Dagur - 17.11.1973, Blaðsíða 2
2
tælo
Húsavík, 25. okt. 1973.
KVENFÉLAG Mývatnssveitar
gaf í haust Sjúkrahúsinu á Húsa
vík öndunarvél. Stjórn kven-
félagsins afhenti gjöfina í sjúkra
húsinu 11. október sl. Gísli
Auðunnsson, læknir, lýsti tæk-
inu og framkvæmdaráð sjúkra-
hússtjórnar veitti gjöfinni mót-
töku fyrir hönd sjúkrahússins.
Formaður sjúkrahússtjórnar,
Þormóður Jónsson, þakkaði
gjöfina með stuttri ræðu.
Kvenfélag Mývatnssveitar
hefur ætíð sýnt Sjúkrahúsinu á
Húsavík mikinn vilvilja og oft
gefið því mjög verðmætar gjaf-
ir. Ondunarvélin er af gerðinni
„Bromton M'anley, Model BM
2“. Að henni er mikill fengur
fyrir sjúkrahúsið. Hún er mikið
öryggistæki fyrir fóik, sem af
einhverjum ástæðum á í önd-
unarerfiðleikum, svo sem af
völdum slysa, astma og lömunar
í öndunarfærum. Hún er fyrst
og fremst sniðin með þarfir gjör
gæzludeildar í huga. Hún er
einnig mikilvægt tæki til að auð
velda læknum vinnu við erfiðar
skurðaðgerðir.
f stjórn Kvenfélags Mývatns-
sveitar eru: Helga Pétursdóttir,
formaður, Hildur Ásvaldsdóttir
og María Þorsteinsdóttir. □
EMBÆTTISMENN
GUÐLAUGUR Þorvaldsson hef
ur verið kjörinn rektor Háskóla
íslands.
Friðjón Guðröðarson hefur
verið skipaður lögreglustjóri í
Hafnarhreppi í Austur-Skafta-
fellssýslu. □
Frá Ræklunarfélagi Norðurlam
AÐALFUNDUR Ræktunar-
félags Norðurlands var haldinn
að Hótel KEA á Akureyri
þriðjudaginn 30. okt. sl.
Á fundinn komu fulltrúar úr
öllum sýslum Norðlendinga-
fjórðungs og ævifélagadeildinni
á Akureyri, ennfremur allflest-
ir ráðunautar og formenn bún-
aðarsambandanna í fjórðungn-
um, sem ekki voru fulltrúar. Þá
kom á fundinn Gunnar Guð-
bjartsson formaður Stéttarsam-
bands bænda og hélt erindi um
tilraunastarfsemi landbúnaðar-
ins.
Formaður félagsins, Jónas
Kristjánsson, setti fundinn og
stýrði honum ásamt Agli Bjarna
syni, ráðunaut. Fundarritarar
voru kosnir Þórarinn Kristjáns-
son í Holti og Helgi Jónasson á
Grænavatni.
Starfsmenn Ræktunarfélags-
ins, þeir Jóhannes Sigvaldason
og Þórarinn Lárusson, gáfu
skýrslur um starfsemi félagsins
á liðnu ári. í skýrslum þessum
kom fram að starfsemi félagsins
er fyrst og fremst fólgin í þrem
þáttum, þ. e. þjónustuefnagrein-
ingum á mold og heyi fyrir
bændur, rannsóknum á ýmsum
vandamálum, sem landbúnaður
inn á við að stríða og útgáfu
Ársritsins. Á sl. ári þárust til
stofunnar 1759 sýni af mold frá
282 bændum hér á Norðurlandi.
Voru bændum sendar ábending
ar um áburðarnotkun með nið-
urstöðumí þessara sýna. Frá því
rannsóknarstofan hóf starfsemi
sína 1965 hafa borizt til hennar
frá bændum samtals 16488 jarð-
vegssýni. Heysýni af heyfeng
frá sumrinu 1972, sem stofunni
bárust frá bændum, urðu 1055,
og voru þau úr öllum sýslum á
Norðurlandi auk nokkurra sýna
af Austurlandi. Á liðnu ári var
hafin meltanleikaákvörðun á
heyi á rannsóknarstofunni. Er
því nú hægt að segja bændum
mun betur um fóðurgildi töð-
unnar en áður, þegar einungis
var hægt að efnagreina stein-
efni og prótein í henni. Geta
bændur nú, ef þeir hafa efna-
greiningu á sínu heyi, gert eða
fengið gerðar mun betri fóður-
áætlanir en áður var.
Þær helztu rannsóknir, sem
unnið hefur verið við á liðnu
ári, eru athuganir á efnamagni
í heyi og jarðvegi á nokkrum
bæjum hér á Norðurlandi, en
niðurstöður þessara athugana
ásamt ýmsum upplýsingum um
meðferð túnanna, áburðar-
notkun o. fl. í búskapnum, eiga
að gefa okkur nokkrar upplýs-
ingar um áhrif þessara þátta
hvern á annan og samspil
þeirra. Er áætlað á komandi
Gunnar T ryggvason
fyrrv. bóndi Brettingsstöðum, Flateyjardal
Fæddur 30. júní 1885. — Dáinn 23. október 1973.
Nú fækkar þeim óðum sem byggðu sitt bú
í blómlegum sveitum, en fluttu í bæinn.
Þeir höfðu þó alltaf á túnræktun trú
og tækninni meiri við sæinn.
Þótt farinn sé öldungur heiður og hár
með hamingju árin að baki.
Er liugurinn vinanna saknaðar sár,
en samt mælir þakklátu kvaki.
Þú óvannst þér hylli að höfðingja sið
varst hjálpsamur örlátur granni.
Búmaður góður, á sjó gafst ei grið,
en greipsí margan feng handa ranni.
Þó afíi hjá ntörgum væri a”3 ckki hár
var ætíð þinn bátur full hlaðinn.
En aldraða sjóhetjan nú ertu nár
og nátthvíld er fögur í stao.rm.
Og dalurinn fagri nú syngur þér söng
er sólgeislar loga á hlaði,
og minningin bjarta um gæfunnar göng
það glampar um Brcttingsstaði.
Að síðustu gestrisni þakka ég þína
þreyttur er kom ég af heiði á „dal“,
en oft sinnis hýstirðu ættingja mína
ávallt þess minnist, og virða það skal.
Svo breiði guðs almætti, frið þér í fang
á fagnaðar ströndinni góðu.
Og launin þú hlýtur fyr góðlífsins gang
göfug, bak jarðneskrar móðu.
Jón Guðni Pálsson,
frá Garði í Fnjóskadal.
vetri að vinna að uppgjöri þess-
ara gagna.
Rekstrarreikningur fyrir árið
1972 sýndi verulegan halla á
rekstri Ræktunarfélagsins. Er
hann einkum til kominn vegna
þess að hækkanir á verðlagi
urðu meiri en ráð hafði verið
fyrir gert. Framlag ríkisins,
sem er hluti af rekstrarfénu,
fékkst ekki hækkað eins og
óskað var eftir og ráð var fyrir
gert í fjárhagsáætlun og ekki
fengust nýjar tekjur þess í stað.
Starfsemi félagsins var og
nokkuð umfangsmeiri en áætl-
að var.
Á fundinum voru samþykktar
tillögur þar sem skorað er á
landbúnaðarráðherra að beita
sér fyrir því að efla Tilrauna-
(Framhald á blaðsíðu 6)
- MINNISVARÐI SKALÐKONUNGSINS
(Framhald af blaðsíðu 8)
hann verið búinn að fara víða
um heim og sjá mörg undur
veraldar, þegar hann orti kvæð
ið. Þó verður ekki betur séð en
hin mikla náttúrufegurð norður
við Skjálfanda grípi sál hans
sterkari tökum en allt annað.
Og það jafnt hvort hún birtist
honum í mildu og björtu vor-
skrúði eða tröllauknum ham-
förum haustbrims. Þessi sterku
áhrif skilja eftir minningar í
brjósti hins unga manns. Þar
vaka þær unz hann einn góðan
veðurdag færir þjóð sinni þær
að gjöf, klæddar listrænum
búningi.
Gamla húsið á Héðinshöfða
er fallið úr tízku. Það fullnægir
ekki lengur hinum fyrirferðar-
. miklu kröfum nútímans. Það
gegnir ekki lengur hinu sama
hlutverki og það hefur gegnt í
nærri því heila öld. En nú tekur
þjóðin húsið að sér svo að það
geti gegnt nýju, veglegu hlut-
verki. Annað er henni ekki
sæmandi.
Nú kappkostar þjóðin öll,
með Þingeyinga í fararbroddi,
að hlynna svo vel að 93 ára
gömlu húsi, þarna norður á hjar
anum, að það geti með þeim
virðuleik, sem hæfir skáldkon-
ungi, staðið vörð um menningar
verðmæti — menningarverð-
mæti, sem eru einstök í sinni
röð og íslendingum er lífsnauð-
syn að tileinka sér eftir megni.
v f.
\ *
OSTA
PINNAR
Hér eru nokkrar
hugmyndir en,
möguleikarnir eru
ótakmarkaðir.
1.
Leggið heilan valhnetukjarna o'fan á
teninga af goudaosti.
2.
Vefjið skinkulengju utan um staf af
tilsitterosti, setjið sultulauka efst á
pinnan og skreytið með steinselju.
3.
Skerið gráðost í teninga, ananas í
litla geira, reisið ananasinn upp á
rönd ofan á ostinum og festið saman
með pinna.
4.
Helmingið döðlu, takið steininn úr og
fyllið með gráðostlengju.
5.
Skerið tilsitterost í teninga, setjið
lifrakæfubita ofan á ostinn og
skreytið með agúrkusneið og stein-
selju.
6.
Mótið stafl úr góudaosti, veltið þeim
upp úr þurrkaðri papríku og skreytið
með sultulaukum.
7. { v
Setjið ananasbita ög rautt kokkteilber
ofan á geira af camembert osti.
8.
Setjið mandarínurif eða appelsínu-
bita ofan á fremur stóran tening af
port saíut osti.
9.
Festið fyllta olífu ofan á tening af
■port salut osti. Skreytið með stein-
selju.