Dagur - 05.02.1975, Blaðsíða 4

Dagur - 05.02.1975, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-06 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hæftumerki Síðasta dag janúarmánaðar komu tíu alþingismenn þjóðarinnar, þéirra á meðal núverandi og fyrrverandi ráð- herrar, fram fyrir almenning í sjón- varpi, svöruðu spurningum frétta- manna og ræddust við um efnaliags- málin. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka lýstu versnandi þjóðarhag, sem fyrst og fremst stafar af verðfalli íslenskra vara erlendis, hækkuðu verði á inn- fluttum vörum og gengdarlausri einkaneyslu landsmanna. En ekki voru allir sammála um stærð ])css vanda, er við hlasir og þaðan af síður voru menn á eitt sáttir um stefnu stjórnvalda á síðustu tímuin. En þegar fréttamenn leituðu svara við þeirri spurningu, hversu við yrði brugðist, stóð á svörum. Það er 1>Ó ljóst hættumerki, að gjaldeyrisvara- sjóðurinn, sem fyrir ári síðan var verulegur, er nú upp eyddur og auknar lántökur þjóðarinnar leysa ekki efnaliagsvandann, nema um takmarkaðan tíma. Og viðskiptakjör- in, sem ]>jóðin er háðari en allar þjóðir nálægra landa, líta út fyrir að fara enn versnandi. Þessar efnahags- staðreyndir eru að vísu skuggalegar og nýrra efnahagsaðgerða þörf. Enn er þó næg atvinna í landinu, kaup- geta almennings mikil, þótt skert hafi verið og lífskjör góð þegar á heildina er litið. Alþýðusamhand Islands með flest verkalýðsfélög að baki og öll með lausa samninga, er sest að samningaborði með atvinnurekend- um. Samtök verkalýðsfélaganna eru traust og vald þeirra mikið. Að þessu sinni er það meðal annars yfirlýst stefna þeirra, að tndurlieimta fyrri kaupmátt launa. Forystumenn þeirra vita þó, að verulegar beinar kaup- liækkanir eru með öllu óraunhæfar að óhreyttum viðskiptakjörum, en hafa talið sig fúsa til að meta aðrar kjarabætur, er gerðar kunna að verða, til jafns við kauphækkanir. Þá liafa báðir aðilar vinnumarkaðar- ins talið sig fúsa til meiri launajöfn- unar, með hag hinna lægst launuðu fyrir augum. Stefna verkalýðsfélag- anna virðist nú ábyrgari en oft áður í kaupdeilum, jafnframt því að vera ákveðin og samræmd. Að sjálfsögðu eiga atvinnuvegirnir að greiða það kaup, er þeir þola. Hins vegar á sá árangur að nást án verkfalla, og mun gera ]>að í samningum ábyrgra aðila, þar sem öfgastefnur og öfgamenn eiga ekki heima. D Við, sem komnir erum á átt- ræðisaldur eða meira, hljótum að finna til þess í vaxandi mæli eftir því, sem árin líða, að við erum eins og rofabarð, sem er að blása upp. Við erum smám saman að rýrna og eyðast, ekki aðeins vegna þess, að líkamlegir og andlegir kraftar fara síþverr- andi heldur miklu fremur af þeim orsökum, að samferða- mönnunum, sem við höfum starf að og strítt með í blíðu og stríðu um langa ævi, fer sífellt fækk- andi. Þeir hverfa einn af öðrum yfir móðuna miklu og hætta að veita okkur það skjól og þann styrk sem maður er jafnan manni í næðingum lífsins. Rofa- barðið fer því síminnkandi, svo bráðum verður ekki eftir annað en örfcka melurinn. Við hljót- um að finna því meira og sárara til þessarar aðvífandi nektar, sem þeir, er af sjónarsviðinu hverfa, eru eftirminnilegri og hafa staðið okkur nær í starfi og viðfangsefnum hins daglega lífs. Við nefnum þetta einu nafni söknuð og þessi saknaðar- og tómleikatilfinning greip mig óvenjulega sterkt, þegar mér barst fregnin um andlát Jónasar Kristjánssonar, samlags stjóra, en svo var hann jafnan nefndur og undir því nafni var hann kunnur um gervalt land, en hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri að kveldi þess 27. jan. sl., þá nýlega orðinn áttræður að aldri. Við Jónas vorum að heita mátti jafnaldrar og hófum störf hér á Akureyri um svipað leyti, Jónas aðeins lítið eitt síðai', fyr- ir hálfri öld síðan. Undirbúning ur okkar til starfa var líka áþekkur, að sumu leyti eins en hliðstæður í öðrum efnum og þótt viðfangsefni okkar, fljótt á litið, væru næsta ólík, þá voru þau samt svo skyld og eðlislík í grundvallaratriðum, að þau hlutu að mætast og tengjast á ýmsa vegu, þó urðu samskipti okkar ekki verulega náin fyrr en ég gerðist samstarfsmaður hans í nautgriparæktinni, en sú kollsteypa mín gerðist fyrir til- stilli Jónasar og þurfti mig aldrei að iðra þess. Um það geta naumast verið skiptar skoðanir, að Jónas Kristjánsson var brauti'yðjandi í mjólkurframleiðslumálum Ey- firðinga og reyndar landsins alls, því ýmist voru störf Jónas- ar, að þessum málum hér í Eyja firði, höfð til fyrirmyndar ann- ars staðar við skipan þeirra, eða hann kvaddur þar til ráðu- neytis. Þegar Jónas kom til starfa voru þessi mál í mesta ólestri og mjólkurframleiðslan hér í Eyjafirði alger aukabú- grein, en á fáum árum tókst Jónasi að koma skipan á vinnslu og dreifingu mjólkurinnar og leggja þannig grundvöllinn að aukinni mjólkurframleiðslu, svo hún varð brátt aðalbúgrein land búnaðarins í héraðinu. Jónas lét sér ekki nægja að hyggja upp og skipuleggja vinnslu og dreifingu mjólkur- innar á starfssvæði sínu. Hann gerði sér frá upphafi glögga grein fyrir, að líka varð að efla afkomu búanna og það varð að gerast með auknum afköstum búfénaðarins annað hvort með bættri meðferð eða kynbótum. Hann beitti sér því frá upphafi fyrir mjög efldri nautgriparækt í héraðinu og átti drýgstan þátt í stofnun Sambands nautgripa- ræktarfélaga Eyjafjarðar (S.N. E.), sem hann stjórnaði með miklum sóma alla tíð meðan hann var samlagsstjóri. Þessi félagasamtök tengdi Jónas mjólkursamlaginu á mjög hagan legan hátt, svo þeim voru þann- ig tryggður nokkur fjárhagsleg- ur grundvöllur. Var þetta naut- griparæktinni ó m e t a n legur stuðningur en samlaginu jafn- framt til sóma, álitsauka og óbeinnar eflingar. Má í því sam bandi nefna svínaeldisstöðina á krafði, og sparaði þá hvorki tíma né fyrirhöfn. Fór ég ekki varhluta af hjálpsemi og velvild Jónasar í samstarfi mínu við hann og tel hann því einn af mínum mætustu velgerðarmönn um. Ég mun líka minnast hans sem ágæts og skemmtilegs fé- laga utan við strit og stríð dags- kvatt hópinn. Við, sem enn þraukum á rofabarðinu, kveðj- um hann með einlægum sökn- uði og þakklæti og vitum, að minning hans mun lengi lifa, því: „Þó að hríði í heila öld harðsporarnir sjást í snjónum.“ Ólafur Jónsson. Grísabóli og fleira mætti til tína. í öllu þessu sýndi Jónas frábæra skipulagsgáfu, mikla víðsýni og ódrepandi áhuga. Á þessu tímabili urðu stórfelldar breytingar í nautgriparækt og var Jónas jafnan fyrstur til að innleiða í S.N.E. nýjungar, er til framfara máttu verða, með þeim árangri, að það um langt skeið hefur verið í fremstu röð nautgriparæktarsambanda lands ins. Það er á þessum vettvangi að samstarf okkar Jónasar verð ur nánast, og að ég lærði til fulls.að meta áhuga hans, þraut segju og hagsýni, en þó fyrst og fremst lægni hans við að þoka góðum málum áfram þótt oft væri þungur róðurinn, en Jónas átti mörg áhugamál og stóð oft í stórræðum. Slíku kunni hann vel, því hann var fyrst og fremst maður athafnanna, er vildi þoka málunum áfram, láta eitthvað gerast. Ekki vann Jónas að áhugamálum sínum með hávaða, brauki og bramli, því að í eðli sínu var hann hæglátur og jafn- vel hlédrægur, þótt undirniðri brynni lifandi áhugi og tak- markalaus athafnaþrá. í samstarfi var Jónas framúr- skarandi traustur og velviljaður og því var gott að vinna með honum. Ekki svo að skilja, að hann gæti ekki verið ráðríkur og nokkuð kröfuharður, ef því var að skipta, því það hljóta allir áhuga- og framkvæmda- menn að vera, en hann var aldrei einstrengingslegur, kunni vel að hlíða á mál annara og setti sig inn í viðhorf þeirra og skoðanir. Hann gat líka tekið þátt í, og stutt áhugamál ann- ara, án þess að sælast þar til áhrifa. Þegar ég minnist Jónasar Kristjánssonar verða tiltölulega náin persónuleg kynni mér rík- ust í huga og kærust. Þar stend- ui' mér fyrir sjónum hæglátur, virðulegur, velviljaður og hjálp- fús persónuleiki, reiðubúinn til stuðnings hvenær sem þörf ins á löngum gönguferðum um dali og drög Eyjafjarðar, en þær voru jöfnum höndum tengdar náttúruskoðun, og minjum eyddra byggða, en hvort tveggja kunni Jónas vel að meta. í þess- um ferðum bar margt á góma af léttara tagi, en Jónas kunni vel að beita léttri, græskulausri kímni og naut þess að gefa hug- anum lausan tauminn. Þessar gönguferðir okkar voru sumar erfiðar öldruðum mönnum og ekki beinlínis arðbærar fljótt á litið, en mér verða þær ógleym- anlegar og það er þó alltaf nokkuð. Ég hefi áður vikið að því að Jónas hafi átt mörg áhugamál og vafalaust fleiri en ég kann að nefna og verða þau því ekki rakin hér, þó vil ég rétt nefna Minjasafnið á Akureyri, sem á Jónasi að verulegu leyti að þakka tilveru sína og Bænda- klúbbinn eyfiska, sem hann studdi jafnan með ráðum og dáðum. Um ætt og uppruna Jónasar Kristjánssonar fjölyrði ég ekki. Um það efni eru margir mér miklu fróðari. Þess skal aðeins getið að Jónas kvæntist 1930 Sigríði Guðmundsdóttur, út- gerðarmanns Péturssonar, hinni ágætustu konu. Því miður varð sambúð þeirra ekki löng, því hún andaðist 1958 eftir langvar- andi vanheilsu og varð það Jónasi mikil raun, er hann þó bar með stillingu. Börn þeirra eru Sólveig gift og búsett vest- ur í Kaliforníu og Hreinn bú- settur í Reykjavík, en um langt skeið hefur Jónas notið um- hyggju og aðhlynningar bróður- dóttur sinnar, Kristínar Hannes dóttur frá Víðigei'ði. Votta ég börnum Jónasar og nánustu aðstandendum dýpstu samúð mína. Þetta er engin ævisaga og átti ekki að vera það, lieldur aðeins stutt og fátækleg minn- ing um ágætan og minnisstæð- an samferðamann, sem hefur Jónas Kristjánsson lést í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri að kveldi 27. janúar og var til moldar borinn í gær, 4. febrúar. Hann var þá nýkominn úr heim sókn til Sólveigar dóttur sinnar, sem búsett er í Bandaríkjunum, og hann dvaldi hjá á áttræðis- afmæli sínu. Jónas Kristjánsson var fædd- ur í Víðigerði í Eyjafirði 18. janúar 1895, sonur hjónanna Kristjáns Hannessonar bónda þar og Hólmfríðar Kristjáns- dóttur, og þar ólst hann upp. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri 1914, vann landbún- aðarstörf og byggingarvinnu til 1924, en gerðist síðan mjólkui'- fræðingur, tók próf frá Land- brugs- og Meieriskólen Lade- lund í Danmörku 1927 og kynnti sér einnig þessa grein í öðrum nágrannalöndum okkar. Bygg- ing mjólkursamlags var þá þeg- ar komin á dagskrá meðal ey- firskra bænda og Vilhjálmur Þór, þáverandi kaupfélagsstjóri KEA, var mikill áhugamaður málsins, og mun hafa hvatt Ey- firðinginn til náms. Þegar Jónas kom heim frá námi var hafist handa um undir búning samlagsstofnunar og jafnframt þurftu að liggja fyrir upplýsingar um væntanlegt mjólkurmagn og möguleika til aukinnar framleiðslu. Mjólkur- fræðingurinn lá ekki á liði sínu og ferðaðist ríðandi um héraðið til að hafa tal af bændum og gera áætlanir. Árið eftir tók Mjólkursamlag KEA til starfa, fyrst mjólkursamlaga með ný- tískusniði á landi hér og því var valinn staður í Grófargili. Inn- vegin mjólk fyrsta heila árið er það starfaði var 975.000 lítrar, en er nú yfir 20 milljón lítrar á ári. Þróun þessa fyrsta mjólkur- samlags á íslandi var mikil og farsæl og mjólkurvörurnar frá Akureyri þóttu öðrum betri, undir frábærri stjórn Jónasar Kristjánssonar, er hann síðan hafði á hendi þar til hann varð sjötugur. Hann var til ráða kvaddur þegar næstu mjólkur- samlög voru stofnuð víðsvegar um land og hann var til ráða kvaddur af ríkisstjórnum í mjólkur- og framleiðslumálum. En Jónas Kristjánsson var ekki aðeins stjórnandi mjólkur- stöðvar héraðsins, því hann var einnig hinn óþreytandi ráðu- nautur og leiðtogi í ræktunar- málum jarðar og búpenings, og eru eldheitar hvatningarræður hans á óteljandi fundum bænda samtakanna öllum Eyfirðingum í fersku minni. Hygg ég, að hann eigi meiri þátt í örum fram förum í eyfirskum landbúnaði en flesta grunar. Jafnframt var hann náttúruunnandi, og gædd- ur ríku fegurðarskyni. Hann helgaði bændastéttinni hina óvenjulegu miklu starfsorku sína alla ævi og hlaut að laun- um almenna viðurkenningu og virðingu. Jónas Kristjánsson var lífið og sálin í Sambandi nautgripa- ræktarfélaga og þeirri byltingu, sem fyrsta sæðingarstöð naut- gripa var. Enn djarfari stofnun 5 var Búfjárræktarstöðin á Lundi, sem einnig má þakka Jónasi öðrum fremur, og hann var meðal fárra fremstu áhuga- manna um þá almennu búnaðar fræðslu, sem eyfirsku bænda- klúbbsfundirnir hafa verið á undanförnum árum. Á síðustu árum vann hann þrotlaust að stofnun, vexti og viðgangi Minjasafnsins á Akur- eyri og hélt einnig áfram að vinna fyrir bændastéttina, eftir því sem tími og heilsa leyfði, allt til hinstu stundar. í Framleiðsluráði landbúnað- arins sat Jónas í mörg ár, í stjórn Búnaðarsambands Eyja- fjarðar, Ræktunarfélagi Norður lands og Minjasafnsins. Jónas Kristjánsson var skap- ríkur maður og ákveðinn í skoð unum, í senn laginn samninga- maður og harður í horn að taka þegar fortölur og samningar báru ekki árangur. í viðskiptum og málflutningi nutu sín vel fjöl þættir hæfileikar hans og hrein skiptin framkoma. Þess minn- ist ég glöggt á ferðalagi í fjar- lægum landshluta, að sam- ferðamaður okkar einn andað- ist. Þá var Jónas hinn umhyggju sami, viðkvæmi, huggandi og trausti maður. í sömu ferð sá ég hann og heyrði, aðsópsmik- inn og einarðan, flytja mál sitt á mannfundi af sínum mikla sannfæringarkrafti, en þess á milli taka þátt í gamansömum samræðum um daginn og veg- inn og leika þar á als oddi. Og til þess að bregða upp enn fleiri einkennum þessa sérstæða og mikilhæfa manns, frá þessu ferðalagi, naut hann landslags- fegurðarinnar manna best og orðræður hans var sannkall- aður dýrðaróður um sveitirnar, landbúnaðinn og svo bænda- stéttina, en hann vildi hag hennar og reisn sem mesta. Og ég minnist einnig heim- sókna hans á skrifstofur Dags, þar sem hann var í senn gagn- rýnandi, ræddi hugðarefni og hugsjónamál eða sló á léttari strengi. Þakka ég þær stundir, ferðalög okkar, en þó fyrst og fremst hið árangursríka ævi- starf í þágu bændastéttarinnar. Megi sú minning verða Eyfirð- ingum ljós á vegi menningar og framfara. E. D. ÍÓRÐ DagSINS ’SÍMI S Til sölu lítið notaður heylileðsluvagn. Uppl. í síma 3-21-19. Vélhundin taða til sölu. Rafn Helgason, Stokkalilöðum, sími um Grund. Til sölu 7 mánaða göm- ul steríótæki á mjög hagstæðu verði. Uppl. veittar í síma 2-13-56 eftir kl. 6 e. h. Nýleg TRILLA til sölu. Uppl. í síma 2-39-12. Brúðaikjóll og hattur til sölu no. 40—42. Uppl. í síma 2-26-15. Atvinna \ Óska eítir vinnu á kvöldin og um helgar. Uppl. í síma 2-15-55. ATVINNA! 1!) ára piltur óskar eftir vinnu strax. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 2-25-73. Get bætt við mig verk- efnurn í viðgerðum eða nýsmíði utanbæjar sem innan. Sími 2-37 87 eftir kl. 7 á kvöldin. Hermann Aðalsteinsson, húsasmiður. Tapad Peningar töpuðust í merktu launaumslagi. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 2-27-43. Silfurlitað kvenúr tap- aðist í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 25. janúar. Finnandi gefi sig fram við afgreiðslu blaðsins, gegn fundarlaunum. Gulbröndóttur köttur týndist sl fimmtudag í Glerárhverfi. Hafi einhver orðið var við hann, hringið í síma 2-11-84. Húsnæói 4 reglusamir mennta- skólapiltar óska eftir lítilli íbúð sem fyrst og/eða næsta vetur. Góðri umgengni og skil- vísri greiðslu 'heitið. Uppl. í herbergi 41, heimavist, í síma 1-10-55 milli kl. 16—22. HERBERGI er til leigu Uppl. í síma 2-23-59 eftir kl. 7. Ungt barnlaust par ósk- ar eftir ÍBÚÐ. Reglusemi heitið. Uppl. í síma 2-26-58 eftir kl. 7 á kvöldin. Herbergi óskast til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 2-20-64 milli kl. 5 og 7. Lítil íbúð óskast til leigu sem næst miðbænum. Uppl. gefur Haraldur Ásgeirsson, sími 1-10-24. HAMSTRAR óskast. Uppl. í síma 2-36-47 eftir kl. 17. Notuð skíði óskast til kaups, ennfremur skíða- skór, ef til væru. Uppl. í síma 2-21-67. - ABYRGÐ ... _(Framhald af blaðsíðu 8) og rægja forustulið félagsins. Má furðu gegna, ef einhver verkalýðsfélög finnast, sem kosta vilja þá starfsemi til lengdar. Segja má, að þessir menn hafi bitið höfuðið af skömminni, er þeir lögðu til á síðasta fundi félagsins, að neitað yrði að veita samninganefnd ASÍ umboð til að leita eftir því, að leiðrétting fáist á kjörum verkafólks og samningum verði framfylgt. í þess stað lagði Jón Ásgeirsson til að Alþýðusambandi Norður- lands (þ. e. honum) yrði falið að annast þau mál. Lifi.glund- roðinn og byltingin! Þess má einnig geta, að á fundi einum í félaginu á síðasta ári lagði Guðmundur Sigurjóns son til, að þegar í stað og fyrir- varalaust yrði farið í verkfall. Síðan, þegar verkfallið væri byrjað, skyldi tekið til athug- unar, hvaða kröfur ætti áð gera á hendur vinnuveitendum. Sem sagt, verkfall verkfallsins vegna! í nútímaþjóðfélagi er nauð- syn, að starfandi sé öflug og ábyrg verkalýðshreyfing. Al- mennt séð má segja, að verka- lýðshreyfingin á íslandi sé nú nokkuð öflug og tiltölulega ábyrg. En að henni sækja, eins og stundum fyrr, óheillaöfl, sem leitast við að grafa undan inn- viðum hennar og máttarstoðum og gera hana óhæfa til að gegna hlutverki sínu. Um sinn hefur Verkalýðsfélagið Eining flest- um félögum fremur orðið fyrir ásókn þessarra óhamingju- manna. Ég trúi því og treysti, að næst komandi laugardag og sunnu- dag sýni allur þorri Einingar- félaga það í verki, að þeir bera ekki traust til sundrungarafl- anna heldur fylkja sér um A- listann í félaginu, lista stjómar og trúnaðarmannaráðs með Jón Helgason í sæti formanns. Stöndum vörð um félag okk- ar, eflum það og styrkjum til góðra verka. Þorsteinn Jónatansson. BÍLAR: Cortina 1974. Cornet 1974. Hornet 1974. Mazda 818 cupe 1973. Mazda 818 station 1974. Chevrolet Nova 1969, 1970 og 1973. Pontiac 1971. Opel station 1973, nýinnfluttur. Opel Cadet cupe 1971. Blaiser 1974 ekinn 10.000, skipti á ódýrari. Volkswagen 1302, 1972. Volkswagen 1300, 1972. Fíat 128, 1972, 1974. Fíat 127, 1973. Fíat 132 GLS, 1974. Saab 96 1971. Peugeot station 1974. Bronco 1966, 1973, 1974 Land Rover 1962, 1971, dísel. Harley Davidson snjó- sleði árg. 1974. Bílarnir seljast hjá okkur. Tökum bíla í sýningar- sal í Tryggvalrraut 12. BÍLASALINN SÍMI 1-11-19. FéSagsmálasföfnun Akureyrar og Kvennadeild Slysavamarfél. Akureyrar gangast fyrir skennntun fyrir aldraða sunnudag- inn 9. febrúar kl. 15,00—17,00 í Sjálfstæðishúsinu VEITINGAR. SKEMMTIAFRIÐI. DANS. Þeir sem óska eftir akstri á skemmtunina, tilkynni ]>að til félagsmálastofnunar fyrir hádegi á íöstudag. - SÍMINN ER 2-10-00. TIL SÖLU: 2ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi. Tvær 5 herbergja íbúðir í tvíbýlishúsi á Nyrðri Brekkunni. Tvær 4ra herbergja íbúðir í timburhúsum við Hafnarstræti. 6 herbergja íbúð við miðbæinn. 3ja herbergja íbúð, nýuppgerð, við Hafnarstræti. ÁSMUNDUR S. JÓHANNSSON hdl., Glerárgötu 20, Akureyri, sími 2-17-21. Sölustjóri: KRISTBJÖRG RÚNA ÓLAFSDÓTTIR, heimasími 2-22-95. HARLEY DAVIDSON vélsleðar fyrirliggjandi. BÍLAÞJÓNUSTAN - Tryggvabraut 14 SÍMI 2-35-15. NV ÞJÓNUSTA! OPIÐ TIL 23,00 ALLA DAGA DEKKAVIÐGERÐIR. NÝ DEKK. 1 ' ; I : SÓLUÐ DEKK. Neglurn alla hjólbarða, einnig vörubíladekk. Ávallt vörubíladekk fyrirliggjaridi. BRIDGESTONE-UMBOÐIÐ, AKUREYRI: BÍLAÞJÓNUSTAN - Tryggvabraut 14 SÍMI 2-35-15. Hey fil Noregs Með tilvisun til auglýsingar í DEGI 8. jan. sl., um útivegun á heyi til Noregs, viljum vér hér með biðja þá bændur, sem eiga aflögu hey er þeir vildu selja, að hafa tal af fulltrúa kaupfélags- stjóra hið allra fyrsta og eigi síðar en 20. þ. m. Eins og tekið var fram i' fyrri auglýsingu, kem- ur ekki annað hey til greina en vel verkað og vél- bundið. Greitt verður fyrir lieyið koniið á útskipunarstað kr. 12,00 pr. kg. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.