Dagur - 14.12.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 14.12.1974, Blaðsíða 8
AUOLÝSINGASÍMI Akureyri, laugardaginn 14. des. 1974 TIL JÓLAGJAFA Aldrei meira úrval. verði Landssambandið gegn áfengis- bölinu hélt ellefta þing sitt 23. nóv. sl. í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5, Reykjavík. Mættu þar fulltrúar frá 26 aðildarfélögum, en þau eru alls 30. Þingforseti var Helgi Þorláks son, skólastjóri. Saniþykktir þingsins. 1. Þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu, 23. nóv. 19-74, leggur enn sem fyrr ríka áherslu á að öll áfengissala frá útsölum Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins verði skráð á nafn. Þingið telur mjög miður farið að ennþá skuli ekki hafa náðst árangur í þessu efni og beinir því til fjármálaráðherra að láta ekki lengur dragast að koma máli þessu í framkvæmd. Afleiðingar áfengisneyslunnar verða því hörmulegri sem leng- ur dregst að gripið sé til rót- tækra ráðstafana til þess að hamla gegn síaukinni áfengis- notkun. Er það álit þingsins að ráðamenn í þjóðfélaginu kom- ist ekki hjá því að gera stór- auknar ráðstafanir til að draga úr áfengissölu og þar með áfengisneyslu. 2. Þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu telur það óeðlilegt og styðja að aukinni áfengisneyslu að leyfa fólki, sem kemur frá útlöndum, að hafa með sér tollfrjálst áfengi inn í landið eða kaupa það í fríhöfn. Þingið skorar því á Al- þingi og ríkisstjórn að stöðva nú þegar öll tollfríðindi á áfengi, svo og tóbaki. 3. Elleíta þing Landssam- bandsins gegn áíengisbölinu flytur menntamálaráðherra, Vil hjálmi Hjálmarssyni, þakkir fyrir þá ákvörðun að veita ekki áfengi í þeim gestamóttökum, sem ráðuneyti hans stendur að. Húsavík, 12. desember. Ekki er róið írá Húsavík þessa dagana. Gæftir hafa verið stirðar að undanförnu og afli lélegur þótt á sjo' h'afi gefið. Þá er og, að menn eru farnir að undirbúa sig undir jólin og jafnan er lítið róið í desembermánuði. Fiskiðjusamlag Húsavíkur liggur með miklar birgðir af frystum fiski, sem erfitt er að losna við. Gert er þó ráð fyrir, að einhver afskipun verði um áramótin. Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga fékk nýlega fernu- pökkunarvél og er búið að pakka nokkuð í henni í tilrauna skyni. Én hún starfaði ekki eins og til var ætlast og er nú unnið að því af krafti, að koma henni Landssambandið hefur oft hvatt til þess í samþykktum sínum, að slíkur háttur væri hafður á við móttöku gesta. Þingið beinir nú þeirri ein- dregnu áskorun til allra opin- berra aðila að fara að dæmi menntamálaráðherra í þessum eínum. 4. Þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu beinir því til dómsmálaráðherra að eftirlit með vínveitingahúsunum verði hert og aðgangur að þeim verði miðaður við lögaldur. □ í lag, svo að pökkun geti hafist með eðlilegum hætti sem fyrst. Nýlokið er gagngerðum end- urbótum á Brauðgerð K. Þ. á Húsavík. Komið hefur verið fyrir nýjum og stórbættum tækjabúnaði, m. a. nýjum bak- araofnum. Gólfin hafa verið endurbætt og húsakostur allur málaður. Það er mesti munur að fá nú fernumjólk og e. t. v. miklu betri brauð en nokkru sinni áður. Lítið eitt er búið að setja upp af jólaskrauti utanhúss hér á staðnum. íþróttafélagið Völsung ur mun að venju efna til dans- leikja í félagsheimilinu um jólin og íþróttasýninga í íþrótta sal skólanna. Þ. J. Þetta rússneska flutningaskip, seni nýlega tók vörur lijá Ú. A., er eitt hið stærsta, er liingað hefur kontið, yfir 6000 tonn að stærð. (Ljósnt.: E. D.) A !■■■■■■■ SMÁTT & STÖRT SMATT SKAMMTAÐ Fátt er mönnunt verr við en að láta skanimta sér eitt eða ann- að, og finnst þá að jafnaði rang- lega skammtað og skammtur- inn skorinn við nögl. Austfirð- ingar búa nú við rafmagns- skönuntun og una því miður vel, enda sjá þeir frant á hin alvarlegustu vandræði, ef það truflar vinnslu væntanlegs loðnuafla þegar lengra líður á veturinn. Akureyringar og aðrir þeir á raforkusvæði Laxár, skilja þetta sjónarntið vel, því hvorki ntá veður batna né versna svo ekki sé hætt við rafmagnstruflunum við Laxá hina sumarfögru. DÝRT AÐ DÆLA OLÍUNNI Þegar raforkuskortur af völd- um rennslistruflana í Laxá minnti á hið ótrygga ástand í raforkumálununt, voru tiltækar dísilrafstöðvar látnar ganga af fullum krafti. Rafveitustjórinn sagði þá, að olían, sem dæla þarf á dísilstöðvarnar kostaði 35 þúsund krónur á klukku- tímann. EINHVER MISTÖK ERU ÞAÐ En svo langt sem það er „neðan við allar hellur“ að kaupa er- lendar olíur til raforkufratn- leiðslu í landi hinnar ótæmandi orkulinda vatnsfalla og jarð- hita, átti til bráðabirgða að setja upp nýja dísilrafstöð á Akureyri — til áð bæta fyrir hina tíðu duttlunga Laxár. Keypt var 7 megavatta dísil- stöð frá Englandi og hefur hún legið nokkra mánuði í Reykja- vík, en hús yfir hana hefui' staðið tilbúið skannnt frá bæn- um. Einliver mistök eru það, að stöðin var ekki flutt til Akur- eyrar og sett upp fyrir mesta skammdegið. Sagt er, að staðið liafi á sérstökum lyftibúnaði, sem nú er loks kominn. Líklega verðum við að þreyja bæði þorra og góu áður en stöð þessi kemur í gagnið. NORÐMENN FÆRA ÚT LANDHELGINA Norðmenn hafa ákveðið að færa út fiskveiðilögsögu sína á svæð- um útifyrir Norður-Noregi og kemur þessi ákvörðun til fram- kvæmda eftir áramót. Rússar munu hafa samþykkt útfærsl- una fyrir sitt leyti, en Bretar og Vestur-Þjóðverjar mótmæla harðlega, og hóta jafnvel gagn- aðgerðum, svo sem íslendingar mega þola af Efnahagsbanda- laginu. O HAFRÚN BA 10 FÓRST Talið er fullvíst, að Hafrún BA 10, fimmtán tonna bátur, hafi farist með tveim mönnum, því brak hefur fundist úr bátnum. Leit hófst á miðvikudag en bar ekki árangur. Mennirnir, sem á Hafrúnu voru, hétu Sævar Jóns son frá Patreksfirði og Birgir Hjelm frá Keflavík, báðir kvæntir fjölskyldumenn. □ LANDBÚNAÐUR EFLDUR MEÐ OLÍUGRÓÐA f fjárhagsáætlun norska land- búnaðarráðuneytisins er gert ráð fyrir stóraukinni aðstoð við landbúnaðinn og stefnt að því að auka til muna búvörufram- leiðsluna, og um leið að betri nýtingu landsins en nú er. í umræðum á Stórþinginu voru allir sammála þessari stefnu, en megin forsenda hennar er væntanlegur olíugróði Norð- manna, sem þykir ekki á annan veg betur varið. SAUÐNAUTIN A DAGSKRA Alþingi fjallar nú um þá tillögu Búnaðarfélags íslands, að flytja saiíðnaut til íslands, og hefur Stefán Valgeirsson flutt málið í frumvarpsformi. f framsögu- ræðu gat flutningsmaður þess, að í Noregi væri sauðnauta- ullin seld á 14 þús. ísl. kr. og í Bandaríkjunum á 11.700 kr. kílóið og væru það verðmæt- ustu nytjar þessara dýra. En ull af fullorðnum törfum væri um 3 kg á ári, en eitthvað minna af kúm og yngri dýrum. Norð- menn slepptu sauðnautum á Dofrafjöll fyrir nokkrum árum og dafna þau vel. Frumvarpið, ef samþykkt verður gefur land- búnaðarráðherra aðeins heimild til að veita Búnaðarfélagi ís- lands leyfi til að flytja sauð- naut til landsins. NÆR 15 MILLJÓN KR. TOLLSVIK Upp hafa komist í Reykjavík meiriliáttar tollsvik, sem talin eru nema nær 15 milljónum króna. Tollstjóraembættið hefur þegar kært nokkra innflytjend- ur í kaupmannastétt fyrir toll- svik þessi. Stærsti aðili þessara mála var með 22 vörusendingar og nárnu tollsvikin þar samtals 9,7 millj kr. virkjun kosíar 5ÖÖ NOKKUR töf virðist ætla að verða á því, að Lagarfljótsvirkj- un hefji raforkuframleiðslu og er afgreiðsluseinkun erlendra hluta kennt um. En þar er þó allt í undirbúningi og að því unnið, að stöðin taki til starfa eins fljótt og kostur er, e. t. v. í febrúarmánuði. En raforku- skorturinn á Austurlandi hefur sagt harkalega til sín að undan- förnu, með raforkuskömmtun og ærnum kostnaði við dísil- stöðvarnar, sem þarf að keyra dag og nótt. Samkvæmt fyrri fréttum átti Lagarfljótsvirkjun að kosta á milli 200 og 300 milljónir, en nú er giskað á, að hún muni kosta um 500 milljónir fullbúin. Það versta er þó, að virkjunin er alltof lítil, og það áður en hún fer í gang. :a Dagur kemur næst út miðvikudaginn 18. desember.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.