Dagur - 14.12.1974, Blaðsíða 5

Dagur - 14.12.1974, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðannaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. í bláum hyljum blundar lax og silungur og bíður vors og betri tíma undir ljósum klakaþiljum vetrarins. Og þótt vatn- ið sé kalt, fer endurnýjun stofnanna þar fram, milljónir laxa- og silungs- seiða klekjast út og hefja síðan lífs- baráttu sína. Island er hið eina í álfunni, sem á ár sínar lítt eða ekki mengaðar og þegar litið er á veiðiár landsins í heild, eru þær þær einu, sem skila mjög vaxandi veiði hin síðustu ár og bjóða enn margföldun göngufiska, með aðstoð mannsins. Árin 1955—1960 veiddust hér á landi samtals 23 þúsund laxar árlega, en 1961—1965 veiddust 37 þúsund laxar. Síðustu tvö árin varð laxveið- in um 65 þúsund hvort ár. Þessi aukning er að þakka fiskrækt og lengingu fiskvega, einnig skynsam- legri nýtingu. Hér á landi eru 118 veiðifélög í öllum landshlutum og taka þau til flestra vatnasvæða landsins. Utn 300 þúsund laxgönguseiðum hefur verið sleppt í árnar sumar livert síðustu árin, og endurheimtur þeirra örva til enn frekari ræktunar. Þéttbýlis- menn em margir ákafir veiðimenn en einnig ræktunarmenn á þessu sviði og liafa lagt fram stórar fjár- fúlgur til að auka laxgengd í árnar. Bændur í hinum ýmsu félögum land- eigenda eru einnig áhugasamir um eflingu fiskræktar, því hér er um veruieg hlunnindi eða aukabúgrein að ræða. Þótt ótrúlegt megi virðast, eru ekki allar ár enn að fullu kannaðar sem veiðiár, og þaðan af síður hafa möguleikar þeirra komið undir smá- sjá kunnáttumanna. Nokkrir Akur- eyringar, sem tóku á eina á leigu, höfðu það fyrir satt, sem landeig- endur héldu alveg hiklaust fram og sögðu, að foss einn í ánni væri ekki laxgengur og aldrei veiddist sá göfugi fiskur þar fyrir ofan. Þetta reyndist þó ekki á rökum reist, því einmitt þar var langmesta veiðin, því þarna reyndist mikið veiðisvæði ókannað með öllu. En þetta er að- eins dæmi um það, hve skantmt við emm enn komnir í að nýta mögu- leika laxánna. Þá eru veiðivötnin, sem eru ótelj- andi hér á landi og fiskur í flestum, lítt rannsökuð náma. Með skynsam- legum vinnubrögðum hefur þó tek- ist á nokkrum stöðum, að gera veiði eftirsótta, sem enginn vildi áður við líta. En þar var einkum um það að ræða að takmarka stofninn við mögu- lega fæðuöflun fiskanna, og mun þurfa að beita þeim vinnubrögðum víða um land. (Framhald á bls. 7). ÞAR TÖKST DROTTNIVEL i ■ ■ ■ a ■ i Þegar Drottinn allsherjar hafði lokið við að skapa heiminn, leit hann skyggnum augum yfir verk sitt og sá, að það var harla gott. Þá var það, að lítill dropi féll úr fjöðurstaf hans og kom niður á hið auða haf milli Noregs og Grænlands. Hér var ósjálfrátt komið ofurlítið ey- land í úthafið, sem við nánari athugun fór vel á myndfletin- um. Eitthvað á þessa leið hefst Kristján frá Djúpalæk. texti Kristjáns skálds frá Djúpa læk í bókinni Akureyri og norðrið fagra, sem Bókaforlag Odds Björnssonar hefur gefið út í samvinnu við Iceland Review og er mjög myndskreytt og fögur kynningarbók um Akureyri, er einnig hefur kom- ið út með enskum texta. Og skáldið heldur áfram að rasða verk skaparans og hvernig hann endurbætti eitt og annað með vasahníf sínum: „Fyrir Norðurlandi dvaldist honum lengst. Hann skóp þar m. a. langan fjörð inn milli fjall anna, setti dálitla eyju fyrir mynni hans, langt út til hafsins og aðra í hann miðjan, vaxna hrísi. Hann gæddi hlíðar fjall- anna þokka og afdalina yndis- leik. Að síðustu sló hann yfir staðinn blárri, gagnsærri móðu og skírði Eyjafjörð. Aldir liðu og árþúsundir Eyjan prúða í Atlantshafi lá þar ósnortin eins og mey í festum, er bíður elsk- huga síns. Eldur og ís léku sér að því að umbylta henni, mynda og móta. En hún var ekki lífi í lundum skóganna, huldufólk byggði hóla og klettaborgir, dvergar steina, en tröllin hella og hrikafjöll. Loftið var þrung- ið blaki vængja og lofsöngvum, selir sleiktu sólskinið á skerj- um og hleinum og kæptu í látr- unum. En hafið og hver fjörður og flói var hvikur af fiski og stórhveli, ár og fljót af silungi og laxi. Og Papar, kristnir ein- setumenn frá írlandi, sigldu hingað frumstæðum farkostum til að geta verið hér einir með guði sínum. Hvergi varð komist í nánari snertingu við dular- öflin, en á þessu ósnortna mey- landi við heimskautsbaug." Síðar í textanum rekur höf- undur landnám norrænna manna, greinir frá Helga magra, er vígðist tveim guðum, hinu milda eðli og stríða og hinum rniklu andstæðum í ríki náttúr- unnar, og hversu allt leitar þó jafnvægis í þessu sérstæða landi elds og ísa. Þá dregur höfundur fram nokkra þætti lands og sögu, segir frá merk- um sögustöðum, skáldum og öðrum, er mótuðu samtíð sína, og lýsir í fáum orðum hinni stoltu og dulvísu þjóð, er landið byggir nú. Má segja, að Kristjáni skáldi frá Djúpalæk hafi vel tekist að skrifa skemmtilegan og á ýms- an hátt mjög fræðandi þátt um höfuðstað Norðurlands, um- hverfi hans og sögu. Þátturinn er umvafinn dulvísi og þjóðtrú, sem gerir bókina sérstæða meðal kynningarbóka og eykur gildi hennar til stórra muna. □ ÁSMUNDUR SVEIN og listaverk lians í nýrri bók frá Iceland Review Komin er á markaðinn ný bók í flokki ICELAND RIVIEW BOOKS og nefnist hún SCULPTOR Ásmundur Sveins- son — An Edda inn Shapes and Synibols. Eins og titillinn ber með sér er hér fjallað um Ás- mund Sveinsson og verk hans. Sáralítið hefur verið gefið út af bókum um íslenzka listsköpun — á erlendum tungum, og með þessari nýju bók leitast útgáfan við að bæta þar nokkuð úr. Texta bókarinnar skrifaði Matthías Johannessen, ritstjóri. Hér er það hið lifandi samtals- form, sem Matthías er ekki hvað sízt þekktur fyrir, og ræð- ir hann við Ásmund um starf hans og sköpun, þjóðtrú og þann forna menningararf, sem listamanninum hefur orðið svo hugleikinn alla tíð. Þetta eru samræður um lífið og tilveruna, eins og hún hefur speglazt í verkum Ásmundar — og nær 40 myndir af mörgum þekkt- ustu verka hans birtast hér. Einmitt flest þau verk, sem ber á góma í samtölum þeirra Matt- híasar. Myndirnar tóku Sigurgeir Sigurjónsson og Guðmundur Ingólfsson, en texta þýddu May og Hallberg Hallmundsson. Bókin er 72 síður í handhægu broti og sá Fanney Valgarðs- dóttir hjá Auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar um útlit hennar. Nyrra bóka getið Ferð Geysis til N-Ítalíu 1974 i ■ r ■ ■ ■ Má ætla að hér sé komin út bók, sem kærkomin er því fólki í útlöndum, sem áhuga hefur á íslenzkum menningarmálum og listsköpun. Þetta er fimmta bók in í flokki ICELAND REVIEW BOOKS, því áður komu út ís- landsbók (ensk og þýzk út- gáfa), bók um gosið í Heimaey (á ensku) og Reykjavíkurbók Gunnars Hannessonar og Jök- uls Jakobssonar, en hún kom út á þessu ári og hefur hlotið verðskuldaða athygli. Um þess- ar mundir kemur svo á markað- inn bók um höfuðstað Norður- lands — og nágrennið: AKUR- EYRI — And the Picturesque North. Q TVÆR BOKA- FORLAGSBÆKUR Biaðinu hafa borist tvær nýjar bækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. Auður á Heiði er eftir Ingi- björgu Sigurðardóttur og hefur hún áður skrifað 15 bækur. Hin nýja bók er nær 130 blaðsíðna skáldsaga, er skiptist í 17 kafla. Aðal söguhetjurnar eru Auður á Heiði, 18 ára, og Hreinn kaup- maður, tveim árum eldri. Hin bókin heitir Hanna María og Viktor verða vinir og er eftir Magneu frá Kleifum og jafn- framt fjórða bókin um Hönnu Maríu. Um þessa bók segir út- gefandinn meðal annars: Þetta er fjórða bókin um hana Hönnu Maríu, sem á heima í Koti, hjá afa sínum og ömmu. Tvíbura- systkinin, Viktoría og Viktor úr Reykjavík, dvelja sumarlangt í Koti og allir krakkarnir lenda í ýmsum ævintýrum og jafnvel mannraunum. Og nú skeður það skrýtna, að Hanna og Viktor verða perluvinir, en það hefði ekki þótt trúlegt þegar þau kynntust fyrst. En allt er gott, sem endar vel. Fyrri bækurnar um Hönnu Maríu hafa verið lesnar í Ríkis- útvarpinu við miklar vinsældir. KVENFELAG SVÍNAVATNSHREPPS 100 ÁRA Blaðinu hefur borist myndar- legt og myndskreytt rit í stóru broti, um Kvenfélag Svínavatns hrepps 100 ára og önnur kven- félög í Húnaþingi. Ritnefnd skipuðu: Hulda Pálsdóttir, Höllustöðum, Valgerður Ágústs dóttir á Geitaskarði og Þorbjörg Bergþórsdóttir á Blönduósi. í riti þessu eru ljósprentuð handskrifuð lög Kvenfélags Svínavatnshrepps og einnig all- löng handskrifuð grein um fé- lagið eftir Huldu Pálsdóttur, en Guðrún Jakobsdóttir ritaði. Við tal er við Jóhönnu Jóhannes- dóttur á Svínavatni, grein um Gunnfríði Jónsdóttur mynd- höggvara frá Sæunnarstöðum í Hallárdal, grein um ræktun matjurta eftir Sólveigu Bene- diktsdóttur Sövik og svo mynd- um prýddar greinar um hin ýmsu kvenfélag í Húnaþingi. Rit þetta er til mikils sóma fyrir þá, er að því unnu. □ D ýraverndarinn Hið góða og gamla rit, Dýra- verndarinn, 3—4 tölublað sex- tugasta árgangs, er komið út, 35 síður í stóru broti, mynd- skreytt að vanda. í heftinu er minnst 60 ára afmælis, þá er sagt frá Degi dýranna 15. september, greinin Húsdýr okkar í ellefu hundruð ár eftir Guðmund Jósafatsson frá Brandsstöðum, og önnur, sem ber nafnið Hið sanna um dýrin. Þá segir frá stofnun Dýraverndunarfélags Akureyr- ar, dýragarðs í Finnlandi og þarna er endurprentuð frásögn Þorsteins Erlingssonar, Bóndóla ISLENSKIR BÚFRÆÐI- KANDÍÐATAR Svo heitir nýútkomin bók, sem Félag íslenskra búfræðikandi- data gefur út en Prentverk Odds Björnssonar annaðist prentun. Þeir Jóhannes Sigvaldason, Oli Valur Hansson og Ævarr Hjartarson rita aðfaraorð bókar innar um tilgang hennar og gerð, en síðan er greinin Bú- fræðimenntun íslendinga, stutt ágrip af sögu æðra búnaðar- náms samið af Guðmundi Jóns- syni fyrrv. skólastjóra á Hvann eyri. Aðalkafli bókarinnar er æviágrip íslenskra búfræði- kandidata, ásamt myndum af þeim og er sá kafli yfir 200 blaðsíður. Er þetta búfræðinga- tal því hið fróðlegasta. Bókin fæst í bókaverslunum og einnig hafa búfræðikandi- datarnir hana til sölu. □ 50 VÍSNAGÁTUR Ármann Dalmannsson fær hina bestu dóma fyrir bók sína Fræ, sem er nýlega komin út. En hann lét ekki þar við sitja, því nú er komin út eftir hann lítil, fjölrituð og sérstæð bók er nefnist Vísnagátur. Eru þar fimmtíu gátur í ljóðum, hin ágætasta dægradvöl fyrir fólk er heima situr og hefur af slíku gaman. Ármann segir í formála, að hann hafi undanfarin ár látið vísnagátur í jólapakkana til barnabarna sinna og veitt sæl- gætisverðlaun fyrir ráðningarn- ar. Þær gátur, segir hann, sem hér birtast í bundnu máli, eru frá liðnum árum að nokkrum viðbættum. Og hann heitir þrennum bókarverðlaunum fyr- ir réttar ráðningar. Hver brag- lína eða vísuliður, sé ráðinn sérstaklega. Vísnagátur Ármanns eru hin- ar ágætustu og vart þarf að draga í efa, að þeir verða marg- ir, sem velta þeim fyrir sér um jólin. □ GLOÐAFEYKIR Glóðafeykir, félagstíðindi Kaup- félags Skagfirðinga, er kominn út, 15. hefti, nóv. 1974, yfir 80 blaðsíður. Ritstjóri er Gísli Magnússon í Eyhildarholti. Efni þessa rits er meðal ann- ars frásögn af aðalfundum Mjólkursamlags Skagfirðinga og Kaupfélags Skagfirðinga, við tal við Friðbjörn Traustason um eflingu Hóla í Hjaltadal, vísnaþátturinn Leirgerður og þáttur, sem ber nafnið Fallnir félagar. Margt fleira er í þessu myndarlega hefti samvinnu- manna í Skagafirði, sem Gísli Magnússon annast enn af mikilli prýði. □ HAUSTIÐ 1973 tók Sigurður Demets Franzson við söngstjórn Karlakórsins Geysis á Akur- eyri. Fljótlega eftir að vetrar- starf hófst lét hann í ljósi áhuga sinn á því að fara með kórinn í söngferð á æskuslóðir sínar í Suður-Týról á ítalíu. Lagaval í söngskrá kórsins hagaði hann þannig, að veru- legur hluti hennar var jafn- framt ætlaður til flutnings í væntanlegri söngferð. Áreiðanlega þótti ýmsum þetta fulldjörf fyrirætlun að halda norðan frá íslandi í söng- ferð til ítalíu, þess lands, þar sem söngur er svo samgróinn þjóðarsálinni, að hvergi þekkist eins. Ný stjórn var kjörin í kórn- um í febrúar síðastliðinn og varð þegar helsta verkefni hennar að undirbúa hina vænt- anlegu utanferð. Leitað var til ferðaskrifstofa um fyrirgreiðslu og þótti fljótleg'a sá kostur Saga Eldeyjar Hjalta, ný útgáfa Tvímælalaust er Saga Eldeyjar- Hjalta, er kom út í tveimur bindum haustið 1939, eitt merk- asta verk Guðmundar G. Haga- líns og reyndar er hún jafn- tvímælalaust eitt af öndvegis- ritum íslenzkum frá þessari öld. Það var prófessor Sigurður Nordal, sem kom því til leiðar, að bókin var rituð, og í formála, sem hann skrifaði með henni, segist honum svo frá, að náin kynni hans af Eldeyjar-Hjalta í Kaupmannahöfn veturinn 1914—15, hafi sannfært sig um, „að þarna var efni í ævisögu, sem mátti ekki gleymast.“ En árin liðu og það var ekki fyrr en Hagalín hafði skrifað Virka daga eftir frásögn Sæmundar skipstjóra, að Sigurður þóttist sjá, „að þarna var maðurinn, sem gat skrifað ævisögu Hjalta.“ Og lesendur virðast hafa verið sama sinnis því að fáar bækur munu hafa verið meira keyptar á sínum tíma eða verið lesnar af meiri áhuga. En Saga Eldeyjar-Hjalta hef- ur um langt árabil verið með öllu ófáanleg, svo að þau ein- tök hennar, sem ratað hafa í fornbókaverzlanir, mega víst teljast harla fá. En nú hefur Almenna bókafélagið bætt úr þessum skorti og sent frá sér bókina í nýrri og prýðilegri út- gáfu eins og henni hæfir. Er hún í tveimur bindum sem fyrr og alls um 560 bls. í allstóru Það var heima hjá Sigurði Nordal, að þeir Hjalti og Guð- mundur hittust í fyrsta sinn og mun hann ekki hafa iðrast þess að hafa leitt þá saman. En í formála sínum að bókinni kemst Sigurður Nordal m. a. svo að orði: „Það þarf ekki að bera lof á þessa bók fyrir þá, sem hafa hana í höndum. Hún hefur það meðal annars sér til ágætis að vera svo skemmtileg, að eng- in mun geta stillt sig um að lesa hana spjaldanna milli, sem einhvers staðar hefur gripið ofan í hana. Og hún mun ekki heldur bregðast þeim, sem vilja lesa hana til annars en eintóms gamans. Þetta er sönn og skýr mannlýsing, sem um leið bregð ur upp mynd af aldarfari og umbrotum á örlagaríku tíma- bili í sögu þjóðarinnar. Ég er ekki í vafa um, að Saga Eld- eyjar-Hjalta muni jafnan verða talin með beztu ævisögum, sem ritaðar hafa verið á íslenzka tungu.“ □ vænstur að fella söngferðalagið inn í ferð á vegum Útsýnar til baðstrandarbæjarins Lignano. Brottfarardagur var 10. septem- ber. Náðust hagstæðir samning- ar við forstjóra Útsýnar um þátt töku kórfélaga í ferðinni. Fjöldi þátttakenda á vegum kórsins var á milli 70 og 80. Æfingum var haldið áfram svo lengi fram eftir vori, sem fært þótti. Hóf- ust þær svo aftur að loknu sumarhléi seinnihluta ágúst- mánaðar og var æft af kappi þann tíma, sem eftir var til utan ferðar. Flogið var utan með Boeing þotu Flugfélags íslands í leigu- flugi beint frá Keflavík til Fen- eyja. Þar var lent kl. 2 að nóttu eftir staðartíma. Var tekið lag í flugstöðinni meðan beðið var eftir farangrinum og vakti það greinilega nokkra athygli við- staddra. Til gististaðar í Lign- ano kom hópurinn svo um kl. 4.30 um nóttina. Þar var svo dvalist næstu viku. Fullyrða má, að flestir nutu þeiri'a daga í ríkum mæli. Veður var fram- úrskarandi gott, sólskin og um 30 stiga hiti. Gátu menn eftir vild notað hina ágætu bað- strönd staðarins, farið í skoð- unar- og skemmtiferðir, sem ferðaskrifstofan bauð uppá, gengið um bæinn og skoðað hann eða farið í verslanir. Lignano virðist hafa verið smáfiskiþorp í eina tíð, sem síð- an hafi á skömmum tíma verið breytt í nýtískulegan ferða- mannabæ. Nær allar byggingar sýnast nýlegar og ríkir mikil formgleði og fjölbreytni í bygg- ingarstíl. Sérstaka athygli ís- lenskra augna vekur hugmynda auðgi ítala í notkun steinsteypu. Trjágróður, blómaskreytingar og sæmilegur þrifnaður úti við setja viðkunnanlegan svip á bæinn. Umferðin í bænum vek- ur líka athygli. Hún er allmikil en laus við asa þann og tauga- spennu, sem við þekkjum jafn- vel héðan af íslandi. Söngæfingum var haldið uppi og einu sinni sungið opinber- lega í Lignano. Var það laugar- dagskvöldið 14. september utan- húss á torgi einu í bænum. Hlýddi allmargt manna á söng- ÍSLANDSKÓNGUR STOLT LANDANS Ferð með Gullfossi til Miðjarðarhafslanda 1953 kasa. Ennfremur er í ritinu skemmtilegar frásagnir um hús- dýrin okkar, vináttu manna og dýra og vináttu ólíkra dýrateg- unda innbyrðis og enn fleira er í þessu nýútkomna hefti. Dýraverndarinn hefur ætíð flutt fróðlegt og skemmtilegt lesefni, sem allt stuðlar að aukn um skilningi manna á dýrum og aukinni vináttu milli manna og dýra. Dýraverndarinn á erindi il yngri og eldri lesenda, alveg eins á okkar dögum og þegar hann hóf göngu sína fyrir sextíu árum. □ Komin er út á vegum Ægis- útgáfunnar bók um hópferð með Gullfossi 1953. Höfundur er Páll Hallbjörnsson og er þetta sjötta bók hans. Páll er því að góðu kunnur fyrir bækur sínar. En þær eru skáldsögur í léttum stíl. Einnig hefur komið út eitt leikrit eftir Pál. Hér styðst hann við dagbæk- ur sínar úr ferðalagi með Gull- fossi. Karlakór Reykjavíkur fór í söngför til Miðjarðarhafslanda 1953 og slógust margir með í þá ferð og úr varð heilt ævintýri. Höfundi tekst að segja frá þess- ari ferð á lipran og skemmti- legan hátt. Lýsingin er lifandi og víða komið við. Algeirsborg er skoðuð, þar sem herteknir landar voru reknir um götur fyrir 326 árum. Lærð er arabísk steikaraaðferð í Bú-Sada. Um Sikiley er farið og leyndardómar hennar athug- aðir, Reikað er um Napolí og Pompei. Colosseum og Kata- kombur Rómar skoðaðar. Lista- verkaborgin Flórens er heim- sótt og svona má lengi telja. Niss, Monakó, Monte Carlo gleymast ekki. Barselóna, Madrid, Lissabon heilla ferða- fólkið. Augljóst er, að auga höfundar er ferskt og opið fyrir hinu margbreytilega, sem hann sér. Bókin er ekki stór, rúmar 140 síður, en prentuð á mjög góðan pappír og prýdd fjölda mynda. Ég hefi ekki séð bók þessa auglýsta, en hún er þess virði, að hún sé keypt og lesin, fremur en margt af því, sem mjög er auglýst þessa dagana. Um leið og ég leyfi mér að vekja athygli á bókinni Stolt landsins, vil ég þakka Páli Hall- björnssyni fyrir smekklega og skemmtilega bók. Sigurður Guðniundsson. Út er komin bókin íslands- kóngur, sjálfsævisaga Jörundar hundadagakonungs, hjá Hilmi h.f. í Reykjavík. En Jörundur greip inn í sögu lands og þjóðar með óvenjulegum hætti. Jafn- framt því að hann er staðreynd sögunnar, varð hann einnig þjóðsagnapersóna. Á bókarkápu segir meðal annars svo: „Djörfustu reyfarahöfundar ættu erfitt með að láta sögu- hetjur sínar lenda í jafntíðum og merkilegum ævintýrum og Jörundur hundadagakonungur lýsir í sjálfsævisögu sinni. Samt vitum við úr öðrum heimildum, til dæmis um konungsveldi hans á íslandi, að frásögn hans er rétt í höfuðatriðum. Stjórnarbylting Jörundar á íslandi var aðeins hápunktur furðulegrar lífsreynslu hans. Hann hafði áður verið sjómaður og skipstjóri og flækzt um heimsins höf. Hingað til hafa menn lítið vitað um feril hans eftir að hann var fluttur fang- inn frá íslandi og hafa fyrir satt, að hann hafi fljótlega látizt sem fangi í Ástralíu. En það er ekki inn. Á eftir var boðið upp á bjór í veitingastað við torgið og var þar góður fagnaður. Upptökumaður frá vestur- þýskri sjónvarpsstöð kom þar á vettvang og tók upp söng þarna og á æfingu daginn eftir. Seinna komu starfsmenn ítalska út- varpsins í sömu erindager'ðum. Hin eiginlega söngferð hófst svo að morgni 18. september. Þá var lagt af stað í tveimur hópferðabílum upp í Alpafjöll. Leiðin lá fyrst um maísakra og vínekrur Pósléttunnar, en síðan komu í ljós fyrstu hæðadrög Alpanna. Leið þá ekki á löngu, einu sinni hálfur sannleikur- inn. Jörundur sat hvað eftir annað í fangelsi á ævi sinni, en þess á milli var hann á bólakafi í ævintýrum. Hvað eftir annað átti hann gnægð fjár, sem hann tapaði síðan við spilaborðið. Hann var um tíma erindreki og njósnari í Evrópu á vegum Breta og var meðal annars við- staddur þegar Napóleon tapaði hinni miklu orrustu við Water- loo. Hann var afkastamikill rithöfundur og skrifaði um guð fræði, hagfræði og landafræði, auk skáldsagna og leikrita. Hann var einu sinni fangelsis- prestur og tvisvar var hann hjúkrunarmaður. í Ástralíu gerðist hann um tíma blaða- maður og útgefandi og var svo lengi vel lögregluþjónn og lög- reglustjóri í eltingaleik við bófa flokka. Og þar lauk hann ævi sinni sem virðulegur góðborg- Sjálfsævisaga Jörundar birt- ist fyrst í áströlsku tímariti á árunum 1835—1838. Hún kom síðan út í bókarformi í Eng- landi árið 1891 og lítur nú fyrst dagsins ljós á íslenzku.“ □ Guðmundur Gunnarsson. uns komið var í hið sérstæða landslag Dólómítanna, snar- bratta tinda úr hvítuffL kalk- steini, 2500—3000 metra háa, klædda dökkgrænum barrskógi, hvar sem tré getur fengið rót- festu. Stansað var á ýmsum stöðum og skulu tveir af þeim nefndir sérstaklega. Sá fyrri er þorpið Longarone. 9. október 1963 varð þar eitt mannskæðasta slys í Evrópu. Hluti af fjallshlíð hrapaði ofan í stíflulón, vatnsflóð féll yfir stíflugarðinn, sem ekki brast, geystist niður í þéttbýlan dal, sópaði burtu þorpum og varð tæplega 2000 manns að bana. Verksummerki þessara ham- fara blasa enn við augum veg- farandans, sem ekur um dal- inn. Hinn staðurinn er Cortina d’Ampezzo, einn vinsælasti ferðamannabærinn á þessum slóðum, sérstaklega sem skíða- staður á vetrum og voru þar Vetrarólympíuleikar 1956. Rétt utan við bæinn rís mikið minnis merki um fallna hermenn frá þessum slóðum í stríðinu 1914 —18. Inni í minnismerkinu eru letruð nöfn þeirra, en úti fyrir standa gömul fallstykki. Ymis- legt frægðarfólk á þarna bú- staði, t. d. sú fræga leikkona Sophia Loren. Komið var kvöld, þegar ekið var inn í heimabæ Demets. Ortisei í Gardenadal. Þar bjuggu allir ferðalangarnir á sama hóteli. Undir borðum fyrsta kvöldið var móttöku- athöfn fyrir kórinn. Ávarp var flutt og fram komu karlakór og þjóðdansaflokkur. Geysismenn þökkuðu fyrir sig með söng. Næsta dag var haldið kyrru fyrir í Ortisei, en sungið um kvöldið í bænum Selva, sem er í Gardenadal ekki langt austan við Ortisei. Aðsókn var þar lé- leg og hljómburður í söngsaln- um virtist vera mjög slæmur. Hafði hvort tveggja óefað sín áhrif á sönginn. 20. september var farið í öku- ferð um Sellaskarð til Bolzano, sem er stærsta borg á þessum slóðum, hefur rúmlega 100 þús. íbúa og er héraðshöfuðborg í Suður-Týról. Á heimleiðinni var snæddur hádegisverður á veit- ingastað, sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1186. Hver veit nema þarna kynnu íslend- ingar að hafa snætt fyrir 800— 700 árum á leið heiman eða heim í pílagrímsgöngu til Róm- ar. í þakkarskyni fyrir góðan beina voru sungin nokkur lög, áður en haldið var aftur af stað. Var svo reyndar gert víðar bæði fyrr og síðar í ferðalaginu. Um kvöldið var samsöngur í félagsheimili Ortiseibæjar. Var þar troðfullt hús, ágætar undir- tektir og' góður hljómburður. Sá sorgaratburður, að frændi Demets — áhrifamaður á þess- um slóðum — hafði orðið bráð- kvaddur daginn áður virtist ekki draga úr aðsókninni. Laugardaginn 21. september var haldið um miðjan dag áleið- is til Merano, þar sem vera átti um kvöldið síðasti samsöngur- inn á þessu ferðalagi. Merano er gamall og rótgróinn ferða- mannabær með um 34 þús. íbúa og var sungið þar í konsertsal byggðum 1914. Voru þar stór húsakynni og harla skrautleg en aðsókn dræm. Hefur eflaust ýmis önnur skemmtun verið á boðstólum þar í bæ þetta kvöld. M. a. fór fram hjólreiðakeppni á götum í næsta nágrenni við sönghöllina. Á öllum söngskemmtunum flutti Demets erindi um ísland og sýndi litskuggamyndir. Var greinilegt, að myndir frá eld- gosum síðustu ára orkuðu sterk legast á áhorfendur. Daginn eftir var haldið áleiðis til Lignano. Ekið var frá Ortisei vestur á hraðbrautina, sem liggur frá Brennerskarði suður eftir ítalíu. Fór ekki hjá því, að mannvirki það vekti athygli íslendinga. Vegur þessi er steyptur, 4 akreinar á breidd. Svo er til hagað, að hvergi þarf að tefjast við umferð af hliðar- vegum og liggur hann oft á brúm yfir þá. Ökuhraði er í samræmi við það, tæplega inn- an við 100 km á klst. Mannvirki þetta liggur oft utan í snar- bröttum fjallshlíðum og stend- ur þá gjarna á háum stein- steyptum súlum, en ekki strengt inn í hlíðina. Beygt var út a£ hraðbrautinni vestur að Garda- vatni, þar sem náttúrufegurð er mjög rómuð. Frá Gardavatni var ekið austur á bóginn hrað- braut, sem liggur um borgirnar Verona og Padova og komið til Lignano um kvöldið. Morguninn eftir sást, að mikil breyting hafði orðið þar í bæ þá daga, sem dvalist var í Alpafjöllum. Veður hafði versnað með þeim afleiðingum, að flestir sólbaðs- gestir voru á bak og burt og bærinn orðinn harla tómlegur. Um kvöldið sátu flestir ferða- langanna lokahóf Útsýnar. Var þar hin veglegasta veisla, ágæt- ur kvöldverður og dans stiginn af fjöri fram yfir miðnætti. Þriðjudaginn 24. september hélt svo um hádegisbil rúmlega 20 manna hópur áleiðis heim með þriggja daga viðkomu í London. Mestur hluti hópsins hélt á hinn bóginn af stað um kvöldið beina leið heim til ís- lands. Var þá lokið ferðalagi, sem óefað á eftir að verða öllum þátttakendum harla minnis- stætt og ánægjulegt í endur- minnlngum. Skulu hér að lokum færðar þakkir þeim mönnum, sem báru hitann og þungann af undir- búningi ferðarinnar, formanni kórsins, Frey Ofeigssyni, og söngstjóranum, Sigurði Demets Franzsyni, en án hans tilverkn- aðar hefði aldrei úr þessu ferða- lagi orðið. G. G. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.