Dagur - 28.03.1973, Blaðsíða 8

Dagur - 28.03.1973, Blaðsíða 8
I)AGl;R DAGUR . DAGUR Vér viljuxn vekja athygli á auglýsiogusúna okkar, sem cr 1-11-87 DAGUR . DAGUR . DAGUR i AGUK Akureyri, miðvikudaginn 28. marz 1973 FERM- f "X r INGAR- f /''T' i GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR GJAFIR 1J & PÉTUR í MIKLU ÚRVALI ^ AKUREYRI SMÁTT & STÓRT Iistkynning haldin á Blönduósi LISTKYNNING á vegum Kven félagasambands í Austur-Húna- vatnssýslu fór fram í Félags- heimilinu á Blönduósi um síð- ustu helgi, en formaður sam- bandsins er Elísabet Sigurgeirs- dóttir. Blaðið hafði samband við hana að sýningu lokinni og leitaði frétta af þessum atburði. Henni sagðist efnislega svo frá: Á þessari listkynningu voru málverk, höggmyndir, svartlist, húsagerðarlist og listvefnaður og var sýningin sett upp í félags heimilinu hér á Blönduósi og opnuð á laugardaginn og stóð hún í tvo daga. Aðsóknin var sérstaklega mikil og hefur verið gizkað á, að um eitt þúsund manns hafi TOGARAFLOTINN TOGARARNIR eru nú sem óðast að halda á miðin, sumir farnir fyrir fáum dögum en aðrir að undirbúa sig. Látlaust hefur verið auglýst eftir mönn- um í skiprúm, bæði norðan- lands og sunnan. □ LOÐNUAFLINN komið á þessa sýningu. Við setn inguna söng Karlakór Bólstaðar hlíðarhrepps og einnig Vöku- menn, en ég setti sýninguna með nokkrum orðum. Steinunn Finnbogadóttir borgarfulltrúi í Reykjavík flutti ávarp, en hún var stoð okkar og stytta við allan undirbúning, en síðast og ekki sizt fengum við blásara- kvintett frá Sinfoníuhljómsveit fslands til að leika við þetta tækifæri. Á sunnudaginn var börnum skólanna í báðum Húnavatns- sýslum boðið, ásamt kennurum, á sýninguna og komu margir skólahópar. Enginn aðgangs- eyrir var greiddur, hvorki fyrir börn eða fullorðna. Menntamála ráð veitti okkur nokkurn styrk og Menningarsjóður félagsheim ila einnig, en auk þess margir einstaklingar. Eyborg Guð- mundsdóttir listmálari sá um útgáfu á vandaðri sýningarskrá og hún sá um uppsetningu sýn- ingarinnar og val á listaverk- um. Elzti gesturinn var Hall- dóra Bjarnadóttir, nær 100 ára, kát og hress að vanda. Við höfðum sérstakt pró- gramm, sérstaklega ætlað þeim yngri. Drengir úr tónlistarskól- anum léku og unglingar frá unglingaskólanum sýndu fallega táningadansa. Þessi sýning, sem fólk tók alveg framúrskarandi vel, fer svo til Sauðárkróks, Húsavíkur og Selfoss. □ ÍHALDSKONUR OG BÚVÖRURNAR íhaldskonur í Reykjavík mót- mæla verði búvara. Þær skora á húsmæður í útvarpi, sjón- varpi og blöðum, að leggja sér búvörur lítt eða ekki til munns aðra hvora viku. Þær hafa bent á, að t. d. megi í staðinn fyrir mjólkina nota annan vökva, þótt hann sé nokkrum sinnum dýrari og óhollari. Þá megi borða ýmiskonar fasta fæðu, aðra en dilkakjöt, svo sem fisk. Þessi boðskapur hefur vakið undrun, svo ekki sé nú meira sagt, og flestum koonum finnst sér stórlega misboðið með slík- um boðskap. Þær sjá glöggt, að ef einhver árangur yrði af þess- uni aðgerðum, sem þó eru dæmdar til að mistakast, yrði hann sá einn að skaða bændur. VERÐHÆKKANIRNAR Miklar verðhækkanir liafa orð- ið, því miður, en miklar kaup- liækkanir einnig. Árið 1970, í nóvember, kostaði mjólkurlítr- inn kr. 15,30, 19,20. Hækkun 27%. Mjólkurostur hefur ekki hækkað og væri kannski óhætt að borða hann sveltivikuna. Smjör hefur á þessuin tíma liækkað um 26%. Kjöt og kjöt- vörur hafa hækkað um 23— 28%. Kartöflur hafa lækkað um 24% og hlýtur að vera synd- Nýja stangveiðifélagið Ármenn STOF'NAÐ hefur verið í Reykja vík áhugamannafélag stang- veiðimanna er heitir Ármenn. Tilgangur þess er að sameina sem flesta fluguveiðimenn landsins í eitt félag, auka hróð- ur þeirrar íþróttar að veiða vatnafiska á flugu, stuðla að náttúruvernd, vinna gegn rán- yrkju og vinna að því, að sem flestum íslendingum verði gert mögulegt að veiða í íslenzkum ám og vötnum. Mun félagið ætla að taka á leigu veiðiár í þessu augnamiði til sanngjarnr- ar framleigu, að koma upp að- stöðu til fiskræktar, eitt sér eða með öðrum. Félagar hins nýja félags verða að skuldbinda sig við að veiða eingöngu á flugu á veiðisvæðum félagsins. í trausti þess að á Akureyri séu margir áhugamenn um veiði á þessum grundvelli, ætla forráðamenn hins nýstofnaða félags að efna til fundar á Akur eyri innan skamms, e. t. v. á laugardaginn, til skrafs og ráða gerða með áhugamönnum. Þá hefur félagið í hyggju að halda námskeið í fluguköstum og kynna málstað sinn á annan hátt. Stjórn Ármenna skipa: Jón Hjartarson viðskiptafræðingux-, Vilhjálmur Lúðvíksson efna- verkfræðingur, Bjarni Kristjáns son rektor, Jón Ingimarsson lög fræðingur og Árni Guðjónsson húsgagnasmiður. Nánar í laugardagsblaðinu. laust að láta þær inn fyrir sínar varir. Á sama tíma og hér um ræð- ir, frá nóv. 1970 til marz 1973, hefur tímakaupið hækkað hjá verkamnnum í dagvinnu um 60% og laun opinberra starfs- manna um 80%. íhaldskonurnar í Reykjavík, sem nú biðja kynsystur sínar að borða nú heldur fisk en kjöt aðra hvora viku, ættu að1 vita það, að ýsan hefur á umrædd- um tíma, slægð og hausuð, liækkað í verði um 68%, þorsk- flökin um 44% og saltfiskurinn um 45%, strásykurinn um 115%. TOGGI GAMLI Fræg er sagan af Togga gamla, sem seldi fleiri en einum sömu kvíguna. Eftirþanka fékk hann þó af þessu, tók kvíguna og át liana. Toggi var þorpari í við- skiptum. En ýmsir feta í fót- spor hans þótt þeir selji ekki kvígur, heldur vinnu sína og starfskrafta, og eru þess t. d. dæmi, að rnenn hafa látið skrá sig samtímis á tveim vinnustöð- um til að fá tvöfalt kaup. NÝIR TOGGAR Eyfirðingur sagði frá því ný- lega, live honum gekk illa að hitta nokkra málsmctandi menn á Akureyri á vinnutíma. Þeir voru alls ekki við og þó frískir vel, en voru að sinna öðrum launuðum störfum á sama tíma. Hér er ekki ætlunin að nefna dæmi um hina nýju Togga, en þeir munu vera fleiri en marg- ir ætla. Þess ber þó að geta, að margir eru kallaðir til opin- berra starfa og mega ekki und- an skorast. En það er í hæsta máta einkennilegt, að menn geti, fremur en Toggi, selt mörg um sömu kvíguna, þótt aldrei nema liún sé kölluð öðru nafni. (Framhald á blaðsíðu 4) Tvær ær og fimm lömb FYRIR allmörgum árum tóku ær í Eyjafirði upp á því að færa burð sinn og fæddust árlega mörg lömb um miðjan vetur, einkum á einum bæ, Stóra- hamri. Fyrir skömmu bar ær á Gullbrekku tveim lömbum, en síðan öírnur og var sú þrílembd. Eigandi er Sverrir Magnússon. UM síðustu helgi var loðnuafl- inn orðinn 378 þúsund tonn eða um 100 þúsund meiri en allur loðnuaflinn á síðasta metári. Og enn veiðist loðnan, einkum á Faxaflóa og út af Jökli. Loðnu mjölið hefur allt verið selt fyrir fram við góðu verði. Mörg skipin enx hætt veið- um, enda víða að glæðast þorsk aflinn og snúa skipin sér þá þegar að þeim veiðum. □ „BRÉF FYRIR BÖRN Á VEGUM Æ.S.K. í Hólastifti (Æskulýðssambands kirkjunn- ar í Hólastifti) er gefið út „Bréf“ — fyrir böm, Er hér um að ræða bréflegt samband barna við bréfaskóla Æ.S.K., sem hinn kunni barnafræðari og rithöfundur séra Jón Kr. fs- feld prestur í Búðardal stýrir. Börnin fá sent bréfið frá skól anum þar sem þau hafa ýmis- legt lestrarefni til fróðleiks, uppbyggingar og tómstunda- Konur ÞAÐ bar til tíðinda á Alþingi á mánudaginn, að húsmæður fjöl- menntu þangað og fylltu þing- palla, samkvæmt áskorun kvenna þeirra í Reykjavík, sem ' Á VEGUM ÆSK iðju. Börnin svara síðan spurn- ingum bréfsins. Þeir foreldrar í sveit eða bæ, sem óska-.sftir að börn þeirra taki þátt í þessu bréfasambandi, eru beðnir að tilkynna það afgreiðslumanni Bréfsins, Jóni A. Jónssyni, Hafnarstræti 107, Akureyri, sími 11532. Fyrsta Bréf þessa árgangs er að koma út og mun bráðlega sent til barnanna. (Frá bréfaskólanefnd) fjölmenntu til gangast fyrir því um þessar mundir, að ekki séu borðaðar landbúnaðarvörur nema aðra hvora viku. En konur úr þrem hreppum Árnessýslu voru fljót- ari til og slógu skjaldborg um fremstu bekki þingpallanna í neðri deild og komust því ekki nema fáar reykvískar konur þar fyrir og stóðu þær því úti fyrir þinghúsinu. Virtist þessi nærvera húsmæðra hafa örv- andi áhrif á málgleði þing- manna, en þeir héldu uppi um- ræðum utan dagskrár í tvær klukkustundir, einkum um verðlagsmál búvara o. fl. En umræðan utan dagskrár hófst með því, að Jónas Árna- son kvaddi sér hljóðs og bauð konur á þingpöllum velkomnar, sérstaklega húsmæður úr Ár- nessýslu og kvað það einsdæmi í þingsögunni, að húsmæður utan af landi kæmu um langan veg til að mæta á þingpöllum. Hann las síðan upp orðsendingu frá húsmæðrunum að austan, sem bentu á, að landbúnaðar- vörur hefðu ekki hækkað meira í verði en aðrar vörur og fiskur hefði hækkað meira en kjöt. Þær furða sig á, að nokkrar reykvískar húsmæður skyldu skora á fólk að hætta að borða landbúnaðarafurðir en neyta í staðinn bæði dýrari og óhollari færðu, og síðan sagði orðrétt: „Við sveitakonur, sem vinn- um að framleiðslustörfum, sam- hliða húsmóðurstörfum, lítum þings svo á, að þarna sé verið að ráð- ast á okkar stétt og það af þeim, sem sízt skyldi. Þessar konur eru að sjálfsögðu sjálfráðar um það hversu dýran og óhollan mát þær gefa börnum sínum, en við mótmælum hótun þeirra gegn íslenzku bændafólki. Við álítum, að það væri nær að hætta að kaupa brezkar og vestur-þýzkar vörur á meðan þær þjóðir stunda ólöglegar veiðar í íslenzkri fiskveiðiland- helgi. Við skorum á konur að sniðganga brezkar og vestur- þýzkar vörur, þar til samningar hafa tekizt í fiskveiðideilunni. Við skorum á konur, að kaupa ávallt íslenzkar vörur, þegar verð þeirra og gæði standast samanburð erlendrar vöru.“ □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.