Dagur - 17.11.1973, Blaðsíða 1

Dagur - 17.11.1973, Blaðsíða 1
LVI. árg. — Akureyri, laugardaginn 17. nóv. 1973 — 51. tölublað KodaK ndavöat papp'' FILMUhúsið akureyri Nú er allt fé komið á fulla gjöf FRÉTTÁRITARI Dags í Þistil- firði, Öli Halldórsson, sagði blaðinu eftirfarandi á fimmtu- daginn: Lógað var 11700 fjár á Þórs- höfn. Meðalvigt var 16.54 kg, sem er aðeins minni meðalvigt en í fyrra. Þyngsta meðalvigt PERUSALAN í DAG í DAG, laugardag, drepa Lions- menn Hugins á dyr hjá bæjar- búum og bjóða perur til sölu, og kannast fólk við þessar heim sóknir frá fyrri árum. Fólk ætti að hafa í huga, er þessir menn kveðja dyra, að ágóðinn af peru sölunni rennur allur til kaupa á lækningatækjum til handa Fjórðungssjúkrahúsinu. ‘ Q FRÁ LAUGASKÓLA HÉRAÐSSKÓLINN á Laugum í Reykjadal var settur 7. októ- ber og voru 115 ungmenni við skólasetningu, og skiptast nem- endur nokkurn veginn jafnt milli kynja. Er skólinn um það bil fullskipaður. Skólinn starfar í fimm bekkjardeildum. Kenn- arar eru sjö, auk skólastjórans, Björns Pálssonar. Unnið er að byggingu nýs íþróttahúss, sunnan við tjörn- ina og er byggingin skammt á veg komin ennþá. Nemendur búa í þrem heima- vistarhúsum, en auk þess búa átta í nágrenninu og ganga heiman og heim. Q í DAG, 17. nóvember, verður nýtt félagsheimili vígt á Hofs- ósi. En það hefur verið í smíð- um allmörg undanfarin ár og framkvæmdum þokað í áttina, og nú er það tilbúið til notkun- ar, vandað, vistlegt og rúmgott. Það verða engin vandræði fyrir íbúa hreppanna þriggja, sem eiga það, Hofsóshrepps, Hofs- hrepps og Fellshrepps, að dvelja þar í einu. En íbúar þessara hreppa munu vera yfir 600 tals- insð sagði Óli Þorsteinsson, deildarstjóri á Hofsósi, nú í vikunni. Það eru hrepparnir þrír, enn- fremur mörg félög, sem eiga félagsheimilið og hafa komið því upp með sameiginlegu átaki. FYRIR utan hneykslismálin er orkuskorturinn nú alvarlegasta vandamál Bandaríkjanna og hafa verið boðaðar sparnaðar- ráðstafanir á olíu og raforku. Orsökin er sú, að hin olíuauð- ugu Arabaríki hafa takmarkað olíusöluna, og er olían þeirra stærsta vopn í baráttunni við ísraelsríki, ásamt því að vera mesta tekjulind þeirra. Hollendingar urðu fyrstir Evrópuþjóða til að taka upp skömmtun á benzíni, svo að dilka á einu búi var hjá Tungu- selsfeðgum, Jóhanni Lúther og sonum hans, Kristbirni og Gunnlaugi. Þeir slátruðu 459 dilkum, sem jöfnuðu sig með 18.40 kg. Þar af voru aðeins 64 einlembingar og 40 gemsalömb. Þessir bændur búa við ein- hverja beztu afrétt landsins, Tunguselsheiði, og er þar fátt fé, en þó telja þeir hag að því að rækta kól til haustbeitar, og kom það vel í ljós í haust. Þeir lóguðu tvisvar í haust. f fyrra skiptið lóguðu þeir hrútlömbum og einlembingum og fengu þá 18.20 kg meðalvigt. Eftir þrjár vikur lóguðu þeir í síðara skipt- ið og fengu þá 18.98 kg meðal- vigt og höfðu dilkarnir þá fitað sig á fóðurkálinu. Hér er kominn ofurlítill snjór, þó bílfært um sveitir. Allt fé er komið á gjöf. Q Skólastarf og HÓLASKÓLI var settur föstu- daginn 19. október. Nemendur eru 36 talsins og jafn margir í hvorri deild. Er skólinn nær fullskipaður. Mun fleiri um- sóknir lágu fyrir, en heimtur urðu verri hér en vonast var til og mun svo hafa víðar verið um aðsókn að hinum ýmsu skólum, sennilega vegna óvenjulega mikillar atvinnu um land allt, sagði skólastjórinn, Haraldur Árnason frá Sjávarborg, er Gunnar Stefánsson á Hofsósi hefur verið framkvæmdastjóri byggingarinnar, en yfirsmiður er Björn Guðmundsson á Sauð- árkróki. Formaður byggingar- nefndar er Jón Guðmundsson á Óslandi. Til vígsluhátíðar hefur verið boðið öllu fólki í hreppunum þrem, fimmtán ára og eldri, ásamt mökum, ennfremur burt- fluttu fólki af þessu svæði. Q Þótt hér sé kominn ofurlítill snjór og búpeningur á fullri gjöf, eru menn ánægðir og jafn- bannaður var sunnudagsakstur bifreiða, að viðlögðum gífurleg- um sektum. Bretar undirbúa víðtækar sparnaðarráðstafanir hjá sér og Vestur-Þjóðverjar hafa þegar látið prenta skömmt unarseðlana. Ýmsar Vestur- Evrópuþjóðir búa sig undir að mæta skorti á olíu og benzíni. Við erum svo heppnir, hér á landi, að hafa tryggt okkur olí- ur og benzín til næsta árs og hafa því engar sparnaðarráð- stafanir verið gerðar búskapur á blaðið spurði hann frétta í gær. kennarar eru fjórir, auk skóla- stjóra. Aðspurður um búskapinn sagði skólastjórinn meðal ann- ars: Við erum með hálft fimmta hundrað ær, níutíu hross en fremur fátt í fjósi ennþá. Allt féð er í tilraunum, undir stjórn Stefáns Aðalsteinssonar og eru það einkum ullartilraunir, sem gerðar eru. Það hefur gengið vel að ná upp hreinhvítu fé og er ekki sjáanlegt, að það hafi áhrif til minni afurða að öðru leyti. Hér er eina hrossakyn- bótabú ríkisins, sem til er í landinu. Við köllum þetta aust- anvatnahross, sem verið er að kynbæta. Búið er ekki ennþá komið á það stig, að við getum selt nema þau hross, sem ekki falla inn í ræktunarstarfið hjá okkur. Síðar getum við farið að selja folöld og tryppi. Á næstsíðasta sumri hófum við jarðræktartilraunir í sam- vinnu við Tilraunastöðina á Akureyri. Búnaðarsambandið hér stendur einnig að þessum vel stoltir, enda gerast um þess- ar mundir fréttir á heimsmæli- kvarða, með okkar litlu þjóð og það eru sigurfréttir. Ég held að það hljóti að vera í fyrsta sinn í veraldarsögunni, sem vopn- laust smáríki, sem verið hefur í styrjöld við stórveldi, gangi með sigur af hólmi, knýi and- stæðinginn til undanhalds með tveggja ára samningi. Getur það síðar orðið hárbeitt vopn til stór sigra okkar og margra annarra Jjjóða og á ég þar við væntan- lega hafréttarráðstefnu og ligg- ur þá mikið við. Hafa hers- höfðingjar hlotið heiðursmerki fyrir minna, en sigurför Ólafs Jóhannessonar til London í haust. En þar kom fram hæfi- leiki hans til að slá á dreng- spakarstrengi í brjósti forsætis- tilraunum. Voru tilraunir þess- ar auknar til muna í sumar. Ennfremur eru dreifðar tilraun ir í héraðinu. Er hér bæði um áburðartilraunir að ræða og ennfremur athugun á ýmsum grænfóðurstofnum. Matthías Eggertsson kennari sér að miklu leyti um tilraunirnar, í samvinnu við Bjarna Guðleifs- KARLAKÓRINN ÞRYMUR á Húsavík hélt afmælistónleika 1. nóvember sl. Kórinn varð 40 ára í haust. Hluta tónleikana flutti kórinn og Lúðrasveit Húsavíkur saman. Stjórnandi kórs og lúðrasveitar er Robert Bezdekk frá Prag. En tveir af fyrrverandi stjórnendum, þeir séra Friðrik A. Friðriksson og Sigurður Sigurjónsson, stjórn- uðu nokkrum lögum, sem þeir fyrr á árum höfðu látið kórinn syngja sig inn í hjörtu Húsvík- ráðherra brezka heimsveldisins. Hér um slóðir hafa þessar að- gerðir og málsmeðferð þótt bæði merkar og stórviturlegar. Það þykir líka trúlegt í minni sveit, að þeir sem greiddu at- kvæði gegn samningunum við Breta á Alþingi núna á þriðju- daginn, ættu ekki að þurfa að ómaka sig í framboð í næstu kosningum. Af búskaparmálum er gott eitt að frétta. Heimtur urðu að lokum góðar og féð reyndist vænt. Dilkar jöfnuðu sig með á 16. kg. Heyin eru mikil og menn líta björtum augum fram á veg- inn. Og eilthvað mun um það, að bændur hyggi á mirini fóður bætiskaup en áður og einnig minni áburðarkaup, vegna hinna miklu heyja. B. B. son tilraunastjóra á Akureyri. Mun þessum tilraunum fram haldið. Ég hef ekki hitt neinn bónda, sem ekki er nokkuð bjartsýnn í búskaparmálum, þótt yfir þá dynji verðbólgan, eins og aðra landsmenn, sagði skólastjórinn að lokum og þakkar blaðið upp- lýsingarnar. Q inga. Verkefnaval tónleikanna var fjölþætt og skemmtilegt og meðal verkefna lög fyrri stjórn- enda frá Prag. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og fögnuð- ur áheyrenda mikill. Þrír af stofnendum Þryms: Benedikt Jónsson, Birgir Steingrímsson og Hallgrímur Steingrímsson, eru í honum enn og voru þeir heiðraðir með gjöfum. Enn- fremur heiðraði kórinn tvo af fyrrverandi stjórnendum sínum, þá séra Friðrik A. Friðriksson og Sigurð Sigurjónsson. Einnig hefur um stundarsakir stjórnað kórnum Ingimundur Jónsson og í skamman tíma Birgir Stein grímsson og Sigurjón Péturs- son. Hin síðari ár hefur kórinn að jafnaði haldið 10 hljómleika á ári og oftast í samvinnu við Lúðrasveit Húsavíkur. Þ. J. KJÖTÍÐJA KÞ í NÝJU HÚSNÆÐI Húsavík, 15. nóvember. Kjöt- iðja K. Þ. hóf starfsemi í mjög vistlegum húsakynnum sínum, nú í dag, í hinu nýja sláturhúsi sínu. Keyptur hefur verið reyk- ofn af fullkomnustu gerð og all- ur vélakostur endurnýjaður. Kjötiðjan er nú að hefja pökk- un á dilkakjöti í neytendaum- búðum fyrir Bandaríkjamarkað. Um 20 manns vinna við þessa starfsemi. Þ. M. Orkuskorfurinn í heiminum r smariKi sigrar siorvei Þrymur á Húsavík 40 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.