Dagur - 14.11.1973, Síða 8

Dagur - 14.11.1973, Síða 8
ÞJOÐLEGT T í IVl A R ! T Pósthólf 267 ■ Akureyri • Sími 96-123-31 Akureyri, miðvikudaginn 14. nóv. 1973 TRÚ. LOFUNAR- I //^~W i GULLSMIÐIR HRINGAR \,/f Jf |\ SIGTRYGGUR 40 GERÐIR \J & PÉTUR N J AKUREYRI Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson í Don Juan. (Ljósmyndastofa Páls) DON JUAN frumsýndur LEIKFÉLAG AKUREYRAR frumsýndi gamanleikinn Don Juan í Samkomuhúsinu á Akur- eyri á laugardaginn, undir leik- stjórn Magnúsar Jónssonar leik hússtjóra, og hóf leikár sitt með þessari sýningu. Leikritið er eft- ir Parísarbúann Moliere, sem var bæði leikari og leikrita- skáld, og er það í fimm þáttum. Með aðalhlutverkin fara Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson. LIÖNSMENN GÁFU 30 MILLJÓNIR í SÍÐUSTU viku tilkynntu Lionsklúbbar hér á landi, að þeir, ásamt hliðstæðum klúbb- um á hinum Norðurlöndunum, gæíu 30 milljónir króna til kaupa á tækjum til sjúkrahúss- ins í Vestmannaeyjum. Fór af- hendingin fram í Vestmanna- eyjum, og er þetta stórgjöf. En sjúkrahúsið í Vestmanna- eyjum er einmitt í smíðum, og er því gjöf þessi enn kærkomn- ari en annars væri. □ Umdæmisstúkuþing HAUSTÞING Umdæmisstúk- unnar nr. 5, haldið 11. nóv. 1973 að félagsheimili templara, Varð- borg, fagnar framkominni til- lögu um afnám vínveitinga á vegum ríkisins og skorar á alla þingmenn og forstöðumenn ríkis stofnana að veita henni lið. Einnig skorar þingið á bæjar- og sveitarstjórnir að taka sömu aístöðu. □ Leikur Arnar Don Juan en Þráinn þjón hans. í þessu leikriti lýsir höfundur aðalsmanninum Don Juan, hin- um mesta skálki, sem stundar þá íþrótt að tæla konur og hyggst stunda hana næstu 20— 30 árin, auk annarra lasta og lyga. Viðvörunarorð mega sín einskis og bölbænir virðast fremur áhrifalitlar. Þó fara að gerast undarlegir hlutir og skelfilegir, því að höfundur er trúr þeirri kenningu, að vondir menn fari til andskotans og í leikslok er söguhetjan fordæmd. Þessum skelmi, sem er frakkur og djarfur eins og stóðhestur, guðlaus og siðlaus, treystandi á sjálfan sig einan, gerir Arnar Jónsson hin béztu skil. Þráinn Karlsson leikur þjón- inn og eru þeir félagar nær all- an sýningartímann á leiksvið- inu. Dálítið jer hann breizkur \ líka:,;én reyilir þ'ó öðru hverju að tala um fýrir húsbónda sín- um, en fær í staðinn háð og spott. Léikur þeirra beggja er sterkur og þáulæfður og leggur höfundur þjóninum marga spaugilega setningu í munn, sem Þráinn kemur vel til skila. Með kvenlrlutverkin fara: Þór hildur Þorleifsdóttir, Saga Jóns- dóttir og Sigurveig Jónsdóttir. Ennfremur leika þeir Stein- ar Þorsteinsson, Guðmundur Olafsson, Friðrik Steingrímsson, Þórir Gíslason, Gestur Einar Jónasson, Kjartan Ólafsson, Jón Kristinsson, Aðalsteinn Berg- dal, Hörður Karlsson og Friðrik Bjarnason. Minni hlutverkin hafa ekki verið vanrækt, og frá hendi leik stjórans er leikurinn vandlega unninn og jafnvel hugvitssam- lega, og leiksviðið er einkar viðfeldið. Betra er fyrir leikhúsgesti, að láta sér ekki bregða of mikið er óvæntir atburðir og harkalegir, en jafnframt dularfullir, fara að gerast undir leikslokin. Vegna þrengsla í blaðinu er ekki unnt að ræða þennan fyrsta sjónleik Leikfélags Akur- eyrar á þessu starfsári nánar að sinni. □ Frá lögr SÍDAN á miðvikudag hafa orð- ið 6 bifreiðaárekstrar á Akur- eyri, sem þó hafa ekki valdið slysum á fólki. En á fimmtu- daginn varð ökumaður á léttu bifhjóli fyrir bifreið á mótum Hafnarstrætis og Kaupvangs- strætis. Féll hann í götuna og er sagður höfuðkúpubrotinn. Frá því sl. miðvikudag hefur einn maður verið tekinn ölvað- ur við akstur og 12 gistu fanga- geymsluna á þessum tíma, sakir ölvunar. ÁÐSTEFNA UM VETI NÝIR MENN Á ÞING VEGNA veikinda og síðan and- láts Gísla Guðmundssonar hef- ur Jónas Jónsson fyrsti vara- þingmaður flokksins í Norður- landskjördæmi eystra setið á Alþingi. En vegna utanfarar Jónasar í opinberum erinda- gjörðum, tók Ingi Tryggvason nýlega sæti á þinginu. Og í gær mun Heimir Hannesson, sem nú er annar varaþingmaður þessa kjördæmis, hafa tekið sæti á þingi vegna sjúkleika Stefáns Valgeirssonar. □ RÁÐSTEFNA um vetrarbygg- ingar verður hladin á vegum Rannsóknarstofnunar bygging- ariðnaðarins og fleiri aðila í Borgarbíói á Akureyri dagana 23.—24. nóv. 1973 og hefst hún kl, 9 þann 23. nóv. Á ráðstefnu þessari verður fjallað um þau miklu vandamál sem vetrarbyggingar eiga við að etja og reynt að finna lausn á þeim málum, svo bæta megi þær aðstæður sem erfiðastar eru og mest hafa staðið fyrir þriíum samfelldum byggingar- framkvæmdum allt árið. Ollum sem áhuga hafa á þess- um málum og þá sérstaklega iðnaðarins, er bent á að notfæra sér þetta tækifæri og senda full- trúa á þessa ráðstefnu. Dagskrá verður birt síðar en öllum sem áhuga hafa og vilja fá upplýsingar er bent á að hafa samband við Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins, Reykja vík, sími 91-83200, eða Ingólf Jónsson, Akureyri, sími 96-12219. Á ráðstefnunni verður fjallað um veðurfar (vetrarveðrið), verkfræðilegar úrlausnir, að- stæður á vinnustað, upphitun, yfirbreiðslu, steypu að vetrar- SMATT & STORT ÞEGAR SAUÐFÉ FERST f UMFERÐ f aukinni umferð er búpeningi meiri hætta búin en áður. Fram leiðsluráð landbúnaðarins hefur í Lögbirtingablaðinu tilkynnt um bótagreiðslur vegna sauð- fjár, sem ferst í umferð frá 1. sept. til ársloka. Þar segir: Fyrir tvílembinga skal greiða 3290 kr., einlembinga kr. 3860. Fyrir veturgamalt, gemlinga, skal greiða 5560 kr., fyrir geld- fé annað en hrúta skal greiða 7720 kr., fyrir ásetningsær að hausti kr. 4600, fyrir 1. verð- launa hrúta 13700 kr., fyrir 2. verðlauna hrúta 11400 kr. og fyrir aðra hrúta 9100 kr. Fyrir grá lömb bætast 250 kr. við og fyrir gráar ær og hrúta 500 kr. DÆMDIR f FANGELSI Tveir Akureyringar voru fyrir nokkru dæmdir í 5 og 10 mán- aða fangelsi fyrir fjárdrátt og skjalafals við embætti bæjar- fógetans á Akureyri. Við ákvörðun refsingar var þess gætt, að þeir höfðu sett trygg- ingu fyrir greiðslu bóta, er hlauzt af atferli þeirra. Fjár- dráttarupphæðin var 1.8 millj. króna. HESTURINN OKKAR í nýútkomnu liefti af Hestinum okkar, 3. tölublaði þessa árs, birtast svör við ýmsum spurn- ingum um meðferð hesta. Þar er varað við of miklum gælum við ungviði og við því að temja hross of snemma. Bezt sé að láta folöld og tryppi sem afskipta- minnst og þau þurfi sem mest frjálsræði til að þroskast eðli- lega. Þriggja og fjögurra vetra hross sé heppilegt að gera að- eins bandvön, hvað sem stærð- eglmiiii Bíll valt á föstudaginn á Þing vallastræti. í Hlíðarfjalli varð rjúpna- skytta þess vör, að hestur hafði lent í pytti. Gerði hann aðvart og var hesturinn dreginn upp. Um eigandann er ekki kunn- ugt ennþá, en hesturinn fékk þá hjúkrun,.er unnt var að veita. Glitmerkin komu nýlega til bæjarins, en aðeins lítil send- ing og er meiru lofað. Merkin eru seld í búðum KEA eins og (Framhald á blaðsíðu 2l framkvæmdaaðilum byggingar- lagi, tæknilegar úrbætur, ásamt ótal fleiri atriðum, einnig verða kvikmyndir til skýringar. Um þessi mál hafa framsögu færustu menn á sínu sviði og því næst gefst kostur á umræð- um, en að þeim loknum verður reynt að fá niðurstöður í þess- um veigamiklu atriðum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráð- stefna slík sem þessi er haldin og var henni valinn staður á Akureyri með tilliti til þess að erfiðleikar í þessum málum eru ekki síður utan höfuðborgar- svæðisins en á því. inni líði, en temja þau ekki veru lega fyrr en 5—6 vetra. Er þetta rökstutt með því, að hross undir fimm vetra aldri séu ekki nægi- lega andlega þroskuð til alvar- legrar tanmingar, og hætta sé á, að þau tapi kjarki og sjálfs- trausti. „SKYLDI ÞAÐ VERA MÖNUR EÐA PILLURNAR?“ Svo mælti lítið eitt hljóðvillt kona, er hún las í sunnanblöð- um að kannski væri hægt að vinna það efni úr fiskslógi, sem kæmi í veg fyrir getnað og þyrfti aðeins að taka inn einu sinni á mánuði. En það er margt gott í fiskinum og smám saman er farið að vinna hann betur til hinna ýmsu nota. Lyfjafram- leiðendur hafa upp á síðkastið beint athyglinni að sjávarvörum í leit að efnum til varnar getn- aði, er taki öðrum efnum fram í hinni miklu baráttu við of- fjölgunarvandamálið. ÚTIVIST ARS V ÆÐI Framsýnir ræktunarmenn eru að breyta stóru landsvæði við sunnanverð bæjartakmörkin í skógarlcndur, sem á síðustu ár- um eru að verða liinar fegurstu og er liér um að ræða liið gamla Kjarnaland. Þetta land er að taka slíkum bréytingum vegna skógræktarinnar, að nú er ákveðið að gera þar opið úti- vistarsvæði fyrir Akureyringa og þjóðhátíðarnefnd hefur auga stað á því sem útiliátíðarstað, þegar ellefu aldar byggðar verð ur minnzt á næsta sumri. Úti- vistarsvæðið í skógivöxnu Kjarnalandi verður hin mesta bæjarprýði og kjörinn fjöl- skyldustaður á sumrin. SKÍÐALAND Á vetrum mætir Hlíðarfjall ósk- um manna um skíðabrekkur, lyftu, togbrautir, skíðamót, fjall göngur og veitingastað. Guð gefur snjóinn í Hlíðarfjall og náttúran annast vöxt og við- gang Kjarnaskógar, með mikl- uni árangri, þegar mannshöndin leggur lienni lið. Austan f jarðar er Vaðlaskógur, en Glerárdalur inn er ennþá eingöngu helgaður þjónustunni við munn og maga búpeningsins. Nú þegar er því nokkrum áíanga náð í útivistar- málunum, en þau þurfa, ekki síður en götur og torg, að fylgja framtíðarskipulagi kaupstaða og annars þéttbýlis. BÆRINN A LAND Undanfarna mánuði hefur þjóð- in orðið vitni að sérstæðu máli, svonefndum Votmúlakaupum í Sandvíkurhreppi, sem átti að leggjast undir Selfosshrepp. Kaupverð var 30 milljónir. Dæmið um Votmúlakaupin minnir á, hvernig farið getur víða um land, þar sem byggð er þétt, ef ekki er jafnframt öðrum þéttbýlisþörfum séð fyrir nægi- legu landi. Akureyrarkaupstað- ur hefur verið svo framsýnn að kaupa nokkrar jarðir í nágrenni sínu við verði, sem miðast við almennt söluverð bújsrða. Vaxt armöguleikar bæjarins eru því nær ótakmarkaðir uin langa framtíð, án þess Votmúlaævin- (Framhald á blaðsíðu 5)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.