Dagur - 27.11.1974, Page 2

Dagur - 27.11.1974, Page 2
2 Melkorka, Kristínar skáldkonu svnt í Laueaborg; *J o o LEIKLIST hefir löngum verið rækt af alúð í Eyjafirði, eins og raunar í flestum héruðum lands ins. Mörg eru þau leikrit, sem sett hafa verið á svið í sveitum Eyjafjarðar, bæði stór og smá. Af ýmsum toga spunnin. Sum einung'is til að létta skapið, önnur alvarleg með miklum boð skap. — Allt er þetta skerfur til auðugra menningarlífs og er það vel. Undanlarið hefur leikfélagið Iðunn í Hraínagilshreppi sýnt leikritið Meikorku eftir Krist- ínu Sigfúsdóttur. E>að er í mikið ráðist. En leik- félagið hefur sannað með leik sínum undanfarin ár, að það veldur erfiðum verkefnum. Mörg athyglisverð leikrit hafa verið sýnd í Laugarhorg. við fögnuð þeirra, er lögðu á sig að koma, sjá og hlusta. Öll félagsstarfsemi byggist á áhuga og fórnfýsi. Svo er og hér. Margir þeir, sem þarna koma fram gera það í fyrsta sinn, aðrir hafa þjálfast í leik- sýningum undanfarinna ára. En allt er þetta gert af slíkum áhuga að frábært er. Alúð mikla hafa allir lagt í verk sín. Leikritið Melkorka mun vera með því síðasta, sem skáldkon- an, eyfirzka Kristín Sigfúsdóttir lét frá sér fara. Snemma varð hún kunn fyrir sögur sínar og leikrit. Leikritið Tengdamamma hefir verið sýnt víða við miklar vinsældir. Ævin týraleikurinn Óskastundin er og fagurt, en hefir ekki verið sýnt eins mikið. Annars þarf ekki að kynna Kristínu Sigfús- dóttur fyrir Eyfirðingum eða Akureyringum. Með þeim lifði hún og starfaði. Ritverk hennar voru sprottin upp úr þeim jarð- vegi, er þeir sjálfir liöfðu vaxið úr. Er ‘\innig fór hún í ævin- týraheima og leiddi okkur þar um og sýndi fegurðina, en var- aði við því dimma og ljóta. Hún leggur áherzlu á að hið góða sigrar að lokum. í Melkorku tekur hún fyrir líf írsku konungsdótturinnar, er keypt var sem ambátt af höfð- ingjanum á Höskuldsstöðum. Saga hennar er raunasaga. Þó er tign yfir henni allri. Stolt ambóttarinnar er óbugað til loka þrátt fyrir allt. Og ambátt- arsonurinn erfir hæfileika for- feðra og mótast af uppeldi sínu m. a. kristnum anda móður sinnar. Þarna tekur Kristín Sig- fúsdóttir fyrir þessa fögru, en raunalegu sögu og' gerir úr heil steypt og fagurt skáldverk. í þessu vcrki skáldkonunnar, eins og öllum verkum hennar er rauði þráðurinn sá, að hið góða sigrar það illa að lokum. Átök eru oft mikil og ívafið margslungið. En af hatrinu leiðir illt eitt. En góðsemi veitir gnægð líknar. Þar hverfa ský hatursins og hefnigirni, en heið ríkja kærleikans léttir illum álögum. Saman skal lifað og starfað í sátt og samlyndi til eflingar fegurra mannlífi. Þann- ig birtist mér boðskapur sá, er Kristín Sigfúsdóttir boðar í verkum sínum. Það er því öll- um hollt að lesa verk hennar og íhuga þann boðskap er í þeirn felst. Á það jafnt við um unga sem aldna. Mætti gjarna kynna verk hennar meir fyrir uppvarandi kynslóð en gert er. Það er því þakkarvert, af leik- félaginu í Hrafnagilshreppi að ráðast í þessar sýningar á Mel- korku. Leikrit þetta hefur lítt verið sýnt til þessa. Af livaða ástæðum veit ég ekki. Tækni- lega er það ekki erfiðara en mörg önnur. Leikfélag Akur- eyrar flutti það í útvarpi fyrir nokkrum árum. Fyrir tveimur árum var það sýnt í Olafsvík, en þó ekki allt. Þetta mun því í fyrsta sinn, er það er sýnt í heilu lagi. Leikstjóri er Júlíus Oddsson. Hinn góðkunni leikari á Akur- eyri. Hefir liann um áratugi skemmt Akureyringum og fleir um með leik sínuwj. Hann hefir einnig sett leiki á svið víoa um héraðið, og sýnt dugnað og hug- myndaauðgi. Honum hefir tek- ist að fá þetta áhugasama fólk til að sýna livað í því býr á þessu sviði;,; líefi ég séð mörg leikrit. öL'iS Júlíus hefir fært upp og, vJrðíst mér að yfirleitt hafi vej tekist. Vinnan er ærin og á^stæðúr stundum frum- stæðar. Það' fa.tinst mér og merkilegt við sýningu á Melkorku voru leiktjiildin. Það er að verða sjaldgæfara að sjá velmáluð leiktjöld, landsLag og því um líkt. Það hefir orðið að víkja fyrir nýrri tízku. Slíkt getur verið ágætt á stundum. Og nýj- ungar eru nauðsynlegar. En nautn þótti mér að sjá leiktjöld sem í Melkorku. Þau hafa gert hjónin Gerður Pálsdóttir, hús- mæðrakennari og Friðrik Krist- jánsson, smiður frá Ytri-Tjörn- um. Hún málaði, hann míðaði. Leiksviðið er fagurt og setur leikinn í þann ramma sem hæf- ir. Þau hjónin hafa vissulega unnið þarna gott starf. Búning- ar eru og að mestu heimagerðir og teiknaðir af Gerði Páis- dóttur. Lögin við söngvana gerði Sigríður Schiöth af sinni al- kunnu smekkvísi. Undirleik annaðist sonur hennar Reynir Schiöth. Þannig vinna heima- menn að verkinu öllu eins og unnt er. Er það sannarlega þakkarvert. Ekki ætla ég hér að segja kost’ og, lös't á náeðferð hinna einstökú leikara 'á hlutverkum sínúm. En það vil ég segja, að allir skila þeir hlutverkum sín- um vei af heridi, þá misjafnt sé og eitthváð megi að sumu finna. En eitt er þeim þó öllum sam- eiginlegt, að allir tala skýrt. Ekki missisf orð af þeim sökum. Það mun verá "verk leikstjórans að laga og aga á þessu sviði og hefur það tekist mjög vel. Nú á tímum er of algengt að heyra ýmsa tafsa og tæpa á orðum. Sþkt pr mikil misþyrm- ing á -töngh okkar. Þess vegna gleðst ég meir þegar talað er eins skýrt og í þessum leik. Aldrei fer vel á því að kveða óskýrt að orðum. Enn síður þegar íslenzkan er eins tær og á ieikritinu1 Mélkorku. ICristín Sigfúsdóttir hafði ekki í skóla gengið. En málfar hennar er hreint og óbjagað mál almennings á hennar tím- um. Hún unni móðurmáli sínu og fann mýkt þess og marg- breytni. Hjá henni fara jafnan saman fagurt mál og fagrar hugsanir. Þó að ég hafi sagst ekki ætla að rita hér um einstaka leikara get ég ekki annað en nefnt Þuríði Schiöth. Leikur hennar er í senn rismikill, fagur og auð mjúkur. Hún sýnir dýpt tiL- finninga hinnar ánauðugu konu. Melkorka er vissulega mikil kona í leik Þuríðar. Leikur hennar er fágaður og í honum stöðugur stígandi. Eins og vera á í öllum leiknum og finnst mér takast vel að túlka hann. Stefón Aðalsteinsson sýnir vel Höskuld bónda, fipast aldrei og rödd hans er sérlega þægi- leg. Hann sýnir trúverðugan höfðingja, sem á við mikla erfiðleika að etja, en bugast ei. Jórunn kona hans kemur fas- mikil inn á sviðið og heldur reisn sinni alltaf. Sýnir Sigur- björg Kristjánsdóttir vel inn í hug þessarar særðu en stoltu konu. Börnin sem leika Olaf pá ungan gera það bæði mjög vei. Var gleðilegt að heyra þau túlka hugsanir drengsins á svo skýran og fagran hátt. Aðra má vissulega nefna. En það mun ég ekki gera. En ósköp þótti mér þægilegt að sjá og heyra Sæunni vinnukonu koma fram í allri hógværð og mildi og vita að hún var leikin af fósturdóttur höfundar, Lilju Jónsdóttur. Þarna kom svo ljós- lega fram andi Kristínar Sig- fúsdóttur. Lilja hefur augljós- Lega Lært margt af fóstru sinni. Allur heiidarsvipur leiksins var góður. En verkið þó vanda- samt og viðamikið. Mikið hefir reynt á hugkvæmni Leikstjóra, Leikara og leiktjaldamálara. En allir hafa leyst starf sitt vel af hendi. Þökk sé þeim öllum er á einn eða annan hótt unnu að þessari sýningu. Hafið þökk fyrir góða skemmtun og merkilegt menn- ingarstarf. Vonandi eiga margir eftir að sjá Melkorku í Laugarborg. Það er þess virði að koma, sjá og njóta. Sigurður Guðmundsson. Formaður FRf afhenti 3 mönnum gullmerki, sem veitt var 1974 og einum, er lilaut það 1973. F. v.: Örn Eiðsson, Þóroddur Jóhannsson, Einar Frímannsson, Þorvaldur Jónasson og Hermann Sigtryggsson. Ársþing F.R.Í. á Ársþing Frjálsíþróttasambands íslands var haldið á Akureyri 23. og 24. nóv. sl. Þetta er í fyrsta skiptið, sem FRÍ heldur ársþing sitt utan Reykjavíkur og var m. a. haldið á Akureyri í tilefni 30 ára afmælis ÍBA, sem stofnað var 1944. Að venju komu mörg mál til meðferðar þingsins. Lögð var fram greinargóð skýrsla stjórn- ar FRÍ um síðasta starfsár og kenndi þar margra grasa. Sem fyrr eru fjármálin erfiðasti mála flokkur sambandsins, og svo er það einnig um mörg önnur fé- lög og sambönd innan íþrótta- hreyfingarinnar. Á liðnu starfsári má þó segja, að betur hafi gengið en mörg undanfarin ár. Reikningar sýna nú reksturshagnað og niður- - Frá 16.1 (Framhald af blaðsíðu 1) Framsóknarflokkurinn á næst- unni leggja aðaláherslu á lausn þeirra mála, bæði með tíma- bundnum ráðstöfunum, og með varanlegri úrræðum til að treysta grundvöll atvinnuveg- anna og tryggja afkomu- og atvinnuöryggi allra lands- manna. í samræmi við þessa stefnu mun Framsóknarflokkurinn leggja megináherslu á eftirfar- andi stefnumál: Að íslendingar færi auðlinda lögsögu sína út í 200 sjómílur á árinu 1975. Að efla fjölbreytt og traust atvinnulíf í öllum landshlutum með skipulegri áætlanagerð. Verði Framkvæmdastofnun rík- isins sérstaklega falið að annast það verkefni. Að tryggja landsmönnum öll- um, hvar sem eru búsettir, at- vinnuöryggi og jafnari lífskjör eftir því sem afkoma þjóðar- búsins frekast leyfir. Að stefna að jafnari og rétt- látari tekjuskiptingu. Að stefna að auknu samráði við verkalýðsféiögin, önnur launþegasamtök og stéttarfélög um kjaramál. Að sporna við hinni háska- legu verðbólgu, sem stofnar rekstraröryggi atvinnuvega og atvinnuöryggi, gjaldeyrisstöðu landsins, afkomu fjórfestingar- sjóða og ríkissjóðs og þjóðfélag- inu í heild í hættu. Að beita sér fyrir endurskoð- un núgildandi vísitölukerfis, að koma á nýjum aðferðum við gerð kjarasamninga og fastri skipan á samráð ríkisvaldsins við aðila vinnumarkaðarins. Að beita sér fyrir eflingu þróttmikillar byggðastefnu. Byggðasjóði sé með lögum tryggt árlegt framlag, er svari til 2% af útgjöldum fjárlaga hverju sinni. Gerðar verði fram kvæmda- og fjáröflunaráætlanir um helstu framfaramál lands- hlutanna. Sjálfstjórn einstakra landshluta verði aukin, og myndaðir byggðakjarnar, sem séu miðstöðvar atvinnulífs, menntunar, heilsugæslu og stjórnsýslu. Að endurskoða lög um Fram- kvæmdastofnun ríkisins, og í því sambandi marka stefnu um það, hvernig hagað skuli áætl- anagerð og framkvæmdum. Að hraða virkjun íslenskra orkulinda í því skyni að gera íslendinga óháðari innflutt- um orkugjöfum. Til þess að koma í veg fyrir orkuskort í einstökum landshlutum á næst- unni verði þegar í stað ráðist í samtengingu veitusvæðanna. Að koma á landnýtingarskipu lagi, þar sem gætt sé náttúru- verndar, hagsmuna landbúnað- arins og þarfa almennings fyrir útilíf og náttúruskoðun. □ stöðutölur hljóða upp á rúmlega þrjár milljónir króna. Þátttaka í ýmsum mótum á vegum sambandsins, bæði inn- anlands og utan„ var mjög góð og má segja, að í landsliði FRÍ sé nú góður kjarni sterkra íþróttamanna, og nú uppá síð- kastið hafa erlendir aðilar sótt æ meira eftir þátttöku við þá og boðið þeim á mót til sín. Framundan eru mjög stór verkefni og verður íslenskt frjálsíþróttafólk mikið á ferð- inni næsta sumar. Lögð verður mikil áhersla á hið félagslega starf og þjálfun innanlands og hyggst stjórn FRÍ fylgja eftir þeirri sókn, sem nú er hafin meðal íslenskra frjálsíþrótta- manna og kvenna. □ FRÁ HAPPADRÆTTI GEYSIS HINN 15. október sl. var dregið í happdrætti Karlakórsins Geys is, Akureyri, en ekki hefur verið hægt að birta vinnings- númer fyrr en nú, þar sem erfið lega hefur gengið að fá skil á seldum miðum. Vinningur nr. 1 kom á miða nr. 230. Vinningur nr. 2 kom á miða nr. 1525. Vinningur nr. 3 kom á miða nr. 1783. Vinningur nr. 4 kom á miða nr. 1619. Vinn- ingur nr. 5 kom á miða nr. 491. Karlakórinn Geysir, Akureyri. (Birt án ábyrgðar) Dauðaslys JÓN Ben. Ásmundsson, skóla- stjóri frá ísafirði, lést í bílslysi að kveldi 20. nóvember. Bíll hans lenti út af veginum við vestustu brú Eyjafjarðarár, rann þar út í ána og var maður- inn örendur er að var komið. Jón, sem var 44 ára, lét eftir sig konu og fjögur börn. □ Félagsmáiasiofnun Akureyrar og kvennadeild verkalýðsfélagsins EININGAR gangast fyrir skemmtun fyrir aldraða sunnudag- inn 1. desember kl. 15,00—17,00 í Sjálfstæðis- 'húsinu. Skemmtiatriði, spil og dans. •Þeir sem óska eftir akstri á skemmtnnina tilkynni það til félagsmálastofnunar fyrir hádegi á föstu- dag. — Síminn er 2-10-00. FÉLAGSMÁLASTOFNUN AKUREYRAR, Geislagötu 5, Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.