Dagur - 01.12.1973, Síða 2
2
MÉR barst þessi bók í hendur
síðari hluta dags og byrjaði þá
að lesa hana. Ég hsetti ekki fyrr
en ég hafði lokið henni um
kvöldið. Það er ekki hægt að
hætta að lesa skemmtilega bók.
Þetta er sjötta bók Hilmars
Jónssonar, bókavarðar í Kefla-
vík. Síðasta bók hans var:
„Kannski verður þú. . . . 1970.
Bók frá hans hendi hlýtur að
vekja athygh eftir þessar tvær
síðustu hækur.
Það sem einkennir brekur
Hilmars er takmarkalaus hrein-
skilni, nokkur ádeila og kímni,
sem honum er eiginleg í frá-
sögn. Oll hræsni er honum
fjarri.
í þessari bók bregður hann
fyrst upp myndum úr daglega •
lífinu á Suðurnesjum, og tekst
að láta þær birtast í skoplegu
Ijósi. Svo koma kaflar um önn-“ .
ur efni s. s. bókasafnsmál, rit-
höfunda og bókinni lýkur með
ferðaþætti.
Meginhluti bókarinnar er um
ýmsa atburði á Suðurnesjum.
Má þar nefna tvö viðkvæm
deilumál, sem orðið hafa í Kefla
vík, deilurnar um bæjarfóget-
ann og læknana þar. Ekki er
ég dómbær um, hvort allt er
þar rétt með farið, til þess skort
ir mig þekkingu. En frásögn
Hilmars virðist trúverðug, þó
að ýmsum muni finnast, að
sumt af því hefði mátt kyrrt
hggja.
Eins og áður er sagt, er þar
sagt frá störfum Hilmars í sam-
bandi við bókasafnið, ekki
afgreiðslustörfum, heldur kynn
um af ýmsu fólki.
Skýrir hann meðal annars
frá bókalistum, sem hann hefur
séð hjá~ nemendum mennta-
skólanna og Samvinnuskólans.
Þessir bókalistar eru til leið-
beininga nemendum við að
• velja sér ritgerðarefni í bók-
menntasögu. Undrast hann að
sjá þar hlið við hlið beztu bók-
menntir okkar og ýmislegt rusl.
Til dæmis segir hann um bóka-
listann við Menntaskólann á
Akureyri 1927: „Einn þessara
lista er frá Akureyri. Þar búa
nokkrir ágætir hötundar. Eng-
inn þeirra þyltir þess verður,
að um hann sé skrifað í aðal-
menntasiofnun Norðler.dinga.“
■ Er þetta rétí? Spyr sá, sem
ekki veit.
*•; Ekki irlírir Hilmar rithöfund-
uirara við' ádeilum í bók sinni.
'Ségir liahn. írá deilum í rit-
hörundafélögunum og fá þar
ýmisir sinn skammt. Ritdómar-
• ar koma' þar einnig við sögu,
og gæti ég trúað að einhverjum
! svíði undán ádrepum Hilmars,
svo að þeir ljúki varla miklu
lofsorði á þessa bók. En þó að
Hilmar sé þar víða dómharður
og hreinskilinn, fatast honum
ekki að gera úr því skoplegt
sjónarspil.
Hátindur þessa kafla er þó,
þegar hann skýrir frá hinum
fáheyrða atburði, þegar fjórir
leikdómarar komu frá blöðun-
um syðra til að sjá frumsýn-
ingu á „Klukkustrengjum“
Jökuls Jakobssonar, að einn
var ófullur, en hinir töluðu að
mestu tóma vitleysu. Blöskraði
þá flestum Akureyringum eins
og Hilmari, og þótti þetta skrýt-
in sending úr menningunni
syðra.
Hvers konar bók er þetta þá?
Krisiín
húsfreyja í Vatnshlíð
í Húnavatnssvslu
j
FÆDD 20. JÚLÍ 1898
DÁIN 11. NÓV. 1973
Kveðja frá frænku hennar.
Nú björt og ylrík ævisól er hnigin,
og aftanbjarmi roðar dökku skýin.
Hann endurvekur myndir merkra daga,
svo mörgum kærar, það er óskráð saga.
Þú, frænka mín, varst leidd af lífsins Anda
svo létt á brá, í gleði jafnt og vanda,
því varst þú kærum ástarörmum vafin
og yfir þínar kringumstæður hafin.
Þú vildir lijálpa, þegar sorgin særði
barst syrgjendunum ijós, cr endurnærði.
Þín störf þú vannst af sannri hjartahlýju,
nú huggar mynd ])ín sorgmætt barn að nýju.
Þín göfga sál gat lotiö Drottins lögum
og lagað sig að barnsins ævihögum.
Þér gafst sú náð að fareiða blessuq sanna
með brosi þínu á lífsveg smælingjanna.
Og nú er fullnuð Ieið til Ijóssins hæða,
á lausnarstundu fylling æðstu gæða.
Með fórnarvilja gckkst þú Guðs á vegi
og gefin honum fagnar nýjum degi.
J. S.
er
ð tyvmaa
iurSarreifum
rstaðaheiðinni
Ég las hana sem skáldsögu-
heimildarsögu. Sögu, sem er
sögð, til að stinga á ýmsum
meinsemdum í þjóðfélaginu, en
sögð í léttum tón. Hún líkist
því mikið síðustu bók höfund-
arins. Hann virðist hafa fundið
sinn stíl og frásagnarhátt.
Aftan á kápu er því spáð, að
bókin muni valda miklum deil-
um. Ég get vel trúað því. En til
þess mun leikurinn gerður.
Stafvillur eru ekki neitt aðal-
atriði við neina bók. En próf-
arkarlestur er ekki góður. Ég
ráðlegg Hilmari, að fá Gunnar
Dal til að lesa prófarkir af
næstu bók.
Eiríkur Sigurðsson.
ÞEGAR farið var að athuga um
uppskeru í áburðartilraunareit-
um á Eyvindarstaðaheiði á síð-
astliðnu hausti, kom í ljós að
gróður í reitunum var meira
eða minna kalinn og uppskera
lítil sem engin. Mest var kalið
í nyrzta reitnum, við Stóruflá,
eða um 25%, en minnst í reitn-
um við Aðalmannsvatn.
Tilbúinn áburður hefur verið
borinn reglulega á þessa reiti
síðan árið 1968. Aðeins hefur
verið sáð í einn þeirra, sem er
á mel, en í hinum var borið á
hinn upprunalega móagróður.
Alimikil gróðurbreyting hef-
ur átt sér stað í reitunum á
þessum tíma, þannig að gras-
tegundir hafa aukizt, en lyng
og kvistur hefur minnkað, svo
og skófir. Allir eru reitimir
girtir, en sumir hafa verið
opnaðir á haustin, þar á meðal
sá reitur, sem mest var kalinn.
Reiturinn við Aðalmannsvatn
hefur verið alfri^aður.
Ekki varð vart við kal í gróðri
utan reitanna, svo hér hlýtur
áburðurinn að hafa rekið smiðs
höggið á verkið. Er þetta ljóst
dæmi um hvað gatur gerzt, ef
farið verður að be!ra tilbúinn
áburð í stórum stíl á hálendið,
eins og ýmsir leggja nú til.
H. Hg.
MINNINGARORÐ
Liljð Hðlblaub, hjúkrunarkona
FÆÐD 21. MAÍ 1912. - DÁIN 25. NÓVEMBER 1973
Þá sá alfaðir,
að ónóg var
brúðar ást
eða blóð-skylda
þungar raunir
þjáðra manna
aílar að létta
und oki lífs.
Hreinlynd hjörtu
og hugarprúð
ást einlægri
æðri kynja
ylnuðu þá,
er um aldir síðan
vóx, við hélzt;
þaðan er vinur um kominn.
J. H.
í þessum erindum gerir Jónas
Hallgrímsson hlut vináttunnar
stóran í lífshamingju manna.
Sú mun og vera reynsla þeirra,
sem lífið hefur gefið góða vini
og trygga.
Nú er mér horfin sú vinkona,
sem samofin er svo að segja
öllum minningum bernsku
minnar og æsku. Upphafs þeirr-
ar vináttu minnist ég ekki, enda
var mér sagt, að Lilja Halblaub
hefði kjörið mig sér að vini
EITT af sérkennum Kamtsjatka
skagans eru steinbjarkarskóg-
arnir, sem þekja 5.6 milljónir
ha. lands, og trjámagn þeirra
mun nema um 500 milljónum
rúmmetra. Á tertiertímanum
uxu miklir skógar af birki, ná-
skyldu Kamtsjatkabjörkinni
um allt norðurhvel jarðar. Á
jöklaskeiði kvartertímabilsins
hurfu þeir víðast hvar á megin-
landinu nema á stöku stað í há-
fjöllum, í 1500—1800 m hæð
yfir sjó.
Á Kamtsjatka var jöklamynd-
unin ekki mikil. Milt og rakt
loftslag ásamt því, að skaginn
greindist snemma frá megin-
landinu, stuðlaði að viðhaldi og
útbreiðslu steinbjarkarinnar.
Næstum alls staðar á skaganum
myndar steinbjörkin efsta trjá-
beltið í fjalllendi, og sýnir það,
hve harðgerð hún er og sættir
sig vel við erfið loftslags- og
jarðvegsskilyrði. Vaxtartími
trjáa þeirra, sem á mörkum
trjábeltisins liggja í norðri og í
fjöllum, er aðeins um 50 dagar
á ári. Steinbjörkin hefur óvenju
lega öfluga rót, sem gerir henni
kleift að vaxa í .40 gráðu haíia.
áður en mér var gefið mál. Milli
bernskuheimila okkar var ör-
stutt að fara, samgöngur tíðar
og vinátta einlæg. Svo var og
jafnan, að ég fann naumast
nokkurn mun á því hvort ég
var á heimili Lilju eða mínu
foreldraheimili. Átti það jafnt
við um heimili afa hennar og
ömmu að Hánefsstöðum, sam-
býli þeirra mæðgina og Odds
móðurbróður Lilju og Helgu
konu hans, eða heimili Solveig-
ar Halblaub og barna hennar á
Akureyri.
Faðir Lilju, Philip Halblaub,
var þýzkur. Hann sendi konu
sína og börnin tvö, Lilju og
Ágúst, til íslands til að forða
þeim frá hörmungum fyrri
heimsstyrjaldarinnar, en varð
sóttdauður í styrjaldarlok, er
hann var búinn til íslands-
ferðar. Bjó því Solveig áfram
með foreldrum sínum að
Hánefsstöðum þar til öll fjöl-
skyldan flutti til Dalvíkur.
Síðar fluttust þau mæðgin svo
til Akureyrar.
Fyrst eftir að barnaskólanámi
lauk, nutum við Lilja saman
kennslu í heimahúsum. Svo hóf
Hún er vindþolin með afbrigð-
um og stendur af sér djúp snjóa
lög, verndar jarðveginn fyrir
uppblæstri og kemur í veg fyrir
snjóflóð í fjallslilíðum.
Eitt einkenni frumskóga stein
bjarkarinnar er það, hve gisnir
þeir eru og björkin þornar
smám saman og rotnar í rótina,
þ. e. a. s. deyr standandi. í 6—7
m hæð greinist stofninn venju-
lega í digra kvisti, sem mynda
margofna breiða og skringilega
krónu. Meðalævi trjánna er
300—350 ár, en einstakir öld-
ungar lifa í 700—800 ár.
Gagnsemi steinbjarkarinnar
er margþætt, en hæst ber vernd
un jarðvegs og vatnsgeymd.
Þegar fella skal tré til nytja,
eru valin þau tré, sem náð hafa
24 cm þvermáli í brjósthæð og
ekki standa í verulegum halla.
Á síðustu árum hefur hagnýt-
ing bjarkarinnar numið ný
lönd. Sérfræðingar ljúka miklu
lofsorði á „parkett“ úr stein-
björk. Verið er að kanna,
hversu hún gefst til húsgagna-
smíða.
Gddgeir Þ. Ámason.
hún nám í Menntaskólanum á
Akureyri og urðu mér það sár
vonbrigði að fá ekki að fylgjast
með henni þangað. Þar lauk
hún prófi ur fjórða bekk, en
fjárhgasörðugleikar munu hafa
valdið því, að hún lauk ekki
stúdentsprófi. Efa ég ekki, að
sú reynsla mótaði mjög viðhorf
Lilju til þjóðmála. Hún átti
heita og viðkvæma lund. Náms-
gáfur voru frábærar, minnið
traust og ástundun undan-
bragðalaus, svo hvert það náms-
svið, sem hún kaus, varð henni
auðvelt viðfangs.
Á bernsku og æskuskeiði er
ekki hvað sízt dýrmætt að eiga
trúnaðarvin, sem deila má með
draumum jafnt og veruleika.
Vinátta okkar var svo einlæg á
þessu æviskeiði, að við yfirsýn
er hún einn sterkasti þátturinn
í endurminningunni. Án Lilju
hefði sá tími orðið allur annar.
Hún var óvenjulegur unglingur
og hélt sömu eiginleikum til
fullorðinsára — dul, viljasterk,
sjálfstæð í hugsun og auðug af
samúð með lítilmagnanum,
hvar sem hann varð á götu
hennar. Lífið fór ekki alltaf
mildum höndum um hana. Ekki
sízt þess vegna mun hún hafa
einbeitt sér svo mjög að því að
búa í haginn fyrir fjölskyldu
sína, eiginmann, dætur og barna
börn.
Lilja lauk hjúkrunarnámi
árið 1943. Áður en hún hóf það
nám hafði hún verið erlendis
um hríð, m. a. í Sovétríkjunum,
en þangað lögðu ekki margir
leið sína á þeim árum. Að námi
loknu stundaði hún hjúkrunar-
störf víða um land, en fyrst
eftir að hún giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum,, Höskuldi
Stefánssyni, fyrrum kennara,
stunduðu þau hjón aðallega
búskap. Síðar sneri hún sér
aftur að hjúkrun og gekkjað því
starfi þar til líkamsþrekið var
þrotið. Hygg ég að húh hafi
notið sín vel í því starfi. i
Þó að samfundir okkar Lilju
strjáluðust þegar á ævina leið,
þá skyggði það ekki á vináttu
okkar. Hún er sú fyrsta sem
kveður hóp sex leiksystkina,
sem forðum áttu mörg spor á
milli Hánefsstaða, Ölduhryggj-
ar og Valla í Svarfaðardal. Við
söknum hennar og þökkum
samfylgdina.
Fjölskyldu hennar sendi ég
einlægar samúðarkveðjur.
Sigríður Thorlacius.