Dagur - 28.08.1974, Blaðsíða 1
Fegurslu gar
SKRÚÐGARÐANEFND Fegr-
unarfélags Akureyrar veitti á
föstudagskvöldið n o k k r u m
skrúðgarðaeigendum viðurkenn
ingar fyrir fagra og vel hirta
garða í kaffiboði að Hótel Varð-
borg'.
Formaður Fegrunarfélagsins,
Jón Kristjánsson, bauð gesti vel
komna og afhenti skrautrituð
skjöl, þeim er áttu þá garða er
dómnefnd félagsins hafði dæmt
fegursta.
Viðurkenningu hlutu: Hjört-
ur Fjeldsteð og frú, Kringlu-
mýri 6, ísak Gúðmann og frú,
Hamragerði 10, Jóhannes Jóseps
son og frú, Rauðumýri 4 og Guð
rún Jónsdóttir, Byggðavegi 107.
Olíufélaginu Skeljungi var og
veitt viðurkenning fyrir snyrti-
lega lóð að Hjalteyrargötu 8.
Skrúðgarðar bæjarins eru hin
ir fegurstu þetta árið.
Dómnefnd Fegrunarfélagsins
skipuðu: Stefán Árnason, Gest-
ur Ólafsson og Oddgeir Þór
Árnason. □
Gæfir æðarfuglar og góðu vanir á Oddeyri, og nær á myndinni melgresið ágæta, sem breytir söndum
í gróið land. (Ljósm.: E. D.)
Sauðárkróki, 26. ágúst. Á laugar
daginn var hið árlega héraðs-
mót haldið í Miðgarði og sóttu
það á sjötta hundrað manns.
Því miður gat Ólafur Jóhannes-
son forsaetisráðherra ekki mætt
vegna anna, en ræður fluttu
hinir ungu alþingismenn Páll
Pétursson og Halldór Ásgríms-
son. Leikararnir Jón Júlíusson
og Geirlaug Þorvaldsdóttir
fluttu atriði úr Höll sumarlands
ins eftir Halldór Laxness og
Guðmundur Jónsson óperu-
söngvari söng við undirleik
Ólafs Vignis Albertssonar. Að
síðustu var dansað og léku
Gautar fyrir dansinum og hafa
svo gert í 20 ár.
Léttlyndir hestamenn úr Létt
feta og Stíganda, samtals 40
manns með nær hálft annað
hundrað hesta, héldu nýlega til
Blönduóss, gistu þar og nutu
mikillar gestrisni hestamanna í
Húnaþingi. Hestamenn fóru
Kolugafjall, Þverárfjall, en
AUÐUNN Benediktsson, útgerð
armaður á Kópaskeri, fann 9
metra langa-n túnfisk 2,3 sjómíl-
ur út af Hraunhafnartanga 16.
ágúst, nýlega dauðan. Skar
hann stykki af fiski þessum til
að senda Hafrannsóknarstofnun
inni til greiningar, en sam-
kvæmt viðtali hans við fiski-
fræðing, ér talið, að um risa-
vaxinn túnfisk sé að ræða. En
af túnfiskum eru margar teg-
undir til og flækjast þeir stund-
um norður á bóginn, þótt heim-
kynni þeirra séu sunnar á hnett
inum. Mun fundur þessi ein-
stæður, ef um svo firnastóran
túnfisk er að ræða. □
BANASLYS
UNGUR maður, Sigurbjörn
Gunnþórsson, beið bana er bíll
hanS valt í Kræklingahlíð 24.
ágúst. Hann var 19 ára og átti
heima í Kambsmýri 6 á Akur-
eyri, var að koma heim frá
Reykjavík og átti því skammt
ófarið er slysið varð. Var hann
einn í bílnum og talið, að hann
hafi látist samstundis. □
heim um Laxárdal, Litlavatns-
skarð, út Víðidal og Kambaveg.
Var þetta mikil ferð og skemmti
leg. G. Ó.
Akureyrartogararnir
Svalbakur gamli landaði 26.
ágúst 84 tonnum.
Harðbakur landaði 107 tonn-
um 22. ágúst.
Sólbakur landaði 84 tonnum
16. ágúst.
Svalbakur nýi landaði 143
tonnum 18. ágúst.
Sléttbakur landaði 213 tonn-
um 12. ágúst. □
ENGIN íslensk jurt hentar eins
vel við að hefta sandfok og mel-
urinn, og eflaust væri upp-
græðsla sanda mun skemmra á
veg komin ef melsins nyti ekki
við.
Landgræðslan og fleiri aðilar
láta skera mel til frætöku ár
hvert. Melskurður fer fram
bæði norðanlands og sunnan og
hafa ungmennafélagar lagt fram
mikla sjálfboðavinnu á þessu
sviði undanfarin ár.
Ilinn 23. ágúst kom danski kafdáturinn Nordkaperen til Akureyrar
og lá við Torfunefsbryggju í þrjá daga. Báturinn, sem er 44 metra
langur, er með 21 manna áliöfn, er nýjasti kafbátur í hinum kon-
unglega danska sjóher og var á æfingasiglingu við Færeyjar og
island. (Ljósm.: E. D.)
Melurinn er harðgerður og
var kornið fyrrum notað til
matar. Mellönd eru einnig eftir-
sótt til beitar.
Við Strgndgötuna á Akureyri
vex melur og ber nú falleg öx.
í fjörunni fyrir framan liggur
æðarfuglinn. □
Bílaleskm hjálpað á fjallvegum
Grímsstöðum, 26. ágúst. í gær-
morgun fór að snjóa eftir úr-
hellisrigningu og mátti heita
stórhríð framan af degi í gær.
Ferðafólk lenti í erfiðleikum,
en hingað kom um kl. 11 í gær-
kveldi bílalest frá Héraði, sem
veghefill fór fyrir þar sem
þurfti. Nú er á leiðinni bílalest
frá Vopnafirði, því þar voru
margir ferðamenn, vegna funda
halda, og er hún einnig aðstoð-
uð. Frost hefur ekki orðið hér
ennþá en hitinn farið niður í
núll. Þetta hret virðist ætla að
verða stutt og tæplega hefur
það grandað fé, þótt um það viti
menn ekki ennþá.
Heyskap er fyrir nokkru lok-
ið. Spretta var sæmileg og hey
hröktust ekki til muna.
Upp úr miðjum september
hefjast svo göngurriar og erum
við 4—5 daga í göngum. Vegna
fámennis getum við aðeins
smalað fé af takmörkyðum
svæðum í einu og eru því leng-
ur í göngunum en áður var,
þrátt fyrir aukin not bíla, eink-
um á Aústurfjallgörðunum K.S.
ÁRDEGIS í gær, þriðjudag,
gekk Ólafur Jóhannesson á
fund forseta íslands, dr.
Kristjáns Eldjárns, og tjáði
lionum, að samkomulag
hefði tekist milli Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks
um myndun ríkisstjórnar,
undir forsæti Geirs Hall-
grímssonar. Eftir þann fund
tjáði Ólalur fréttamönnum,
að ríkisstjórnin yrði fornt-
lega mynduð í dag og kæmi
saman til fyrsta fundar á
morgun, fimmtudag.
Litlu síðar gekk Geir Ilall
grímsson á forsetafund nteð
ráðherralista sinn. Eru ráð-
herrarnir átta og er skipting-
in bessi:
Geir Hallgrímsson,
forsætisráðherra,
Gunnar Thoroddsen,
iðnaðar- og íélagsmála-
ráðherra,
Matthías Ái Mathiesen,
fjármálaráðherra,
Mattliías Bjarnason,
sjávar-, heilhrigðis- og
tryggingamálaráðherra,
Ólafur Jóhannesson,
dóms- og viðskiptamála-
ráðherra,
Einar Ágústsson,
utanríkisráðherra,
Halldór E. Sigurðsson,
landbúnaðar- og sam-
göngiu áðherra,
Vilhjálmur Hjálmarsson,
menntatnálaráðherra.
Málefnasamningur stjóm-
arinnar verður lagður fratn
á Alþingi á morgun. Ríkis-
ráðsfundur verður í dag með
fráfarandi ríkisstjórn. □