Dagur - 04.01.1973, Side 2

Dagur - 04.01.1973, Side 2
2 Formaður Lionsklúbbs Sauðárkróks, Jón Karlsson, ai'hendir varaformanni sjúkrahússtjórnar, Frið- riki J. Friðrikssyni, héraðslækni, tækin. (Ljósm.: Stefán Pedersen) GÁFU SJÚKRAHÚSINU HJARTA6ÆSLUTÆKI Bsbby & Scris í keland Rnisw ÁRAMÓTAHEFTIÐ NÝLEGA KOMIÐ ÚT ÞANN 1. nóvember sl. afhenti Jón Karlsson, formaður Lions- klúbbs Sauðáí'króks, Sjúkra- húsi Skagfirðinga vandað hjarta gæzlutæki að gjöf. Tækið er keypt frá Bandaríkjunum og kostaði um 250 þúsund krónur. Tollar og aðflutningsgjöld feng- ust eftirgefin. Friðrik J. Friðriksson héraðs- læknir, varaformaður sjúkra- hússtjórnar, þakkaði klúbbnum gjöfina og stuðning hans við eflingu heilbrigðismála og heilsugæzlu í héraði. Sjúkrahús læknirinn sýndi tækið og út- skýrði notkun þess fyrir gestum og fundarmönnum. Lionsklúbbur Sauðárlcróks Fullfrúar FUF á Átereyri Á SÍÐASTA aðalfundi F. U. F. á Akureyri voru eftirtaldir kjörnir í fulltrúaráð F. U. F. árið 1973: Hákon Hákonarson, Karl Steingrímsson, Erlingur Ingvars son, Ingvar Baldursson, Jakob Þórðarson, Jóhann Karl Sig- urðsson, Þórður Ingimarsson, Kolbeinn Sigurbjörnsson, Guð- mundur Óskar Guðmundsson, Áskell Þórisson, Gunnlaugur Guðmundsson, Erling Einars- son, Jón Hensley, Gunnar Hjálmarsson, Kristjana Hall- dórsdóttir, Hanna Lísbet Jón- mundsdóttir, Ingólfur Sverris- son, Guðmundur Ólafsson, Guð mundur Búason, Júlíus Thorar- ensen og Árni sverrirsson. Varamenn: Hákon Eiríksson, Ævar Ólafsson, Marta Jóhanns- dóttir og Þórarinn Magnússon. UNGIR og aldnir eru oft ótrú- lega óheppnir þegar þeir hafa fengið sér „hressingu“. Svo fór tveim ungum mönnum milli hátíðanna, er þeir gerðu sér „glaðan dag“. Lögðu þeir fyrst leið sína í íbúðahverfi virðu- legra borgara, brutust þar inn í kjallara manns eins, sem bjó vel og átti þar vín. Stálu pilt- arnir þar fjórum áfengisflösk- um, fóru síðan hljóðlega upp á efri hæðina og stálu einhverju smávegis. En svefnlétt húsmóð- ir varð þá einhvers umgangs hefir á undanfarandi árum gefið Sjúkrahúsi Skagfirðinga góðar gjafir. Hefir klúbburinn gefið sjúkrahúsinu ýmis rannsókna- tæki, svo sem efnaskiptatæki, Kjöt á Bandaríkjamarkað. Sláturhús Kaupfélags Þing- eyinga á Húsavík hefur fengið viðurkenningu bandarískra heil brigðisyfirvalda sem útflytjandi á kjöti og kjötvörum á þarlend- an markað. Samkvæmt upplýs- ingum frá Agnari Tryggvasyni framkvæmdastjóra, er nú í sam bandi við það fyrirhuguð send- ing þangað á 60—70 lestum af stykkjuðu kjöti, lærum og hryggjum, í neytendaumbúðum. Fer vinnslan fram í sláturhús- inu á Húsavík, en kjötinu er pakkað í cryovac-poka, og verð- ur það að hluta selt beint til keðjuverzlana I Bandaríkjun- um. í sambandi við þessa vinnslu er einnig áætluð kynning á kjöt inu í líkingu við kynningar, sem farið hafa fram á vegum Bú- vörudeildar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu á þessu ári, og ef þessi tilraun gefur góða raun, er fyrirhugað að auka þennan útflutning. Þess er vænzt, að verð á þessu kjöti íneytenda- umbúðum sé að meðaltali um helmingi hærra en í venjuleg- um útflutningi kjöts í heilum skrokkum. Þess er þó að gæta, að hér er aðeins um að ræða bezta kjötið, og fer árangur þessarar vinnslu mikið eftir því, hvernig tekst að nýta það, sem afgangs verður. Auk sláturhússins á Húsavík hefur sláturhús Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi einn- vör, brá sér inn í stofuna, sá hina seinheppnu komumenn og bað þá hypja sig, sem þeir gerðu, eftir að hafa haft uppi tilburði til ógnunar. Eftir litla stund voru sömu piltarnir handsamaðir á öðrum stað. í bænum, og höfðu þeir þá reynt að brjótast inn í Áfengis- verzlunina við Hólabraut, brot- ið glugga en ekki komizt inn. Þetta gerðist aðfararnótt 27. desember, sagði lögreglan blað- inu. □ sjónprófunartæki. Hann gaf einnig nýverið tæki til endur- hæfingar. (Fréttatilkynning frá stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga.) ig fengið viðurkenningu fyrir Bandaríkjamarkað, en vonazt er eftir, að fleiri hús bætist í þann hóp á næstu árum. „Steinefnin og búféð“. Innflutningsdeild Sambands- ins gaf fyrir nokkru út vandað- an bækling, sem nefnist Stein- efnin og búféð. Fjallar hann um steinefnin í fóðri búfjárins og þýðingu steinefnanna sem meg- instoða í þrifum, hreysti og afurðasemi þess. Gert var ráð fyrir, að bæklingi þessum yrði dreift til bænda ókeypis af kaupfélögunum. Áhugi kaup- félaganna hefur þó verið mjög takmarkaður, og aðeins tvö fé- lög hafa fengið bæklinginn til dreifingar. Nú er enn meiri ástæða en áður til að hvetja kaupfélögin til að dreifa þessum bæklingi, þar sem í ljós hefur komið, að verulegur skortur er á salti í heyi frá síðasta sumri, en um þetta er ýtarlega Titað í síðasta hefti Freys, nr. 23—24 1972. Ný verksmiðja á Hofsósi. Nýlega tók til starfa lítil verk smiðja á Hofsósi, sem mun fyrst um sinn framleiða íslenzka fána, að því er Harry Frederik- sen framkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar sagði SF. Verksmiðjan er í eigu Kaupfélags Skagfirð- inga á Sauðárkróki. Fánadúkur- inn er unninn í Ullarverksmiðj- unni Gefjun, en Fataverksmiðj- an Hekla mun sjá um sölu og dreifingu á framleiðslunni. Verksmiðjan er sett á stofn til að bæta úr atvinnuleysi á Hofs- ósi, en við hana vinna nú 8 stúlkur. Royal Smithfield Show. Landbúnaðarsýningin Royal Smithfield Show í London stóð yfir 4.—9. des. sl., og að sögn Gunnars Gunnarssonar deildar- stjóra sóttu hana fulltrúar frá Véla- og Búvörudeild Sam- bandsins, auk fjölda fulltrúa frá búnaðarfélögunum, Stéttarsam- bandi bænda og kaupfélögun- um. Á sýningunni voru mættir sölu- og framleiðslufulltrúar flestra þeirra fyrirtækja, sem KOMIÐ er út áramótahefti tíma ritsins Iceland Review og er það að hluta helgað þeim við- burði á íslandi, sem einna mesta athygli vakti úti í heimi á þessu ári: Heimsmeistarmótinu í skák. Undirfyrirsögninni Bobby & Boris — Battle of the Brains in Reykjavík, eru helztu atriði mótsins rakin, sviptingar — árásir og gagnárásir, og fjöldi mynda fylgir frásögninni, flest- ar fengnar frá Chester Fox, teknar af Kristni Benedikts- syni. Greinina skrifaði Gísli Sigurðsson, blaðamaður. Þá er stutt viðtal við Halldór Péturs- son, listmálara, ásamt sýnis- horni af teikningum hans, sem frægar eru orðnar — og jafn- framt birtist hér hin margum- talaða grein bandaríska dálka- höfundarins Art Buchwald „Calling Bobby Fischer“, en það er símtal Nixons forseta við Fischer, sem „gæti hafa átt sér stað“. Af öðru efni í þessu hefti Ice- land Review mætti nefna grein um heimsókn í Kerlingarfjöll eftir Magnús Sigurðsson, blaða- mann, með litmyndum eftir Gunnar Hannesson. Stutt frá- sögn af Listahátíð með athyglis- Búvéladeild Sambandsins býð- ur vörur frá, og því gafst þar gott tækifæri til að ræða við- skiptamálin á breiðum grund- velli. Var þar gengið frá pönt- unum og endanlega staðfest kaup á meirihluta þeirra bú- véla, sem deildin kemur til með að verzla með á næsta sölutíma- bili. Mikla athygli á sýningunni vöktu jarðvegstætarar frá KUHM í Frakklandi, en þeir eru taldir fara betur með jarð- veginn en aðrir tætarar, og sömuleiðis nýjar stórar heyþyrl ur og stjörnumúgavél frá sömu verksmiðjum. Líka vakti at- hygli ný og afkastamikil sláttu- þyrla frá PZ í Hollandi, fjög- urra tromlu með 215 cm. vinnslubreidd, og ýmsar nýjung ar í meðhöndlun vélbundins heys, svo sem baggasöfnunar- tæki og færibönd. Á sýningunni pantaði Búvéla deild sýnishorn af kjarnfóður- geymum frá Noregi, sem víða geta hentað hérlendis, og auk þess er í athugun ný gerð vot- heysturna úr tré, sem sagðir eru endingarbetri og ódýrari en steyptu geymslurnar. Einnig vöktu mikla athygli þátttak- enda margvísleg hjálpartæki við meðhöndlun og hirðingu sauðfjár, og verða ýmis slík tæki vafalaust flutt inn í sam- ráði við áhugamenn um sauð- fjárrækt. Q UM þessar mundir gefur Al- menna bókafélagið út bókina Blöð og blaðamenn 1773—1944 eftir Vilhjálm Þ. Gíslason fyrrv. útvarpsstjóra. Bókin er saga ís- lenzkra blaða frá upphafi 1773, þegar Islandske Maaneds Tid- ender komu fyrst út, og fram að lýðveldisstofnun 1944. f bók inni er getið um meira en 250 tímarit, íslenzk og erlend. Sagt er frá einkennum og áhrifum blaðanna, málflutningi, stíl og tækni og frá sambandi þeirra við helztu þætti þjóðarsögunn- ar. Þá er þar einnig greina frá blaðamönnum að því er varðar verðum ljósmyndum Guðmund ar Ingólfssonar og grein um ís- lenzka jólasiði á fyrri tíð, eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræð- ing. ,Það síðasta frá íslandi, ljós- myndir Kristjáns Magnússonar af íslenzkum tízkufatnaði úr ull og gærum, sem hvað mest er nú selt af til útlanda — og loks má nefna grein um Vestfirði, eftir ritstjórann, Harald J. Hamar, með fjölmörgum skemmtilegum ljósmyndum, m. a. eftir Hjálm- ar R. Bárðarson og Gunnar Hannesson. í þessu hefti birtist ennfrem- ur Winnipeg-bréf, stúttur þátt- ur, sem Caroline Gunnárson, ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu mun annarst í framtíðinni. Að vanda fylgir ritinu lítið fréttablað með frásögn af helztu viðburðum íslenzkum síðustu mánuðina. □ Er líf effir dauðann ? ER LÍF eftir dauðann? Þessi spurning virðist hafa setið um mannkynið allt frá öndverðu. Ef til vill hefur hún þó aldrei reynzt áleitnari en á okkar dög- um, ef dæma má af öllum þeim sæg bóka, sem árlega koma út um svonefnd dulræn fyrirbrigði og flestum er ætlað að renna stoðum undir kenninguna um framhaldslíf eftir líkamsdauð- ann. En ótrúlega fáar þessara bóka eru til orðnar fyrir rann- sólcnir þeirra manna, sem eiga sér vísindalega menntun að bak hjarli. Samt er nú ein slíkra bóka komin út hjá Almenna bókafélaginu, og er höfundur hennar sænski læknirinn Nils O. Jacobson. Nefnir hann bók sína Er líf eftir dauðann?, en Elsa G. Vilmundardóttir jarð- fræðingur og Jón Auðuns dóm- prófastur hafa þýtt hana á ís- lenzku. ,i „Gagnhugsuð sannfæring um líf að baki dauða getur haft geysilega þýðingu fyrir daglegt líf mannsins hér í heimi — og trúlega einnig í öðru lífi“, segir hann undir lok bókarinnar. Áreiðanlega munu og margir líta svo á sem ýmis þeirra óvé- fengjanlegu fyrirbæra og rann- sóknaratriða, sem þar er greint frá, nálgist fullgilda sönnun fyr- ir persónulegu meðvitundarlífi eftir dauðann. Bókin er 367 bls. í allstóru broti. Hún er prentuð í Prent- smiðju Jóns Helgasonar og bundin í Félagsbókbandinu. Torfi Jónsson teiknaði kápu. Q blaðamennsku þeirra. Höfundur getur þess í formála, að bók- inni sé þó ekki ætlað að vera skrá um blöð og blaðamenn. Blöð og blaðamenn 1773— 1944 er 378 síður í stóru broti og skiptist í 29 kafla. í bókinni eru birtar myndir af 32 blað- hausum og titilsíðum. Þar er skrá yfir heimildir og tilvitn- anir, skrá yfir nöfn blaða og tímarita og mannanafnaskrá, en tvær síðar nefndu skrárnar samdi Sveinn Sigurðsson. Bókin er prentuð og bundin í ísafoldarprentsmiðju, en Torfi Jónsson teiknaði kápu. □ ÖHEPPNIR UNGLINGAR SAMBANDSFRÉTTIR BLÖÐ OG BLAÐAMENN 1773-1944

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.