Dagur - 18.07.1973, Qupperneq 1
Bændadagur Eyfirðinga
BÆNDADAGUR Eyfirðinga
verður að þessu sinni haldinn
sunnudaginn 29. júlí n. k. að
Árskógi á Árskógsströnd.
Dagskráin hefst með helgi-
stund, sem sr. Kári Valsson
annast. Ræðu dagsins flytur
Jónas Jónsson aðstoðar land-
búnaðarráðherra. Þá verða
ýmis atriði til skemmtunar og
fróðleiks. Sem og undanfarin ár
verða veitt verðlaun fyrir góða
umgengni á sveitabýlum. Þá
fara fram íþróttaleikir, s. s.
handbolti, knattspyrna og
bænddagshlaupið.
Um kvöldið verður svo stig-
inn dans í Víkurröst á Dalvík.
Gautar frá Siglufirði leika.
Að venju er samvinna um
þessi hátíðahöld milli Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar og Ung-
mennasambands Eyjafjarðar. Er
það von þessara aðila, að bænd-
ur og búalið fjölmenni á sam-
komu þessa. □
Bindindismóf verður á Hrafnagili
AÐ þessu sinni verður bind-
indismótið ekki í Vaglaskógi,
svo sem verið hefur undanfarin
ár, heldur á Hrafnagili, og segja
forráðamenn mótsins að það
verði, sem fyrr, tilvalið fjöl-
skyldumót og fjölmargt til
skemmtunar. Fer mótið fram
um verzlunarmannahelgina. —
Verður mótssvæðið mikið
skreytt og tjaldstæði skipulögð.
Þeir, sem að bindindismótinu
standa eru: ÍBA, HSÞ, UMSE,
IOGT, ÆFAK, skátar og Æsku-
lýðsráð Akureyrar.
Mótið verður auglýst nánar
síðar. Q
Þetta 30 ferm. hús, byggt á verkstæði Jóns Sigurjónssonar, eigandi Baldur Sigurðsson, verður
flutt suður að Gæsavötnum um næstu helgi. Smiður og eigandi við húsið. (Ljósm.: E. D.).
Skattskráin liggur frammi
Tvenn hjón fórust
ÞAU hörmulegu tíðindi urðu á
sunnudaginn, að tvenn ung
hjón fórust, er þau voru á leið
frá Reykjavík til Þórshafnar í
fjögurra sæta flugvél Vængja.
Þau, sem fórust voru: Jórunn
Rannveig Elíasdóttir og Sigurð-
ur Davíðsson, og Sigríður Guð-
mundsdóttir og Ingimar Davíðs-
son. Eiginmennirnir voru bræð-
ur, synir Davíðs Sigurðssonar
forstjóra FIAT-umboðsins j
Reykjavík.
Flugvélin fórst í Snjófjöllum.
Orsakir eru ókunnar. Q
Sauðárkróki 16. júlí. Mikið hef-
ur verið að gera í frystihúsun-
um hér á Sauðárkróki að undan
förnu. Togararnir Drangey og
Hegranes afla vel. Drangey
kom í síðustu viku með 170
lestir og er væntanleg einhvern
næsta dag með afla. Hegranesið
landaði 130 tonnum, einnig í
síðustu viku. Færabátarnir afla
sæmilega á handfæri.
Sláttur er mjög víða hafinn
og þeir fyrstu eru búnir að
hirða eitthvað af heyi. Spretta
er að verða sæmileg.
SUMARHÁTÍÐ Framsóknar-
manna í kjördæminu, sem hófst
á Raufarhöfn 13. júlí, lauk á
Laugum á sunnudaginn, 15. júlí.
Gestir á þessum samkomum
voru samtals á þriðja þúsund
ALMENNIR stjórnmálafundir
verða á vegum Framsóknar-
flokksins sem hér segir:
í Bárðardag laugardaginn 21.
júlí kl. 21. — í Ljósvetningabúð
mánudaginn 23. júlí kl. 21. —
Á Breiðumýri þriðjudaginn 24.
júlí kl. 21.
SKATTSKRÁ Norðurlandsum-
dæmis eystra hefur verið lögð
fram og koma þar fram m. a.
eftirgreindar upplýsingar:
Heildar fjárhæð álagðra
gjalda í umdæminu er kr.
847.618.891 hjá 11.275 gjaldend-
um, þar af er álagður tekju-
skattur kr. 383.659.384 hjá 5.787
einstaklingum og kr. 46.966.964
hjá 168 félögum.
Eignarskattur með viðlaga-
gjaldi er kr. 13.639.907 hjá 1.912
Búið er að reka sauðfé og
hross á fjall. En samkvæmt nýj-
um reglum mátti ekki reka
hross í sumarbeitilönd heiðanna
fyrr en 15. júní og var það
ákveðið í gróðurverndarskyni.
Nú í sumar er ekkert sigið í
björg í Drangey og hefur aldrei
í manna minnum fallið úr sum-
ar fyrr en þetta. Við höfum
verið að kaupa svartfuglsegg
frá Vestfjörðum, og er það auð-
vitað einnig nýtt fyrir Skag-
firðinga. G. Ó.
manns. En mest var fjölmennið
á útisamkomunni á Laugum á
sunnudaginn. Einar Ágústsson
utanríkisráðherra flutti þar
ræðu dagsins og var henni mjög
vel tekið. Þar flutti ávarp Ragn-
Á fundinum mæta alþingis-
mennirnir Ingvar Gíslason og
Stefán Valgeirsson og varaþing-
mennirnir Jónas Jónsson og
Ingi Trj'ggvason.
Fundirnir eru almennir og
öllum opnir. □
einstaklingum og kr. 17.569.436
hjá 246 félögum.
Heildar upphæð álagðra út-
svara á Akureyri er kr.
163.741.100 hjá 4.252 gjaldend-
um. Aðstöðugjald greiða 339
einstaklingar á Akureyri kr.
3.162.700 og 200 félög kr.
27.214.900. Viðlagagjald af að-
stöðugjaldi og útsvari greiða
4.129 einstaklingar og 168 félög
á Akureyri, samtals kr.
36.194.100.
í reglum um álagningu út-
svars og viðlagagjalds 1973 seg-
ir svo:
Útsvör eru lögð á samkvæmt
IV. kafla laga nr. 8/1972, um
tekjustofna sveitarfélaga, sbr.
III. kafla reglugerðar nr. 118/
1972, um útsvör.
Samkvæmt 25. gr. nefndra
laga eru útsvörin reiknuð 10%
af brúttó tekjum samkvæmt
skattframtali með þeim frávik-
um, sem lögin heimila, og sem
hér greinir í meðinatriðum:
1. Lagt er á hreinar tekjur af
atvinnurekstri.
2. Eigin húsaleiga og skyldu-
sparnaður eru undanþegin út-
svarsálagningu.
heiður Sveinbjörnsdóttir bæjar-
fulltrúi í Hafnarfirði og Stefán
Valgeirsson alþingismaður. En
Ingi Tryggvason formaður Kjör
dæmissambandsins setti sam-
komuna og stjórnaði henni.
Dansleikurinn, að lokinni úti-
hótíð á Laugum, vakti athygli
sökum þess hve ungir og gamlir
skemmtu sér þar vel og án
áfengis.
Þeir, sem að samkomunni
stóðu, eru mjög ánægðir og hafa
beðið blaðið að skila kærum
kveðjum til allra þeirra, sem
þar lögðu hönd að verki, og
einnig til þeirra, sem komu til
að skemmta sér og njóta þess
er fram fór. □
3. Hverskonar endurgreiddur
kostnaður, sem talinn er til
tekna, er dreginn frá brúttó
tekjum.
4. Veittur er frádráttur fyrir
námskostnaði barna innan 16
ára aldurs, þó ekki hærri en
nemur tekjum barnsins.
5. Notuð er heimild í 4. máls-
gr. 23. gr. nefndra laga um að
áætla þeim, sem stunda sjálf-
stæða starfsemi, útsvarsskyldar
tekjur.
Samkvæmt ákvörðun bæjar-
Stórutungu 15. júlí. Hinn 12.
þ. m. voru 14 konur úr Axar-
firði á ferð um Bárðardal og
var ætlunin að fara að Aldeyjar
fossi, um Stórutungu, en ganga
verður þaðan að fossinum nema
um litla bíla sé að ræða.
Nokkurn spöl frá bænum
vildi það óhapp til, að bíllinn
lenti út í lausan vegarkant og
rann þar útaf og valt á hliðina.
Vegurinn er þarna uppbyggður
en mjór, eins og flestir vegir
voru í sveitum til skamms tíma.
Konurnar komu heim að Stóru-
tungu, þær sem hressar voru
gengu þennan spöl, en öðrum
var ekið í bíl og fengu þær að-
hlynningu eftir því sem kostur
var á. Ekki var um stór meiðsli
að ræða, en þó smávægilegt
mar og skrámur, einnig tauga-
áfall. Flestar jöfnuðu sig fljótt.
A MANUDAGINN tók
Björn Jónsson alþingismað-
ur fomilega við embætti fé-
lags- og samgöngumálaráð-
herra af Hannibal Valdimars
syni, á ríkisráðsfundi. A
þeim fundi lagði Ólafur Jó-
stjórnar og framtalsnefndar, og
með heimild í 27. gr. framan-
greindra laga, er veittur frá-
dráttur á öllum bótum sam-
kvæmt II. kafla laga nr. 67/1971.
Einnig er veittur frádráttur
fyrir kostnaði vegna veikinda,
slysa eða dauðsfalla, sem á
gjaldendur hefur fallið, ef veru-
legan má telja, eða skerða gjald
getu þeirra verulega. Veittur er
frádráttur fyrir námskostnaði
þeirra, sem stundað höfðu nám
(Framhald á blaðsíðu 4)
Hringt var eftir lækni og sjúkra
bíl og var þá hjálp veitt eftir
þörfum. Sjúkrabíllinn flutti
þær, sem frekast þörfnuðust
hjálpar til Húsavíkur, en þang-
að eru um 90 km. Annar bíll
kom og fóru konurnar með hon-
um heim til sín. Fengin var
jarðýta til hjálpar við hinn
oltna bíl og var honum síðan
ekið til Húsavíkur. Þ. J.
ÞRJÚ BÚRHVELI
ÞAÐ bar við á Oddsstöðum á
Sléttu í vor, að þrír búrhvalir,
miklar skepnur, tóku sig út úr
hvalavöðu við Sléttu og syntu
á land nálægt Oddsstöðum.
Engin not voru að þessum
skepnum og grotna þau niður
í fjörunni. □
iiiililliiiiini
liannesson fram tillögu sína
um þetta efni og forsetinn,
dr. Krlstján Eldjám, stað-
festi ráðherraskiptin. En
Hannibal Valdimarsson hafði
áður beðið um lausn frá
embætti. □
ii iii iiiiiiiiu iii 1111111111111111 n IIII1111 ii iii iii iiiiiiiiiui III iiin in III iiiiiiiin II iii » iii 11111111111111111111111111111111111111
Góður aili og mikil vinna
Sliiíiarhátíðiii tókst mjög vel
Almennir fundir í kjördæminu
Bílveifa í Bárðardalnum
RÁDHERRASKIPTI
iii ii n iii iii n 11111111111111111111111