Dagur - 15.11.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 15.11.1972, Blaðsíða 1
Fleslir vegir eru þungfærir VEGAGERÐIN veitti blaðinu þessar upplýsingar í gær: Ófært var til Húsavíkur og þungfært til Dalvíkur í gær. Bílar voru aðstoðaðir og mun vera fært til Dalvíkur ennþá en illfært til Húsavíkur. Múlavegur og Vaðlaheiðar- vegur eru ófærir með öllu. Oxnadalsheiði var orðin ófær, Daguk kemur næst út á miðvikudag- inn, 22. nóvember. svo og Öxnadalur, en bílar eru aðstoðaðið í dag til að komast leiðar sinnar mestur yfir heið- ina. Framvegis verður reynt að halda veginum vestur yfir Öxnadalsheiði á þriðjudögum og föstudögum, veginum til Dal víkur á mánudögum og fimmtu- dögum og á mánudögum til Húsavíkur, um Dalsmynni. Heita má, að allir vegir í hér- aði séu ýmist ófærir eða ill- færir og hefur Vegagerðin ver- ið beðin um mokstur í öllum sveitum. Snjór er jafnfallinn. LV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 15. nóv. 1972 — 53. tölublað FILMUhúsið akureyri Ástsæll prestur lél af embælti Nesi, Fnjóskadal 13. nóv. Hér um slóðir er nú aðeins fært jeppum. Ýta varð í gær að hreinsa veginn í Hálsklaufinni og fóru þar á eftir milli tíu og tuttugu bílar. Allt fé er í húsi. Sex ær hurfu úr girðingu sunnan við Bakka- selsland og veit enginn hvað af þeim hefur orðið. Gizka menn á, að þær hafi lent í snjóflóði, því að leit' miðað við að ærnar hafi sloppið úr girðirigunni, hef- ur engan árangur borið. Ær þessar á Kristján Einarsson á Þórðarstöðum. Séra Friðrik A. Friðriksson, ástsæll prestur, sem þjónað hef- ur Hálsprestakalli undanfarin ár, er nú fluttur til Húsavíkur. Héldu sóknarnefndirnar honum skilnaðarhóf i Stórutjarnar- skóla 4. nóvember. í Stórutjarnarskóla eru í vet- ur á annað hundrað nemendur, og allir í heimavist. Nemendur dvelja þó heima hjá sér um helgar. Skólastjóri er Viktor A. Guðlaugsson. Stöðugt er unnið við skólabygginguna, nú við að fullgera kennslustofur, sém verða teknar í notkun jafnóðum og þær verða tilbúnar, nú í vetur. Fjórir hreppar standa að Stórut j arnarskóla. V. K. Frá vinstri: Hallsteinn Friðþjófsson, bæjarfulltrúi, Seyðisfirði, Ingimundur Magnússon, framkvæmda stjóri, Egilsstöðum, Bjami Einarsson, bæjarstjóri, Akureyri, Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri, og Haraldur Gíslason, sveitarstjóri, Vopnafirði. (Ljósmyndastofa Páls) Fiilltrúafundur landshluta FUNDUR fulltrúa landshluta- samtaka sveitarfélaga á Vest- fjörðum, Norðurlándi og Aust- urlandi var haldinn á Akureyri 9. og 10. nóvember 1972. Fund- inn sátu frá Fjórðungssam- bandi Norðlendinga Bjarni Ein- arsson, bæjarstjóri á Akureyri, og framkvæmdastjóri þes, Ás- kell Einarsson, og frá Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjör dæmi Haraldur Gíslason, sveit- arstjóri á Vopnafirði, Hall- KONUR 00 KARLAR í KÍSILGÚRVINNUNNI Ófeigsstöðum 13. nóv. Nú er allt fé komið á gjöf og er ekki knappt gefið á garða, í fullu trausti þess að hey endist fram á vordagana. En ekki var búið að gefa fé, öðru en lömbum, áður en illviðrið gekk yfir nú fyrir nokkrum dögum. En hræddur er ég um, að nú sé orðið jarðlaust vegna snjóa og þó einkum vegna storku. Hér suður í dölum, svo sem í Bárðar dal, mun hafa verið jarðlaust um nokkurt skeið, líklega í hálfan mánuð. Þangað er að nafninu til bílfært. En þótt jarðlaust sé, er ekki algerlega ástlaust. Til marks um það er trúlofun Hildar Bald vinsdóttur á Rangá, myndar- stúllcu og mér skyldri, og sá PERUSALA Félagar úr Lionsklúbbnum Hug inn ætla að heimsækja ykkur laugardaginn 18. nóvember og bjóða ykkur ljósaperur fyrir jólin. Einnig munu þeir bjóða hin vinsælu jóladagatöl með konfektmola á bak við hvern dag. Að venju fer allur ágóði til líknarmála, og nú til Sólborgar. hamingjusami er Garðar Jónas son, Árholti, Húsavík, einnig myndarmaður. Hér er ekki mjög mikið rætt um afla og ekki hætt við fiski- leysi, í sveitinni. En Þormóður segir þér um aflann á Skjálf- anda, sem sagður er hafa verið heldur dræmur upp á síðkastið. Ekki veit maður, hvort áhyggjur beri að hafa af efna- hagsmálunum, því að ekki er vel að marka hvað í blöðum stendur. Þessum elskulegu stjórnmálaflokkum, sem full- trúa eiga á Alþingi, virðist sum- um annað betur gefið en að segja satt og rétt frá, einkum hinum ábyrgðarminni, svo sem stjórnarandstæðingum. Það er ekki ósanngjörn tilgáta, að þeir ljúgi fremur, sem óábyrgari eru. Rjúpnaveiði var ekki mikið stunduð, því að menn höfðu ekki tíma til þess að neinu ráði. Menn vilja t. d. heldur vinna fyrir tímakaupi, ef það er að fá. Núna fyrir hretið sást dálítið af rjúpum, en þær voru styggar og veiddist því lítið. Nú í dag, eftir hádegið, hefst útskipunarvinna á Húsavík og á að koma framleiðslu Kísil- iðjunnar eða einhverju af henni um borð í skip, sem hér kom fyrir nokkrum dögum en varð frá að hverfa og lá á Gríms- eyjarsundi þangað til í dag. Húsvíkingar hafa víst næga át- vinnu og sinna ekki útskipun kísilgúrs. Hins vegar fara kon- ur og karlar úr sveitunum stundum í þessa vinnu og er tímakaupið yfir 200 krónur. Ekki er þetta víst mjög erfitt, því að konur jafnt sem karlar gefa sig að þessari vinnu, allt upp í fimm barna mæður og verður ekki meint af. B. B. steinn Friðþjófsson, bæjarfull- trúi á Seyðisfirði og ennfremur framkvæmdastjóri þess, Ingi- mundur Magnússon. Fulltrúar Vestfirðinga gátu ekki sótt fund inn vegna samgönguerfiðleika. ÁLYKTANIR I. Áframhaldandi samstarf. Samstarfsfundur landshluta- samtaka sveitarfélaga á Vest- fjörðum, Norðurlandi og Aust- urlandi haldinn á Akureyri 9.— 10. nóvember 1972, telur nauð- synlegt að tekið verði upp á ný reglulegt samstarf landshlut- anna, sem eðlilegt framhald af samtökum kaupstaðanna í þess- um landshlutum. Leggur fund- urinn til að komið verði á fót fastri samstarfsnefnd sem haldi tvo til þrjá fundi árlega til skipt is í landshlutunum. Samstarfs- nefnd stuðli að auknu samstarfi landshlutanna um byggðaþró- unarmál. Beinir fundurinn því til landhlutasamtakanna á Vest- fjörðum, Norðurlandi og Aust- urlandi að komið verði á sam- starfi alþingismanna úr þessum landshlutum um sameiginlega hagsmuni og gagnkvæman stuðning í baráttumálum lands- hlutanna, og bendir m. a. á eftir farandi: ÚR lífi smalans FYRSTA bókin á þessu hausti, út gefin á Akureyri og blaðinu send til umsagnar, heitir Úr HAPPDRÆTTIÐ ÞAÐ eru vinsamleg tilmæli til þeirra, sem fengið hafa lieim- senda happdrættismiða Framsóknarflokksins frá Framsókn- arskrifstofunni á Akureyri, að gera skil hið fyrsta þar, en einnig er tekið á móti greiðslum á afgreiðslu Dags. □ Óskar Stefánsson. lífi smalans og er eftir Óskar Stefánsson frá Kaldbak. Höfundurinn er áttræður bóndi, sem nú dvelur í Skjaldar vík, en á sér þar fjárhús og fjárhóp, hirðir sjálfur fé sitt af mikilli kostgæfni, og notar einnig tímann til ritstarfa • og lætur það vel. Hann er ritfær maður, á frásagnagleði í ríkum mæli og er mikill dýravinur. Bókin hans, sem hann skrif- aði í tilefni áttræðisafmælis síns, skiptist í þrjá hluta: dýra- sögur, æviþætti og drauma, og eru þeir allir skemmtilegir, en þó bera dýrasögurnar af. Úr lífi smalans er 150 blað- síður og í henni eru nokkrar myndir. Hún vekur hjá manni þægileg geðhrif. Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri gefur bókina út og prentun annaðist Prentsmiája Björns Jónssonar. II. Raunhæf byggðastefna. Fundurinn telur, að á næstu árum stefni að stórfelldri rösk- un byggðar í landinu verði ekki gripið til áhrifameiri aðgerða til tryggingar jákvæðri byggða- þróun en beitt hefur verið til þessa hér á landi. Það, sem fyrst og fremst gefur til kynna hvert stefnir er: 1) Vegna óvenjulegrar aldurs skiptingar þjóðarinnar mun miklu fleira ungt fólk koma til starfa og velja sér búsetu í þjóð félaginu á þessum áratug en nokkru sinni fyrr, og að líkind- um hlutfallslega fleira en verða mun síðar. Meðalmenntun (Framhald á blaðsíðu 5) ÞUNGFÆRT ER Á VEGUNUM Reynihlíð 13. nóv. Þótt snjó- koma og leiðinda veður hafi verið í nokkra daga, hefur alltaf verið bílfært til Húsavík- ur um Kísilveginn. En ófært mun austur um Námaskarð. Nú er logn og bezta veður, síðan í gærkveldi. En norður við sjó- inn er stormur, samkvæmt veðurfregnum. Mývatn er nú komið undir ís, en ekki mun hann vera traustur yfirferðar ennþá. Samkomur og gleðskapur liggur niðri þessa dagana. En fólk bætir sér það upp síðar, og engin hætta á öðru. P. J. ÞEIR SITJA FYRIR SVÖRUM FRAMSÓKNARFÉLAG Akur- eyrar hefur, í samráði við full- trúa sína í bæjarstjórn, ákveð- ið að koma á viðtalstíma, þar sem borgarar geta rætt við bæjarfulltrúana um hin ýmsu málefni bæjarins. Fyrsti viðtalstíminn verður í dag, miðvikudag, og þá munu þeir Sigurður Óli Brynjólfsson og Stefán Reykjalín sitja • fyrir svörum í félagsheimili Framsóknarmanna, Hafnar- stræti 90, klukkan 5—7 síðdegis. (Sími 21180). Fólk er hvatt til að nota við- talstímana. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.