Dagur - 01.08.1973, Blaðsíða 2

Dagur - 01.08.1973, Blaðsíða 2
2 BUXUR, margar gerðir Stutterma PEYSUR GRANUFELAGSG. 4 SÍMI 115 99 RAÐHUSTORGI 3 SÍMI 11133 Fyrir verzlnarmannahelgina ALLSKONAR VEIÐITÆKI: Hjól, línur, stengur, spænir. í ÚTILEGUNA: Tjöld, svefnpokar, frakpokar. Gastæki, gasljós, útigrill, matartöskur, pottasett 4 tegundir. SÓLTJÖLDIN ómissandi. ATH.: SÆNSKU TJÖLDIN ERU AÐ KOMA AFTUR. BRYNJÓLFUR SVEINSSON HF. AUGLÝSIÐ í DEGI Leikurinn var spennandi og mörg augnabiik skeiruntileg. (Ljósm.: Friðrik Vestmann) AKUREYRINGAR léku við Breiðablik á Akureyrarvelli sl. laugardag í Knattspyrnumóti íslands, 1. deild. Leikar fóru svo að Akureyringar sigruðu, skoruðu 3 mörk, en Breiðablik skoraði 1 mark. Staða Akureyringa í 1. deild er nú þannig, að þeir hafa hlot- ið 7 stig og eru Akurnesingar og KR-ingar með sömu stiga- tölu. Fram hefur hlotið 6 stig, en Breiðablik rekur lestina með Terylene jessíun marg eftir spurðu komin aftur í mörgum litum. VERZLUNIN RÚN aðeins 2 stig. Keflvíkingar eru nú langefstir með 18 stig og hafa unnið alla sína leiki. Lauga'i’daginn 11. ágúst er næsti leikur Akureyringa á heimavelíi og koma þá Kefl- víkingar norður og má búast við að knattspyrnuunnendur fjölmenni á völlinn. Breiðaklið—ÍBA, 2. fl., 6:3. Á sunnudag hefndu Breiða- bliksmenn ófaranna á laugar- daginn og sigruðu 2. flokk ÍBA með 6 mörkum gegn 3. í leik- hléi höfðu Akureyringar skorað 3 mörk en Breiðablik 1. Það snerist því illilega við leikurinn í síðari hálfleik. Breiðablið skoraði 5 mörk en Akureyring- ar ekkert. KA—Þór leika á fimmtudag. Á fimmtudaginn, kl. 20.30, leika KA og Þór á íþróttavell- inum, meistaraflokkur karla, og er það svokallað Júlímót. Norðurlandsriðill, 3. deild. Næsti leikur íslandsmótsins í knattspyrnu, 3. deild, Norður- landsriðli, verður á Grenivík í kvöld, (miðvikudag) kl. 20.00. Umf. Magni og UMSE keppa þar í seinni umferð. UMSE hefur hlotið 5 stig, en Magni 7 stig og er efsta liðið í riðlinum. ÞEGAR vindur er á suð-vestan sjást oft á lofti hér norðanlands vindskafin ský. Þessi ský kalla svifflugmenn bylgjuský, en þau myndast af því, að í stað þess að fara lárétt fer vindurinn upp og niður í bylgjuhreyfingum. — Undanfarna daga hefur verið suð-vestan átt og bylgjuský á lofti. Svifflugmenn hafa reynt að notfæra sér þessi skilyrði eftir föngum og á fimmtudaginn 26. þ. m. hugðist Haraldur Ás- geirsson freista þess að svif- fljúga til Egilsstaða, og slá þar með íslandsmetið í vegalengdar og markflugi. Hann var dreginn á loft um kl. 16.00, en skilyrðin voru þá ekki sem bezt, bál- hvasst í lofti, 10—12 vindstig. Haraldur náði þó 10 þús. feta hæð og lagði af stað austur. Um kl. 19.00, þegar hann var yfir Möði’udal á fjöllum, þraut upp- streymið og Haraldur lenti svif- flugunni á þjóðveginum skammt frá Möðrudal. Leiðangur var gerður út til að ná í Harald og sviffluguna og kom hann í Möðrudal um mið- nættið, eftir 5 klst. torfæruakst- ur frá Akureyri. Allan tímann beið Haraldur við sviffluguna HIN árlega Hólahátíð var hald- in sunnudaginn 29. júlí og var Hólastaður fánum prýddur. Þá var haldinn aðalfundur Hóla- félagsins, sem er áhugamanna- félag um eflingu Hólastaðar, en formaður þess er séra Árni Sigurðsson á Blönduósi, sem við það tækifæri flutti skýrslu sína. Myndastytta af Guðmundi biskupi góða er nú komin til Hóla og er hún gerð af Gunn- fríði Jónsdóttur. Stjórn Hólafélagsins skipa, auk formanns: Séra Gunnar Gíslason, Glaumbæ, Gestur Þor steinsson, Sauðárkróki, Margrét Árnadóttir, Hólum og Gunnar Oddsson, Flatartungu. Hátíðamessa hófst svo síðar um daginn eftir skrúðgöngu presta. Séra Harald Hope frá Noregi predikaði, en ýmsir prestar þjónustu fyrir altari á undan og eftir. Kirkjukór Dal- víkur söng undir stjórn Gests Hjörleifssonar, sem lék á kirkju orgelið. Klukkan 4.30 hófst svo í kirkj unni samkoma með ávarpi for- manns, en biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, flutti ræðu og rakti sögu staðarins. Ennfremur ræddi hann hlut- verk Skálholts og Hóla í nú- tíð og framtíð. Séra Harald Hope og kona hans, frú Hanna Hope, sungu tvísöng við hrifn- ingu áheyrenda. Samkomunni Hólahálíð cg aðalfundur haldinn lauk með almennum safnaðar- söng. Aðalfundur Prestafélags Hóla stiftis fór fram á Sauðárkróki degi áður. Formaður þess er séra Pétur Sigurgeirsson vígslu biskup. En það var stofnað á Sauðárkróki fyrir 75 árum. For maður flutti skýrslu stjórnar- innar, en stjórnarmenn, auk hans, eru: Séra Sigurður Guð- mundsson, séra Stefán Snævarr, séra Pétur Þ. Ingjaldsson og séra Björn Björnsson. Stofnaður hefur verið sjóður til stuðnings hugmyndinni um kirkjuskólastofnun á Hólum og nemur hann nú nokkuð á fjórða hundrað þúsund krónum. Sjóð- stofnandi er Guðrún Þ. Björns- dóttir. Hefur hún og maður hennar, Sveinbjörn Jónsson, stutt hugmyndina af áhuga. Um kvöldið hófst hátíðasam- koma í Sauðárkrókskirkju og kirkjukór staðarins söng. Q og þáði gosdrykki og súkkulaði- kex af hugulsömum vegfarend- um. Vegalengdin frá Akureyri til Möðrudals er rúmlega 100 km. og er þetta því Norðurlands met. íslandsmetið er 175 km. Daginn eftir var Bragi Snæ- dal dreginn á loft í svifflugunni, því enn voru bylgjip á lofti. Klukkutíma seiriná varið heldur en ekki uppi fótur pg fit á Húsa- vík, er svifflu^a lentl þar svo að segja í miðjum kaupstaðnum. Silfur-C nefnist alþjóðlegt svif- flugpróf, en þar er m. á. krafist 50 km. yfirlandsflugs. Á íslandi eru aðeins rúmlega -20 svifflug- menn með slíkt próf og er Bragi Snædal yngsti íslendingurinn, sem þessu prófi nær, aðeins 19 ára. Mikill kraftur er nú í Svif- flugfélagi Akureyrar og fer flugkennsla fram um hverja helgi á Melgerðismelum. Um verzlunarmannahelgina býður ‘félagið þeim sem áhuga hafa, að kynnast svifflugi af eig in raun. Verða svifflugmenn með tvísessu félagsins á Mel- gerðismelum og verður hún dregin á loft með spili upp í 12—16 hundruð feta hæð. Inngöngu í Svifflugfélag Ak- ureyrar geta allir fengið sem orðnir eru 15 ára og hafa staðizt læknisskoðun. Formaður félags- ins er Húnn Snædal. ■m Fæst í kaupfélaginu HÖFUM OPNAÐ eftir sumarleyfi. GUFUPRESSAN, Skipagötu 12. eMMHMMBMMMHMIMHMMMMMMai StðrgSæsileg úfiskefnnifyn á laicgardag cg sudnudag ÓMAR RAGNARSSON og JÓN GUNN- LAUGSSON, ásamt mörguin öðrum, sjá um að allir skemmti sér á BINDINDíSMÓTINU AD HEAFNAGILI Verzlun til sölu Sérver/lun í miðbænum í fullum gangi til sölu. Upplýsingar gefur FASTEIGNASALAN H.F., Glerárgötu 20. — Sími: 2-18-78. — Opið'kl. 5—7. ii i t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.