Dagur - 28.03.1973, Blaðsíða 1
Hundruð húsa eru komin
undir hraun og gjall
SÍÐAN eldgos hófst í Heimaey
hinn 23. janúar og 5300 manns
yfirgáfu heimili sín á einni
nóttu, hafa borizt af því dag-
legar fregnir. í fyrradag brann
rafstöðin og sundur tók þá einn
ig vatnsleiðslu. Kunnugir telja,
að á fjórða hundrað húsa sé nú
komið undir gjall og hraun í
Vestmannaeyjakaupstað. Sam-
kvæmt fregnum um hádegi í
gær hélt hraunið áfram að
Afli glæðist
á Dalvík
Dalvík 27. marz. Afli netabáta
var góður í gær, upþ í 8 tonn,
og drógu ekki nema helminginn
af netunum. Björgvin landaði
80 tonnum skömmu fyrir helg-
ina, svo að þeta er að lagast
mikið. Síðasta hálfan mánuð
hefur verið ágæt vinna í frysti-
húsinu, og má segja, að allt
blómstri hér á meðan atvinna
er svona góð.
Svo veiða menn hrognkelsi,
einkum rauðmaga og senda
hann jafnóðum á markað, eink-
um til Akureyrar. J. H.
renna yfir byggðina og átti
skammt eftir að Skansinum og
höfninni. Hraunið var þá farið
að þrýsta að útveggjum Hrað-
frystistöðvarinnar. Húsaröðin
við Njarðargötu og Heimatorg
eru að hverfa undir hraunjaðar-
inn. Framhlaup hraunsins nú,
er talið beint framhald af hraun
skriðinu mikla á fimmtudaginn
var, er þá var sagt frá í fréttum.
Sjó hefur stöðugt verið dælt
á hraunjaðarinn og eru menn
þess fullvissir, að það tefji fram
rás hraunsins. Væntanlegar
voru í gær flugvélar með öflug-
an dæluútbúnað frá Bandaríkj-
unum og eiga þær dælur að
geta margfaldað þá kælingu
hraunsins, þegar þær hafa verið
settar upp. □
Þótt sólargangur sé nokkuð langur orðinn, er svalt á sævi,
(Ljósm.: E. D.)
Fimm menn fórust í flugslysi
TVEGGJA hreyfla flugvélin TF
VOR var saknað á mánudag-
inn. Hún fór frá Akureyri kl.
14.06 áleiðis til Reykjavíkur og
voru með henni tveir flugmenn
og þrír farþegar. Síðast heyrðist
til hennar kl. 14.51 og var talið,
Klippf á fogvíra 42 veiðiþjófa
ÞEGAR blaðið hafði símasam-
band við blaðafulltrúa Land-
helgisgæzlunnar árdegis í gær,
þriðjudag, höfðu íslenzk varð-
skip klippt á togvíra 42ja er-
lendra veiðiþjófa, þar af fjög-
urra vestur-þýzkra.
Um helgina urðu varðskipin
að grípa til byssunnar á fiski-
miðunum suður af Surtsey.
Átökin hófust síðdegis á sunnu-
dag. Ægir kom að tveim brezk-
um togurum að ólöglegum veið
um. Brucella gerði þá fleiri til-
raunir til að sigla á varðskipið
Ægi en tókst ekki. Skaut Ægir
þá föstu skoti framan við hinn
brezka togara og púðurskotum.
Annar brezkur togari, Wyre
tókst svo. Síðar um kvöldið
Defence, gerði einnig misheppn
Daguk
kemur næst út á laugardaginn.
aðar ásiglingatilraunir. Síðar
sama dag hindraði Ægir Bru-
cella í að hefja veiðar á ný og
klippti hann báða togvíra Wyre
Defence og hafði Bretinn þá
enn ásiglingatilraunir á sam-
vizkunni.
að hún hefði þá verið skammt
norð-norðvestur af Langjökli, í
11 þús. feta hæð. Klukkan 15.10
áætlaði flugmaðurinn að vera
yfir Reykholti í Borgarfirði.
Síðan heyrðist ekkert frá flug-
vélinni.
Skömmu síðar fóru flugvélar
til leitar og klukkan 17 fóru
leitarflokkar frá flugbjörgunar-
sveit og Slysavarnafélagi ís-
lands og voru kallaðar út sveit-
ir frá Reykholti, Blönduósi,
Akranesi, Hvammstanga og
Sauðárkróki. Bar leitin ekki
árangur þann dag.
hcraftgerð, er blá og hvít að lit
var í eigu Flugfélags íslands og
Flugþ j ónustunnar.
Ellefu flugvélar hófu leit að
flugvélinní snemma í gærmorg-
un og 2—300 manns á landi,
meðal annars á vélsleðum og
snjóbílum. Um kl. 8.40 fannst
hin týnda flugvél úr lofti og var
í vestanverðum Búrfjöllum,
nálægt Hundavötnum. Þyrla
frá varnarliðinu, sem var
skammt frá, kom svo á slys-
staðinn skömmu síðar, eða kl.
8.55, og tilkynnti skömmu síðar,
að enginn hefði komizt lífs af.
Þeir sem fórust voru: Björn
Pálsson flugmaður, 65 ára.
Hann lætur eftir sig konu og
fjögur uppkmoin börn. Knútur
Oskarsson flugmaður, Safa-
mýri 44, Reykjavík, 33 ára.
Hann var kvæntur og átti þrjú
börn. Haukur Classen settur
flugmálastjóri, Langholtsvegi
157, Reykjavík, 55 ára, kvæntur
og átti þrjú börn. Olafur Júlíus-
son arkitekt, Reynimel 37,
Reykjavík, 49 ára. Hann lætur
eftir sig konu en var barnlaus.
Og Hallgrímur Magnússon húsa
smiður, Hjarðarhaga 46, Reykja
vík, 52 ára. Hann lætur eftir sig
konu og þrjú börn. □
Eitt og annað frá bæjarstjórn
Mál Sverris Ragnars gegn
bænum.
Lagður var fram úrskurður
héraðsdóms í máli Sverris Ragn
ars gegn bæjarsjóði Akureyrar
og Kaupfélagi Eyfirðinga, þar
sem stefnandi, Sverrir Ragnars,
krafðist þess, að eignarréttur
hans á lóð að stærð 1.389.6 fer-
metrar milli frystihúss KEA óg
Kjötiðnaðarstöðvar KEA á Odd
eyrartanga, þar sem áður lá um
Sjávargata, verði viðurkenndur.
Dómsorð eru svohljóðandi:
FRÁ LÖGREGLUNNIÁ AIÍUREYRI
MAÐUR nokkur var handsam-
aður hér á Akureyri á fimmtu-
daginn, vegna þjófnaðar í Kefla
vík. Hafði hann tekið ófrjálsri
hendi mikla peningaupphæð,
eða 90—100 þús. krónur, sem
hann hefur játað. Helmingur
þessarar upphæðar eða meira
var enn óeyddur, er maður
þessi, sem er Akureyringur, var
handtekinn. En málið er ennþá
í rannsókn.
Á föstudaginn var umferðar-
slys við Kristnesafleggjarann.
Mættust þar tveir bílar og köst-
uðust báðar út af vegi, enda
áreksturinn harður. Okumaður
annars bílsins kastaðist út úr
bíl sínum og meiddist lítt eða
ekki. En ökumaður hins bílsins
er í sjúkrahúsi en ekki mikið
slasaður. Auk ökumanna var
einn farþegi, sem slapp ómeidd-
ur að kalla. Annar bíllinn er
tlainn ónýtur og hinn skemmd-
ist einnig mikið.
(Samkvæmt viðtali við yfir-
lögregluþjóninn, Gísla Olafsson,
á mánudaginn).
„Stefnda, bæjarstjórn Akur-
eyrar f. h. bæjarsjóðs Akureyr-
ar, á að vera sýkn af kröfu stefn
anda, Sverris Ragnars, í máli
þessu.
Stefnandi greiði stefndu kr.
90.000,00 og réttargæzlustefnda,
Kaupfélagi Eyfirðinga, kr.
45.000,00 í málskostnað, hvort
tveggja innan 15 daga frá lög-
birtingu dóms þessa að við-
lagðri aðför að lögum.“
Frá Vatnsveitunni.
í fjárhagsáætlun Vatnsveitu
Akureyrar fyrir 1973, kemur
m. a. þetta fram:
Niðurstöðutölur tekna- og
gjaldamegin eru kr. 28.300 þús.
Fært á eignabreytingar kr.
13.260 þús. Niðurstöðutölur
eignabreytinga kr. 21.800 þús.
Lántökur eru áætlaðar kr. 5.500
þús.
Lundsskóli.
Húsameistari bæjarins lagði
fram tillöguteikningar af Lunds
skóla. Fræðsluráð er samþykkt
þessum tillöguteikningum og
leggur til að hafizt verði þegar
í stað handa um að ganga frá
fullnaðarteikningum af A-álmu
og stefnt verði að því að álma
þessi verði fullgerð fyrir 1.
ágúst 1974, svo að kennsla geti
hafizt þar þá um haustið. Áætl-
uð stærð er 880 ferm., hæð og
kjallari.
Gjaldskrá um byggingargjald.
Byggingargjald er reiknað
sem hundraðshluti ag bygging-
arkostnaði á gólffermetra í vísi-
töluhúsinu, eins og hann er 1.
nóvember árið á undan, að frá-
dregnu gatnagerðargjaldi. Vísi-
talan 689 stig gildir frá 1. nóv-
(Framhald á blaðsíðu 5)
SÖNGTRUBOÐINN major
Aksel Akerö frá Noregi heim-
sækir Hjálpræðisherinn á Akur
eyri og talar og syngur á sam-
komum þar frá föstudegi 30.
marz til þriðjudags 3. apríl.
(Sjá auglýsingu í bæjarfrétt-
um). □
Sæluvikan hefst á sunnudaginn
Sauðárkrókur 27. marz. Sælu-
vika Skagfirðinga hefst á sunnu
dáginn 1. apríl og lýkur 8. apríl.
Tveir sjónleikir verða sýndir:
Leikfélag Sauðárkróks sýnir
Tehús ágústmánans undir leik-
stjórn Kára Jónssonar og Ung-
mennafélagið Tindastóll sýnir
Eruð þér frímúrari?, leikstjóri
er Kristján Jónsson, Reykjavík.
Karlakórinrj Feykir syngur
undir stjórn Árna Ingimundar-
sonar og dansleikir verða sex
kvöld vikunnar. Allt fer þetta
fram í Bifröst.
Mánudagurinn er sérstaklega
helgaður unga fólkinu og þá er
unglingadansleikur.
Hljómsveit Geirmundar Val-
týssonar lekiur fyrir dansi
nema á þriðjudag, en þá leikur
Hljómsveit Ingimars Eydals.
Búizt er við fjölmenni, ef að
vanda lætur. G. Ó.