Dagur - 15.11.1972, Blaðsíða 5

Dagur - 15.11.1972, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Útvarpið og ríkisbáknið ^......... FYRIR nokkrum dögum var Ríkis- útvarpið gert að umræðuefni á At þingi, bæði hljóðvarp og sjónvaíp. Það kom þá fram hjá þeim, sem jijii, stjóm útvarpsins hafa fjallað, að fjár hagur þessarar miklu ríkisstofnunar væri heldur bágborinn, eða myndi a. m. k. verða það að óbreyttu. Út- varpshúsið, sem Jónas Þorbergsson hóf undirbúning að fyrir þrjátíu til fjörutíu árum, var ekki bvggt og býr útvarpið í leiguhúsnæði. Samt er f jár festing þess mikil, bæði í Reykjavík og víða um land. Hjá hljóðvarpi og sjónvarpi munu nú vinna um 200 fastir starfsmenn, en auk þess greiðir útvarpið stórfé fyrir efni sem það fær hjá öðrum en starfsmönnum sínum. Ekki getur blaðið greint tölur í Jjessu efni, en þegar rætt var um f jár liagsvanda útvarpsins á Alþingi, var talið, að um tvennt væri að ræða: Að hækka verulega afnotagjöld útvarps og sjónvarps, sem almenningur greið ir, eða veita stofnuninni styrk, sem dygði úr ríkissjóði. Hér norðan f jalla hefur Dagur hins vegar heyrt nefnda þriðju leiðina og þykir rétt að kynna hana. Sú leið er í því fólgin, að spara útgjöldin með því að draga úr starf- semi útvarpsins, fella niður nokkuð af útvarpsefni, sem ]>jóðin gæti helzt án verið sér að skaðlausustu eða skað lausu. Ýmsum finnst það ofrausn, að hafa hljóðvarpið í gangi næstum stöðugt frá því um fótaferðatíma og fram undir miðnætti dag hvem, og sjónvarp í sex daga í viku ellefu mánuði ársins. Ríkisútvarpið er raunar ekki nema einn þáttur í hinu mikla ríkis- bákni, sem farið hefur sívaxandi síð- ustu áratugi. Mörgum Jiykja að von- um fjárlög há, enda eru þau í þann veginn að verða tuttugu sinnum hærri en þau voru fyrir fimmtán árum. Og skattar þykja mönnum háir. Það er oft talað illa um ríkis- báknið, nefndimar, embættismanna- fjölda og sagt sem svo, að þjóðin greiði stórfé til offramleiðslu á lang- skólamönnum, sem flestir fái svo launaðar stöður hjá Jjví opinbera, hvort sem þörf er á eða ekki, ef þeir ekki heltast úr lest á miðri leið. En ]>egar ríkissjóður lendir í fjárhags- vandræðum, sé oft til þess gripið, að draga úr verklegum framkvæmdum eða úr öðmm framförum í þágu landsbyggðarinnar, eða fresta kosn- ingaloforðum og áætlunum um slík- ar framfarir. Hin heilaga kýr, ríkis- báknið og borgríki Jjess, haldi áfram að dafna hvað sem öðru líður. Þann- ig hefur margur útkjálkamaðurinn mælt í sinn hóp fyrr og síðar. Vera má, að breyting sé á næsta leiti. !□ n. "á % : "á % "É % * BEÐIÐ EFTIR FJALLRÆÐUNM Það er fimmtudagur 13. apríl 1972. Ég er við vinnu mína að vanda í Prentverki Odds Björns- sonar. Allt er þar óvenjulega hljótt þessa stund- ina og útvarpið — aldrei þessu vant - ekki spennt upp úr öllu valdi. Skyndilega er mér þögnin rofin. Klukkna- hljómur, dimmur og válegur, klýfur loftið. Hann glymur svo, að ósjálfrátt legg ég lófana fyrir eyrun. Óhugnanlegur kuldastraumur smýgur í gegnum mig allan. Þ>að flaug að mér eitt andar- tak, að Jóhannes S. Kjarval væri andaður. Sú hugsun hvarf þó úr huga mínum samstundis. Hádegisútvarpið flytur svo sorgarfréttina, er klukknahljóðið hafði boðað mér áður: Látinn er vinur minn, Jóhannes Sveinsson Kjarval, list- málari. Nóttina eftir glaðvakna ég og get ekki sofnað aftur. Ég sé milli svefns og vöku bregða fyrir björtu, skínandi leiftri í skærum litum og lýsa upp her- bergið, sem ég svaf í. Óvænt og skyndilega snarast maður, stór vexti og mikilúðlegur með síðan hött á höfði, inn í herbergið til mín. Maður þessi bar reisn og tiguleik íslenzkra fjalla í svip og fasi. Hann hélt á stórum bunka undir hendinni, líkast sem það væru innpakkaðar myndir í ramma. Þegar hér var komið sögu, mátti kenna kemp- una og snillinginn Jóhannes S. Kjarval, listmál- ara. Listamaðurinn hóf þegar að taka utan af bögglinum. Kom þá í ljós hvert listaverkið öðru fegurra, þó mælt sé á heims-mælikvarða, eins og til að mynda „Himins lindir streyma“, sem ætti að vera til á hverju einasta heimili á íslandi. Það var líkast því sem arnsúgur færi um stof- una, meðan listamaðurinn reisti hvert listaverk- ið af öðru upp við veggina, og hvar sem hann fann rúm fyrir þau í herberginu. Er hann hafði gengið frá málverkunum sem bezt varð á kosið, nam hann staðar litla stund, og benti með vísi- fingri hægri handar á listaverkið „Beðið eftir fjallræðunni“. Þ>á hvarf mér sýnin. Ég þóttist þegar vita, að listamaðurinn vildi mér eitthvað, sem ég gat eigi skilið í fljótu bragði. En eftir að hann hafði bent mér á fyrr- nefnt listaverk, þóttist ég vita, hvað hann væri að fara. Heldur þú, vinur minn, að ég sé búinn að gleyma því, þegar þú komst til Akureyrar með vordýrð í list og litum í byrjun vetrar 1954, allri íslenzkri listsköpun til örvunar og endurnýjun- ar? Árangurinn lét eigi eftir sér bíða. Alls komu Listsjóli íslands JÓHANNES SVEINSSON KJARVAL HNIGINN f VALINN Kveöja aÖ norÖan þrjúþúsund og tvöhundruð manna til að bíða eftir Fjallræðunni. Nei. — Ég gleymi því aldrei. En, nú getur þú sjálfur séð og heyrt höfund Fjallræðunnar, gáfaðasta og glæsilegasta trúar- leiðtoga allra tíma, sem fram hefur komið með- al mannkynsins, og mesta andans hugsuð og orðsins snilling allra alda. - Mannsins son, sem við dáðum báðir, og allir geta treyst og trúað á. Einn kleifstu hæsta tindinn, beiðst eftir Fjall- ræðunni og öðlaðist alvizkuna í listinni. Vinur minn, Jóhannes S. Kjarval. Þ»ú gerðir þér ferð norður á Akureyri, til þess að heilsa upp á skáldið, eins og þú kallaðir mig, og skemmta því eina dagstund. Nú skal „skáldið“, sem telur þig stórbrotnast- an allra listamanna, kveða til þín í staðinn lítið ljóð: Hratt streymÍT lækur frá háfjalla brún, liðast um hlíðar og heim um tún, leitar síns upphafs í Ægis höll, og hverfur í djúpið. Ævin er öll. '.fc. I hrauni og mosa þú heíur allt séð. Sú undra skyggni þér einum var léð. Sástu sál þjóðar í sorg og gleði. íslands lag lékstu af listþrungnu geði. Björg kleifstu hál og hæstu tinda, gjár og sprungur þér gáfu fjöld mynda. Þú kannaðir dýpstu íslands ála. Alstaðar fannstu fegurð að mála. Hrímþursar úfnir um hraunklungur skunda, listsmíði dvergar í Dyrfjöllum stunda. Glaðir sér una álfar í hólum, dansa um nætur, er dregur að jólum. Stórhrotinn skörungur innst bæði og yzt. Skarpvitur meistari í lifandi list. Einn steigstu úr götu auðrækrar hjarðar. Fæddur af himni en fóstri jarðar. Hamingjurúnir hafa þér ristar gæfudísir guðlegrar listar. Far þú nú heill og hamingjuglaður, íslands litelski listamaður. Lesendur þessara lína, lifið heilir við hásumarsheiðríkju á himni fagurra lista. Á uppstigningardag 1972. JÓN BENEDIKTSSON, prentari. m % i ) W m [ r y % % m i m I > ! m m m , í p 5 m í K Fénu vart gefið strá Haganesvík 13. nóv. Nú mun vera ófært á bílum til Siglu- fjarSar, og hér innansveitar er einnig orðið ófært að heita má, enda komst mjólkurbíllinn ekki leiðar sinnar í morgun. Gripu bændur þá til dráttarvéla sinna og eru að flytja mjólkina. Þeir koma svo hér við til að verzla eitthvað smávegis. Hér hefur verið hið versta veður síðan á íimmtudaginn, þar tij í dag, að veður er að ganga niður. Snjór sá, sem nú er kominn, er ekki mikill, og þetta er fyrsti snjórinn hér um slóðir. Féð hefur gengið úti fram að þessu og því hefur naumazt eða ekki verið gefið strá. E. Á. Minningarhátíð á Mælifelli Á ALLRA sálna messu sl. var haldin á Mælifelli í Skagafirði minningarhátíð prestshjónanna frú Önnu og síra Tryggva Kvar ans. Kirkjukór Mælifellspresta- kalls söng undir stjóm Björns Ólafssonar á Krithóli,-m. a. þrjá sálma eftir síra Tryggva. Sókn- arpresturinn, síra Ágúst Sig- urðsson frá Möðruvöllum, flutti predikun og minningarræðu. Síra Tryggvi vígðist að Mæli- felli vorið 1918 og þjónaði brauð inu til dauðadags, 5. ágúst 1940. Hann var fæddur á UndirfeTTi 7 Vatnsdal 31. maí 1892; son síra Hjörleifs Einarssonar frá Valla- nesi á Völlum og síðari konu hans, frú Bjargar Eiharsdóttur KY OLDFAGNAÐUR TIL STYRKTAR OG HJÁLPAR VANGEFNIJM frá Mælifellsá. Síra Tryggvi var þjóðkunnur prestur, mikill ræðusnillingur og skáldmæltur. Kennari var hann góður, og vin sæll í sveit sinni og héraði. —■ Frú Anna kona hans var dóttir Gríms hreppstjóra og stórbónda á Kirkjubæ á Rangárvöllum Thorarensens. Mikilhæf mann- kostakona og fyrirmannleg. ■ Hún lézt á Svalbarði á Eyja- fjarðarströnd 7. nóv. 1944, að- : eins 54 ára. — Dætur þeirra hjóna eru Hjördís Björg, kona ' Finns kaupfélagsstjóra á Húsa- vík Kristjánssonar, og Jónína Guðrún, gift Ólafi skrifst.manni 'í Reykjavík Kristjánssyni. Á Mælifelli var fjölmenni við minningaguðsþjónustuna og barst þangað innileg kveðja * þeirra systra. □ Orðsending SUNNUDAGINN 19. nóvember verður kvöldfagnaður í Sjálf- stæðishúsinu á Akureyri til styrktar vangefnum á Norður- landi. En málefnum þessa fólks hefur verið betur sinnt hér en víðast annars staðar á landinu. Er það til mikils sóma fyrir alla þá mörgu, sem hlut eiga að máli, að heimili fyrir vangefna er risið á Akureyri og er að fullu nýtt. - Fulitrúafundur (Framhald af blaðsíðu 1) þessa fólks almennt verður meiri en verið hefur og því mun það gera kröfur um víð- tækara úrval atvinnutækifæra og þjónustu en nú er fyrir hendi. 2) Atvinnuvegir utan Reykja nessvæðisins eru einhæfir og horfur eru á áð framleiðniaukn- ing verði mjög mikil á næstu árum í þeim atvinnugreinum, sem hinir strjálbýlli landshlutar byggja nær alla afkomu sína á, þannig að þó framleiðsla aukist til muna fjölgi fólki ekki í þess- um atvinnugreinum. 3) Þjónustugreinarnar, sem taka munu til sín mjög veru- legan hluta viðbótar vinnuafls, vaxa nær eingöngu á Reykja- nessvæðinu en eru mjög van- þróaðar utan þess, sem er ein meginástæða búseturöskunar. 4) Rík tilhneiging til að stað- setja öll ný stóriðjufyrirtæki og önnur ný og þýðingarmeiri á Reykjanessvæðinu. 5) Mismunur á aðstöðu til menntunar, þjónustunota og hverskyns menningarlífs á Reykjanessvæðinu og í öðrum hlutum fer vaxandi. 6) Raunhæfur skilningur þjóðarinnar á gildi jafnvægis í byggðaþróun er of lítill. 7) Mótun og framkvæmd byggðastefnu hefur ekki fengið þann sess í stjórnkerfi ríkisins sem henni ber og bráðnauðsyn- legt er að hún fái. m. Sérstakra aðgerða þörf. Fundurinn telur, að verði ekki stefnubreyting geti horft til landauðnar á Vestfjörðum og hlutum Norður- og Austur- lands og stöðnunar hinna líf- vænlegustu staða og byggðar- laga þessara landshluta samfara því, að vandamál offjölgunar fara sívaxandi á Reykjanes- svæðinu. Slík þróun mun valda þjóðfélaginu stórtjóni, efnahags lega sem félagslega, og er mikið þjóðfélagslegt átak réttlætan- legt til að snúa henni við. Fund urinn skorar á þá, sem fyrst og fremst bera ábyrgð á velferð Dagskrá kvöldfagnaðarins á sunnudaginn er óvenjulega fjöl- breytt og vönduð, sjá auglýs- ingu á öðrum stað. Er því treyst, að bæjarbúar fjölmenni og styrki með því Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi í starfi. Kvöldfagnaðinn undir- búa: Kolbrún Guðveigsdóttir, Anna Antonsdóttir, Rebekka Guðmann og Ragnheiður Sig- urðardóttir. □ landshluta íslenzku þjóðarinnar, alþingis- menn og ríkisstjórn, að hefja nú þegar undirbúning stórátaks til að tryggja jákvæða og liag- kvæma þróun byggðar í land- inu og hafa að fyrirmynd mark- vissar aðgerðir sumra nágranna þjóða okkar. Fundurinn telur að stefna beri að fullkoninu jafnvægi fólksflutninga að og frá Reykja nessvæðinu, enda búa þar nú nær 60% þjóðarinnar og fólks- fjölgun á svæðinu kappnóg án aðflutninga. Telja má að ekki sé teljandi hætta á hnignun byggðar á Suður- og Vestur- landi, frekar séu horfur á hinu gagnstæða vegna stórfelldra samgöngubóta þessara lands- hluta við Reykjanessvæðið. Hið raunverulega byggðavandamál á íslandi snýst því fyrst og fremst um byggð á Vestfjörð- um, Norðurlandi og Austur- landi. (Framhald af blaðsíðu 8) örvandi liönd í stjórnarandstöð- unni. Fyrir nokkrum döguni segir í Morgunblaðinu, Reykja- víkurbréfi, um verkefni Sjálf- stæðisflokksins: „að það þurfi að draga enn skýrar fram í dags ljósið þann ágreining og það sundurlyndi, sem ríkir innan ríkisstjórnarinnar.“ Innan Sjálf stæðisflokksins styður hver ann an í þessari gömlu iðju: að láta nú ganga róginn. Geta menn fengið það enn betur staðfest með því að lesa íhaldsblöðin í landinu og lilusta á útdrátt for- ystugreina í blöðum sama flokks. VIÐTALSTfMI BÆJAR- FULLTRÚA Það hefur ráðizt svo, að bæjar- fulltrúar Framsóknarmanna hér á Akureyri hefðu ákveðinn viðtalstíma í Hafnrastræti 90, næstu vikurnar, þar sem bæjar búar geta borið fram spurning- ar sínar um bæjarmálin og rætt um þær. Ber að fagna þessu, því f rá happdrætti Styrkt- arfélags Yangefinna FYRIR nokkru voru happ- drættismiðarnir með einkennis- stöfum bifreiða póstlagðir til bifreiðaeigenda um land allt, ásamt tilmælum um að þeir yrðu keyptir til stuðnings hinu góða málefni: liælisbyggingum vangefna fólksins. Vegna sí- felldra breytinga á heimilisföng um bifreiðaeigenda, eigenda- skipta og hinnar hröðu aukn- ingar á bílaeign landsmanna, er ómögulegt að tryggja að allir happdrættismiðarnir komist til skila. Þess vegna eru það ein- dregin tilmæli umboðsmanna happdrættisins, að þeir, sem "'ekki hafa fengið sína miða, til- kynni það næsta umboðsmanni, svo að hægt sé úr að bæta. Umboðsmaður fyrir Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýslur, Akureyri og Húsavík er Jóhann es Oli Sæmundsson, Lönguhlíð 2, Akureyri (sími 12331). Hjá honum fást einnig „lausir mið- ar“ (A og Þ miðar). Menn ættu sem flestir að kaupa þessa miða. Málefnið er gott og vinningarn- ir glæsilegir: Fjórir bílar. Eins og áður verður dregið á Þorláks messu. Gleymið svo ekki AÐ MIÐI ER MÖGULEIKI til að eignast nýjan bíl fyrir aðeins 150 krónur og vinningarnir skattfrjálsir. að líklegt er, að margar spurn- ingar um hin fjölþættu mál bæjarins brenni á vörum fólks. Þá ætti það ekki síður að vera nauðsynlegt, að bæjarfulltrúarn ir kynnist viðhorfum fólksins til hinna ýmsu mála. ÓGÆTNIR ÞJÓFAR Þjófnaður er talsvert tíðkaður hér á landi, og eru aðferðir manna oft hinar furðulegustu og ekki allar fagrar. Sumir láta sér nægja lítið en aðrir eru stórtækir. Nýlega stálu íslenzk- ir sjómenn fimm bílum í Fær- eyjum, og fer namnast á milli niála, að það hefðu þeir ekld gert alls gáðir. Þetta var nú heldur ógætilegt. Litlu gætnari var þjófur einn í Reykjavík á dögunum, sem var nýhúinn að stela peningakassa. Hann gekk með kassann langa stund í hend inni og var síðast handsamaður, sem æði grunsamlegur. Við rannsókn kom í ljós, liver koss- ann átti og áð liann var ekki i liöndum eigandans. \, S. V. N. SMÁTT & STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.