Dagur - 14.12.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 14.12.1974, Blaðsíða 1
AGUK LVII. árg. — Akureyri, laugardaginn 14. des. 1974 — 56. tölublað Á heimleið Nýi Spánartogarinn Kaldbakur, sem Útgerðarfélag Akureyringa á í Hamborg, mun í gær hafa lagt af stað til íslands. Skip- stjóri er Sverrir Valdimarsson. Togarinn mun hafa viðkomu í Grimsby og taka veiðarfæri og koma til Akureyrar 19.—20. desember Sléttbakur landaði 101 tonni á miðvikudaginn og fór á veiðar á fimmtudaginn. Svalbakur landaði 2. desem- ber 120 tonnum. Harðbakur landaði 63 tonn- um 9. desembér. Sólbakur lándar á mánudag- inn. Togarar Ú. A. munu verða á veiðum um jólin. Q BARNASKEMMTUN Fr. Vestmann tók þcssa mynd af fundarmönnum á formannaráðs tefnuninni á Akureyri. Sl. laugardag hélt Lionsklúbb- urinn Hængur tvær barna- skemmtanir í Nýja-bíói. Hús- fyllir var á báðum skemmtun- unum og urðu margir frá að hverfa. Vegna þess hefur klúbb urinn ákveðið að gangast fyrir einni skemmtun til viðbótar og verður hún haldin n. k. laugar- dag, 14. des., og hefst kl. 3 e. h. Miðasala hefst kl. 13 og er miðaverð kr. 300,00. — (Sjá auglýsingu í blaðinu í dag) Q Ályktanir formannnaráðstefnuimar á Ak, Á formannaráðstefnu Farmanna og fiskimannasambands íslands er getið var í síðasta blaði voru eftirfarandi ályktanir gerðar: Formannaráðstefna F.F.S.Í. haldin dagana 7.—8. des. 1974 ályktar, að aðildarfélög sam- bandsins skuli einbeita sér að því að hnekkja þeim grófu að- Bændur vilja vargfuglinn feigan Á aðalfundi Æðarræktarfélags íslands, sem haldinn var á Hótel Sögu, kom fram megn óánægja yfir því, að heimild stjórnvalda hefur ekki fengist til róttækra ráðstafana við útrýmingu svart- baks og hrafns, sem eru miklir vargar í varplöndum. En fuglar þessir eru í hundraða- eða jafn- vel þúsundatali við sorphauga og við slátur- og frystihús hvar- vetna um land. Þó var leyft að nota fenemal í egg jafnhliða öðru eiturefni til að granda svartbaki við æðar- vörp. Vai'peigendum þykir sýnt, að Alþingi þurfi hér að setja ný lög eða reglugerðir, svo unnt sé að vinna að því með oddi og egg að fækka þessum skaðræðisfugl- um verulega. Æðardúnninn er í geysiháu og enn hækkandi verði erlendis og er því til mikils að vinna að auka æðarvarp, og það mun víða hægt til mikilla muna. Geta má þess, að kílóið af æðar- dún mun nú áætlað á 14—15 þúsund krónur til bænda. f sumar fór fram allítarleg rannsókn á svokölluðum flug- vargi, en þar er einkum átt við svartbak og hrafn, og náði sú rannsókn til mikils hluta lands- ins. Stjórn Æðarræktarfélags ís- lands skipa: Olafur E. Olafsson, form., Gísli V. Vagnsson og Jón Benediktsson. Varastjórn skipa Borgþór Björnsson og Gunnar Þórðarson. Ráðunautur Æ. í. er Árni G. Pétursson. gerðum stjórnvalda, sem skert hafa samningsbundin kjör sjó- manna. Þessar kjaraskerðingaraðgerð ir stjórnvalda, sem m. a. fólust í lækkun gengi íslensku krón- unnar og þeim hliðarráðstöfun- um, sem á eftir komu, eru bein- ar órásir á samningsrétt sjó- manna, sem og annarra launa- stétta, sem taka laun samkvæmt samningum, sem gerðir hafa verið milli aðila vinnumarkað- arins. Á það skal bent, að ó sl. vetri var lögð ávenju mikil vinna í samningagerð og urðu aðilar ásáttir um verulega lengri gildis tíma samninga, en áður hefur tíðkast, þ. e. fram til miðs árs 1976. Formannaráðstefnan krefst þess, að staðið verði við gerða samninga eins og ókveðið var við samþykkt þeirra. Ráðstefnan fordæmir hina harkalegu kjaraskerðingu stjórn valda, sem koma fram í því, að teknar eru ómældar fjárhæðir af launþegum og færðar til at- vinnurekanda með beinum laga setningum, og jafnframt þeirri tilfærslu er kaupgjald sett fast, en allt verðlag nauðsynjavöru og þjónustu t. d. hins opinbera fái að hækka nær hömlulaust. Ráðstefnan lýsir yfir, að svo miklu leyti sem hún hefur vald til, að aðildarfélög sambandsins geti fallist á, að kjarasamningar sjómanna, sem í óvissu eru vegna aðgerða stjórnvalda, verði staðfestir á ný til þess tíma er þeir tilgreina, að því fengnu að lagfærðar verði hinar mjög svo ranglátu aðgerðir, sem hér um ræðir. Um öryggismál. Á hverju skipi, sem hefur gúmbjörgunarbát skal k'ynna áhöfn staðsetningu og meðferð þeirra á þriggja mánaða fresti að minnsta kosti. Á skipum sem hafa reykköf- unartæki skal kynna skipverj- um staðsetningu og meðferð þeirra. Kynna skal skipverjum með- ferð fluglínutækja, notkun og uppsetningu. Þegar sérstök hættuleg störf eru tekin upp sem sérstaklega (Framhald á blaðsíðu 6) Blaðið ræddi við Valtý Krist- jánsson í Nesi, Fnjóskadal á fimmtudaginn og spurði hann tíðinda. Hann sagði þá á þessa leið: Haustið hefur verið gott og það sem af er vetri, allt fram að síðustu helgi. Snjór er lítill ennþá og aldrei komið stórhríð. Nú eru vélsleðar komnir á meirihluta bæjanna hér í sveit- inni og eru þeir einkar þægi- legir og mjög nauðsynlegir við fjárleitir og svo þegar bílfæri teppist vegna snjóa. En það er betra að vera í góðum skjól- fötum, þegar á þeim er ferð- ast, ef vel á að fara. Vaðlaheiðarvegur hefur ekki verið mokaður í vetur og hefði þó verið auðvelt það sem af er, vegna þess hve veðrátta hefur verið stillt og lítill snjór. Vegur inn um Dalsmynni hefur því verið farinn. Nýr vegur var lagður í Ljósa- X Jólasveinamir seinkuðu ferð sinni í bæinn. Þeir ætluðu að koma á sunnudaginn var, en vegna þess að þá kom vont veður, frestuðu þeir heimsókninni. Nú ætla þeir að koma á sunnudaginn, 15. des- ember, og við verðum að vona, að veðrið verði sæmilegt og kannski mjög gott. Börnin geta bæði heyrt þá og séð á svölum Vöruhúss K.EA, Hafnarstræti 93. Þá verðtir bæði leikið og sungið og þá vcrður gaman, því allir vcrða þá komnir í jólaskapið. vatnsskarðinu í sumar, fram- hald þess vegar, sem kominn var austur frá nýju brúnni í Fnjóskadal og nær nýi vegur- inn nú austur á Steinholt. Einnig var bætt um vegi á ýmsum stöðum. Stórutjarnarskóli starfar með líku sniði og áður, skólastjóri er Viktor A. Guðlaugsson. Starfsliðið er ofurlítið breytt. T. d. er komin ný ráðskona, Þór halla Snæþórsdóttir frá Gilsár- teigi. Nemendur í heimavist eru á milli 90 og 100, auk þeirra, sem koma á bíl á morgnana og skilað heim að kennslu lokinni. Enn er unnið við tengiálmu skólans og ný sundlaug er þar komin, þótt ekki sé hún ennþá tekin í notkun. Þetta er útilaug og nú er verið að ganga frá böðum og snyrtingum, henni tilheyrandi. Stærðin er 7,5x16,65 m. í tengiálmunni er íþrótta- salur, 153 fermetrar, setustofa, bókasafn, kennarastofur o. fl. Karlakórinn Goði æfir viku- lega undir stjórn erlends söng- stjóra, sem búsettur er á Húsa- vík og kirkjukórar æfa. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar, var Dalvíkurvegur hreinsaður á fimmtudaginn og Múlavegurinn var opnaður í gær. Verið var í gær að laga veg- inn á Oxnadalsheiði. Þar hefur þó undanfarna daga verið fært stórum bílum. Vegurinn frá Akureyri til Reykjavíkur átti að vera allgreiðfær þegar líða tæki á daginn í gær. Vegurinn frá Akureyri til Húsavíkur var fær jeppum og stórum bílum í gær, en ákveðið að hreinsa hann næsta mánu- dag. Mátti því segja, að vegir væru opnir til allra átta, en veðurspá var heldur vond í gær. Q NÆG ATVINNA Nú eru 319 manns á atvinnu- leysisskrám. en voru í fyrra á sama tíma 485. Má því segja, að nú sé hagstætt atvinnuástand. Þar sem atvinnulausum hefur fjölgað verulega, er á Vopna- firði og Hofsósi. Q FJARSKÍPTIN Könnun Póst- og símamála- stjórnar á hagkvæmustu leið til fjölgunar fjarskiptarása til út- landa, hefur leitt í ljós, að gervi hnattasamband með jarðstöð á íslandi sé hagkvæmust, en mun þó kosta 430 milljónir króna. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.