Dagur - 21.02.1973, Blaðsíða 1

Dagur - 21.02.1973, Blaðsíða 1
Dagur LVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 21. febrúar 1973 — 8. tölubl. Tvo bafa rak á land cg einn sökk Gunnarsstöðum 17. febrúar. Á sunnudagskvöld rak hér á af- spyrnuveður og færðist það þó enn í aukana þegar kom fram á mánudaginn og var þá komið foráttubrim. Strax á sunnudags- kvöldið fóru sjómenn á Þórs- höfn að treysta og auka binding ar á bátum sínum við hafnar- garðinn. Var unnið við það einnig á mánudaginn. En á kvöldflóðinu á mánudaginn var orðið algeriega ófært á bryggj- unni fyrir sjógangi, enda var veðrið þá meira gengið til norð- vesturs. Gekk sjór þá stöðugt yfir varnargarðinn. Á fjörunni á þriðjudagsnóttina um kl. 1, slitnuðu tveir stærstu bátarnir upp, og rak þá upp í fjöru. Þess- ir bátar eru: Fagranesið, 50 tonna stálbátur, smíðaður á Seyðisfirði 1969, og Skálanesið, 34 tonna eikarbátur, smíðaður í Stykkishólmi 1970. Bátarnir eru báðir mikið brotnir og ekki hægt að sjá annað en að þeir séu ónýtir, en ekki hafa þeir lyndarleg ráíslelna uin byggíamálin SAMBAND ungra Framsóknar- manna hélt myndarlega ráð- stefnu á Hótel KEA á Akureyri á sunnudaginn, um byggðamál. Hófst hún klukkan rúmlega tvö og voru þá mættir sex tugir manna. Elías Snæland Jónsson bauð gesti velkomna og kynnti ráðstefnuna í ávarpi, en síðan var gengið til dagskrár. Frum- mælendur voru: Eggert Jóhann esson, Jóhann Angantýsson og Olafur Ragnar Grímsson. Var góður rómur gerður að ræðum braut þau og einnig fór mann- laus jarðýta að mestu undir skriðuna. Um klukkan 10 hinn sama morgun hafði skriðan ekki hreyfzt í þrjár klukkustundir. í fyrrinótt urðu menn varir við miklar breytingar á eldgos- inu. Um morguninn rann smá- hraunlæna í átt til bæjarins en stöðvaðist fljótlega. Og síðar um daginn varð ljóst, að nýja fjallið hafði sprungið að endi- löngu eftir sprungustefnunni. Gígur eða op, sem verið hafði undir suðurbarmi keilunnar, var þá orðinn virkastur í stað gígsins efst inni í keilunni. En í gærmorgun sást vel, að allur vesturhluti keilunnar hafði skriðið af stað. Um 500 manns hafa unnið við björgunarstörf í Vestmannaeyj- um að undanförnu, og þaðan er verið að flytja verðmæt tæki og vélar til lands. Um klukkan þrjú síðdegis í gær, hafði blaðið samband við lögregluna í Vestmannaeyjum. Sagði hún, að breyting hefði ekki orðið veruleg síðustu stundirnar. Stöðugt væru flutt burt verðmæt tæki með f lutningaf lugvélum varnarliðs- ins og hefði flugveður verið þeirra, en að þeim loknum hóf- ust umræður og stóð ráðstefnan til klukkan sjö síðdegis. Fundar stjóri var Ingvar Baldursson og fundarritari Björn Björnsson. 1 forystugrein blaðsins er nán ar fjallað um þessi mál. □ sæmilegt í dag. Áttin væri suð- læg og öðru hverju legði gos- mökkinn yfir bæinn, með nokkru vikurfalli. Smáhólar í landslagi virðast veita skriðuföllum nokkra mót- stöðu, en óttast er, að sú fyrir- staða verði ekki næg. Hin 20 metra háa brún, sem nú hefur myndazt, er gjall, því að vestri helmingur hins nýja fjalls skreið fram um leið og sprung- an myndaðist. Hjaðnaði fjallið eins og sápukúla, vestan við sprunguna, en sprungan liggur frá norðri til suðurs. Eiturgufur eru miklar síð- ustu dagana. Virðast þær magn- ast mjög á hverju flóði. Við erum, sagði lögreglan, að reyna að koma því fólki burt héðan, sem er á sjálfs síns vegum og fá heldur hjálparsveitir, sem vinna þá skipulega undir ann- arra stjórn. □ FRÁ LÖGREGLUNNI Á AKUREYRI ÞAÐ hörmulega slys varð á föstudaginn, að átta ára dreng- ur, Sigurður Árnasoon, Skarðs- hlíð 14 E, drukknaði í Glerá. Á laugardagskvöldið kom í sjónvarpi tilkynning til hjálpar- sveitar skáta á Akureyri. Ástæð an var sú, að tvær stúlkur er ætluðu að Fálkafelli um daginn voru elcki lcomnar þar eða heim til sín. En stúlkurnar voru komnar fram þegar tilkynning- in var lesin. Tilkynningin var aldrei afturkölluð og hafði það farizt fyrir af vangá. Árekstrar og ölvun eru al- gengustu viðfangsefnin. □ BÓNÐI GAF TVÆR GÓÐAR JARÐIR ennþá verið skoðaðir af fag- mönnum. Þá sökk um þetta leyti sex tonna bátur, Snætind- ur. Með harðfylgi var- unnt að koma í veg fyrir meira tjón á bátum í höfninni. Eigandi Fagranessins er Árni Helgason skipstjóri á Þórshöfn, en eigandi Skálanessins eru Kjartan Þorgrímsson skipstjóri, Kristján Kjartansson og fleiri. Eigandi Snætinds er Þorgrímur Kjartansson. Er tjón þessara manna gífurlegt, og alls þorps- ins, þar sem bátar þessir voru aðal atvinnutækin hér, en þeir réru með net og lögðu upp hjá Hraðfrystistöðinni. Missir því margt fólk atvinnu vegna þess- ara atburða. Fagranesið var búið að afla um 80 tonn. Verður nú svo fljótt sem kost- ur er, að afla nýrra atvinnu- tækja, fiskibáta af hentugum stærðum. Þá urðu nokkrar bilanir á raf- og símalínum, t. d. hefur ekki verið símasamband við Reykjavík síðan á mánudag og þar til nú í morgun. Allir vegir urðu ófærir, en í gær var opnað inn að Gunnarsstöðum frá Þórs- höfn, en í nótt var suðaustan skafrenningur og hætt við, að allt sé orðið ófært á ný. O. H. Myndin er frá höfninrii í Vestmanriacyjum. Heim aklettur í baksýn. og var hún þá komin yfir „vilp- una“ og að nokkru yfir varnar- garðinn, sem næst er bænum. Brún skriðunnar er 20 metra há og er hugsanlegt að hraun leynist inni í gjall- og vikur- leðjunni. Skriðan tók nokkur hús og mmm afli en á sama tíma í fyrra, enda hafa miklar ógæftir verið um skeið. Höfðu þá 72 skip fengið einhvern afla frá því veiðar hófust, 17. febrúar. Hæsta löndunarstöð er Seyðis fjörður með 20.500 lestir, þá Nes kaupstaður með 17.100 lestir og á Eskifirði hafði verið landað 14.600 lestum tæpum. Tölurnar miðaðar við laugardagskvöldið. 1 gær bárust fréttir af því, að nokkur skip væru komin og á leið til Vopnafjarðar með loðnu, en þar er búið að gera við verk- smiðjuna svo að hún getur hafið bræðslu. Þróarrými þar er 5 þús. lestir. Þá hafa nokkur skip landað á Raufarhöfn og er þar mikið þróarrými og stór síldarbræðsla. Hauganesi 17. febrúar. Um síð- ustu helgi var gífurleg veður- hæð, frostið 10 stig og stórbrim. Tveir bátar lágu við hafnargarð inn, Sævaldur og Níels. Sjórinn gekk yfir hafnargarðinn og mikil ísing myndaðist, bæði á bryggjunni og á bátunum, sem við hann lágu. Þó var rétt kom- ið í smástraum, en ef stór- straumur hefði verið, veit ég ekki hvernig farið hefði í sama veðri. Síðan komu bátarnir Sólrún og Fagranesið frá Litla-Árskógs sandi til að. leita. betra vars. Lögðust þessir bátar útan á þá, sem fyrir voru. Ókyrrð var mikil og sjór sem gekk yfir hafnargarðinn, rann niður á bátana og síluðu þeir mjög mik- ið. í öllum bátunum voru sjó- menn á meðan verst var og þurftu þeir að brjóta skansins til að hleypa út af þeim krapi og sjó, og svo börðust þeir saman og skemmdust allir, meira og minna. Afturmastur brotnaði á Fagranesinu og ofan af frammastrinu á Sævaldi og tíu styttur á skansinum á Níelsi brotnuðu. Sjómaður, Elfar Jó- hannesson, féll fyrir borð í einni veltu báts þess, er hann var á, en Iiermann Guðmundsson á Fagranesinu náði honum strax og gat kippt honum inn fyrir borðstokkinn áður en bátarnir skullu saman. K. Þ. SÁ atburður varð á föstudag- inn, að Magnús Jóhannesson bóndi í Alviðru í ölfushreppi gaf jörð sína Landvernd og Ár- nessýslu, og ennfremur gaf hann jörðina Ondverðarnes II í Grímsneshreppi sömu aðilum. Jarðir þessar eru afhentar með gögnum og gæðum og öllum mannvirkjum og eru þær taldar tugmilljóna króna virði. Er þetta talin stærsta landgjöf sög- unnar hér á landi. Má því til sönnunar nefna, að fyrir aðra jörðina voru eiganda boðnar 12 milljónir króna. Magnús Jóhannesson, sem er orðinn gamall maður, býr á Alviðru á meðan hann vill, og til þess er ætlast, að þar verði áfram búskapur, sem samrýmst getur landvernd. Hákon Guðmundsson form. Landverndar og Páll Hallgríms- son sýslumaður tóku á móti hinni einstæðu gjöf. □ í FYRRINÓTT skreið öll vestur hlíð eldfjallsins í Heimaey, sem orðið var 247 metra hátt, fram. Talið er, að smáelfur hafi brotið sér braut gegn um vesturhlíðar fjallsins og komið skriðunni af stað. Um klukkan 7 í fyrramorg un virtist skriðan hafa stöðvazt LoSnualinn 111 UM síðustu helgi var loðnuafl- inn á þessari vertíð orðinn 111 þúsund lestir, sem er heldur Þáttaskil í Heiraaeyjargosina

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.