Dagur - 01.08.1973, Blaðsíða 1
Hvalveiðiskip
strandar
Dagur
keniur næst út miðvikudaginn
9. ágúst.
Skóla- og samkomuhúsið á Árskógsströnd. Mynd in tekin áður en samkoman hófst.
(Ljósm.: L.D.)
Skagaströnd 31. júlí. Sunnudags
kvöldið 29. ágúst strandaði
norskt hvalveiðiskip á Ásbúðar-
skeri fyrir norðan Ásbúðir á
Skaga. Báturinn heitir Miloy,
frá Kristjánssundi, 89 tonn,
smíðaður úr eik. Eftir að kunn-
ugt varð um strandið fóru bræð
ur frá Víkum á strandstað.
Norðmennirnir voru þá byrjað-
ir að létta skipið. Tveir norskir
hvalveiðibátar voru þá á leið-
inni til aðstoðar og töldu strand
mennirnir ekki þörf á aðstoð úr
landi. En skemmst er frá því að
segja, að hjálparskipin náðu
Miloy ekki af skerinu. Var þá
leitað aðstoðar á Siglufirði og
Dagný fengin til að draga skipið
af strandstaðnum og tókst það
klukkan 11 á mánudagskvöld,
á háflæði, og var þá rúmur
sólarhringur liðinn síðan skipið
strandaði. Bæði skipin héldu til
Siglufjarðar og á að taka það
norska í slipp. Ekki var það
talið mikið skemmt, en þó hafði
stýrið laskazt eitthvað.
Sex menn voru á Miloy, en
þrír þeirra fóru um borð í ann-
að norska skipið, er til hjálpar
kom.
Björgunarsveit frá Sauðár-
króki fór til aðstoðar, og dvaldi
við strandstaðinn þar til skipið
var dregið út. Hér á Skaga-
strönd voru menn tilbúnir að
veita aðstoð, um leið og þess
væri talin þörf.
Sagt er, að þessi norsku skip
væru á leiðinni til Grænlands
til hrefnuveiða. X.
BÆNDADAGUR Eyfirðinga
var haldinn á Árskógsströnd á
sunnudaginn og fóru hátíða-
höldin að mestu fram undir
berum himni á snyrtilegri gras-
flöt við skóla og samkomuhús
sveitarinnar, Árskóg. Veður
var hið fegursta, sól og hiti._ En
á þessum stað var fyrsti Bænda
dagurinn haldinn, 1957, og þá
flutti Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi ræðu, sem hreif alla
viðstadda og Steingrímur Stein
þórsson, fyrrum forsætisráð-
herra, flutti þar einnig ágæta
ræðu.
Að þessu sinni setti formaður
Búnaðarsambands Eyjafjarðar,
Sveinn Jónsson, hátíðina, en
búnaðarsambandið og samband
ungmennafélaga hafa jafnan séð
um þessi hátíðahöld.
Jónas Jónsson, aðstoðar land-
Grasið grær en enginn slær það
FRÁ LÖGREGLUNNI
Á AKUREYRI
Svcinn Jónsson afhcnti vcrðlaun og viðurkcnning ar fyrir snyrtilega umgengni á sveitabæjum og sést
það fólk liér á myndinni, sem veitti viðurkenningunum móttöku. (Ljósm.: E.D.)
MIKIL ölvun var um helgina
og gistu 19 manns í fangahús-
inu. Er það með meira móti.
Tveir voru og teknir ölvaðir við
akstur.
Harður bifreiðaárekstur varð
á hæð einni ofan við Bakkasel
í Öxnadal síðdegis á laugardag-
inn milli tveggja Reykjavíkur-
bíla. Mun annar nær ónýtur og
hinn skemmdist mikið. Öku-
menn og farþegar sluppu við
stórmeiðsli.
Þá lenti bíll einn út í mó,
nálægt Björk í Öngulsstaða-
hreppi, en fór ekki af hjólum.
Skemmdist hann, en ökumaður
slapp ómeiddur. □
Ilrísey 31. júlí. Hér grær grasið
vel á gömlu túnunum, en eng-
inn slær, nema rétt aðeins í
görðunum heima við húsin.
Búskapur er hér niður lagður
og bændur úr landi virðast ekki
hafa áhuga á heyskap hér nú,
eins og var á meðan kal-
skemmdir herjuðu.
Fiskiríið hefur verið heldur
gott og nota menn handfærið.
Þó virðist lítill fiskur innfjarð-
ar. Trillurnar sækja á Flateyjar
mið en stærri bátarnir halda
austur á bóginn. Vinna er næg.
En nú er búið að loka hér frysti
húsinu, eins og öðrum slíkum,
þannig að ekki er tekið á móti
fiski lengur þessa vikuna, miðað
við að ekki liggi fiskur á frysti-
húsuin yfir verzlunarmanna-
helgina. Þetta þykir ýmsum
miður gott.
Rjúpur með unga sína hef ég
ekki ennþá séð. Hins vegar var
Finnur fuglafræðingur á leið-
inni hingað út, en meiddist á
Litla-Árskógssandi, er hann var
að fara um borð í ferjuna og
liggur á sjúkrahúsi. Mun hann
á batavegi og þá kemur hann
væntanlega til að heilsa upp á
rjúpnahjörðina, sem svo mjög
hefur verið rannsökuð í ej'nni
hin síðustu ár.
Báturinn Þorsteinn Vald mun
verða í skemmtiferð um næstu
helgi með Skagfirðinga, sem
fara ætla í Flateyjardal, Fjörðu
og víðar. S. F.
Sveinn Jónsson, forinaður
Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
búnaðarráðherra, flutti ræðu
dagsins og er hennar getið á
öðrum stað. Þá sungu þeir
Viktor Guðlaugsson skólastjóri
á Stórutjörnum og Bragi Vagns
son fimleikakennari við sama
skóla. Frú Sigríður Schiöth
söng gamanvísur og Ingva
Rafns-börn frá Akureyri
skemmtu með söng og gítarleik.
Ármann Dalmannsson, fyrrv.
formaður búnaðarsambandsins,
var heiðraður með góðri gjöf
frá samtökunum og þakkaði
hann með snjöllu kvæði.
Þá veitti búnaðarsambandið
verðlaun fyrir snyrtilega um-
gengni. Lampann, farandgrip,
hlutu hjónin Jón Kristjánsson
og Guðrún Kristjánsdóttir,
Fellshlíð. Viðurkenningar hlutu
Þorgils Gunnlaugsson og Olga
Steingrímsdóttir, Sökku, Jón
Kristinsson og Sonja Emma
Kristinsson, Ytrafclli, Birgir
Þórðarson, Öngulsstöðum II og
Eggert Davíðsson og Ásrún Þór
hallsdóttir, Möðruvöllum II,
ásamt verðlaunum frá Skóg-
ræktarfélagi Eyjafjarðar.
Á íþróttavellinum, skammt
frá skólanum, kepptu heima-
menn við ungmennafélagið
Dagsbrún í Glæsibæjarhreppi í
knattspyrnu og ýmsar aðrar
íþróttir fóru fram, en að síðustu
var dansleikur haldinn í Víkur-
röst á Dalvík og fór hann vel
fram.
Hin ýmsu skemmtiatriði úti,
nutu sín einkar vel, meðal ann-
ars vegna hins hagstæða veð-
urs, og fólki leið vel í hinum
notalega sumarhita, sem ein-
kennt hefur júlímánuð hér á
Norðurlandi.
Bændadagurinn er ekki bar-
áttudagur í venjulegum skiln-
ingi, heldur á hann að vera
gleði- og sameiningardagur stétt
arinnar, og þannig hefur hann
verið. Vera má, að hann sé
þegar kominn í of fastar skorð-
ur, þótt ætíð sé reynt að vanda
til undirbúnings svo sem kost-
ur er.
í þetta sinn ríkir mikil bjart-
sýni í bændastéttinni, vegna
hinnar óvenju hagstæðu veðr-
áttu undanfarið. Naumast er
hægt að segja, að dropi hafi
komið úr lofti síðan byrjað var
að heyja og eru flestir bændur
langt komnir með heyskap sinn
og nokkrir búnir. Heyfengur er
víðast mikill og hey óvenjulega
vel verkuð. □
BJENDADAGUR EYFIRDINGA