Ámá, þar yfir og niður í Hóls-
dalinn við Siglufjörð. Þetta
breyttist þó á síldarleysisárun-
um, líklega um 1940, því að þá
voru starfsmenn ríkisverksmiðj-
anna settir í að ryðja sneiðing
yfir Hestsskarð. Styttist þá leið-
in um helming frá Vík í Siglu-
fjörð. Þessi vegur var síðan far-
inn á hestum á meðan ég þekkti
til. Gangandi menn völdu sér
ýmsar leiðir eftir atvikum.
Til Ólafsfjarðar var farið úr
fjarðarbotninum yfir Skeggja-
brekkuháls og komið niður hjá
Garði í Ólafsfirði. Oft fórum
við stytztu leið frá Vík og að
Kleifum í Ólafsfirði og var það
tveggja tíma gangur eða meira,
milli bæja.
Bændur í Héðinsfirði áttu
sjálfir jarðir sínar. Nú er búið
að leigja þær allar saman og
hyggjast leigutakar hefja lax-
og silungsrækt þar. Var í sum-
ar hafður vörður í Héðinsfirði
til að líta þar eftir. Ennfremur
var af vegagerðarmönnum at-
hugað vegarstæði milli Siglu-
fjarðar og Héðinsfjarðar, með
jeppaveg fyrir augum, sem
fyrstu vegagerð fyrir vélknúið
farartæki til hins óbyggða fjarð-
ar. Er vonandi að bæði takist
fiskrækt og svo vegagerðin til
að auðvelda framkvæmdir í
Héðinsfirði, við hinn nýja og
áhugaverða atvinnuveg. Ég
seldi minn part í Vík, hálfa jörð
var búið að sjá silunginn á
grynningum um daginn, svo við
fórum um kvöldið. Við höfðum
ofurlítinn bát og hann rétt flaut
með silunginn. Og allt þetta
fengum við í einum drætti. Einn
maður var syntur í okkar hópi,
og það var Guðmundur heitinn
bróðir minn. Hann sagðist fara
einn á bátnum og geta skilað sér
til lands þótt báturinn sykki, en
allt flaut. Þegar niður að sjón-
um kom, bárum við aflann yfir
kambinn og fórum svo til Siglu-
fjarðar á trillu með silunginn.
Þessi silungur mun hafa verið
meira en þúsund pund og við
fengum nokkuð gott verð fyrir
hann á Siglufirði, miðað við
varðlag þá, allt var þetta stór
og falleg bleikja. Þá þekktist
ekki að fara með stöng. Allt
veitt í fyrirdrátt og svo í lagnet.
Nokkuð af silungi gekk fram úr
vatninu, upp í Héðinsfjarðar-
ána, langt fram í afrétt. Man ég
það þegar við Ásgrímur Sigurðs
son frændi minn og síðar skip-
stjóri fórum í göngur, að Ás-
grímur hafði mikinn áhuga á
silungnum. Hann tók eitt sinn
þrjá stóra silunga með berum
höndunum í ánni. Það var nú
ágætt, en heldur verra fyrir mig
að þurfa að bera þá. Heldur
þótti silungurinn vefri, er veidd
ist frammi í ánni, hefur þá oft
verið mikið „leginn".
Fyrir kom, að við fórum með
tvo til þrjá hesta undir reiðingi
með silung til Siglufjarðar og
seldum við hann þar Pétri og
Páli og hverjum sem hafa vildi
og gekk hann vel út. Ég man
eftir því einu sinni á Siglufirði,
að ég vigtaði bleikju handa
manni einum og var hún átta
pund, og það voru margar henn
ar líkar í veiðinni. Þessi bleikja
hefur oft síðar verið mér ráð-
gáta. Það var aðeins þetta eina
sumar og þó ekki nema í tvö
skipti, sem þessi ákaflega stóra
bleikja veiddist í vatninu, og
þessi ósköp af henni. Ég hafði
aldrei séð lax og hef ég látið
mér detta í hug, að þetta hafi
verið lax en ekki bleikja. Maður
var ekkert að athuga þetta þá,
en hafi þetta verið bleikja, kom
hún aldrei aftur, hvorki fyrr
eða síðar, af þessari feikna
stærð, enda gat hún fyrr falleg
verið. Þetta mál verður því að
liggja milli hluta, nú sný ég mér
að mestu veiðinni, sem ég man
eftir í Héðinsfjarðarvatni.
Einu sinni, seinni part sumars
var sent eftir mér og ég beðinn
að flytja 400 pund af silu.ngi á
trillu til Siglufjarðar. En þar
sem við komum um nóttina til
kaupstaðarins, vorum við í
vandræðum með aflann því að
fólk var gengið til náða. En
komin var fiskbúð og ég vakti
kaupmanninn upp og bauð sil-
unginn. Hann var léttbrýnh þe'g
ar hann sá hinn stóra og feitg
silung og keypti af okkur. Þótt-
umst við góðir og hröðuðum .
okkur heim, því áð við þurftum
í heyskapinn daginn eftir. En
svo liðu ekki nema tveir dagar
þar til sami maður, .frændi
minn, sendi eftir mér á ný og
bað mig að fara aðra ferð til
Siglufjarðar. Hafði hann aftur
fengið góða veiði og nú yfir 1000
pund af silungi. En það er til
marks um silungsveiðina, að
flestir eða allir í firðinum áttu
saltaðan silung til vetrarins og
er það ágætur matur þegar verk
unin tekst vel, auk þess sem
silungur var á borðum á sumr-
in, stundum dag eftir dag og bar
ekki á að maður yrði leiður á
honum. En oft var maður blaut-
ur og stundum var manni kalt
við fyrirdráttinn. Þegar fór að
dimma nótt verulega, voru net
lögð í vatnið og alltaf veiddist
silungur í þau, meira og minna.
Ég hafði talstöð fyrir Slysa-
varnafélagið frá 1942. Naut ég
sjálfur góðs af því. Þegar ég
fór, seldi ég svo félaginu hús-
partinn minn fyrir sanngjarnt
verð. Ekki er skemmtilegt að
segja frá því, að ekki var nú
þetta hús látið í friði, því að
hver einasta rúða var brotin í
því. Nú á Slysavarnafélagið
skipbrotsmannaskýli þarna og
er það eina sæmilega húsnæðið,
því að önnur hús hafa grotnað
niður.
Árið 1947 var hið sorglega
flugslys í Hestfjalli. Árið 1919
féll snjóflóð úr Víkurhyrnu og
fórst þar maður og annað snjó-
flóð féll daginn eftir hjá Ámá og
þar fórst maður, er var vi'ð gegn
ingar og einnig nokkuð af fé.
Einu sinni var móðir mín á
ferð á milli bæja og mætti þá
manni af öðrum bæ og tóku þau
tal saman litla stund. En á með-
an þau ræddust við, féll snjó-
flóð, og var talið, a'ð ef móðir
mín hefði ekki hitt manninn á
leið sinni og numið staðar, hefði
hún verið þangað komin er snjó
flóðið féll. Oftar féllu snjóflóð,
þótt ekki yr'ði mönnum eða
skepnum að meini í mínu minni.
Til dæmis féll eitt 1928 eða þar
um bil, milli bæjanna Víkur og
Vatnsenda. Það var feiknamikil
Þegar ljóst var, að hverju
stefndi með byggðina í Héðins-
firði, sagðist -ég ekkert skamm-
ast mín fyrir að flýja af hólmi
ef aðrir, mér duglegri og meiri
menn taldir, flyttu á undan.
Einhversstaðar hið innra með
' méí "‘sáf' ofur'lítill broddur af
umtali, sem maður heyrði ung-
ur um okkur bræður. Við átt-
um þá.heima í gömlum torfbæ.
Sagt var að ekki myndu þeir
eyra.lengi heima „Bæjarstrák-
arnir“. Mér gramdist þetta ofur
lítið þá, og sú varð raunin, að
við fluttum ekki fyrr en allir
aðrir voru burtu farnir. Það var
,mér alltaf viðkvæmt mál að yfir
gefa Héðinsfjörð, af því að mér
þótti svo vænt um þá sveit. Nú
er mest um vert, að þarna sé
einhverja hjálp að fá fyrir sjó-
farendúr. Stöku sinnum gátum
við orðið að liði á því sviði og
voru það einkum Ólafsfirðingar,
sem þurftu að leita hafnar hjá
okkur, var þá stundum fullur
bær, spilað og sungið þar til
yéður hægði. Sjaldan komust
menn.þó í hann verulega krapp-
an. Einna síðast man ég eftir
mönnúm, sem komu inn á f jörð-
inn og voru á skytteríi. Þeir
voru fjórir og munaði mjóu með
þá. Hann var að ganga í hörku-
garð þénnan dag. Þeir höfðu
sett mann í land en náðu honum
ekki út aftur. Til allrar ham-
ringju komst hann fjörur alla
leið heim til okkar. Báturinn
hélt heimleiðis, en hálffyllti hjá
þeim og sneru þeir þá við í kol-
dimmu éli. Tóku þá skakka
stefnu, en þá rofaði til svo að
þeir áttuðu sig. Tóku þeir svo
land í Vík og áttum við í miklu
basli að koma trillu þeirra und-
an sjó..Enþaö tókstþó á endan-
lun. Var síðan gengið til bæjar.
Þeir. ætluðu svo af stað, gang-
andi morguninn eftir í hálf
• vondu veðri, en ég sagði þeim,
að af því að þeim hefði ekki
tekizt að drepa sig á sjónum,
færu þeir ekki að gera neina
tilraun til þess á landi þann dag
inn. Sagðist ég eiga nóg reipi
til að binda þá, ef þeir hyrfu
ekki frá áformi sínu. Sátu þeir
svo að spilum þann dag og hinn
næsta og lá vel á þeim. Þá gekk
veðrið riiður og þeir fóru.'
Ekki bar mikið á fyrirburð-
um eða þessháttar í Héðinsfirði,
eða þeir hafa þá að mestu sneytt
fram hjá mér. Þó heyrði ég
sagnír af dulrænu fólki og
skyggnu en kann ekki frá því að
segja. Aðeins einu sinni sá ég
sýn, sem ég hef ekki gleymt. Ég
minni og að líklega hefði þetta
verið Þorgeirsboli. Fór hún svo
með mér í fjósið og bar ekkert
til tíðinda. En næsta dag kom
til okkar maður einn, sem sagt
var að Þorgeirsboli fylgdi og
svo vildi til, að ég mætti honum
nákvæmlega á þeim stað við
bæinn, sem ófreskjan hafði ver-
ið kvöldið áður. Mér fannst
þetta vera ráðningin, svo langt
sem hún náði.
Á grandanum milli sjávar og
vatnsins heitir Sandvöllur og
var heyjað þar. Þar er einnig
hæð nokkur á grandanum rétt
við ósinn og á henni voru fjár-
hús. Ekki varð ég neins var við
þessi fjárhús, en ævinlega hafði
ég fremur hraðann á er ég fór
þar hjá, einkum í myrkri. En
bóndinn, sem fjárhúsin átti, fór
eitt sinn að grafa þar fyrir
hlöðu, sem hann ætlaði að
byggja við fjárhúsin, fann þar
mikið af beinum og voru það
talin mannabein. Þessi bóndi
var þrekmaður til líkama og
sálar og mun fátt hafa hræðzt,
enda lauk hann hlöðubygging-
unni án tíðinda. Það var svo eitt
sinn um sláttinn, að hann ætl-
aði að sofa í hlöðunni um nótt-
ina, enda þá stutt að fara í
slæjuna að morgni. Við bræður
vorum einnig við heyskap og
sváfum í tjaldi í Brúnakoti.
Ekkert bar til tíðinda um kvöld-
ið, en um nóttina varð ég þess
var, að fyrrnefndur bóndi var
lagstur fyrir í tjaldi okkar.
Spurðum við hann hverju þetta
sætti en hann gaf ógreið svör og
sagði aldrei frá því, svo ég víssi,
hvers vegna hann hafði flúið
hlöðuna. Hitt veit ég, að það
hefur hann ekki gert að ástæðu-
lausu.
Einu sinni bar það til í Vík að
vetrarlagi, að kvikt varð af ein-
hverjum skepnum í fjörunni.
Varð maður einn, sem út gekk
örna sinna, fyrstur var við þau,
en síðan sáu þennan „fénað“
fleiri menn, enda komu sum
þeirra fast heim að húsinu.
Þetta kvöld fór enginn í fjós og
hlerar voru settir fyrir glugga.
Morguninn eftir var traðk mikið
í fjörunni og heim við hús, en
aldrei var upplýst, hvað þar
hafði verið á ferð og var þó
fleira en eitt nefnt í því sam-
bandi. Um búfé var ekki að
ræða því að það var allt í húsi
þegar þetta bar við.
En þótt frá þessu sé sagt, var
fremur lítið um það, að menn
yrðu varir við „óhreinku“ eða
aðra þá hluti, sem kallast geta
dularfullir og man ég ekki að
oft væri um þá rætt.
Við Sigurður í Kollugerði
Ijúkum viðræðum með því, að
hann segir, að rætur sínar hafi
verið svo sterkar í Héðinsfirði,
að hann hafi verið tvö ár að ná
sér, er hann var þaðan fluttur,
og hann bætir við: Ef ég er þá
búinn að ná mér enn.
Þakka ég svo frásögnina.
E. D.
Kristinn Arngrímsson
FHÁ BAKKAGERÐI
Kveðja frá áshinum
Vertu sæll og sól þér skíni í heiði
nú sefur þú við drottins náðarskaut.
Þér um eilífð Ijóssins englar leiði
nú létt er vinur allri sorg og þraut.
Ástvinirnir þér öll þakka árin
þú varst okkur vinur hjartakær.
Ljúfur drottinn þerrar trcgatárin
tíminn líður, stundin færist nær.
Svarfdælingar þakka þér af hjarta
þar sem lágu öll þín bernskuspor.
Nú átt þú vinur framtíð fagra og bjarta
í faðmi droítins eilíít blessað vor.
Þín minning lifir Ijós í okkar hjarta
og Ijóma slær á öll þín gengnu spor.
Hvað var fegra en hjartans brosið bjarta
er breiddir þú af kærlcik meðal vor?
Afi er kvaddur, eiginmaður, bróðir
yfir færist tjaldið, allt er hljótt.
Ástvinimir eftir standa liljóðir
clsku faðir, hjartans góða nótt.
H. J.
VIÐVORUN
Akureyringur, nýkominn úr
ferð um Norður-Þingeyjarsýslu
biður blaðið að vara fólk við
veginum í Hljóðakletta. Hann
festi bíl sinn og lenti í vand-
ræðum, hitti ýmsa fleiri, sem
höfðu sömu eða svipaða sögu
að segja. Þessi staður er 2—3
km. frá þjóðveginum, að norð-
an. Ferðamaðurinn telur þarna
auðvelt að laga veginn og gera
hann venjulegum bílum færan
á þessum stað, og á þeim fáu
stöðum öðrum sem illfærir eru
nú.
Ekkert varúðarmerki er við
vegamót fyrir ferðamenn til
glöggvunar og gegnir það
furðu, og ekki var hann heldur
varaður við þessum vegi, þótt
hann talaði við fólk,er átti að
vera kunnugt á þessum slóðum
og vissi um fyrirhugaða ferð í
Hljóðakletta.
Jafnframt eindreginni ósk
um úrbætur, vill ferðamaður-
TILLÖGUR RÍKISSTJÓRNARINNAR
N-LEGA afhenti Einar Ágústs-
son utanríkisráðherra sendi-
herra Breta hér á landi tillögur
íslenzku ríkisstjórnarinar í
landhelgismálinu. Þar er og
ítrekað að íslenzk stjórnvöld
séu reiðubúin til frekari samn-
ingaviðræðna. Minnt er á, að af
íslands hálfu hafi verið lögð
megináherzla á tvö grundvallar
atriði málsins: að viðurkennt
væri að réttur íslenzkra skipa
til veiða utan 12 mílna yrði
meiri en réttur annarra skipa,
og að íslendingar hefðu ótví-
ræðan rétt og fulla aðstöðu til
að framfylgja þeim fiskveiði-
reglum sem samið yrði um. Þar
eð ekki hefur fengizt við þessu
ákveðin svör af Breta hálfu,
hefði íslenzka ríkisstjórnin ekki
getað breytt tillögum sínum um
réttindi til handa brezkum skip
um. Nú teldi íslenzka ríkis-
stjórnin hins vegar, að hún
hefði fengið jákvæðar undir-
tektir varðandi þýðingarmikil
atriði málsins og í trausti þess
að fallizt verði á framangreind
tvö meginatriði vilji hún taka
fram eftirfarandi varðandi
atriði sem lögð hefir verið
mikil áherzla á af Breta hálfu.
1) íslenzka ríkisstjórnin er
reiðubúin til viðræðna um að
veiðiheimildarsvæðin fyrir
brezka togara nái upp að 12
mílna mörkunum á ýmsum
svæðum. Frávik yrði þó þar
sem bönnuð yrði veiði fyrir ís-
lenzka togara jafnframt.
2) Tillögum íslands um skipa
stærð yrði breytt þannig, að
skip upp að 180 fetum á lengd
eða um það bil 750—800 brúttó-
rúmlestir að stærð fengju veiði-
heimildir, en stærri skip ekki
og engir frystitogarar og engin
verksmiðjuskip.
3) Samningstímabilið yrði til
1. júní 1974.
Utanríkisráðuneytið,
inn vara aðra við, þar til gert
hefur verið við veginh og léið
öllum opnuð til hinna dásam-
legu staða vestan Jökulsár.
SÓÐAR
Verkamaður hefur orðið:
Og þá kemur „ábending“
frá „verkamanni“, sem kunn-
ugur er starfi hreinsunardeild-
ar bæjarins, þ. e. öskukallanna,
sem svo eru stundum nefndir.
En þeirra verk er að flytja
margskonar úrgang úpp á
sorphauga og er starf þeirra
svo mikilvægt, að hjá þeim má
naumast niður falla nokkur
starfsdagur. Verkamaður segir
í bréfi sínu, að nú séu þau
heimili orðin fá, og þó til, þar
sem húsmæður kunni ekki að
ganga frá matarúrgangi í sorp-
tunnur. Þær hafi aldrei lært að
láta úrganginn í plastpoka og
binda yfir. Ódauninn leggi frá
þessum heimilum því að allt
úldnar og maðkar hjá þeim og
auk þess er naumast hægt fyrir
hreinsunardeildina að snerta á
þessum óþverra. Bendir verka-
maður þessum sóðum á, að
skömminni sé það skárra ef
þær hefðu vit á að salta í tunn-
urnar hjá sér og gerðu það, til
þess að verja úrganginn
skemmdum og koma í veg fyrir
dauninn.
LESENDUR SPYRJA
Á sumum „litlum stöðum“
eða næstum engum, geta fiski-
mennirnir á opnum vélbátum
eða litlum þilfarsmátum, sem
færandi hendi koma að landi
með afla, notað hjálpartæki svo
sem löndunarkrana við að losa
aflann upp úr bátunum og á
pall vörubíls. Maður, sem var
að svipast um á Oddeyri, þar
sem KEA tekur daglega á móti
fiski og stundum í talsvert stór-
um stí‘l, segir, að þar sé ekkert
þessháttar tæki sjáanlegt og
furðaði sig mjög á þessu. En
löndunarkranar eru framleidd-
ir á hinni sömu Oddeyri og
kosta ekki mikla fjárfúlgu.
Sami borgari (góðborgari eft-
ir atvikum), telur mikið vanta
á, að séð sé fyrir nægu, góðu
vatni til að skola bátana, því ao
við bryggjurnar, þar sem fiski
er landað, sé sjórinn morand::
af hættulegum gerlum, svo sem
títt sé nálægt skólpræsum.
Og enn ber borgarinn fram
kvörtun yfir svokölluðu matar-
brauði, sem bakað sé hér á Ak,-
ureyri. Hann segir að aðeins
hinir allra magasterkustu mem
þoli að borða sneið af rúg-
brauði, án þess innyflin um ■
hverfist og fari að hljóða há-
stöfum.
•Þá kvartar kona yfir þvi hve
erfitt sé að fá góðan fisk í soðið,
Bendir hún á margar hinar ljúí
fengustu fiskitegundir, sem
vart sjáist hér í verzlunum, en
séu þó veiddar. Hér fáist yfir-
leitt ekki annað en þorskur o;
hann misjafn að gæðum.
Enn er spurt með hvaða leyí i
nafngreindir opinberir starfs •
menn séu fjarverandi meira og
minna í hverri viku yfir sumai ■
tímann, auk venjulegra sumai ■
leyfa.
Og enn er spurt hvort Dagu ?
„þori“ að bera fram allar þess-
ar umkvartanir, sem koma
muni illa við menn og íyrii ■
tæki. Svar blaðsins er hið sama
og ætíð áður: Frjálslynd blöo
eru hinn opni vettvangur fólks
til að koma skoðunum sinum á
framfæri, hvort heldur þæ '
eru urn fisk, brauð, vinnusvii.:
eða eitthvað annað.
Auðvitað fá þeir rúm í blac •
inu, sem þykir ástæða iil ao
skýra eða ræða framangreincl
atriði, ef þeir takmarka má
sitt við hæfi hins litla rúms fyr ■
ir lesmál. En hvert þessarn
mála eru stórmál, sem all: 1
varða.
Látum við svo lokið umræc ■
um í Fokdreifum i dag'. j)