Dagur - 18.07.1973, Page 2
2
FYRSTA BÓKÍN UM HEIMAEYJARGOSIÐ
FYRSTA heimildarbókin um
gosið í Vestmannaeyjum kom á
markaðinn daginn sem lýst var
yfir að gosinu væri lokið. Ice-
land Review gefur þessa bók út
og ber hún heitið „VOLCANO
— Ordeal by Fire in Iceland’s
Westmann Islands“. Er þetta
mikil myndabók en texti á
ensku, eins og flest það, sem
útgáfa Iceland Review lætux frá
sér fara ,enda hefur það frá upp
hafi verið hiutverk útgáfunnar
að dreifa erlendis fróðleik una
ísland, vandamál og viðfangs-
efni, til aukins skilnings meðal
annarra þjóða á högum lands-
manna og viðhorfum.
Þessi nýja bók er mjög lit-
auðug, myndirnar nær 80 tals-
ins og flestar í htum. Óhætt er
að segja, að hér sé að finna
ýmsar althyglisverðustu mynd-
irnar, sem teknar voru í Eyjum.
Margir af fremstu ljósmyndur-
um þjóðarinnar hafa lagt til
myndir í bókina, en hér hefur
veríð safnað saman úrvali frá
21 myndasmið. Flestar myndir
eiga Sigurgeir Jónasson og
Gunnar Hannesson.
Bókin er tvískipt. Fyrri hlut-
inn greinir frá hfinu í Vest-
mannaeyjum eins og það var
fyrir gosið, bregður upp mynd-
um af fólkinu í starfi og leik —
svo og af undurfagurri og sér-
stæðri náttúru eyjanna með fjöl
skrúðugu fuglalífi.
Síðari hlutinn og sá lengri
segir frá upphafi gossins, ham-
förum náttúrunnar og mannleg-
um átökum — baráttunni við
ofureflið. Hér er ekki aðeins um
myndasögu að ræða, því Árni
Gunnarsson, fréttamaður hjá
Ríkisútvarpinu, skrifar ýtarleg-
an texta, bæði um Eyjar fyrír
gosið — og hildarleikinn mikla.
Árni er manna bezt fallinn til
að inna þetta verk af hendi,
bæði þekkti hann Eyjar áður —
og svo fylgdist hann náið með
gosinu. Hann flaug yfir Eyjar
strax fyrstu nóttina og flutti út-
varpshlustendum fréttimar jafn
óðum í margar vikur
May og Hahberg Hallmunds-
son þýddu texta bókarinnar, en
uppsetningu og útht annaðist
Fanney Valgarðsdóttir hjá Aug
lýsingastofu Gísla B. Björnss.
Bókin kostar kr. 995.00 í verzl
unum og er önnur í flokki, sem
nefnist Icéland Review Books.
Sú fyrsta kom út í fyrra og ber
heitið ICELAND — The Un-
spoiled Land, og er fyrst og
. fremst myndabók. Q
Sumarhappdræífi Framsóknarflokksins 1973
VINNINGASKRA:
1. Hjólhýsi nr. 1093.
2. Hraðbátur nr. 34856.
3. Vatnabátur nr. 10100.
4. Sunnuferð til Mallorca nr. 44657.
5. Kvikmyndavél nr. 36861.
6. Tjald og viðleguútbúnaður nr. 34671.
7-15. Vatnabátar nr. 15892, 37140, 38913, 44785, 42011, . , .
22000, 25885, 25167 og 8241.
16-18. Myndavélar nr. 7162, 43657 og 63807.
19-20. Myndavélar nr. 6328 og 56940.
21-22. Myndavélar nr. 8151 og 44159.
23-25. Myndavélar nr. 68237, 37467 og 44730.
26-35. Veiðivörur nr. 2324, 5775, 8322, 3479, 30379, 32012,
37626, 47473, 49499 og 63221.
36-50. Sportvörur nr. 17670, 627, 21456, 22770, 27191, 35952,
38575, 43949, 32789, 68461, 21224, 40658, 58540, 13500
og 16143.
Birt án ábyrgðar.
1 í
il
• • i'
I j
j! i
!BA og FRAM á sunnudag
r r
I. flokkur IA og IBA næstk. fimmtudagskvöld
Á SUNNUDAGINN fer fram á
Akureyrarvelli leikur í 1. deild,
og er það fyrsti leikur IBA í
síðari umferð. Framarar koma
norður og leika við Akureyr-
inga og hefst leikurinn kl. 16.00.
Á mörgúh, fimmtudag, leika
Akureyringar við Akurnesinga
í Bikarkeppni KSÍ, 1. flokki, og
eru það undanúrslit í þeirri
keppni. Það lið sem sigrar leik-
ur til úrslita. Leikurinn fer
fram á Akureyrarvelli og hefst
kl. 20.00. Q
Ful! atvinna
Flugfélag íslands h.f.,, Akureyri, vantar starfs-
mann og stúliku til starfa á söluskrifstofu félags-
ins í Kaupvangsstræti 4, frá og með 1. september
(1. október) n.k. Tungumálakunnátta nauðsyn-
leg. Umsókn með upplýsingum um menntun og
störf skal kccnið til Sveins Kristinssonar, Flug-
félagi íslands b.f., Akureyri, fyrir 7. ágúst n.k.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F., Akureyri.
Sumarhátíð IBA á Akureyri tóksf vel :
UNDANFARNA VIKU hefur
staðið yfir Sumarhátíð ÍBA, og
hefur verið mikið um að vera á
íþróttasviðinu. Flest aðildar-
félög íþróttabandalags Akur-
eyrar hafa tekið þátt í þessari
hátíð. Hátíðin hófst laugardag-
inn 7. júlí með skrúðgöngu
íþróttafólks og forustumanna
íþróttahreyfingarinnar og var
gengið frá íþróttavellinum upp
að sundlaug. Þar flutti ísak Guð
mann, form. ÍBA, ávarp, og
varaforseti ÍSÍ, Sveinn Björns-
son, flutti kveðjur frá ÍSÍ. Það
vakti atbygli, að mest bar á
yngstu félögum KA og Þórs í
göngu þessari, en þeir eldri létu
ekki sjá sig og nokkuð marga
vantaði af forustumönnum
hinna ýmsu aðildarfélaga ÍBA.
Tilgarigur íþróttahátíðarinnar
var sá að vekj'a athygli bæjar-
búa og forustumanna bæjarins
á hinu mikla starfi sem liggur
að baki allri starfsemi íþrótta-
hreyfingarinnar í bænum, sem
unnið er svo til eingöngu af
áhugamönnum og er algerlega
ólaunað. Það gera sér sennilega
ekki allir Ijóst, að íþróttahreyf-
ingin gegnir stærsta hlutverk-
inu í æskulýðsmálum bæjarins.
Þúsundir barna, unglinga og
fullorðinna aka þátt í starfsemi
íþróttahreyfingarinnar sér til
ánægju og heilsubótar. Ekki eru
það allir sem vinna stóra sigra,
en eru samt þátttakendur. Það
er einmitt styrkur íþróttahreyf-
ingarinnar að allir geta verið
með. Flestar fjölskyldur bæjar-
ins taka þátt í íþróttastarfinu,
einhver fjölskyldumeðlimur eða
allir stunda einhverja íþrótt,
golf, sund, knattspyrnu, hand-
knattleik, skíðaíþrótt, skauta-
íþrótt, skotfimi, siglingar, róður,
sjóstangveiði, trimm o. s. frv.
Aðstaða til íþróttaiðkana hér í
bæ er allgóð á flestum sviðum,
t. d. er aðstaðan í Hlíðarfjalli sú
bezta á landinu, enda árangur
skíðafólks eftir því. Vonandi á
íþróttahreyfingin á Akureyri
eftir að eflast mikið á ókomnum
árum með góðum stuðningi for-
ráðamanna bæjarfélagsins, og
bæjarbúar verða að gera sér
grein fyrir því, að það kostar
mikla fjármuni að koma upp
fyrirmyndar aðstöðu fyrir
íþróttafólk þessa bæjar og rekst
ur íþróttafélaga kostar mikið.
Sundmót Akureyrar var háð
laugardag og sunnudag 7.—8.
júlí. Sundsamband íslands sendi
5 keppendur, sem kepptu sem
gestir. Þeir urðu að vonum sig-
ursælir á mótinu. Einnig komu
13 gestir frá Húsavík og kepptu.
Þriðjudaginn 10. júlí var
frjálsíþróttamót fyrir yngstu
keppendurna. 42 keppendur
voru á þvf'móti frá KA og Þór.
Mörg ágæt afrek vann unga
fólkið á .þvimóii.
Það mun algért nýmæli hér á
landi að halda skíðamót um
miðjan júlí, en það var gert
miðvikudáginn 11. júlí. Keppni
fór fram í svigi við Stromp. Þátt
takendur voru 29. Sigurvegarar
urðu: Haukur Jóhannsson, KA,
Jónas Sigurbjörnsson, Þór, og
Tómas Leifsson, KA. Ennfrem-
ur voru 3 keppendur í göngu,
sem fram fór uppi við Hlíðar-
fjallsbrún. Göngubrautin var
um 10 km. Sigurvegari varð
Halldór Matthíasson, KA, 2.
Reynir Sveinsson, Fljótum, og
3. Þórólfur Jóhannsson, KA.
Á fimmtudaginn 11. júlí var
golfkeppni að Jaðri.
Fimleikafólk frá Svíþjóð,
Finnlandi og Danmörku sýndi
leikfimi í íþróttaskemmunni á
föstudag. Áhorfendur voru því
miður færri en æskilegt hefði
verið.
Mikið var um knattspyrnu á
Sumarhátíðinni og var efnt til
móts fyrir 5. og 4. fl. með þátt-
töku liða frá Ármanni, Rvík, og
liða frá Vestra, ísafirði. í 5. fl.
sigraði lið Þórs, Ak., en lið KA
sigraði í 4. fl. Lið ÍBA sigraði
UMSE í 3. aldursflokki.
Á laugardag 14. júlí kom mfl.
karla frá handknattleiksdeild
Fram og keppti við lið ÍBA.
Framarar sigruðu með nokkr-
um yfirburðum. Á undan þeim
leik sýndu félagar úr Skotfélagi
Akureyrar skotfimi með rifflum
og boga. Tókst sú sýning vel, að
öðru leyti en því, að áhorfendur
voru of fáir. Þennan dag fór
fram keppni í blaki milli ÍMA
og UMSE. UMSE sigraði, vann
tvær hrinur, ÍMA eina.
Sunnudaginn 15. sýndu félag-
ar úr Sjóferðafélagi Akureyrar
siglingar við góðar undirtektir.
Badmintonleikarar frá Völs-
ungi á Húsavík háðu keppni við
félaga úr Badmintondeild ÍBA.
En jafntefli var í tvíliðaleik en
Akureyrmgar sigruðu í öllum 4
leikjunum í einliðaleik.
Á eftir badmintonkcppninni
háðu piltar úr 3. fl. KA og Þórs
keppni í handknattleik. KA-pilt
arnir sigruðu með töluverðum
yfirburðum.
Einum líð íþróttahátíðarinnar
er ólokið, þ. e. leik milli ÍBA og
Keflvíkinga. Enn er óráðið
hvenær leikurinn verður, en
menn bíða hans með mikilli
eftirvæntingu. Q
Námskeið í meðferð seglbáta
Enn eru laus nokkur pláss fyrir drengi og stúlk-
ur eldri en 15 ára.
SJÓFERÐAFÉLAG AKUREYRAR.
Daguk
óskar að ráða blaðburðarbarn á Syðri-Brekkuna.
Upplýsingar á skrifstofu blaðsins og í síma 1-11-67.
Samkvæmt skýrslum um sjúklinga, sem látizl Hafa
af völdum kransæSastiflu á Landsspítala íslands
siðustu árin, dóu stórreykingamenn í þeim hópi
12 árum yngri en hinir, sem ekki höfðu reykt.
Þetta er skýrt íslenzkt dæmi um tengsl
sígarettureykinga og kransæðasjukdóma.
Láttu sorglega reynslu annarra verða þér
víti til varnaðar.