Dagur - 17.11.1973, Blaðsíða 8

Dagur - 17.11.1973, Blaðsíða 8
I TRÚ. ^ r LOFUNAR- ff ^ GULLSMIÐjR HRINGAR \J{ J/ SIGTRYGGUR 40 GERÐIR [1 & PÉTUR ^ AKUREYRI SMÁTT & STÓRT Héðinshöfði á Tjörnesi. LEIKHÚSIÐ f síðasta tölublaði Dags var minnzt á fyrstu sýningu fyrsta verkefnis Leikfélags Akureyrar á þessu leikári, og var hún í Samkomuhúsinu eða leikhúsi bæjarins á laugardaginn. Leik- ritið Don Juan er gamalt en efni þess getur engu að síður átt erindi til fólks á okkar dögum. Hún er ekki alveg ný kenning- in um það, að mönnum hefnist fyrir misgjörðir sínar og þó er hún ekki tímabundin og getur átt við okkar tíma. LEIKHÚSGESTIR Sumir fara í leikhús til að hlæja, aðrir til að njóta speki- efnis, sem leikhúsið flytur, svo auðvitað til að nióta listar leik- aranna. Leikhúsin reyna að EFTIR ÓSKAR STEFÁNSSON, BREIÐUVÍK ÞEGAR Einar Benediktsson var 10 ára gamall fluttist faðir hans að Héðinshöfða á Tjörnesi og reisti þar bú. Það var árið 1874. Sex árum síðar byggðu þeir feðgar íbúðarhús það, sem enn stendur og er að mestu leyti með sömu ummerkjum og það var upphaflega. Spottakorn sunnan við Héðinshöfðabæinn rennur á, sem Reyðará heitir. Hún steypir sér fram af heiðar- brúninni, suðaustur af bænum. Áin er fremur vatnslítil, en hef- ur þó höggvið sér alldjúpan far- veg. Heitir þar Reyðarárgil. Syðri barmur þess er nokkuð þverhníptur og skaga þar fram klettanafir, einkum er neðar dregur. Kletta þessa lét Bene- dikt sýslumaður húskarla sína brjóta niður í meðfærilega hnullunga. Grjótinu óku þeir svo að mestu á sjálfum sér sunn an úr gilinu. En húskarlarnir, þó að margir væru, hrukku ekki til. Varð sýslumaður því að fá menn að, bæði frá Húsa- vík og víðar. Auk þess var hann sér mjög úti um laghenta menn að sníða til grjótið og fella það í veggina. Þessir aðdrættir munu aðallega hafa átt sér stað veturinn 1879—80. Mun því sýslumaður hafa verið búinn að fullgera húsið fyrir frostavetur- inn mikla. Gamli bærinn, sem stóð þar nokkru utar og neðar á túninu, var að falli kominn. Mikil við- ALLIR VEGIR FÆRIR BJÖRN Brynjólfsson hjá Vega- gerðinni á Akureyri tjáði blað- inu í gær, að allir vegir í ná- grenninu og allt til Mývatns- sveitar væru vel færir. Hann tók þó fram, að Vaðlaheiði myndi aðeins fær jeppum, enn- fremur væru minniháttar skafl- ar í Ljósavatnsskarði og Kinn, en þó vart til mikilla tafa. Öxna dalsheiði er fær öllum bílum, Svo og leiðin vestur. Nokkuð hefur snjóað á Múlaveginn, en honum hefur verið haldið opn- um síðan á þriðjudag og var opnaður seinast í gær. Má því segja, að ástand vega sé enn allgott, hvort sem það verður lengi eða ekki. □ brigði hafa það hlotið að vera fyrir heimilisfólkið að flytja í hið nýja hús. Einkum mun það hafa átt vel við sýslumanns- soninn, sem nú var orðinn 16 ára. Nú gat hann notið hins fagra og tilkomumikla útsýnis, enn betur en áður. Húsið stóð hátt og á þeim ákjósanlegasta stað sem hugs- ast gat. Úr vesturgluggum blasti við augum hins unga, verðandi skálds ein hin stór- brotnasta mynd, sem íslenzk náttúra á til í eigu sinni. Og svo listfeng var náttúran, að hún gat látið þetta mikla málverk DAGANA 9. til 11. nóv. sl. fór fram foringjanámskeið á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti. Stjórnandi nám- skeiðsins var Pétur Þórarinsson stud. theol., og honum til að- stoðar var Geirfinnur Jónsson menntaskólanemi. Þátttakend- ur á mótinu voru frá Ólafsfirði, Hrísey, Árskógsströnd, Akur- eyri, Laufási, Grénivík og Húsa vík. Einnig komu nokkrir prest- ar til starfa á námskeiðinu. sitt taka á sig fleiri en eitt gervi — fleiri en eitt svipmót, sem voru meira að segja andstæður í sjálfu sér. Og í hverju svip- móti fyrir sig las hinn ungi sjáandi marga þá rún, sem eng- inn hafði tekið eftir áður, hvað þá skilið. Ef til vill hefur hin nýja aðstaða átt mikinn þátt í því, að þarna gátu unnið saman óvenjufjölbreytt náttúrufegurð og óvenjugáfað ungmenni. Og hver getur sagt um það, hvað töfrahljómarnir í hörpu Einars Benediktssonar kunna að hafa verið mikið áhrifarík- ari, mikið djúptækari, einmitt .Þátttakendur voru foringjar í hinu kristilega æskulýosstarfi frá viðkomandi stöðum, og var þeim veitt fræðsla í ýmsum greinum starfseminnar. Nám- skeiðið fór fram í Hvammi, fé- lagsheimili skáta á Akureyri, og í Akureyrarkirkju. Því lauk með þátttöku í guðsþjónustu sl. sunnudag, þar sem nokkrir úr hópi þátttakenda aðstoðuðu við flutning messunnar. Foringjanámskeið eru árlega ungsins vegna þeirrar samvinnu? Hver getur reiknað út hvað hlutdeild hins fagra víðsýnis á sér sterk- an þátt í listaverkum skáld- anna? Hvort heldur tilviljun ein eða æðri ráðstöfun hefur valdið því að þessi samvinna tókst, þá er það víst að íslenzka þjóðin hlýt- ur að standa í jafnmikilli þakk- arskuld við hvorn aðilann, sem er. Eitt kvæði Einars Benedikts- sonar heitir Útsær. Undir eins við lestur fyrsta erindis þess kvæðis, verður kunnugum les- anda ljóst hvar hugur skáldsins er staddur. Sennilega hefur (Framhald á blaðsíðu 2) á vegum ÆSK í Hólastifti í upp hafi hvers starfstímabils, og hafa flest námskeið verið að Vestmannsvatni. Um 40 þátttakendur voru á þessu námskeiði, sem fór hið bezta fram og varð foringjaefn- um á framantöldum stöðum til hinnar mestu nytsemdar. Myndin, sem hér birtist af - þeim, er sóttu mótið, var tekin í Akureyrarkirkju, er því var slitið. □ koma til móts við óskir f jöldans, oft nieð blönduðu efni, þar sem grunntónninn er einhvers kon- ar boðskapur, en ívafið af létt- ara taginu. En furðu oft er efni- viður leikskáldanna tekinn við bæjardyrnar eða úr daglega líf- inu, en þá varpað á hann nýju Ijósi. En kannski á það við um leikhúsin, sem skáld virðast koma sér saman um á síðustu tímum, að það sé ekki efnið sem máli skipti, heldur textinn sem blífur. Það er kannski fyrst og fremst hermilist leikaranna, er þeir tala tungu þeirra manna, sem skáld og leikstjóri skapa þeim, sem máli skiptir á leik- sviði. ÞÁTTASKIL Það má segja, að á síðustu og allra beztu tímúm sé líf í fleiru en togarakaupum og íbúðabygg- ingum, bókaútgáfu og íþróttum. Hér norður á Akureyri er verið að stofna atvinnuleikliús með föstu starfsliði, 14 manns á ein- hverjum launum. Virðast með því vera þáttaskil í leiklistar- málum á þessum stað. Víst er, að nú vinnur við leikhúsið fólk, sem hlotið hefur góða menntun á því sviði og getið sér orð fyrir leiklist á öðrum stöðum, auk heimamanna, sem til þessa hafa gegnt hlutverki áhugamanna að mestu. Leikfélag Akureyrar er nú búið að starfa í nær sex ára- tugi, oft með miklum blóma og hefur átt verulegan þátt í menn ingar- og skemmtanalífi bæjar- ins og nærsveitanna. VERKEFNIN Fyrsta verkefnið, sem L. A. valdi sér á nýbyrjuðu leikári, er Don Juan, gamanleikur, franskur að uppruna, sem 14 inanns flytja undir leikstjórn Magnúsar Jónssonar. En næsta viðfangsefni er Haninn hátt- prúði, cftir írann Sean O’Casey og leik þessum stjórnar skozkur maður, David Scott að nafni, sem kvæntur er íslenzkri konu, Jónínu Ólafsdóttur leikkonu, og kemur hún hingað með manni sínum. Verður Haninn hátt- prúði væntanlcga sýndur um áramótin. Þriðja verkefni L. A. verður svo sænskt barnaleikrit og hið fjórða nýtt leikliúsverk eftir Véstein Lúðvíksson, sem hann semur fyrir leikfélagið, og eru þar sömu vinnubrögð og á síðasta ári, er Jökull Jakobsson samdi Klukkustrengi hér fyrir norðan, á vegum félagsins. Á ÉG AÐ FARA í LEIK- HÚSIÐ? Þessari spurningu velta menn ætíð fyrir sér þegar nýr sión- leikur er sviðsettur. Leikfélag Akureyrar býður að þessu sinni upp á þekkt og gott leikhús- verk, gamanleik Moliers hins franska. Gleðilegt er að sjá, hve vel það virðist unnið og flutt, svo að bæði gleður auga og eyra. Þetta er auðvitað enginn Skugga-Sveinn og heldur engin striplingasýning. Það kynni þó að setja smávegis hroll að mönn um, þegar átökin harðna á milli þeirra tveggja skauta, góðs og ills, þótt gamansemin sé ekki gerð liornreka. Spurningunni um það, hvort fólk eigi að (Framhald á blaðsíðu 6)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.