Dagur - 14.08.1974, Side 7

Dagur - 14.08.1974, Side 7
7 Kj arnaskógur MÉR er bæði ljúft og skylt að láta í ljós þakkir Skógræktar- félags Akureyrar til þeirra fjöl- mörgu gesta, sem heimsóttu Kjarnaskóg er þjóðhátíð Eyfirð- inga fór þar fram 20. og 21. júlí sL, og gengu svo vel um þetta óskaland okkar að sama og ekkert sá á hinum unga og við- kvæma gróðri staðarins. Ég veit að meðal þeirra þús- unda, sem komu í Kjarnaskóg þessa daga voru hundruð bæjar búa, sem nutu þar vorkvölda við gróðursetningarstörf fyrir 15—20 árum, en hafa sjaldan eða ekki komið þar síðan, og ég vona að nú hafi þeir fundið til stoltrar gleði við að sjá árangur góðs þegnskaparstarfs. Ég þakka rausnarlegt fram- lag Akureyrar til útivistar- svæðisins á þessu ári, og vax- andi stuðning bæjarins við skóg ræktarfélagið. Þá ber að þakka þeim mönnum sem unnu við vegagerð, byggingar og aðrar framkvæmdir í Kjarnaskógi á þessu sumri, og leystu störf sín vel af hendi á skömmum tíma. Ég vona að allir þeir bæjar- búar sem í sumar hafa komið í Kjarnaskóg reynist skógrækt- inni hliðhollir og telji því fé vel varið, sem til hennar rennur. Þá ber sérstaklega að þakka þeim nemendum Barnaskóla Akureyrar, sem blátt áfram björguðu þúsundum plantna, sem voru í hættu í maí, þegar vinnuafl skorti í Kjarna til vor- verkanna, sem kölluðu óvenju snemma að. Það var ánægju- legt að sjá krakkana sólbrún, moldug og brosandi við rækt- unarstörf, sem ekki voru laun- uð með peningum. Sum þeirra hlógu, þegar ég sagði að líklega ættu þau eftir að sitja með börn um sínum í skjóli trjánna, sem þau bogruðu við að gróðursetja, dagana sem þau tóku barna- prófið árið 1974, en annað eins hefip nú komið fyrir þá, sem gróðursettu í Kjarnaskógi árið 1954. Auðvitað vorum við full af bjartsýni, gríni og „groddi“ við þessa gróðursetningu, og töldum hana lang merkilegasta „vinnubókarblaðið," sem gert hefði verið í skólanum okkar árið 1974, vegna þess að það yrði fegurra og stærra með hverju ári, sem líður, og von- andi rætist það. Þá færi ég frú Einhildi Sveins dóttur innilegar þakkir Skóg- ræktarfélags Akureyrar fyrir 50 þúsund króna gjöf, er hún færði félaginu til minningar um mann sinn, Martein Sigurðsson frá Veturliðastöðum, er lengi var í stjórn félagsins og í röð ötul- ustu skógræktarmanna þessa bæjar. Fénu var varið til þess að reisa gróðurhús í trjáræktar- stöðinni í Kjarna og er það nú tilbúið. Akureyrarprenf AMTSBÓKASÁFNIÐ á Akureyri hefur nú opnað sýningu á allflest- um þeim bókum, sem prentaðar voru á fyrsta áratug prentsmiðju- rekstttrs í bænum. Flsta bókin á sýningunni er „Sálma og bæna- Kver“ eftir séra Jón Jónsson, sein- ast prest á Möðruvöllum í Hörgár- dal og Hallgrím djákna Jónsson, 2- útgáfa (1. útgáfa var prentuð í Kaupmannahöfn árið 1832). Bók- in er gefin út árið 1853 og er fyrsta bók, sem prentuð var á Akureyri. Af jrví sem „látið var á þrykk út ganga“ á þessuin bernskuárum akureyrskrar prentlistar, ber fyrst að nefna Norðra og síðar Norðan- Að lokum þakka ég öllum þeim, sem fyrr og síðar hafa unnið að skógræktinni í Kjarna, og get þá ekki stillt mig um að nefna sérstaklega Ármann Dal- mannsson, sem var starfsmaður skógræktarfélagsins frá stofnun þess 1951 til ársins 1968, og Jón D. Ármannsson, sem vann þar með föður sínum öll þessi ár. Þeirra verk voru ómæld og ómetanleg. Tryggvi Þorsteinsson. Sumum kann að finnast óþarfi að þakka það, sem að framan er nefnt, en ég tel það sjálfsagt. Það er of sjaldan við- urkennt sem vel er gert. En þessi grein átti ekki að vera eintómt þakklæti. Ég hefi lengi alið þá hugmynd að Kjarnaskógur verði ekki aðeins útivistarsvæði fyrir Akureyr- inga, heldur einnig náms- og vinnustaður fyrir skólaæsku bæjarins. Nokkur undanfarin haust hafa 12 ára nemendur í Barnaskóla Akureyrar dvalið skamman tíma (þrjá daga) í svokölluðum vettvangsskóla í Sumarbúðum K.F.U.M. og K. við Hólavatn og í Sumarbúðum þjóðkirkjunnar í Aðaldal. Við- fangsefni nemendanna á þess- um stöðum hefir verið náttúru- skoðun og náttúruvernd, úti- legutækni, saga byggðarlagsins, íþróttir og gönguferðir, kvöld- vökur o. fl. Svipuð starfsemi gæti farið fram í Kjarnaskógi vor og haust, en auk jDess sem að framan er nefnt hugsa ég mér að nemendur vinni þar án endurgjalds í þágu staðarins t. d. 2—3 tíma á dag, Hugsan- legt er að allir nemendur eigi kost á slíkri útivist t. d. einu sinni er þeir eru á aldrinum 12—14 ára, og þótt ég ræði hér um Akureyringa og Kjarnaskóg gæti hugmyndin átt víðar við í 1853 fii 1862 fara, fyrstu blöð, sem út voru gef- in á Akureyri. Nokkuð ber á rím- um. en jrarna getur einnig að líta markaskrár, smásögur og galdra- kver, að ógleymdum ýmsum guð- rækilegum ritum. Ekki má heldur gleyma Felsenborgarsögum, sent marga hneyksluðu á Jreim tíma, og ílestir muna, er lesið hafa Heims- ljós Laxness. Er ekki að efa, að ýmsum mun þykja fýsilegt að kynna sér hvert lesefni, best hefur Jtótt hæfa al- ntenningi á Jiessum árum. Sýningin mun standa til 13. september. (Frá Amtsbókasafninu). - Stjórnarmyndun og skólamál tengslum við skólasetur og skóglendi. En hvernig er þetta hægt? spyr einhver, og því reyni ég að svara með nokkrum orðum. 1. í Kjarna þarf að starfa vel menntaður skógræktarmaður, sem hefir áhuga fyrir uppeldis- málum og getu til þess að vera góður verkstjóri og æskulýðs- leiðtogi. Hann þarf að vera ræktunarmaður lands og lýðs, fús til samstarfs við skólana og reiðubúinn til þess að vera leið- beinandi bæði fyrir kennara og nemendur, sem í Kjarna koma, — og manninn höfum við. 2. í byggingu þeirri, sem ráð- gert er að reisa í Kjarna er stofa 8x8 m, og auk þess eld- unaraðstaða, lítið herbergi o. fl. Þetta verður tengt við ágæta snyrtingu, sem byggð var í sumar. Þegar lokið er við þessa byggingu verður þarna góð borðstofa fyrir eina bekkjar- deild, (20—30 nemendur) sem einnig má nota sem kennslu- stofu eða fyrir kvöldvökur. Annars geri ég ráð fyrir að nám ið fari að mestu fram úti, eða í stóru tjaldi. 3. Ég geri ráð fyrir að nem- endur gisti í tjöldum í Kjarna- skógi, og að þeir fái þar verk- lega æfingu í ýmsu er snertir útilegur og ferðalög. Margt af því má kenna í formi leikja. Klæðnaður og útbúnaður er nú orðinn svo góður að veðurfar skiptir litlu máli, ef menn kunna að bregðast rétt við því. 4. Þótt mánuðirnar maí og september séu ekki þeir ákjós- anlegustu til plöntusöfnunar geri ég ráð fyrir að nemendur geri athuganir á gróðri og safni jurtum eftir því sem kostur er. Á gönguferðum gefst tækifæri til að athuga áhrif veðurs og vatns á grjót og gróður o. fl. Sjálfsagt er að auka fjölbreytni gróðursins á staðnum með því að flytja í Kjarnaskóg allar þær íslenskar jurtir, sem þar geta vaxið og ekki eru þegar til á því landsvæði. 5. Þá finnst mér rétt að kynna unglingunum sögu höfuðbólsins Kjarna, sem eitt sinn var sýslu- mannssetur og hið mesta höfuð- ból eins og sjá má í Ferðabók Ebenezar Hendersons. Einnig þarf að kynna örnefnin, sem annars falla í gleymsku, en fyrst og fremst þarf að kynna sögu Kjarnaskógar, sem er mjög merk, Joótt hún sé ekki löng. Það má meðal annars gera með litskyggnum af Kjarna- landi, er teknar hafa verið á ýmsum tímum frá því Skóg- rækarfélag Akureyrar hóf þar starfsemi sína, en þótt ótrúlegt kunni að virðast sást þá ekki svo mikið sem laufblað, þar sem nú standa föstum rótum að minnsta kosti fimm-hundruð- þúsund tré. 6. Um íþróttir og gönguferðir fjölyrði ég ekki. Aðstaðan til margvíslegra leikja og íþrótta er góð í Kjarnaskógi og Súlna- fjallið er hið ákjósanlegasta til gönguferða. Ekki þykir mér ótrúlegt að innan tíðar verði merktar göngu- og „skokk-braut ir“ út og suður hlíðina milli Fálkafells og bæjarins, sem enduðu t. d. í Kjarna og á íþróttasvæði við Lundarskóla, og væri þá vel til fundið að gefa æstustu „skokkurunum" kost á því að reyna sig í lyftingum á leiðinni, (nota t. d. steina af mis jöfnum stærðum) eða gera fyrir Joá lykkjur upp í bröttustu brekkurnar, ef þeim þætti braut in of létt. 7. Og þá er J>að vinnan. Verk- efnin í Kjarnaskógi eru óþrjót- andi, en vinnan Jjar hefir ekki aðeins þann tilgang að koma nauðsynlegu verki í fram- kvæmd. Hún hefir einnig upp- eldislegt markmið og ætti að verða til þess að unglingamir finndu skyldleika sinn við ann- an gróður, og hún ætti að styrkja vináttubönd þeirra við náttúruna um leið og hún kenndi þeim að meta þá perlu, sem Kjarnaskógur er fyrir þennan bæ. 8. í starfsemi, eins og að fram- an er lýst, gefst ómetanlegt tæki færi til félagslegs uppeldis. Kynni milli nemenda og kenn- ara verða þar allt önnur en í venjulegu skólastarfi og oft geta Jjau orðið kennurum og nem- endum mjög gagnleg við hið venjulega skólanám. En starfsemi af því tagi, sem að framan er getið, er vanda- söm og tæplega hægt að gefa um hana nokkra forskrift. Til- gangurinn með þessum línum er aðeins sá, að vekja athygli á einum þeirra mörgu möguleika, sem Kjarnaskógur leggur okkur í skaut. I Tryggvi Þorsteinsson. DAGANA 1,—6. þ. m. var 6. þing norrænna barna- og ungl- ingabókahöfunda haldið í Þórs- höfn í Færeyjum. Um 110 er- lendir þátttakendur sóttu þingið og 20—30 Færeyingar. Auk rit- höfunda sátu þingið starfsfólk útvarps og sjónvarps, sem sér um barnaefni í þessum fjölmiðl- um, ritstjórar barnablaða, bóka- verðir o. fl. Frá Svíþjóð voru flestir þátttakendanna. Héðan að heiman voru 13 þátttakend- ur. — Þessi þing eru haldin annað hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum, og eru þau styrkt af norræna menningar- málasjóðnum. Þingið 1972 var haldið í Reykjavík. Þessi þing eru einn þátturinn í norrænni samvinnu, — og sannarlega ekki sá ómerkasti. Tekið er til meðferðar lestrar- efni ungu kynslóðarinnar, út- gáfa barnabóka, já, og raunar allt efni sem ætlað er börnum og unglingum í útvarpi, sjón- varpi, kvikmyndahúsum, leik- húsum og öðrum opinberum stöðum. Höfundaviðfangsefni þingsins í Færeyjum var: Barnabók- menntirnar og skólarnir. Einn fyrirlesari var frá hverju landi: Steinbjörn Jacobsen skáld frá Færeyjum, Róbert Fisker rit- höf. frá Danmörku, Lars Furu- land dósent frá Svíþjóð, Elsa Breen rithöf. frá Noregi, Marita Lundquist rithöf. frá Finnlandi og Ármann Kr. Einarsson frá Islandi. Umræður fóru fram að lokn- um framsöguerindunum, og vinnuhópar störfuðu um ein- stök málefni. Loks voru álykt- anir bornar fram. Nefna má að samþykkt var tillaga, sam- hljóða, um að fyrir efni ætlað börnum og unglingum í fjöl- miðlum væri greitt jafnt og annað efni. Þá var gerð ályktun á þinginu, um hið sjálfsagða réttlætismál, að nemendur fái að taka próf á móðurmáli sínu. En eins og kunnugt er af frétt- um var 2 færeyskum nemend- um vísað frá prófi vegna þess að þeir neituðu að tala á öðru máli en sínu eigin. Þetta 6. þing norrænna barna- og unglingabókahöfunda í Þórs- höfn var mjög vel undirbúið og skipulagt, en formaður undir- (Framhald af blaðsíðu 1) samráð við þessa aðila eftir að stjórn hefur verið mynduð, en fyrr ekki, og tel það alveg óvið- eigandi að aðrir en alþingis- menn og stjórnmálaflokkarnir hafi þetta hlutverk með hönd- um. Þá neitaði forsætisráðherra að svara þeirri spurningu frétta manns hvort stjórnarmyndun hefði strandað á afstöðu ein- hvers ákveðins flokks eða flokka, og kvaðst ekki varpa sök á neinn. Það náðist ekki málefnaleg samstaða milli flokk anna og voru þó gerðar mjög ítarlegar tilraunir til þess. Um það hvert yrði næsta skrefið, sagði forsætisráðherra. Ég tel það tvímælalausa skyldu Alþingis að mynda meirihluta- stjórn og J>ví verði Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur að ræðast við um stjórnarmynd un og kanna, hvort þessir tveir flokkar ná málefnalegri sam- stöðu. Hef ég þegar snúið mér í þessu efni til formanns Sjálf- stæðisflokksins og mun flokkur inn kanna málin í dag, og ef sú könnun verður jákvæð, geta viðræðunefndir hafið störf á morgun. □ búningsnefndar var Óskar Her- mannsson, en með honum í nefndinni var Hanna Lisberg, Jóhannes Enni, og ritari þings- ins, Hanna Absalonsen. Þingið var haldið í Mennta- skólanum í Þórshöfn, — í stór- um og vistlegum húsakynnum. Menntamálaráðherra færeysku landstjórnarinnar, Ásbjörn Joen sen, setti þingið með ræðu, og við opnunina lásu upp og sungu færeyskir listamenn. Meðan þingið stóð yfir var móttaka fyrir alla þinggesti, bæði hjá borgarstjóranum í Þórshöfn og lögmanninum í Tinganesi. Geta má þess einnig, að þátttakend- um var boðið í lengri og skemmri skemmtiferðir Jiing- dagana, m. a. voru skoðaðir hin- ir sérkennilegu hellar í Vest- mannabjörgunum, og farið var til Kirkjubæjar. í sambandi við þingið voru haldnar sýningar á færeyskum og þýddum barnabókum. Þinginu lauk síðan á föstu- dagskvöld með mjög veglegri veislu í Hótel Færeyjum, þar sem nær 200 gestir sátu til borðs. Mörg þakkarávörp voru flutt, og mikið sungið, m. a. ljóð, sem orkt höfðu verið í tilefni þingsins. Að síðustu sleit for- maður færeyska rithöfundafé- lagsins, Jákup í Jákupsstovu, þingið með ræðu. Eftir að borð höfðu verið fjarlægð, sýndi 30 manna hópur Færeyinga, klædd ir þjóðbúningum, færeyska dansa. Loks var stiginn almenn- ur dans. Erlendu fulltrúarnir rómuðu mjög framúrskarandi gestrisni Færeyinga. Til gamans má geta þess, að einstök veðurblíða og sólskin var alla þingdagana, og sagðist undirbúningsnefndin hafa pantað þetta veður. Talsvert var skrifað í færeysk blöð fyrir þingið og meðan það stóð yfir. Kom þar m. a. fram, að þetta þing yrði vonandi fær- eyskum barnabókmenntum til örvunar og stuðnings. En eins og kunnugt er hafa færeyskar bókmenntir átt mjög erfitt upp- dráttar, sökum fámennis þjóðar- innar. Að lokum var ákveðið að næsta þing norrænna barna- og unglingabókahöfunda, hið 7. í röðinni, yrði haldið í Osló 1976. Þing barnabókahölunda

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.