Dagur - 14.12.1974, Blaðsíða 6

Dagur - 14.12.1974, Blaðsíða 6
G □ RÚN 597412157 — Jólaf. 1 0 [fl Náttúrugripasafnið verður lok- : að vegna innréttinga og flutn- ings fram yfir áramót. Nonnahúsið verður opið 15. des. kl. 3—5. Afhentar pantaðar bækur. Sími safnvarðar er 22777. Minjasafnið á Akureyri er lokað vegna byggingarframkvæmda. Þó verður tekið á móti ferða- fólki og skólafólki eftir sam- komulagi við safnvörð. Simi safnsins er 11162 og safn- varðar 11272. Amtsbókasafnið. Opið mánud.— föstud. kl. 1—7 e. h. Laugarr daga kl. 10 f. h. — 4 e. h. Sunnudaga kl. 1—4 e. h. - ÁLYKTANIR . . . (Framhald af blaðsíðu 1) þarf að venjast skal kynna þessi störf sérstaklega og æfa menn til staríanna. Ályktun um landhelgismál. Formannaráðstefna F.F.S.Í. haldin dagana 7. og 8. des. 1974 ályktar, að skora á ríkisstjórn íslands og hið háa Alþingi að gera eftirfarandi að megin- stefnu varðandi fiskveiðilög- söguna og frekari útfærslu hennar: í fyrsta lagi að semja ekki við erlenda aðila um veiðiheimildir innan 50 mílna markanna frek- ar en gert hefur verið. í öðru lagi, að framlengja ekki samninginn við Breta um veiðirétt þeirra, þegar hann er útrunninn. Og í þriðja lagi að lýsa yfir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur samdægurs og nefndur samningur við Breta fellur úr gildi. □ UMF. FRAMTÍÐ VANN Héraðsmót UMSE í blaki, hið fyrsta, var haldið á Dalvík sl. sunnudag. Fjögur lið kepptu. Umf. Framtíð varð sigurvegari mótsins, vann allar sínar hrin- ur, að einni undanskilinni, móti Heildarúrslit: Stig Umf. Framtíð............... 6 Umf. Reynir................ 5 Umf. Ársól og Árroðinn . . 3 Umf. Svarfdæla............. 1 Umf. Reyni. Blakáhugi er mikill í hérað- inu, en æfingaraðstaða erfið. Lið frá UMSE tekur þátt í ís- landsmótinu í blaki. Liðið hefur leikið einn leik. við ÍMA. Lauk honum með sigri ÍMA, 3:2. □ FUNDUR í Sjómannafélagi Eyjafjarðar, haldinn á Akur- eyri 24. nóvember 1974, lýsir eindregnum mótmælum við hverskonar undanslætti stjórn- valda í landhelgismálinu — frekar en orðið er. Telur fund- urinn að engar gildar ástæður séu fyrir því að semja nú við Þjóðverja eða aðrar þjóðir um veiðar innan 50 mílna landhelg- innar, og að framlenging þeirra samninga, sem gerðir voru við Breta og fleiri þjóðir, komi ekki til mála, þar sem ofveiði á ýms- um mikilvægustu fisktegundum Mæður athugið. Barnaheimili verður starfrækt í skáta- heimilinu Hvammi dagana 17.—21. des. frá kl. 1—6 e. h. fyrir börn á aldrinum 2—6 ára. Nánari upplýsingar í síma 21014 og 22828. — Skáta- félagið Móikanar. UMF. SKRIÐU- HREPPS SIGRAÐI Skákmóti UMSE er nýlokið. Fjórar, fjögurra manna sveitir tóku þátt í mótinu. Úrslit urðu þau, að sveit Umf. Skriðuhrepps sigraði, hlaut 11 vinninga af 12 mögulegum. í öðru sæti varð sveit Umf. Möðruvallasóknar, í þriðja sveit Umf. Saurbæjar- hrepps og Dalbúans og í fjórða sæti sveit Umf. Svarfdæla. Hraðskákmót UMSE verður á Hótel ICEA n. k. sunnudag. □ (Framhald af blaðsíðu 7) manna. Hann dró upp skýra og einfalda en afar dökka mynd af afkomu bænda á félagssvæði sínu, einkum sauðfjárbænda. Kaupfélagið hefði orðið að fjár- magna í vaxandi mæli afurða- sölu bænda og viðskiptastaða þeinra .við kaupfélagið væri orð in ískyggileg og ætti eftir að versna enn. Nauðsynlegt væri að taka upp nýja stefnu í lána- málum bænda, og ekki væri lengur hægt að láta reka á reið- anum. Hér væri um alvarlegt mál að ræða og lausn á því yrði að fást fyrir lok janúar n. k. Miklar umræður urðu um erindi Árna, og að þeim loknum samþykkti fundurinn að skora Kvennaskólinn í Reykjavík, sem um langan aldur hefur verið ein áhrifaríkasta mennta- stofnun þjóðarinnar, stendur í órofa minningartengslum við þjóðhátíðarárið 1874. Þá um haustio, hinn 1. október 1874, var hann settur í fyrsta sinn í litlu og lágreistu húsi við Aust- urvöll vestanverðan, en þar bjuggu þau hjónin frú Þóra - í BLÁUM HYLJUM (Framhald af blaðsíðu 4) Það er heillandi viðfangs- efni að fást við fiskrækt í áin og vötnuni. Þegar hefur náðst sá árangur á því sviði, að við hljótum að stefna að stórum áföngum. □ fyrir afkomu þjóðarinnar, er öllum, sem til fiskveiða þekkja, vel ljós. Væntir fundurinn þess, að stjómvöld landsins efli land- helgisgæsluna sem mest má og standi nú og framvegis óhvikul við hlið þjóðarinnar, sem er vel sameinuð í þessu mesta lífshags munamáli sínu. Jafnframt verði nú allt kapp lagt á að tryggja landsmönnum einum veiðar á öllu landgrunninu við ísland, allt að 200 mílur frá landinu, svo fljótt sem kostur er. □ FRA BRIDGEFELAGI AKUREYRAR Fimmta umferð í Sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar var spiluð síðastliðið þriðjudags- kvöld. Úrslit urðu þessi: Stig Gunnar — Víkingur 20—0 Grettir — Tómas 20—0 Páll — Örn 20—0 Alfreð — Sigurbjörn 18—2 Leik Sveinbjörns og Péturs var frestað. Röð sveitanna er þessi: Stig 1. Sv. Alfreðs Pálssonar 93 2. — Grettis Frímannss. 84 3. — Páls Pálssonar 72 4. — Gunnars Berg 62 5. — Sigurbjörns Bj. 56 6. — Sveinbjörns Sig. 54 7. — Víkings Guðm. 31 8. — Tómasar Sigurjónss. 28 9. — Arnar Einarssonar 0 10. — Pétur Björnss. (MA) 0 Fleiri umferðir verða ekki spilaðar fyrir áramót, en sjötta umferð verður spiluð þriðju- daginn 7. janúar að Hótel KEA. á samstarfsnefnd Búvörudeildar og kaupfélaganna að taka málið til rækilegrar meðferðar, safna gögnum um það og gera tillögur til úrbóta. Virðisaukaskattur. Halldór Ásgrímsson, alþingis- maður, flutti ítarlegt erindi um virðisaukaskatt og lýsti kostum þess og göllum að taka hann upp í stað söluskatts. Megin- munurinn á þessum tveimur sköttum væri sá, að virðisauka- skattur væri fjölstigsskattur, en ekki einstigsskattur eins og söluskatturinn. Taldi ræðumað- ur líklegt, að virðisaukaskattur yrði tekinn upp hér á landi. (Sambandsf réttir) Melsteð, frumkvöðull og fyrsta forstöðukona Kvennaskólans og Páll Melsteð sagnfræðingur, sem átti næst konu sinni mest- an hlut að stofnun hans og við- gangi. Engum, sem virðir fyrir sér þetta afmælisrit getur dulizt, að þar hafa margar og fórnfúsar hendur verið að verki. Meðal annars taka myndirnar í bók- inni að heita má til allra náms- meyja skólans í 100 ár, en nem- endaskráin sem prentuð er í ritinu, telur 4536 nöfn. En það er ekki hvað sízt fyrir þessar mörgu og ágætu myndir af úrvali kvenlegrar æsku íslands í 100 ár, að bókin hefur sjald- gæflega mikið minningargildi, því sennilega er það allveru- legur hluti þjóðarinnar, sem þarna getur virt fyrir sér for- mæður sínar, frændkonur eða stallsystur. Bókin hefst á langri ritgerð eftir dr. Guðrúnu P. Helgadótt- ur, þar sem ævisaga frú Þóru Melsteðs er rakin. Af öðru efni má nefna Sögu skólans, sem Aðalsteinn Eiríksson ritay, grein um Ingibjörgu H. Bjarnason eftir Sigríði Briem Thorsteins- son, og aðra um Ragnheiði Jóns dóttur eftir Björgu Einarsdótt- ur, ennfremur ítarlegt viðtal, sem Sigurlaug Ásgrímsdóttir hefur átt við núverandi for- stöðukonu skólans, dr. Guð- rúnu P. Helgadóttur. Bókin er 335 bls. tvídálka í stóru broti, sett, prentuð og bundin í Hólum h.f., en Þór- hildur Jónsdóttir sá um útlit. □ Frá Sjómannafélagi Eyjafjarðar ARAMOTAÐANSLEIKUR í NÝÁRSF AGNAÐUR jj Aðgangskort að nýársfagnaði og áramótadans- »“ leik verða seld í Sjálfstæðishúsinu sunnud. 15. þ. m. kl. 17-19. Einnig rná panta hjá forstöðumönnum og yfir- þjóní. :■ SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ^ ■ ■■■■■ i LW-WJ straufría sængurfataefnið er nú fýrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga InnflutningsdeiSd Sambandshúsið Rvík sími28200 ;í f & t -t u> t X © | I -t Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á átlrœðisafmceli minu 10. des. sl., með skeýtum, gjöfinn og heimsöknum, sérstaklega þakka ég Kristniboðsfélagi kvenna, K.F.U.M. og K.F. U.K. Drottinn blessi ykkur öll. JÖNA EINARSDÓTTIR. <■ .i X ‘23 t | t a 4 t <3 Jarðarför eiginkonu minnar ÞÓREYJAR KOLBRÚNAR ÍNDRIÐADÓTTUR, sem lést 6. þ. m., fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. desember kl. 13,30. Ferdinand Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.