Dagur - 21.02.1973, Blaðsíða 8
8
Dagur
Akureyri, miðvikudaginn 21. febrúar 1973
TRÚ-
LOFUNAR-
HRING-
ARNIR
afgr. samdægurs
SMÁTT & STÓRT
SÍÐUSIU SÝNINGAR Á KARDEMOMMUBÆNUM
Á MYNDINNI er rakarinn, sem
Aðalsteinn Bergdal leikur, að
hefjast handa um snyrtingu á
ræningjunum þremur í fangels-
inu. Ræningjarnir eru frá
vinstri: Jónatan, Gestur Einar
Jónasson, Kasper, Þráinn Karls
son og Jesper, sem Viðar Egg-
ertsson leikur.
Kar'demommubærinn hefur
Mikiabæjarkirkja brann til ösku
Sauðárkróki 20. febrúar. Á föstu
daginn bilaði Hegranesið, er það
var statt 34 sjómílur austur af
Horni. Höfðu losnað fjórir bolt-
ar tilheyrandi svinghjóli. Dagný
frá Siglufirði kom skipinu til
aðstoðar og dró það til Sauðár-
króks, þar sem viðgerð fer
fram. Talið er, að skemmdir
hafi orðið litlar, en ekki varð
komist hjá nokkrum töfum frá
veiðum.
Miklabæjarkirkjan gamla
brann til ösku á laugardaginn,
bæði hús og kirkjumunir allir,
og voru sumir taldir mjög verð-
mætir. Veður var hvasst. Kirkj-
an var þennan dag hituð með
olíuofni vegna þess að prestur-
inn, séra Sigfús Árnason, ætlaði
að spyrja börn. Ný kirkja cr í
smíðum á sama stað, örskammt
frá þeirri gömlu. Verður eflaust
lagt kapp á, að hún verði sem
fyrst tilbúin til notkunar. G. Ó.
nú verið sýndur fimmtán sinn-
um við góðar undirtektir og
mikla aðsókn.
Nú hefur verið ákveðið að síð
ustu sýningarnar verði í vik-
unni, á fimmtudagskvöld kl. 8
og á laugardag kl. 5 og sunnu-
dag kl. 2 og kl. 5.
Miðasalan er opin frá kl. 3 til
5 frá og með miðvikudeginum
og ennfremur í klukkustund
fyrir sýningu hverju sinni. Á
miðvikudag verður farið að
taka á móti pöntunum á síðustu
sýningarnar um helgina. □
GAMALL ER GRÁNI
Sumum finnst að sú saga
sé heldur ótrúleg, að hann
Gráni gamli í Kothúsum í Garði
sé orðinn 45 ára, svo sem frá er
sagt í fréttum, enda aldurinn
orðinn lýgilega hár, miðað við
venjulegan aldur hesta. Láta
sumir sér um munn fara, að
Gránarnir hljóti að hafa verið
tveir, hver fram af öðrum. En
met eru sett á okkar dögum og
þau stór, og ekki er ástæða til
að rengja fréttina af þeim sök-
um einum að hestar verði sjald-
an eldri en þrítugir.
LÆTUR EKKI AÐ SÉR
HÆÐA
Náttúran lætur ekki að sér
hæða. Eldgos og veðurofsi hafa
enn einu sinni fært mönnum
„lexíu að Jæra“. Tækni manns-
ins má sín ekki mikils þegar
hamfarir náttúrunnar geysa, og
hafa síðustu tímar fært mönn-
um heim sanninn um það, svo
að ekki vcrður um villst. Bil-
anir á raflínum syðra og hér
nyrðra ltrefjast endurmats á
forscndum hönnunar. En svo
háð er fólk orðið raforkúnni, að
þetta endurmat er knýjandi
nauðsyn.
LJÓS OG SKUGGAR
Segja má, að Ijós og skuggar
hafi skipzt á þegar ofvirðrið
geysaði um og eftir fyrri lielgi.
Rafmagnsskömmtunin var nauð
syn er vatn þvarr í Laxá og enn
fremur er raflína slitnaði á
Vaðlaheiði. Þessu reyna menn
að taka með jafnaðargeði, enda
gagnslaust að deila við dómar-
ann í því efni. Hins vegar reynd
ist flestum það ofvaxið, að skilja
tilkynningar rafveitunnar.
FALSKUR TÓNN
Laxá eyðir sínum krapastíflum
og vaskir viðgerðarmenn geta
gert við slitnar línur. Annað
veldur meiri áhyggjum, og það
er liinn alvarlegi og vaxandi raf
orkuskrotur í þessu kjördæmi
og á Norðurlandi öllu, jafnvel
þótt orkuver skili fullum afköst
um. Laxárdeilan er óleyst og
þótt hún leysist og 6.5 mega-
vatta raforkuviðbót fáist, lirekk
ur það skammt. Það hljómar
eins og falskur tónn, að tala um
eflingu hinna ýmsu byggðar-
laga og landshluta, án raforku.
Við erum í raforkuhungri og úr
raforkuþörfinni verður að bæta.
Hér eru næg vatnsföll til virkj-
unar, önnur en Laxá, möguleiki
er á samtengingu orkuvera,
sunnan fjalla og norðan og álit-
legastur er þó e. t. v. jarðhit-
inn til virkjunar. Raforku verð-
um við að fá. Hún er frumskil-
yrði fyrir framförum og góðum
lífskjörum á Norðurlandi.
GÓÐ VIÐURKENNING
Margir Altureyringar tclja, að
við úthlutun listamannalauna
hafi Akureyringar Iengi verið
setíir lijá. Hvað sem um það er,
hefur nú hækkað liagur
Strympu, því að við útlilutun í
ár komust tveir góðir Akureyr-
ingar í efri flokk hjá úthlutunar
nefndinni, þeir Heiðrekur Guð-
(Framhald á blaðsíðu 5)
Búnaðarþing stendur víir
Dalvík 17. febrúar. Um hálf tíu
á þriðjudagsmorgun 13. febrúar
féllu mörg snjóflóð í Upsafjalli.
Eitt var miklu mest og átti það
upptök sín í fjallsegginni og féll
þar sem heitir Mjói geiri, allt
niður á jafnsléttu. En talið er,
að hin snjóflóðin hafi fallið
vegna titrings frá þessu stóra
flóði. Skafti Þorsteinsson heitir
bóndinn í íifstakoti. Flóðið lenti
á verkfæraskýli frá Efstakoti,
sem í voru einar tíu heyvinnu-
vélar og dráttarvél. Þetta er allt
ónýtt. Dráttarvélin hefur fund-
izt í þrennu lagi. Snjóflóðin
lentu lítilsháttar á fjárhúsum á
Svæði. Hjónin þar, Unnur Sig-
urðardóttir og Guðjón Sigurðs-
son, voru bæði í fjárhúsi við
gegningar, er flóðið féll. Engan
sakaði, hvorki fólk né fénað, og
skemmdir á húsinu urðu litlar.
J. H.
BUNAÐARÞING, hið 55. í röð-
inni, var sett í Bændahöllinni
12. febrúar kl. 10 árdegis. For-
maður B. í., Ásgeir Bjarnason,
setti Búnaðarþing'ið með ræðu.
Landbúnaðarráðherra, Halldór
E. Sigurðsson, flutti ávarp.
Vegna samgönguerfiðleika
voru 6 þingfulltrúar fjarstaddir
við setningu þingsins, af 25 og
mætti sá síðasti hinn 19. febrú-
ar, er vika var liðin af þing-
tímanum.
Lögð hafa verið 28 mál fyrir
þingið og eru þau nú á ýmsum
stigum afgreiðslu. Er þar um að
ræða frumvörp frá Alþingi,
send Búnaðarþingi til umsagn-
ar, svo sem frumvarp til laga
um grunnskóla og skólakerfi,
frumvarp til námulaga, enn-
fremur sent frá landbúnaðar-
ráðuneytinu frumvarp til ábúð-
arlaga og frumvarp til jarðar-
laga, sem ekki hafa verið lögð
fyrir Alþingi og verða það ekki
fyrr en Búnaðarþing hefur gef-
ið sína umsögn.
Þá eru að venju mörg erindi
frá búnaðarsamböndunum, svo
og frá einstaklingum innan
Búnaðarþings og utan. Nú hafa
verið afgreidd fjögur mál af
nefndum 28. Þau eru: Erindi
Búnaðarsambands Suðurlands
um bætta umgengni og fegrun
byggðra býla, erindi Búnaðar-
sambands Snæfellinga um
breytta skipan á starfsemi bygg
ingafulltrúa í sveitum, erindi
Búnaðarsambands S.-Þingey-
inga um eflingu félagsheimila-
sjóðs og í fjórða lagi breytingu
á lögum um framleiðsluráð
landbúnaðarins.
Á Búnaðarþingi sitja 25 full-
trúar, kosnir af búnaðarsam-
böndunum, einn eða fleiri frá
hverju, eftir fjölda bænda. Fyr-
ir Búnaðarsamband Eyjafjarðar
eru fulltrúar þeir Iijörtur E.
Þórarinsson og Stefán Halldórs-
son. Teitur Björnsson á Brún er
fulltrúi S.-Þingeyinga og Þórar-
inn Kristjánsson, Holti fyrir N.-
Þingeyinga. Skagfirðingar senda
tvo fulltrúa, þá Gísla Magnús-
son í Eyhildarholti (en fyrir
hann mætir nú, vegna veikinda-
forfalla, Gunnar Oddsson í
Flatartungu) og Egill Bjarnason
á Sauðárkróki. Frá A.-Húna-
vatnssýslu mætir Guðmundur
Jónasson, Ási í Vatnsdal og fyr-
ir V.-Húnvetninga mætir Sigurð
ur Líndal á Lækjarmóti.
Búnaðarþingi lýkur í næstu
viku.
(Samkvæmt viðtali við Hjört
E. Þórarinsson í gær). □
FYRIR skömmu samþykkti
Lionsklúbburinn Þengill í
Grýtubakkahreppi ályktun um,
að fella beri niður þjóðhátíð
1974, en að tímamótanna verði
minnzt á látlausan og virðuleg-
Allar bræðslur eru fullar á Auslurlandi
Egilsstöðum 19- febrúar. Mann-
líf hér um slóðir er nokkurn
veginn í sóma, líklega víðast
með mikium sóma. Kominn er
í byggð dálítill snjór en fært er
þó úm Hérað og einnig um
Fagradal til Reyðarfjarðar.
Ruddaveðrattu undanfarið
fylgdi mikill stormur og reif
víða af vegum en dró svo í
skafla á öðrum stöðum.
Við sjávarsíðuna er mikið
unnið síðan loðnan fór að berast
að landi á Austfjarðahöfnum.
Allar síldarþrær eru fullar og
þó brætt dag og nótt og án
nokkurra bilana eða stöðvana.
Bræðslurnar eru margar og ef
byrjað er að sunnan, er fyrst
að nefna Höfn í Hornafirði, þá
Djúpavog og Stöðvarfjörð.
Bræðsla er á Fáskrúðsfirði,
Reyðarfirði, ríkisbræðsla, stór
og mikil bræðsla á' Eskifirði. Á
Norðfirði er ein bræðsla en önn
ur var rifin á síldarleysisárun-
um, og einnig var rifin bræðsla
á Seyðisfirði, en þar starfa nú
tvær og er önnur eign ríkisins.
Verið er að búa síldarverk-
smiðjuna í Vopnafirði til loðnu-
móttöku og mun hún í þann
veginn tilbúin.
Mikill skortur er á starfsfólki
við allar þessar verksmiðjur. En
þeir sem vinna, eru að bjarga
fjármálum þessarar hallfleyttu
þjóðarskútu okkar, sem fyrr.
Hingað komu aðeins örfáir
Vestmannaeyingar og hefðu
þeir mátt vera fleiri, eins og
manneklan er hér. V. S.
an hátt. Fjármunum, ætluðum
til þjóðhátíðar, væri betur varið
til styrktar Vestmannaeyingum.
Hvetja Lionsmenn í Grýtu-
bakkahreppi hin ýmsu félög til
að segja álit sitt á þessu máli.
Klúbburinn hefur afhent
slysavarnadeildinni í Grenivík
ágætlega vandaða talstöð. □
- ,--------—.—,— ; ' i —
Bændaklúbbsfundur
verður á Hótel KEA mánudag-
inn 26. febrúar kl. 21.00. Frum-
mælandi verður Stefán Valgeirs
son alþingismaður og ræðir
hann um lánamál landbúnaðar-
ins og framkvæmdaþörf í land-
búnaði. □
Dagur
kenmr næst út á miðvikudag-
inn 28. febrúar.
EYRRZK
FRÆÐI S-ll
GERIZT ÁSKRIFENDUR
SOGUFELAG EYFIRÐINGA
PÓSTHÓLF 267 • AKUREYRI
SÍMI 96-123-31