Dagur - 15.11.1972, Page 8

Dagur - 15.11.1972, Page 8
8 SMÁTT & STÓRT BLAÐIÐ leitaði í gær fregna af væntanlegum bókum, útgefn- um á Akureyri fyrir næstu jól. En bókaútgefendur hér eru: Bókaforlag Odds Björnssonar h.f., Bókaútgáfan Skjaldborg s.f., Fagrahlíð og Árni Bjarnar- son. Geir S. Björnsson segir þetta um útgáfuna hjá Bókaforlagi Odds Bjö'rnssonar h.f.: IJM þessar mundir eru að koma á markaðinn 12 nýjar bækur frá Bókaforlagi Odds Björns- sonar. Má þar fyrst nefna nýja ljóðabók eftir Kristján frá Djúpalæk, en bókin nefnist Þrí- lækir. Gunnar M. Magnúss rit- ar ævisögu stórbóndans og athafnamannsins Magnúsar Sig urðssonar á Grund í Eyjafirði og nefnist bókin „Dagar Magn- úsar á. Grund“, stórfróðleg og merkileg bók, prýdd fjölda ljós- mynda. Þá kemur nú loks út fjórða bindi hins mikla ritvérks sr. Benjamíns Kristjánssonar „Vestur-íslenzkar æviskrár", en ýmsir hafa beðið þess með nokkurri óþreyju. Óvenju for- • vitnileg og skemmtileg ferða- saga „íslandsferð 1862“ eftir C. W. Shephard, kemur nú í fyrsta sinn á íslenzku í þýðingu Stein- dórs Steindórssonar frá Hlöð- um. Ný, spennandi skáldsaga eftir hinn vinsæla skemmti- sagnahöfund Frank G. Slaugh- ter — „Síðasta augnablikið" — í þýðingu Hersteins Pálssonar. Þá kemur íslenzk ástarsaga eft- ir nýjan íslenzkan rithöfund „Á miðum og Mýri“ eftir Rögn- vald S. Möller. Ný skáldsaga fyrir ungt fólk eftir hinn vin- sæla unglingabókahöfund Guð- jón Sveinsson, og nefnist „Ort rennur æskublóð". Ný útgáfa á barnabókinni „Strákur á kú- skinnsskóm“ eftir Gest Hann- son. Þessi vinsæla bók hefur verið ófáanleg um margra ára skeið. „Hanna María og pabbi“ eftir Magneu frá Kleifum og „Sumar í sveit" eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Hvort tveggja afbragðs barnabækur. „Flugferðin til Englands" eftir Ármano Kr. Einarsson kemur í nýrri og endurbættri útgáfu. Loks er nýtt leshefti fyrir börn, sem nefnist „Börn í Argentínu“ í þýðingu Sigurðar Gunnars- sonar. — Þá gefur Bókaforlag Odds Björnssonar, sem kunn- ugt er, út tímaritið „Heima er bezt“, þjóðlegt heimilisrit, og tímaritið „Týli“, sem er tímarit um náttúrufræði og náttúru- vernd. □ Svavar Ottesen og Haraldur Ásgeirsson hafa þetta að segja um útgáfu Skjaldborgar s.f.: Fyrst viljum við nefna bók- ina Aldnir hafa' orðið, sem Er- lingur Davíðsson skráði, en þar seg.ja sjö kunnir Akureyringar frá margskonar atburðum úr lífi sínu og, starfi. Þeir eru: Sesselja Eldjárn', Ragnheiður O. Björnsson, Jóh Rögnvaldsson, Guðmundur Blöndal, Ólafur Tryggvason, Sæmundur G. Jó- hanriesson og Kristján Nói Kristjánsson. Úr lífi smalans eftir Óskar Stefánsson frá Kald bak, eru æviþættir, draumar og dýrasögur, og er sú bók, þegar komin út. Þá gefum við út Páskasnjó, sjöttu ljóðabók Braga Sigurjónssonar,- sem orð- inn er landskunnur sem ljóð- skáld. Fyrir börnin gefum við út bókina Kalli kaldi og Túlipana- hótelið eftir Indriða Úlfsson, og er bókin framhald af Kalla kalda, sem út kom í fyrra og seldist upp hjá forlaginu. En Indriði er orðinn einn vinsæl- astur1 barnabókahöfunda. Þá viljum við nefna bókina Káta er enguiri lík, sem er önnur bók in í bókarflokknum um Kátu, en fyrsta bókin var Káta og dýrin hennar, og var henni mjög vel tekið. Þetta er telpna- bók, fyrir 7—10 ára. Jóhannes Óli Sæmundsson hefur þetta að segja um útgáfu Fögruhlíðar: Fagrahlíð gefur út norð- lenzka tímaritið Súlur og eru bæði hefti þés'sa árs komin út og hefur þetta rit hlotið meiri vinsældir en nokkur þorði í upphafi að vona. Þá er Jói norski að koma út, en þá bók ritar Erlingur Davíðsson, og fjallar hún um veiðiskap Jó- hanns D. Baldvinssonar vél- stjóra með Norðmönnum. En veiðidýrin voru selir, hvíta- birnir og rostungar. Þá er Sögu félag Eyfirðinga að gefa út Sóknarlýsingar í Eyjafirði frá 1840, en Magnús Kristinsson kennari annast útgáfuna, en ég á að heita framkvæmdastjóri Sögufélagsins. Árni Bjarnarson bókaútgef- andi segir: Að þessu sinni gef ég út Brazilíufarana eftir Jóhann Magnús Bjarnason og er það endurútgáfa, þriðja bindi rit- safnsins. En ætlunin er að gefa út allt safnið, sem alls er 8 bindi, á næstu árum. Brazilíu- fararnir komu fyrst út árið 1905 og 1908 í Winnipeg og Reykja- vík, en voru endurprentaðir 1944. □ NYR TONN Tryggvi Gíslason skólameistari ritaði grein um áfengismál í 51. tölublað Dags í tilefni af bind- indisdeginum. Þar kveður við nýjan tón. Hann segir m. a.: „En margur verður vonsvikinn þegar upp er staðið, því að áfengisölvun er fölsk gleði og leysir fáan vanda. Erfiðleikar verða ekki yfirstignir með vín- drykkju, og það fyrirfinnst önn ur ölvun, sem tekur hinni fram: ölvun hinnar hreinu fegurðar og sannrar gleði og hennar ber okkur að leita. Ef við ætlum að lifa af sem þjóð og sem einstakl- ingar, þurfum við líka á því að halda að vera allsgáðir.“ ÖSKUKARLAR Ekki hljómar það virðulega, en svo nefna margir þá menn, sem hjá Akureyrarbæ starfa í hreinsunardeildinni og eru flestum bæjarstarfsmönnum þarfari. Þeirra starf er mikið og þeir sýnast vinna vel og rösk- lega. En aðbúnaðurmn, sem þeir búa við í starfi, er ekki til fyrirmyndar og þyrfti úr að bæta. Sorphreinsunin er vandamál í hverju bæjarfélagi og raunar víðast óleyst að nokkru. Hreins- unarmenn með misjafnlega full komin tæki fara að vísu um og taka sorpið, sem síðan er flutt á öskuhaugana og þar er vanda- málið mest. Húsvíkingar munu þeir fyrstu á Norðurlandi, sem eru að gera tilraun til að eyða IÐ BYGGTISAURBÆJARHREPPI EN SMALAMENNSKAN ER SVONA OG SVONA BLAÐIÐ leitaði fregna af bygg ingaframkvæmdum í Saurbæj- arhreppi hjá Þorláki Hjálmars- syni oddvita, er hann leit inn á skrifstofur blaðsins fyrir helg- ina. Honum sagðist svo frá: Byggingar hafa aldrei verið meiri en nú í hreppnum. Verið er að byggja íbúðarhús í Torfu felli. Bóndinn þar er Sigurður Jósefsson: Grétar Rósantsson í Kálfagerði ér einnig að byggja íbúðarhús, Sveinbjörn Hall- dórsson á Hrísum stækkar sitt íbúðárhús og Jón Eiríksson í Arnarfelli býggir íbúðarhús. Kristján Hermannsson í Leyn ingi býggié fjárhús yfir 200 fj'ár, ásamt hlöðu, Tryggvi á Jórunnarstöðum byggir einnig fjárhús fyrir á annað hundrað fjár. Geirlaug Jónsdóttir í Hólum byggir fjós fyrir 40—-50 gripi, þar af lausgöngufjós að nokkr- um hluta. Haukur Magnússon í Gullbrekku byggir mykjuhús, byrjun á stærri byggingu, Leif Mickelsen á Völlum byggir all- stórt fjós, og Hjalti Finnsson í Ártúni byggir fjós. Þá eru kálfa fjós byggð á tveim bæjum og e. t. v. eru fleiri minni bygg- ingar í smíðum. Aðspurður um fjárheimtur sagði oddvitinn: Bezt er að tala sem minnst um smalamennsk- una hjá okkur. Um síðustu mánaðamót fóru fjórir menn í fjárleitir og fundu 19 kindur í Djúpadal og Sneis. Þarna voru bæði fullorðnar ær og dilkar og hafði féð ekki áður komið undir manna hendur á þessu. hausti. Þá fóru tveir menn í fjárleit fyrir fáum dögum og komu þeir með eitt lamb, sáu tvö önnur, en misstu af þeim. Q sorpinu með dýrum vélum. Á öðrum stöðum er sjórinn látinn taka við því, eða það er sett í hauga á „afviknum stað“. NORÐLENZKT HEILSUHÆLI Þegar konurnar hafa tekið að sér eitthvert málefni, verður allt undan að láta. Þessa full- yrðingu þarf naumast að rök- styðja, og nú ætla konur að reisa heilsuhæli í Skjaldarvík og ekkert er líklegra en þær geri það. Bæjarstjórn Akureyr- ar hefur lofað fjárhagslegum stuðningi og konurnar hafa von um að fá heitt vatn frá Lauga- landi á Þelamörk, og er það raunar forsenda hælisbygging- ar á þessum stað. Konur þær, sem hér um ræðir og ætla að ráðast í það stórvirki að reisa heilsuhæli, hliðstætt heilsuhæl- inu í Hveragerði, eru í Náttúru- lækningafélagi Akureyrar. MARGIR GEÐSJÚKIR Áætlað er, að á næsta ári verði hafin bygging geðsjúkrahúss, sem verður deild við Lands- spítalann. í því eiga að vera 120 sjúkrarúm. Kostnaðaráætlun er 275 millj. króna. Nú eru 210 sjúkrarúm fyrir geðsjúklinga hér á landi, en áætlað er, að þau þyrftu að vera 420—500, ef vel ætti að vera. Tómas Helgason yfirlæknir á Kleppsspítala hefur nýlega sagt, að fjórir af hverjum tíu Islendingum þurfi að leita lækn inga við geðrænum sjúkdómum einhverntíma á ævinni. AÐ LÁTA NÚ GANGA RÓGINN Stjómmálasamtök ungra Sjálf- stæðismanna sendu fyrir rúmu ári þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins tuttugu boðorð til að breyta eftir, og liljóðaði eitt þeirra svo: „Að ala jafn og þétt á innbirðis tortryggni vinstri stjómar- flokka og stuðningsmanna þeirra.“ Með þessu boðorði og öðrum vildu hinir yngri menn rétta forystuliði sínu á Alþingi (Framhald á blaðsíðu 5) Þurr snjór cg næg beitarjörð Niðursuðuverksiiiiðja KJ við Sjávargöiu 25 ára Á MÁNUDAGSMORGUNINN, er starfsfólk Niðursuðuverk- smiðjunnar á Akureyri mætti til vinnu, var notið ríkulegra veittinga verksmiðjunnar, í til- efni af 25 ára afmæli hennar. Nú vinna 65 manns í verk- smiðjunni og eru framleiddir gaffalbitar fyrir Sovétmarkað, samkvæmt viðbótarsamningi þar um. Okkar hlutur í þessum samningi er 8400 kassar og verð um við búnir að framleiða það magn og afskipa fyrir miðjan desembermánuð, sagði Mikael Jónsson framkvæmdastjóri. Þetta ár hefur verið nær lát- laus vinna og framleiðsla í Niðursuðuverksmiðjunni og miklu meiri starfræksla og afköst en nokkru sinni fyrr. Vinnulaun, sem verksmiðjan greiðir þetta árið, verður um 15 milljónir króna. Útflutnings- verðmætið 60—70 millj. kr. og ennfremur framleiðum við fyr- ir 20—30 millj. krónur fyrir inn- anlandsmarkað. Niðursuðuverksmiðja K. J. stendur við Sjávargötu. Hún er hin þarfasta, veitir eftirsótta atvinnu og skapar gjaldeyri. Dagur sendir þessari starf- semi, eigendum og starfsfólki árnaðaróskir. □ Grímsstöðum 13. nóv. Ófært mun frá Mývatnssveit hingað, og er vegurinn um Námaskarð jafnan fyrst ófær. En hér fyrir austan er minni snjór, en mun þó vera nokkur. Á föstudaginn brutust bílar austur á Hérað. Nú eru á leiðinni að sunnan flutningabílar að austan, sem sjálfsagt vilja komast heim. Ekki veit ég hvar þeir eru stadd ir núna, en þeir munu halda í áttina eftir því sem fært reyn- ist. Búin er að vera lenjuhríð í þrjá sólarhringa og kominn nokkur snjór. Veðurhæð var aldrei mikil og alltaf vægt frost. Beitarjörð er því næg. Flest af fé var við hús en nokkuð margt Frá lögreglunni gengur i HINGAÐ er komin einhver veirupest, allútbreidd bæði á Akureyri og í nágrannasveit- um, álitin vera sú sama og sú, sem hefur verið að ganga í Reykjavík. Þetta er ekki talin inflúensa sú, sem líklegt er tal- ið að borizt geti til landsins í vetur og er bólusetning hafin, sagði Þóroddur Jónass. héraðsl. Á þá pest, sem nú gengur, verka mér vitanlega engin meðöl. Hún virðist hafa lengri meðgöngutíma en inflúensa og tekur vart heilar fjölskyldur í einu, eins og flensan. Við þeirri veiki, sem nú gengur er ekkert annað, ráð en að Jiggja og láta fara vel um sig, sagði héraðs- læknirinn að lokum. □ TALSVERT er um það á Akur- eyri, að ljósabúnaði vélknúinna ökutækja sé ábótavant. En nú er sá tími, sem fullra og rétt stilltra ljósa er fyllsta þörf. Lög reglan hefur tekið allmarga bíla úr umferð, sem ekki hafa hirt um úrbætur á þessu sviði og minnir aðra á, að láta gera við ljósabúnað ef þörf er á, og það hið fyrsta. Þá er vert að minna hjólreiðamenn á, að þeir eiga einnig að virða reglur um ljósa- búnað. Margt óskilamuna' er á lög- regluvarðstofunni, meðal ann- ars mörg reiðhjól. Eru það vin- samleg tilmæli, að eigendur vitji þeirra sem fyrst, svo og annarra muna, er þar eru. áður en munirnir verða boðnir upp, síðar í þessum mánuði. Enn biður lögreglan að láta þess getið, að leyfi lögreglu og slökkviliðs þarf til að hafa brennur. Þarf það leyfi að vera fyrir hendi áður en bálkestir eru gerðir. □ lá þó úti og mun ekkert hafa orðið að. í haust voru margar gimbrar látnar lifa. Bæði var, að vetur- inn í fyrra Var gjafléttur og því voru nokkrar fyrningar, og svo heyjaðist vel í sumar. K. S. Hjónakvöld á Hófel K.E.A. NÚ ER fyrirhugað, samkvæmt mörgum áskorunum fólks hér á Akureyri, að hafa kvöldskemmt anir á Hótel KEA annað hvert laugardagskvöld. Hótel- stjórinn, Ragnar Ragnarsson, sagði aðspurður, að með þess- um hætti væri komið til móts • við ákveðnar óskir um skeramti kvöld. Reynt verður að hafa sem mest heimafengin skemmti atriði, nema næsta laugardag verða þau engin. Hljómlistin verður dempuð og fólk á að geta átt rólegt, ánægjulegt og siðmannlegt kvöld á hótelinu, ef svo tekst sem við ætlumst til, sagði hótelstjórinn að lokum. Aðgöngumiðar kosta 100 kr., en þó þurfa þeir ekki að greiða þá, sem kaupa kvöldverð. Þessi hjónakvöld eru auglýst á öðrum stað í blaðinu og vísast til hennar. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.