Dagur


Dagur - 30.05.1973, Qupperneq 5

Dagur - 30.05.1973, Qupperneq 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Bitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. GRÍMSEY GRÍMSEYINGAR eru útverðir okkar í norðrinu. Gamlar sagnir fræða okkur um galdramenn þar í eynni, en það orð fór af ýmsum þeim, sem fjarri bjuggu alfaraleið- um og tömdu sér ekki að ganga í takt við aðra en guð sinn og náttúruöfl- in. Grímseyingar eru þó í sögunni kunnari fyrir skákíþrótt en galdur, og þeirri íþrótt sinni eiga þeir stór- gjöf Willard Fiske að þakka, og þar með bókasafn og skóla, er þeir hafa lengi notið. En auk þess sendi gef- andi á hvert heimili eyjarinnar þau skákborð, sem frægust voru liér á landi þar til tvö heimsveldi liáðu ein- vígið fræga í sumar, á öndverðu landshorni. En íþrótt eyjamanna fyrr og síðar er sjósóknin. Grímseyingar, samfélag nokkurra tuga manna, eiga nú góða höfn, sem jafnframt er lífhöfn þeirra, er sjóinn sækja á svipuð inið. Þeir eiga fjórtán opna báta og tvo þilfarsbáta. Sjó- sókn gefur þeim góðar tekjur, svo að þeir þurfa enga að öfunda í því efni, en þeir leggja einnig þjóðinni umtalsverðar útflutningsvörur, salt- fisk og hrogn. Saltfiskurinn og hrogn in gáfu eyjamönnum um 13 mill- jónir króna, og þjóðarbúinu tilsvar- andi gjaldeyristekjur á síðasta ári. Þegar ferðamaðurinn kemur til Grímseyjar af sjó, nýtur hann ný- legra hafnarmannvirkja, gamalgró- innar gestrisni fólksins og sérstæðs umhverfis. Á virkum degi sér hann engan með hvítt um liálsinn, ekki slæpingja við húshorn, enga svokall- aða „afþreyingarstaði“, hvorki fyrir börn né fullorðna, heimili fólksins vel búin. Bátar koma og fara og í landi er unnið í fiski. Stórir, hvítir saltfiskstaflar anga notalega og kannski finna einhverjir af þeim peningalyktina. Átta til tíu ára drengir fara á sjó með feðrum sín- um, en jafnaldrar þeirra í landi venj- ast handtökum við fiskverkun og skyld störf. Grímsey er vel gróin út á bjargbrún, dökkgræn tún og sauð- fé á beit gefa umhverfinu mildan svip. Hinir miklu sjávarhamrar eru þéttsetnir bjargfugli um þetta leyti árs, þar er hávaðasöm milljónabyggð og mikið skoðunarefni. f góðu veðri reynist flestum dvölin í Grímsey of ■ stutt, svo margvísleg eru viðfangsefni áhorfandans. Eyjan, miðin og fólkið sjálft er sem smækkuð mynd af landi og þjóð, áður en þéttbýlissjúkdómar urðu til á íslandi og illa uppalin börn köst- uðu gjóti. □ Sendibréf til DAGS HEILL og sæll Dagur og gleði- legt sumar! Ég hefi stundum ætlað að senda þér línu, en lítið orðið úr. Ég á þér þökk að gjalda í margvíslegri merkingu. Ég man þig frá upphafi. Þá sendi Jónas Þór mér ágætt bréf, sem hann stundum gerði í þá daga, og sagði mér frá stofnun þinni og hve ánægðir þeir ýmsir á Akureyri væru með stofnun blaðsins. Og það var stórt og mikið ætlunárverk, sem því var búið, að hans dómi. Ritstjórinn væri bæði gáfaður og ritfær í bezta lagi, en yngri mann mundi þá nú samt vanta bráð- um, og hann mundi koma, það mundi aldrei standa á íslenzk- um manni til að bera fram gott máléfni. Og Dagur mundi vaxa og verða stór. Þá var ég vestur á Flateyri og síðan er meir en hálf öld, ég gamall, en þú ungur enn, og engin ellimörk sjáanleg. Þannig á það að vera með blöðin, þau þjóna hverri samtíð og mega aldrei verða gömul í heimi lif- andi manna. Þú komst með lif- andi orð og athafnir frá kærri heimabyggð, blessuðum Eyja- firðinum, til Vestfjarða í þá daga, og gerir það enn. Ég hefði þá, og líka nú, verið fátækari af margskonar fróðleik, ef þú hefðir ekki gert það. Þó er sá munur á, að útvarpið færir manni fréttir líka um sitthvað sem gengur og gerist, og allt orðið nálægara en það var fyrir hálfri öld. Og sumt of nálægt, sem lítið gaman er að fá fréttir af. Og ég held að of mikið sé sagt af slæmum fréttum. Og a. m. k. ætti að forða börnum frá margri válegu fréttinni. Ég les þig rækilegar en dag- blöðin, ef svo má kalla þann lestur. Þú ert hreinn og beinn en aldrei margorður. Og þú veizt hvað þú vilt, veltir aldrei vöngum eða tvístígur, ert kaup- staðarblað og sveitablað í einu og sama gervi. Og það er ham- ingja Eyjafjarðar, að bær og byggðir skuli láta sér koma vel saman. Þar er mörgu og mörg- um.að þakka, að svo er, og verð ur væntanlega um alla framtíð. Til þess er gott að hugsa. Akur- eyri má aldrei vaxa frá byggð- um Eyjafjarðar, heldur með þeim. Þar á hver að styðja ann- an. Og þetta hafa beztu menn Eyjafjarðar jafnan unnið að, og þú ekki sízt túlkað þann skiln- ing á sambúðinni. Og svo hefir þú ávallt virt og stutt „Ung- mennafélagsandann", sem bezt- ur hefir blásið um þjóðlífsakur þessa lands, þar sem ræktun lýðs og lands, guðstrú og góðir siðir, var og er grunntónninn. Ég minnist vorsins fyrir 70 árum, er sú von varð að veru- leika, að fá að komast í Möðru- vallaskólann á Akureyri um haustið. Þá var þjóðlíf fábrotið, fólkið vandað og vinnusamt og leit björtum augum til fram- tíðarinnar. Þá var ósegjanlega gaman að lifa og starfa, þótt sum vorin þá væru þung í skauti. En trúin á lífið og óhvik ult starf bjargaði öllu. Og svo þyrfti jafnan að mæta hinu mótdræga. Það var heldur eng- inn volæðisbragur á hópnum um haustið, sem mætti við skólasetninguna hjá Jóni Hjalta lín í gamla barnaskólanum á Akureyri. Sá hópur kom að mestu frá strangri vinnu, lifði fábrotnu lífi og eyddi engu í óþarfann, en stundaði nám af kappi. Þetta þótti sjálfsagt við hvað sem fengist var, að duga, og eyðslueyrir var ekki til. Við gerðum heldur engar kröfur til hans. Viðhorf unga fólksins þá, sem tók saman höndum í ung- mennafélögunum, voru ekki miklar kröfur til annarra, held- ur til sjálfs sín. Þess vegna varð sú hreyfing þeim og öðrum að gagni, og þjóðinni mikill skóli og merkur. „Breyttir tímar“, segja menn, rétt eins og þeir komi þar ekk- ert nærri! Vissulega stórlega breyttir, og ótal margt til mik- illa bóta. En hitt er ljóst, að margt er manna bölið nú sem fyrrum. Og uggvænlegt sumt, gömlum vini bæjarins til mik- illar gleði. Og boltaleikimir, innanhúss og utan, líka. En um sl. aldamót var skautahlaup á Pollinum mjög stundað af ýms- um bæjarbúum, þegar færi gafst. Það er skemmtilega fög- ur íþrótt, sem ætti að verða ein af höfuð íþróttagreinum Akur- eyringa í framtíðinni. Bær iðn- aðar og verzlunar þarfnast fjöl- breytts íþróttalífs svo að vel fari. Og ég þykist viss um að bærinn sé á þeirri leið, og árna Snorri Sigfússon sem við er að glíma, eins og t. d. áfengisnautnin, hefir svo stórlega breytzt til hins verra á þessari öld. Og afleiðingar henn ar birtast í ótal myndum og all- ar hinar verstu, svo að segja má með sanni, að áfengið og önnur eiturlyf, sé nú helzti böl- valdur samtíðarinnar. Maður- inn í dag er óspar á kröfur til annarra, en hann skortir nijög alvarlega kröfuna til sjálfs sín. Það er meinið. Vinnan var okkur íþrótt, alda mótafólksins, og tómstundir fáar. Nú létta vélar vinnubrögð in og tómstundum fjölgar. En mannskepnan þarfnast áreynslu í uppvexti sínum, og tómstund- ir þarf hún að nota sér til þroska og vaxtar. Það er þess vegna sem ég ann íþróttalífi unga fólksins af heilum hug, og reyndi eftir megni að stuðla að því meðan ég gegndi skólastörf- um. Það var mikið þarfaverk að koma volgavatninu í sund- laugina á Akureyri og byggja skíðaskálana á sinni tíð. Þar var mörg hönd að verki. Nú er „sundhöllin", orðin mikið og glæsilegt heilsuræktarmann- virki og bænum til sóma. Og sjálfsagt er bættur skaðinn, þótt skíðaskálunum hafi fækkað, þegar risið er hið mikla og glæsi lega Skíðahótel, með nútíma tækni og tækjum. Það eru kröf- ur tímans, að fara í bílum upp fjallið og láta vélar draga sig upp brekkuna! Látum svo vera, alltaf er þó einhver áreynslan og útivistin dásamleg nauðsyn. Og sýnilegt er að útiíþróttalíf á Akureyri fer vaxandi. Sund- keppnin og íþrótt skíðamanna nú varð bænum til sæmdar og vísinda í þeim greinum meðal norðlenzkra bænda, af mikilli íþrótt og þrautseigju. Og útgáfa á riti Ræktunarfélagsins í 70 ár má kallast þrekvirki, lengst af unnið af örfáum mönnum. Er það fagnaðarefni að slíku vís- indastarfi er framhaldið, og eflt af nýjum og ungum mönnum. Garðyrkjuskóla í Gróðrarstöð inni mætti tengja vor og sumar- starfi barna, og unglinga við margskonar jarðyrkjustörf. Þar gæti risið einskonar uppeldis- leg miðstöð áj hinu dásamlega gróðurríki, sem umvefur Akur- eyri, þar sem. uppvaxandi æsku- lýður bæjaruis lærði að virða og meta, veipada og efla, þetta ríki, og gerði það jafnframt nytjádrjúgt hinum vaxandi bæ. Og svo er ég að lesa um síð- asta aðalfund KEA, sé það vaxa og mátt þess aukast og verða hina öflugu og ómetanlegu lyftistöng að framförum bæjar og byggða Eyjafjarðar. Þessu fagna ég með ykkur af heilum hug. Og ég sé í huga mér, bæði þar og víðar, gamla vini, sem engu bregðast af því, er þeim er til trúað. Heill þeim og ykkur öllum! Beztu kveðjur. Snorri Sigfússon. Iðjuþjálfun nauðsyn á Sólborg Eitt og annað frá bæjarstjórn - SEM svar við spurningum rit- stjóra Dags um vinnumöguleika vistfólks á Sólborg, má að nokkru vísa til handavinnusýn- ingarinnar, sem haldin var í vistheimilinu á sunnudaginn. Þeir munir, er þar voru sýndir og flestir eru frá síðastliðnum vetri, gáfu sýningargestum hug myndir um möguleika fólksins til ýmigkonar starfa. Fimm kennarar kenndu við skólann á Sólborg í vetur, þar af voru tveir í hálfu starfi. Einn sérmenntaður kennari starfar þar og annast bóklega kennslu. En annars er það mest föndur og handavinna, sem vistmenn nema. Á Sólborg er vísir að vinnu- stofu og þar vinna stærstu drengirnir að arðbærri fram- leiðslu. Þeir búa til mottur og bursta, og síðastliðinn vetur fékk einn drengjanna verkefni hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn, við að að líma miða á þvotta- lögsflöskur. Hefur sú vinna hans fyllilega staðizt kröfur verksmiðjunnar, en jafnframt Alhugasemdir við grunnskólafrumvarpið honum alls góðs í þeim efnum sem öðrum. Mig langar til að taka undir þá áskorun gamallar starfs- systur, Halldóru Bjarnadóttur, um að endurreistur verði garð- yrkjuskólinn í Gróðrarstöðinni gömlu. Sá skóli var fyrrum mikilsvirði, örvaði til garðyrkju og trjáræktar. Þess þarf enn. Og vissulega væri maklegt að upp risi þarna ný ræktunarstöð í anda gömlu forvígismannanna frá aldamótunum. Og Olafs Jónssonar, þess mæta manns, sem unnið hefir um áratugi að margskonar fræðilegum rann- sóknum um ræktun og búmenn ingu, og haldið á lofti kyndli AÐALFUNDUR sýslunefndar S.-Þingeyjarsýslu var haldinn á Húsavík dagana 24.—28. apríl sl. Fjöldi erinda var þar afgreidd- ur. Helztu fjárveitingar voru: Til menntamála 1 milljón, til heilbrigðismála 500 þúsund,' til búnaðarmála 500 þús. til Safna- húsbyggingar 700 þús. og til vegamála 3 milljónir króna. Sýslunefndin mælti gegn því, að reynt yrði að koma upp hreindýrastofni á öræfum sýsl- unnar. Um grunnskólafrumvarpið gerði sýslunefndin svofellda ályktun: Sýslunefndin telur, að frum- varp til laga um grunnskóla, sem legið hefur fyrir Alþingi um skeið, þurfi enn mikilla um- bóta við, áður en það verður lögfest. Sérstaklega andmælir hún harðlega ákvæðum um mánaðar lengingu skólaársins og lengingu um eitt ár að auki í skyldunámi unglinga. Hins vegar eru sum ákvæði frum- varpsins vafalaust til bóta. Þar sem þetta er mjög mikilsvert mál og margt fer ekki eins vel og skyldi í skólamálum okkar, vill sýslunefnd mælast til þess Frá Skákfélaginu NÝLEGA er lokið firmakeppni Skákfélags Akureyrar. Þátttaka var fremur dræm, alls tóku 12 tveggja manna sveitir þátt í keppninni. Teflt var í A og B riðli. í A riðli urðu úrslit þessi: Efst varð sveit Bílastöðvarinnar Stefnis með 8 vinninga, kepp- endur voru Halldór Jónsson og Júlíus Bogason, í 2. sæti varð sveit Útgerðarfélags KEA með 6 vinninga og í 3. sæti varð Eim skipafélagið með 5Vz vinning. Úrslit í B riðli: Sigurvegari varð Trésmíðafélag Akureyrar með 7 vinninga, þá sveit skip- uðu þeir Atli Benediktsson og Ingimar Friðfinnsson, í 2. sæti varð Kjötiðnaðarstöð KEA með 6V2 vinning og í 3. sæti Smár- inn h.f. með 6 vinninga. Firmakeppninni lauk með hraðskák þar sem sveit KEA bar sigur úr býtum, en í henni voru þeir Haraldur Olafsson og Jón Björgvinsson. Um síðustu helgi kom 12 manna hópur skákmanna úr Taflfélagi Reykjavíkur á aldrin um 14—20 ára og keppti við jafnaldra sína úr Skákfélagi Akureyrar. Þeirri viðureign lauk með yfirburðarsigri sunn- anmanna, sem fengu 10 vinn- inga gegn 2. Þess má geta að á 1. borði fyrir Reykvíkinga tefldi Kristján Guðmundsson lands- liðsmaður og tapaði hann skák sinni gegn Gylfa Þórhallssyni. í hraðskákkeppni, sem fram fór á eftir við félaga úr Skákfélag- inu sigruðu sunnanmenn einnig og hlutu 151 Vz vinning gegn 136y2. □ hefur hún veitt margar- gleði- stundir. En stuðningur frá fyrirtækj- um, sem þessi og hvort heldur hann er í stórum stíl eða smá- um, er stofnun eins og Sólborg, ómetanleg hjálp. Sumt vistfólk getur unnið ein föld störf, en er þó ekki fært um að bjarga sér í atvinnulíf- inu. Með því að geta fengið verkefni við hæfi og á staðinn, geta þeir orðið nýtir þátttak- endur í atvinnulífinu. Þvi miður hefur húsnæðis- vöntun verið þess valdandi, að ekki hefur verið hægt að reka vinnustofur í því formi, sem ákjósanlegast er. Á heimilinu, sem byggt er fyrir 32 vistmenn, dvelja nú 50 vistmenn, og gefur það auga leið að einhvers staðar hefur orðið að þrengja að. við menntamálaráðuneytið, að það láti fram fara nýja endur- skoðun á frumvarpinu í heild. Athuga þarf vandlega rök þeirra mörgu skólamanna, er andmælt hafa lengingu skóla- skyldunnar. c‘’ ' Þessi ályktun var samþykkt með öllum greiddum atkvæð- um. Jóhann Skaptason. BLESOND OG VEPJA FYRSTU ungar tjaldanna eru skriðnir úr eggjum. Varp flestra annarra fugla stendur nú sem hæst. Hér í nágrenni bæjarins hafa menn séð bæði skeiðönd og vepju, til viðbótar þeim fugl- um, sem algengir eru. Ungar í æðarhreiðrum eru að skríða úr eggjum þessa daga. Börn og fullorðnir eru minnt- ir á að umgangast varpstaðina með fullri gát og virðingu. Sinu- brunar eru óleyfilegir og með- ferð skotvopna á nú að liggja algerlega niðri. Minkurinn er sem fyrr hinn mesti skaðvaldur, og því miður er honum ekki haldið niðri sem skyldi. □ • • Oldungurinn þakkar ÖLDUN GURINN, Þorleifur Þorleifsson, og heiðursfélagi Karlakórs Akureyrar, sem nú dvelur á Elliheimili Akureyrar kom að máli við blaðið á mánu- daginn og bað fyrir kærar kveðj ur og innilegt þakklæti til Karla kórs Akureyrar og Gígjunnar. Sagði hann, að söngurinn í Akureyrarkirkju hafi hrifið sig og snert að innstu hjartarótum. Þá tekpr hann fram, að þá hafi sér þótt mest til koma, er kór- arnir sungu saman, enda sé það eðli málsins bezt, að söng- urinn sé blandaður röddum karla og kvenna. Og að lokum segir hann: Innilegt þakklæti fyrir sönginn og fyrir elskulega framkomu karlakórsins í minn garð fyrr og síðar. □ Kolbrún Guðveigsdóttir. En það er von okkar á vist- heimilinu Sólborg, að viðkom- andi aðilár skilji og virði þessa þörf, og að innan skamms verði risið á Sólborg alhliða þjálfun- ar- og vinnuhúsnæði, þar sem hver og einn vistmaður fær ekki aðeins líkamlega þjálfun, heldur einnig iðjuþjálfun við hæfi hvers og eins. Unnið er nú að ýmiskonar undirbúningi þessa máls. □ Gjald af leyfi til nieistara- réttinda reiknist ekki. Teknir voru fyrir 12. og 13. liður í fundargerð bygginga- nefndar dags. 28. marz 1973, sem bæjarstjórn vísaði til bæjar ráðs til ákvörðunar um gjald af leyfi til meistararéttinda. Bæjarráð ákveður að ekki skuli tekið gjald af leyfi til meistararéttinda. Verzlunarlóð við Hrísalund 3. Erindi dags. í dag frá Kaup- félagi Eyfirðinga, þar sem sótt er um byggingarlóð fyrir verzl- un við Hrísalund nr. 3. Samþykkt. Veitingin er háð „gjaldskrá" um byggingargjald. Frestur til greiðslu lágmarks- byggingargjalds er til 1. ágúst n. k. Byggingarfrestur er til 1. júní 1974. Hrísalundur 1 og 3. Bygginganefnd óskar eftir að Sjálfsbjörg og KEA geri sam- eiginlega tillögu um nýtingu lóðanna og staðsetningu mann- virkja á lóðunum. Byggingarfrestur á lóðunum verði til 1. júní 1974. Frestur til greiðslu byggingargjalds er til 1. ágúst 1973. Rafhitun. Bréf frá byggingarverktökum á Akureyri, sem hyggjast byggja 90 íbúðir í Lundshverfi II á næstu þrem árum, dags. 16. apríl 1973, 7 aðilar. í bréfi þessu er skorað á stjórn Rafveitu Akureyrar að endurskoða fyrri afstöðu sína um að veita ekki leyfi fyrir raf- hita í Lundshverfi II (9. febrúar 1973). Rafveitustjórn sér sér ekki fært að breyta fyrri ákvörðun, þar sem ekki liggja fyrir nægi- legar upplýsingar um frekari orkuöflun. Rafveitustjórn telur að það ófremdarástand, sem nú er ríkj- andi, sé með öllu óviðunandi, þar eð það er nú þegar heimill á ýmsar framkvæmdir. Góðir gesfir að sunnan SKRÝTIÐ, en helzt telst það til frétta úr lífi æskunnar, er mið- ur fer. Hrasi einhver, eða verði honum fótaskortur á hálum vegi og falli í gryfjur okkar, hinna eldri, þá verðum við venjulega öll að eyrum og blöð- in keppast við að svala þorst- anum í hneyslisslúðrinu. Geri æskan hins vegar vel, og það er gæfa þessarar þjóðar, að það gerir stærsti hluti hennar, þá kallast það lítil tíðindi og við, þessir eldri, þegjum þunnu hljóði. Af þessu er ég hræddur um, að þú veitir því ekki athygli, að sunnan yfir fjöllin eru góðir Verzlun við Mýrarveg norðan við Þingvallastræti. Erindi dags. í dag frá Sveini Gústafssyni f. h. Skeljungs h.f., þar sem sótt er um leyfi til að byggja benzínstöð og þvotta- plan úr steinsteypu á lóð við Mýrarveg norðan Þingvalla- strætis. Samþykkt, enda verði fulln- aðarteikningum skilað til sam- þykktar er sýni einstakar ein- ingar og innréttingar þeirra., Farið verði eftir fyrirmælum brunamálastofnunar ríkisins um staðsetningu og frágang á dælum og tönkum. Leyfið er háð „gjaldskrá" um byggingar- gjald. Frá hcilbrigðisnefnd. Lagt fram bréf frá Alþýðu- sambandi Norðurlands um kaup á tæki til hávaðamælinga, sem verði staðsett á Akureyri, svo og bréf forstöðumanns Heil brigðiseftirlits ríkisins um ódýrt og handhægt tæki í þessu skyni. Neíndin mælir eindregið með að Akureyrarbær kaupi þetta tæki sem fyrst. Heil- brigðisfulltrúi hafi yfirráð þess. Nefndin leggur til að farveg- ur Glerár og umhverfi hennar frá gömlu rafstöðinni til sjávar verði hreinsað. Á þessu svæði er allmikið af rusli, sem er til mikillar óprýði. Verði þessu verði lokið fyrir 12. maí ní k. ISLENDINGAR KJOSA TIL ALLSHERJAR HÚSS RÉTTVÍSINNAR í UNDINU HELGA ÁRIÐ 1964 var í fyrsta sinn kosið til Allsherjar Húss Rétt- vísinnar, 9 menn til að gegna trúnaðarstörfum fyrir Bahá’í samfélagið í veröldinni. 28. apríl þetta ár var kosið til Alls- herjar Húss Réttvísinnar í þriðja sinn. í þetta sinn eru níu þjóðráðsmeðlimir fyrsta ís- lenzka Þjóðráðsins á meðal kjós enda til Allsherjar Húss Rétt- vísinnar. Kjörgengir til kosn- ingu í Allsherjar Hús Réttvís- innar eru allir Bahá’í karlmenn, yfir 21 árs, hvar sem er í heim- inum. Kosningarétt fyrir kjör til Allsherjar Húss Réttvísinnar hafa allir réttkjörnir meðlimir Andlegra Þjóðráða í heiminum, það ár, sem kosið er. Því lætur nærri að um þúsund manns hafi safnazt saman í veraldarsetrinu þessa síðustu viku aprílmánað- ar til þess að greiða atkvæði sitt. Enn sem komið er hefir Alls- herjar Hús Réttvísinnar reynzt afburða vel, og hvað sem frá þeirri stofnun kemur, hefir reynzt elskuríkt, umhyggju- samt oog framsýnt. Allsherjar Hús Réttvísinnar hefir því hlutverki að gegna að setja lög fyrir Bahá’í veraldar- samfélagið þar sem þörf er á og' ekki er sérstaklega fyrir mælt í kenningum Hans, og hef- ir vald til þess að breyta og afnema þau lög sem það sjálft hefir sett. Það hefir yfirumsjón með því að Þjóðráðin fjalli um málefni landa sinna samkvæmt heilögum fyrirmælum Bahá’u’- Uáh, sker úr ágreiningi ef upp kemur, jafnvel frá átrúendum sjálfum hvar sem er í heimin- um. Landskennslunefnd Þjóðráðs. SMÁTT & STÓRT Sigurður Haukur Guðjónsson. gestir komnir til þín, gestir, sem munu veita þér gleði, ef þú átt stimd til þess að ljá þeim eyra. Hér á ég við Skólakór Ár- bæjarskólans í Reykjavík. í fimm ár hafa nemendur mætt til æfinga, þá önnur börn áttu frí til leikja, mætt af því að þau fundu gleði í söngnum, gleði í því að heyra raddir sínar þrosk- ast, verða hlýðnari og þjálli. Á samkomum hafa þessir nemendur sungið í skóla sínum, og oft höfum við fengið að njóta söngs þeirra í Langholtssöfnuði, fengið að njóta söngs þeirra á helgum stundum. Leiðbeinandi þeirra og stjórn- andi er Jón Stefánsson frá Vog- um í Mývatnssveit. Hann þarf engum söngelskum að kynna. En Jón er Þingeyingur, og nú hefur hann gumað svo af Norð- urlandi við börnin, að þau hafa lagt land undir fót, til þess að kynnast því, sem merkast er hér á landi. En til þess að vera ekki aðeins þiggjendur, þá ætla þau að bjóða þér til sín í Akur- eyrarkirkju á fimmtudag kl. 8,30 og í Skjólbrekku á föstu- daginn kl. 9. Hafirðu tíma þá gleddu sjálf- an þig með því að hlýða á börn- in, og þú verður mér þakklátur fyrir að vekja athygli á þeim. Sumarkveðjur að sunnan. Sig. Haukur. (Framhald af blaðsíðu 8) TJlfsson hefur látið af ritstjórn en við tekið Valgarður Haralds- son námsstjóri. — Nýútkomið hefti er helgað skólafrumvörp- unum nýju og skrifar Birgir Thorlacius þar fyrstu greinina. Síðar eru birtar glefsur úr ræð- um nokkurra alþingismanna, og leitað álits margra Norðlend- inga um grunnskólafrumvarpið.. Þá er í heftinu greinin MáUð og skólinn eftir Baldur Ragnars son, sagt frá vígslu Hrafnagils- skóla og byggingarsögu, og sitt- hvað fleira er í heftinu. KJÖLUR Svo nefnist starfsmannablað starfsmanna Slippstöðvarinnar á Akureyri, er Ingólfur Sverris- son annast og er annað tölublað komið út. Þar segir, að 3. maí liafi samningar um smíði 150 lesta fiskiskips fyrir Einhamar li.f. á Bíldudal verið undirritað- ir. Skipið á að afhenda í júní 1974. Ráðgert er að afhenda Álsey VE 512 hinn 1. júní n. k. ULL OG SKINN Það kemur með ári hverju bet- ur í ljós, hve mikils virði ull og skinn eru til iðnaðar. Árið 1972 voru fluttar út iðnvörur fyrir 3.9 milljarða króna, sem er 118% aukning frá árinu áður. Stærstu vöruflokkarnir voru skinnavörur 286 millj. kr., prjónavörur og fatnaður fyrir 239 milljónir. Þar næst komu svo niðursuðuvörur og kísilgúr. Aukningin varð laangmest i vörum unnum úr skinn og ull. - FRA TONLISTARFELAGI AKLREYRAR (Framhald af blaðsíðu 1). Einn af styrktarfélögum Tón- listarfélagsins, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur skrif að afmælisgrein, sem birtist samtímis þessari fréttatilkynn- ingu. í þeirri grein eru nefndir helztu þættir úr sögu félagsins, og er því vísað til þeirrar grein- ar til upplýsinga um þann þátt, sem Tónlistarfélagið hefur átt í mótun tónlistarlífs hér í bæ. í tilefni af breyttum kringum stæðum í tónlistarneyzlu og stórauknum möguleikum fólks til þess að hlýða á og njóta tón- listar, þá hefur stjórn Tónlistar- félagsins samþykkt breytingar á lögum félagsins. Þessar breyt- ingar leiða meðal annars til þess, að öllum sem gerast nú styrktarfélagar er gefinn kost- ur á að hafa stefnumótandi áhrif á félagsskapinn, þ. e. með fullkominni félagsaðild og með þátttöku í kosningu 12 manna félagsráðs árlega, en það stjórn- ar félaginu til eins árs í senn. Með þessu hefur stjórnin opnað sérhverjum áhugamanni leið til áhrifa innan félagsins, og er það von stjórnarinnar að félagið endurnýist af kröftum og fólki með ferskar og góðar hugmynd- ir, svo félagið geti ráðist í stærri og fjölbreyttari verkefni en hingað til. Á aðgöngumiðum er áfast afrit, sem ætlað er þeim sem áhuga hafa á inngöngu í Tón- listarfélagið, og gildir sú inn- tökubeiðni jafnt fyrir þá sem áður hafa verið styrktarfélagar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.