Dagur - 01.12.1973, Blaðsíða 5
4
i wnu!
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Síniar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
ORKUMÁLIN
Á FUNDI Fjórðungssambands Norð
lendinga á Akureyri í gær flutti
Magnús Kjartansson iðnaðarráð-
herra erindi um orkumálin.
Ráðherra minntist fyrst á hinar
langvinnu deilur um orkumál, hér
á Norðurlandi, sem hægt er, sagði
hann, að reikna í mjög mörgum
hundruðum milljóna króna. En hitt
er þó alvarlegra, að í deilumálin var
sóað orku, hugviti og áhuga, sem
sannarlega hefði komið að meira
gagni við önnur úrræði. Við vitum
nú, sagði ráðherra, hvaða vandamál
brenna nú á Norðlendingum, og það
skiptir máli að menn sameinist um
að leysa þessi vandamál, og eins og
sakir standa er það ekki mikið álita-
mál hvernig við eigum að ráðast
gegn þessum vandamálum og hvaða
atburðarás það er, sem við hljótum
að stefna að.
Fyrsta verkefnið er að koma upp
mun meiru varaafli hér á Akureyri
en nú er tiltækt, svo sem 3—4 mega-
vatta raforkuframleiðslu er síðar
þarf að auka. Varaaflstöð hér á Akur
eyri hefur alltaf verið nauðsynlegt
frambúðarverkefni vegna hinna
erfiðu ístruflana í Laxá og til þess að
tryggja öryggi svæðisins í heild. Mun
ekki standa á stjórnarvöldum að afla
fjármagns í þessu skyni.
Varaaflstöðin er fljótvirkasta að-
ferðin til að leysa þann vanda, sem
brennur á mönnum nú, en jafnframt
verður að vinna að því af alefli að
koma ódýrri orku inn á svæðið. Þar
er samtenging Norður- og Suður-
lands lang fljótvirkasta aðgerðin.
Ráðuneytið hefur fyrir alllöngu kom
izt að þeirri niðurstöðu, að byggða-
lína sé sú ákvörðun, sem taka þurfi,
þ. e. lína sem liggi um Borgarfjörð,
Holtavörðuheiði, Húnavatnssýslur,
Skagafjörð og síðan um Öxnadals-
heiði til Akureyrar. Ef á þarf að
halda á hún að geta flutt allt að 50
megavött til notenda hér á Akureyri.
Það er áætlað, að lína af þessu tagi
muni kosta 4—500 millj. kr. Til á að
vera tiltæk orka lianda Norðlending-
um, einnig fram að þeim tíma að
Sigölduvirkjun tekur til starfa.
Á Norðurlandi eru margir virkj-
unarmöguleikar. Mér virðist þó vera
nærtækast og álitlegast að ráðast í
jarðgufuvirkjun á Kröflusvæðinu.
Þar hafa farið fram rannsóknir á
ýmsum valkostum, svo sem á 8, 12-
og 16 megavatta virkjunum. Og það
hefur komið í ljós, að þessar virkj-
anir verða þeim mun hagkvæmari,
sem þær eru stærri. Nú nýlega hefur
verið skilað áætlun um 55 megavatta
virkjun með einni vélasamstæðu og
samkvæmt henni á orkuverð þama
(Framhald á blaðsíðu 5)
HEIMIR HANNESSON, LOCFRÆÐINGUR:
Ferðamálin forsenda
samgöngukerfisins
FRÉTTABRÉF AF FUÓTSDALSHÉRAÐ!
SEGJA má að íslenzk ferðamál
séu nú að ýmsu leyti á nokkr-
um tímamótum vegna margvís-
legra nýrra viðhorfa, þannig að
ekki verði hjá því komizt að
hefja stefnumörkun sem fyrst í
málefnum þessa atvinnuvegar,
og á það bæði við lagasetningu,
mikilvæg framkvæmdaatriði og
ráðstöfun og öflun á fjármagni.
Við búum enn við ferðamála-
löggjöf, sem þarfnast brýnnar
endurskoðunar með tilliti til
nýrra viðhorfa — og segja má
a'ð íslenzk ferðamál hafi þróazt
á þann veg er þau hafa gert á
undanförnum árum, þrátt fyrir
gildandi löggjöf, en ekki vegna
hennar. Nú hefur ríkisstjórnin
lagt frumvarp að nýrri ferða-
málalöggjöf fyrir þetta þing, og
verða þau mál því væntanlega
mjög á dagskrá á næstunni.
Það er alkunna að fáar at-
vinnugreinar í heiminum hafa
vaxið jafn ört á síðustu árum
og margvísleg ferðaþjónusta (í
rauninni er ekkert eitt orð í
okkar tungu er nær yfir erlenda
orðið tourismi). Orsakirnar eru
margvíslegar, m. a. aukinn frí-
tími, bylitng í samgöngum, batn
andi lífskjör — og sívaxandi
alþjóðleg samvinna á mörgum
sviðum. Alþjóðlegar fjármála-
stofnanir hafa látið sig þessa
þróun miklu skipta, sérstaklega
á síðari árum, og þá einkum
Alþjóðabankinn og stofnanir
hans. Hafa þær ýmist lánað eða
lagt fram í ýmsu formi mikið
fjármagn til margra þátta ferða-
mála, m. a. vegaframkvæmda.
Býr þar að baki sú skoðun að
fátt sé líklegra til að skapa gjald
eyrissnauðum löndum með ein-
hæfa atvinnuvegi vaxandi gjald
eyristekjur — og ekki síður sú
staðreynd, sem okkur hættir
stundum við að taka sem sjálf-
gefna, að þróun ferðamála færir
menn og þjóðir nær hvor
annarri, þar sem oft skapast
tengsl og vinátta og aukinn
skilningur á milli þjóða og ein-
staklinga. Hvað er líklegra en
slík samskipti til að stuðla að
þeim friði og skilningi í heim-
inum, sem allir eru sammála
um að stefna að.
Staðan á íslandi.
En víkjum þá að stöðunni hjá
okkur sjálfum. Hjá okkur tengj
ast ferðamál á einn eða annan
hátt við flest svið í þjóðlífi
okkar — og e. t. v. í ríkara mæli
en við gerum okkur ljóst. Ég
nefni aðeins örfá grundvallar-
atriði sem hafa ber í huga. Hinir
beinu viðskiptahagsmunir eru
fjölþættari en í nokkurri ann-
arri atvinnugrein. Hin óbeinu
áhrif eru margvísleg, m. a. þau
-að samkvæmt alþjóðlegum rann
•sóknum eru margfeldisáhrif
þess fjár er ferðamaðurinn skil-
ur eftir sjöföld í efnahagskerf-
i,pp. Sjónarmið byggðastefnu
eru eðlileg ferðamannaþróun
íéskilegt m. a. vegna fjármagns
■dreifingar og raunar valddreif-
ingar. Er þar þó ekki sama
hvemig á er haldið. Loks mega
,raenn ekki gleyma því að eðli-
leg þróun ferðamála er í raun-
inni forsenda þess að við ís-
lendingar getum rekið og stjórn
'áð sjálfir okkar eigin samgöngu
kerfi — og er fyrst og fremst
átt við flugmálin. Og við höfum
í- þeim málum nú þegar dýr-
mæta reynslu, sem hefur kennt
okkur margt, en þar hefur slík-
um árangri verið náð, að næst-
um einsdæmi er í heiminum.
Hætta á ferðum — ef.
Þetta var hluti af kostunum,
en vissulega getur líka verið
viss hætta á ferðum, ef, og ég
segi aftur ef, við kunnum ekki
að sýna hófsemi og varkárni
þar sem það á við. Ég á hér við
og kosti þess — helzt að bæta
það enn — jafnt til hags og
ánægju fyrir landsmenn sjálfa
og þá gesti er okkur sækja
heim. Vonandi verður sú stefnu
mörkun tekin er reynt hefir
verið að lýsa hér að framan.
í næsta þætti mun ég gera
sérstaklega að umræðuefni
ferðamál Norðurlands, m. a.
Akureyrar, m. a. með tilliti til
nýgerðrar þróunaráætlunar sér-
fræðinga Sameinuðu þjóðanna.
Mun ég þar reyna að leiða rök
að því, að þó að áætlunin sé að
mörgu leyti athyglisverð fái það
ekki staðizt, að yfir 2 þús. millj.
kr. fjárfesting í ferðamálafram-
kvæmdum fari að langmestu
leyti til Faxaflóasvæðisins. Mun
verða reynt að skýra þær breyt-
ingar er þarf að gera á þessari
áætlun til að gera hana aðgengi-
lega, bæði frá almennu skyn-
semissjónarmiði og byggða-
sjónanniði, sem mjög fara sam-
an í þessu máli. Q
Egilsstöðum, 29. nóvember. Hér
búum við við rafmagnsskömmt-
un vegna þess hve lítið vatn er
í Grímsá og ennfremur vegna
þess að díselstöð á Seyðisfirði
hefur verið biluð. Kuldar hafa
verið óvenjulega miklir en snjó-
lítið til uppsveita en eitthvað
meiri snjór við sjávarsíðuna.
Hér um mið-Hérað er aðeins
föl og er góð beitarjörð. Frostið
hefur farið upp í 24 stig, svo
að beitin hefur ekki notazt vel.
Samgöngur eru nokkuð greiðar
og fyrirstöðulítið um Hérað og
veginum haldið opnum suður
með Fjörðum. Oðru hverju
hefur lokazt á Oddsskarði,
Fjarðarheiði og Vatnsskarði.
Allir vegir eru vel færir eins
og er.
Mestar áhyggjur hafa menn
út af raforkuskortinum. Menn
eiga því að venjast í miklum
frostum, að Grímsá verði vatns-
lítil, en raforkunotkun hefur
vaxið gífurlega og þó að vatns-
og díselvélar séu í gangi, hrekk-
ur það naumast til og má ekk-
ert út af bera. Geta menn
ímyndað sér hvernig ástandið
verður þegar farið verður að
bræða loðnuna í vetur, ef eitt-
hvað veiðist af henni.
Eitthvað eru þó Rafmagns-
veiturnar að burðast við að
bæta úr þessu og hafa látið það
frá sér fara, að þær ætli að
koma upp gastúrbínustöð, 1100
kw, en sú stöð mun enn úti í
Noregi og tekur það sinn tíma
að flytja hana hingað til lands
og koma henni upp hér. En
fyrirhyggjan er alltaf söm við
sig hjá hinu opinbera.
í fyrra héldu þeir því fram
hjá Rafmagnsveitunum, að raun
verulega væri Lagarfossvirkjun
in nálega óþörf vegna þess að
orkuframleiðslan væri svo mikil
hér eystra, að Lagarfossvirkjun
væri hálfgert „sport og spand-
ans“. En nú eru þeir komnir á
aðra skoðun og telja, að virkj-
unin verði strax fullnýtt, er hún
kemst í gagnið, eftir rúmlega
eitt ár, samkvæmt áætluninni.
Óg mér sýnist að framkvæmda-
áætlunin standist og 9 mega-
vatta framleiðsla geti hafizt um
áramótin 1974—1975. Bygginga-
framkvæmdum þar er að mestu
lokið og' farið er að undirbúa
niðursetningu véla.
Enn er mikið annríki, þótt
byggingavinna hafi um skeið
lagzt niður vegna kuldanna.
Bændur láta fremur vel yfir
sínum hag og það er ekki dæma
laust, að jarðir, sem komnar
voru í eyði, séu að byggjast á
ný. V. S.
-ORKUMÁLIN
(Framhald af blaðsíðu 4)
aðeins að vera 39 aurar á
kílóvattstund, og er það ótrú
lega lá tala. Virðist slík gufu
aflstöð því ákaflega hag-
kværn. Og ég helcl að óhætt
sé að álíta, að orka frá henni
ætti ekki að verða dýrari en
frá þrífellt stærri vatnsafl-
stöð. Jarðhitinn er lang-
stærsta orkulindin á fslandi
og við þurfum að tryggja
okkur þar nægilega reynslu
til að geta ráðist í nýtingu
þeirrar orku af sem mestum
hraða.
Um framkvæmdahraða í
sambandi við slíka jarðgufu-
virkjun er örðugt að segja,
en ef hafður er hámarks-
hraði á undirbúningi og
framkvæmd, ætti stöðin að
geta tekið til starfa á árinu
1978 eða jafnvel ári fyrr.
Unnið er að þvx að ganga
frá frumvarpi, sem veitir
heimild til slíkrar virkjunar.
Heimir Hanncsson.
þá hættu, sem fólgin er í því
að ört vaxandi ferðamanna-
straumur geri umhverfisvanda-
mál okkar alvarlegri en þau nú
eru. Þetta er margfalt stærra
mál en svo að hægt sé að ræða
það hér, en ég vil leggja áherzlu
á tvennt: Að sjálfsögðu eigum
við aldrei að stíga neitt spor í
þessum málum nema skoða um-
hverfis- og náttúruverndarmál-
in rækilega, en það er um leið
bjargföst skorðun mín að í þess
um málum sem öðrum sé stefnu
markandi skipulag líklegra til
árangurs en skipulagsleysi og
einangrunarhugmyndir. Ég held
að við varðveitum alclrei
óspillta náttúru landsins með
því að girða hana af. Megin-
markmiðið hlýtur því að vera
það að tryggja eðlilega þróun
þessa atvinnuvegar með það í
huga að styrkja grundvöll þjóð-
arbúsins, auk valddreifingu og
virka byggðastefnu um leið og
við tökum fullt tillit til um-
hverfisverndar og þeirrar fram-
tíðarstefnu að varðveita landið
Myndir Gísla
í Bautanum
LAUGARDAGINN 1. des. opn-
ar Gísli Guðmann sýningu á
nokkrum málverkum eftir sig á
Bautanum. Verða þau þar í
nokkra daga til sýnis og sölu.
Gísli Guðmann hefur átt við
myndlist annað veifið í yfir 20
ár. Þekktastur er hann fyrir
mannamyndir sínar og teikning
ar. Hann naut kennslu Jónasar
Jakobssonar myndhöggvara í 4
ár, eftir að hafa tekið þátt í
námskeiðum í leirmótun og
teikningu. Auk þess hefur hann
verið á námskeiðum hjá Hauki
Stefánssyni málara og Einari
Helgasyni. Eftir námið hjá
Jónasi stundaði Gísli nám í 4
ár í þýzkur bréfaskóla í mynd-
list — Fernakademie Karlsruhe.
Gísli Guðmann hefur tekið
þátt í tveimur samsýningum.
Nokkrar nýútkomnar bækur
Eiríkur Hansson
FLESTIR íslendingar kannast
við vestur-íslenzka skáldið Jó-
hann Magnús Bjarnason og
bækur hans, sem á sínum tíma
fóru sigurför um land allt og
voru lesnar á flestum heimilum
í sveit og bæ.
Nú er fjórða bindið í heildar-
ritsafni hans, Eiríkur Hansson,
nýkomin út. Það er 502 blað-
síður og frágangur allur hinn
vandaðasti. Prentsmiðja Björns
Jónssonar annaðist prentun, en
útgefandi er Edda hér í bæ.
(Aðsent)
hóp. Og margt er það á braut
listafólks, sem jafnan er nokkur
ávinningur að kynnast. Aftast í
bókinni er nafnaskrá.
r
Islands lag
Jóhann M. Bjarnason.
Eins og ég er klædd
Blaðinu barst í fyrradag bók-
in, Guðrún Á. Símonar, með
undirtitlinum, Eins og ég er
klædd. Gunnar M. Magnúss
skráði en Bókaforlag Odds
Björnssonar gaf út, og er bókin
nær 200 blaðsíður og í henni
margar myndir. Bók þessi skipt
ist í þessa höfuðkafla, sem segja
nokkuð til um efni og niður-
röðun: Tjaldið dregið frá, í
sviðsljósinu, Fyrir opnum tjöld-
um, Þáttaskil og Heima.
Bókin um hina kunnu og
opinskáu óperusöngkonu mun
eflaust eignast stóran lesenda-
Svo heitir nýútkomin bók
frá Prentsmiðjunni Leiftur í
Reykjavík og er hún eftir dr.
Hallgrím Helgason. Hún fjallar
um líf og starf sex íslenzkra
tónskálda og þau eru: Pétur
Guðjohnsen, Bjarni Þorsteins-
son, Árni Thorsteinsson, Sig-
valdi Kaldalóns, Björgvin Guð-
mundsson og Jón Leifs. En auk
þessara þátta eru aðfaraorð,
nafnaskrá o. fl.
í formála segir höfundur til-
gang bókarinnar þann, að
bregða ljósi á líf sex brautryðj-
enda á sviði íslenzkra tón-
mennta og að sýna feril íslenzkr
ar tónlistarþróunar. Bókin er
kærkomið framlag í þessa átt
og því mun hún mörgum kær-
komin. Q
Draumalandið hennar
Frá Bókaforlagi Odds Björns-
sonar hefur blaðinu einnig bor-
izt bókin Draumalandið hennar
eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur
og mun hálfur annar tugur
bóka eftir þennan höfund kom-
inn út. Bók þessi hefur að
geyma rómantíska ástarsögu,
sem gerist bæði hér á landi og
í Noregi og er 160 bjaðsíður.
Undraflugvélin
Undraflugvélin eftir Ármann
Kr. Einarsson, önnur útgáfa,
hjá Bókaforlagi Odds- Björns-
sonar er komin í verzlanir. Er
þetta fjórða bókin um Árna og
Rúnu í Hraunkoti og Olli ofviti
kemur hér við sögu. Barna- og
unglingabækur Ármanns Kr.
Einarssonar eru orðnar yfir 20
talsins og þarf ekki að kynna
höfundinn. *
Hinn hvíti galdur
MEÐAL bóka sem áður var
minnzt á hér í blaðinu, var hin
nýja bók Ólafs Tryggvasonar
frá Hamraborg, Hinn hvíti
galdur. Mynd af höfundi átti að
fylgja en var þá ekki tiltæk en
er nú komin í leitirnar.
Um bók þessa var nýlega
sagt: Hverjum þeim, sem á við
erfiðleika að stríða, mun bók
þessi örugg hjálp. Það kann að
vera að manni, sem lífið leikur
við, sé ekki nauðsynlegt að lesa
hana, en færi svo að lífið hætti
leik sínum, væri gott að vita,
að bókin, Hinn hvíti galdur,
er til. Q
þýzkan hermann, sem særist á
austurvígstöðvunum í lok stríðs
ins, tekinn til fanga og fluttur
til Siberíu. Honum tekst að
flýja, og hann ratar í hin ýmsu
ævintýri í auðnum og byggðum
Siberíu.
Ólafur Tryggvason.
Á meðan fæturnir
bera mig
Frá Kvöldvökuútgáfunni hef-
ur blaðinu borizt bókin, Á með-
an fæturnir bera mig, eftir
Jósef Martin Bauer í þýðingu
Þórunnar Jónsdóttur. Bókin er
220 blaðsíður og fjalla-r um
Eiríkur Sigurðsson.
Ræningjarnir í Æðey
Eiríkur Sigurðsson, fyrrum
skólastjóri á Akureyri og kunn-
ur rithöfundur, einkum barna-
bóka, hefur sent frá sér barna-
og unglingabókina, Ræningjar í
Æðey. En Bókaútgáfan Skjald-
borg gefur út og Prentsmiðja
Bjöms Jónssonar annaðist
prentun. Þessi bók er rúmar
hundrað blaðsíður og skiptist í
20 kafla. Á kápusíðu segja út-
gefendur meðal annars, að bók
þessi segi frá tveim drengjum
og svo ræningjum af enskum
togara, sem fara upp í Æðey og
ræna varpið. En þeir ensku
taka drengina og fara með þá
út í Skrúð, eyðieyju, og skilja
þá þar eftir. Flöskuskeyti verð-
ur til að bjarga þeim.
Saga þessi er spennandi fyrir
yngri kynslóðina og hún sýnir,
að ekki þarf að fara til erlendra
manna í leit að efni eða- höfund-
um skemmtilegra barnabóka.
ÞjóSgarður stofnaður I Jökulsárgljúfmm
LANGT er orðið síðan fram
komu tillögur um einhverskon-
ar friðlýsingu á svæðinu um-
hverfis neðanverða Jökulsá á
Fjöllum, eða það sem venjulega
er nefnt Jökulsárgljúfur. Kom
þetta m. a. fram í formi þings-
ályktunartillögu árið 1947, þar
sem lagt var til að svæðið vest-
an árinnar yrði keypt, friðað
fyrir beit og sett í umsjá Skóg-
ræktarinnar. Ekki mun þó hafa
orðið að framkvæmdum að því
sinni.
Eftir að Náttúruverndarráð
var stofnað með lögum árið
1956, hefur það haft friðun
gljúfranna til meðferðar, og
gert ýmsar samþykktir þar að
lútandi.
Á síðastliðnu vori ákvað ráð-
ið svo að láta til skarar skríða,
með því að friðlýsa jörðina
Svínadal, sem er eign ríkisins,
og því hæg heimatökin. Var
friðlýsingin staðfest af mennta-
málaráðuneytinu þann 21. júní
1973 og síðan birt í Stjórnar-
tíðindum.
Land Svínadals er mjög víð-
lent, en það telst ná frá Detti-
fossi að Hljóðaklettum, og að
sunnan alla leið vestur í fjallið
Eilíf á Mývatnsöræfum. Mestur
hluti landsins er raunar upp-
blásin eyðimörk, en innan þess
eru líka einhverjar fegurstu
gróðurvinjar landsins, svo sem
Hólmatungur og Sveigur.
Þá hefur verið lagt til þjóð-
garðsins landsvæði, sem mynd-
ar eins og geira, fyrir norðan
Vesturdal og endar í botni Ás-
byrgis, en það land taldist vera
eign Kelduneshrepps.
Sjálft Ásbyrgi er hins vegar
ekki innifalið í þjóðgarðinum,
enda þótt það sé líka ríkiseign,
en Skógrækt ríkisins hefur yfir
SKÁKÞING U.M.F.Í.
ÚRSLIT Skákþings Ungmenna-
félags íslands fara fram á Hótel
KEA, Akureyri, í dag og á
morgun, 1. og 2. desember.
Hefst keppnin klukkan 2 e. h.
fyrri daginn. Fjórar fjögurra
mnana sveitir taka þátt í úrslit-
unum. Þær eru frá: Ums. Borg-
arfjarðar, Ums. Kjalarnesþings,
Héraðssamb. Skarphéðni og
Ums. Eyjafjarðar. Á síðasta ári
sigraði sveit Ums. Kjalarnes-
þings á Skákþingi UMFÍ.
Ungmennasamband Eyjafjarð
ar sér um framkvæmd úrslita-
keppninnar, en skákstjóri verð-
ur. Albert-Sigurðsson, Akureyri,
því að segja, og hefur það raun-
ar verið friðað fyrir beit um
nokkurt skeið, og notað til skóg
ræktar.
Þá er líka undanskilin jörðin
Ás, sem nær m. a. yfir allan
Áshöfðann. Er nú unnið að því
af hálfu Náttúruverndarráðs að
fá jörðina keypta, og leggja
hana við þjóðgarðinn.
í reglum um þjóðgarðinn
segir m. a., að gangandi fólki sé
heimil för um hann, en önnur
umferð aðeins á merktum slóð-
um eða vegum. Ekki má tjalda
nema á þar til ætluðum tjald-
stæðum, nema leyfi varðarins
komi til. Ekki má fleygja rusli
eða sorpi, né heldur grafa það
niður, en flytja skal það í burtu
af svæðinu, eða í sorpgeymslur.
Ekki má kveikja eld nema með
leyfi þjóðgarðsvarðar, og öllum
er skylt að hlíta fyrirmælum
varðarins í hvívetna. Hvers
konar náttúruspjöll eru að sjálf
sögðu óheimil í þjóðgarðinum,
og mannvirki eða annað jarð-
rask er háð samþykki Náttúru-
verndarráðs. Ekki má heldur
fara með skotvopn í garðinum.
Þá segir og að búfjárbeit sé
óheimil í svæðinu, en bændur
í Kelduneshreppi (Kelduhverfi)
fá þó að beita þangað fé sínu,
samkvæmt sérstökum samningi.
Náttúruverndarráði er heim-
ilt að setja nánari reglur um
þjóðgarðinn og mun nú vera
unnið að þeim. Þá er einnig
gert ráð fyrir að ráða vörð í
garðinn fyrir næsta sumar.
Ekki þarf að fjölyrða um
gildi Jökulsárgljúfra sem þjóð-
garðs, til þess eru þau allt o£
vel kunn, en benda má á, að
Theodór Gunnlaugsson frá
Bjarmalandi hefur ritað
skemmtilega bók um gljúfrin,
sem væntanlega verður gefin út
af Prentverki Odds Björnssonar
innan skamms, með allmörgum
úrvals ljósmyndum af hinum
mikilfenglegu náttúruminjum
þeirra.
H. Hg.
Olafur Loffsson, Hörgslandi
Fæddur 6. nóv. 1898 - Dáinn 24. okt. 1973
Kveðja frá afaböriium og langafabami
Alltaf var gaman hjá afa að vera
ylurinn hjarta hans streymdi okkur til.
Þá var liann fús okkar byrðir að bera,
blíður og sæll, gerði á hlutunum skil.
Hann afi var alla tíð yndælismaður
ötull að veita okkur styrk sinn og skjól
í liópi okkar ungu var geislandi glaður
guð bléssi hann ætíð í vermandi sól.
! • f ’' ■; •y1 f
Við kveðjum þig núna og söknum þín sáran
sorgin er léttari barninu hjá,
eftir áranna fjöld, kemur bitrari báran
en blómstrandi rósir oft þroskanum ná.
Þökkuin,*er leiddirðu ungt fólk í æsku
ástúðin geislaði töfrandi af brá.
Þökkum þér ylinn og göfuga gæsku
guð blessi hann afa, sem dvaldi okkur hjá.
Hans afa og langafa minnast við mxmum
mildi hans alla, þá kærleikans gjöf,
tíminn þó fljúgi, með bárunum brunmn,
brosi honum eilífðin út yfir gröf.
(J. G. P.)