Dagur - 04.01.1973, Qupperneq 1
Dagur
LVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 4. janúar 1973 — 1. tölublað
Sérstæðir
Norðiendingar
Feguri jóMur, hvíf jörð og vægi frosf á Húsevík
Sauðárkróki, 2. janúar. Á Sauð-
árkróki var mikið dansað og
eitthvað drukkið um áramótin.
Unglingar voru duglegir að
safna í áramótabrennu eina
mikla, sem höfð var hér uppi á
Nöfunum. Dansleik sótti fjöldi
manns í Bifröst á gamlárskvöld
og að kveldi nýársdags gengust
kvenfélagskonur fyrir dansleik
á sama stað og höfðu þær bingó
fyrr um daginn. Margt fólk sótti
skemmtun kvenfélagsins. Þá
ber að geta þess, að kirkju sína
sóttu menn einnig mjög vel, en
þar messaði séra Tómas Sveins-
son.
Lítill snjór er hér og flugfært
um allar sveitir. G. O.
Húsavík, 3. janúar. Að venju
voru jól og áramót friðsæl á
Húsavík. Veðrið var jólalegt,
hvít jörð og vægt frost. Margir
Húsvíkingar skreyttu hús sín
og trjágarða með litríkum ljós-
um. Bærinn hélt þeim sið að
koma fyrir stóru jólatré á Garð-
arstorgi. Unglingar í æskulýðs-
félagi kirkjunnar útbjuggu
jólapakka og færðu sjúkhngum
þá í sjúkrahúsinu á aðfangadag.
Ennfremur sendu sjúklingunum
gjafir á jólanótt Lionsklúbbur-
inn Náttfari. Lionsklúbbur
Húsavíkur og Húsavíkurbær.
Sóknarpresturinn á Húsavík,
séra Björn Helgi Jónsson, söng
alls sex messur um jólih, fjórar
í Húsavíkurkirkju, eina í sjúkra
húsinu og eina að Hallbjarnar-
stöðum á Tjörnesi. Kirkjusókn
var mikil. Hann gifti átta brúð-
hjón í jólavikunni og skírði
fimmtán börn.
Eitt barn fæddist í sjúkrahús
inu á jóladag og tvö á öðrum
degi jóla. En þar fæddust á ár-
inu 78 börn á móti 46 árinu
áður.
Kirkjukór Húsavíkur, Lúðra-
sveit Húsavíkur og Karlakórinn
Þrymur efndu sameiginlega til
jólatónleika í Húsavíkurkirkju
á annan jóladag. Stjórnendur
voru Steingrímur Sigfússon og
Robert Bezék. Flutt voru verk
eftir innlenda og erlenda höf-
unda. íþróttafélagið Völsungur
efndi til jóladansleiks að kveldi
annars jóladags í félagsheimil-
inu og á þriðja í jólum hélt fé-
lagið samkomu fyrir börn og
unglinga og 30. des. efndi það
til íþróttakeppni í íþróttasal
skólanna.
Ein áramótabrenna var á
Húsavík á gamlárskvöld og um
miðnætti var víða kveikt í blys-
um og flugeldum skotið upp.
Áramótadansleikur var haldinn
í félagsheimilinu og stóð hann
til kl. fjögur. Lögreglan á Húsa-
vík telur dansleiki um jól og
áramót hafa farið vel fram og
hefur ekkert af þeim að segja
frá sínum vettvangi.
Aðal samkomusalur félags-
heimilisins er nú næstum full-
gerður og er hann mjög vist-
legur og rúmgóður. Forráða-
menn félagsheimilisins og eig-
endur leggja ríka áherzlu á
góða umgengni. Þ. J.
Líkan gsrt af nýrri kirkju í Gferárhverfi
Tveir Norðlendingar voru oft í
fréttum síðari hluta liðins árs.
Annar þeirra var kraftajötun-
inn Reynir Leósson frá Akur-
eéri, sem gert hefur þá hluti
með afli handa sinna og líkama,
sem engir skilja. Kvikmynd um
aflraunir hans mun verða sýnd
hér á landi á þessu ári og enn-
fremur erlendis. Hinn maður-
inn er Jóhann Pétursson, risinn
úr Svarfaðardal, sem dvalið hef
ur erlendis í aldarfjórðung, en
kom heiin síðla árs og hefur
dvalið hér á landi síðan, bæði í
Reykjavík og á Akureyri. Hann
hefur verið kallaður stærsti
maður heims.
Kirkja og danshús
voru agætlega sótt
Flugeldum var skotið á loft á Akureyri þegar árið var að kveðja.
(Ljósm.: F. V.) i
KIRKJUKVÖLD var haldið 29.
desember í gamla barnaskólan-
um í Glerárhverfi. Þar söng
Kirkjukór Lögmannshlíðarsókn
ar undir stjórn Áskels Jónsson-
ar. Síðan var væntanleg kirkju-
bygging á dagskrá. En ákveðið
hefur verði í þessari kirkju-
sókn, að byggja nýja kirkju í
Glerárhverfi, en halda jafn-
framt við kirkjunni í Lögmanns
um og norðan hennar eða í Lög-
hlíð. Glerá skiptir kirkjusókn-
mannshlíðarsókn eru nú á
þriðja þúsund manns.
Valur Arnþórsson, formaður
byggingarnefndar, flutti erindi
um kirkjubygginguna, en Jón
Geir Ágústsson og Gústaf Berg
sýndu líkan af kirkjunni, sem
þeir hafa gert, og skýrðu það.
Kirkjunni hefur verið valinn
staður norðan barnask. nýja.
í sóknarnefnd eru: Hafliði
Guðmundsson, formaður, Hjört
ur L. Jónsson og Ásgeir Odds-
son. En í byggingarnefnd, auk
Vals Arnþórssonar, eru: Þórar-
inn Halldórsson, ritari, Jóhann-
es Óli Sæmundsson, gjaldkeri,
Júdit Sveinsdóttir og Guðbrand
ur Sigurgeirsson.
Formaður sóknarnefndar
tjáði blaðinu, að engar frekari
ákvarðanir hefðu verið teknar
í kirkjubyggingarmálum. Fram-
kvæmdir myndu ekki hefjast á
þessu ári, enda ekki búið að
samþykkja teikningu. □
.
Kirkjuskipið á að lúma 250 manns og safnaðarsalur 150 manns. Flatarmál kirkjunnar er 800 ferm,
Keypti 160 fciin af brislingi
NIÐURSUÐU VERKSMIÐ J A
Kristjáns Jónssonar á Akureyri
hefur keypt 160 tonn af brisl-
ingi og hyggst leggja hann nið-
ur í dósir, sem „brisling-sardín-
ur“. Er þetta í fyrsta skipti, að
verksmiðjan flytur inn hráefni
til að vinna úr fyrir erlendan
markað. En ástæðan er meðal
annars sú, að smásíldveiðar eru
bannaðar nú og ekki hægt að
sækja hráefni til verksmiðjunn-
ar hér fram á Pollinn eða innan-
verðan Eyjafjörð.
Brislingurinn er af síldarætt-
inni, smávaxinn og verður ekki
nema 16.5 sentimetrar, en kyn-
þroska verður þessi fiskur 12—
13 sentimetra og er þá tveggja
ára. Þetta er miðsvæðis-torfu-
fiskur, veiddur við Noregs-
strendur. Brislingur, sem ýmsar
undirtegundir eru til af, er eink
um notaður til niðurlagningar í
dósir, verkaður á ýmsan hátt og
þykir herramannsmatur. Ekki
er þessi fisktegund til hér við
land. □
Brislingur sá, sem hingað var
keyptur, er frá Noregi. □
Yfir 40 kindur drápusf í Gilhaga
BLAÐIÐ leitaði frétta af tjóni
vegna ofviðrisins hjá þeim
Kristjáni Ármannssyni kaup-
félagsstjóra á Kópaskeri og
Grími Jónssyni ráðunaut:
í Gilhaga í Axarfirði fauk fjár
hús, bæði þak og steyptir vegg-
ir og drápust þar yfir 40 kindur.
Bóndinn þar er Halldór Sig-
valdason. Fjárhúsin voru tví-
stæð, fyrir 140—160 kindur, Þak
af viðbyggðri hlöðu fauk einnig
í þessu fárviðri, bæði járn og
viðir, en veggir stóðu.
Hjá Einari Þorbergssyni á
Gilsbakka fuku 14 járnplötur af
nýlegu fjárhúsi. Á Vestara-
Landi hjá Baídri Snorrasyni
fauk járn af íbúðarhúsi að
nokkru. Gömul fjárhús á eyði-
býlinu Akurseli skemmdust
verulega. En í þeim húsum var
engin skepna.
Hey fuku mjög víða bæði í
Axarfirði og Kelduhverfi og
veit enginn ennþá hve mikil
þau hey voru samanlagt. Víða
fuku hey um koll og er verið að
ná heyinu saman, en sumt
hvarf alveg. □