Dagur - 05.02.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 05.02.1975, Blaðsíða 8
Akureyri, miðvikudaginn 5. febrúar 1975 Dömu og herra 6teinhringar. Mikið úrval. ÁBYRGÐ -ÁBYRGÐARLEYSI SMÁTT & STÓRT Eitt ár er liðið frá sögulegum stjórnai'kosningum í Verkalýðs- félaginu Einingu, stærsta og áhrifámesta verkalýðsfélagi utan Reykjavíkur. Þær kosning ar vöktu athygli um land allt, en úrslitin urðu þau, að skipt var um forystu fyrir félaginu: Fyrrverandi formaður, Jón Ás- geirsson, féll, en ný stjórn tók við undir forustu Jóns Helga- sonar. En Jón Ásgeirsson hefur illa unað falli sínu. Nú hyggst hann vinna á ný fyrri titil, völd og áhrif. Eins og áður eru þeir nafnar, Jón Helgason og Jón Ásgeirs- son í formannssætum á fram- boðslistum í félaginu. En hvað er það, sem einkum ber á milli, um hvað er deilt, og hverju skiptir það, hvor listinn fer með sigur af hólmi? Þar er öðru fremur um að ræða grundvallarsjónarmið inn- an verkalýðshreyfingarinnar, og þá fyrst og fremst það, hvort verkalýðshreyfingin á að vera ábyrgt afl í þjóðfélaginu eða hvort hún á að reka tillitslausa kröfupólitík, sem miði að því einu að skapa glundroða, leggja atvinnuvegina í rúst og koma á öngþveiti byltingarsinnuðum öfgaöflum til framdráttar. Þótt margt hafi hrjáð íslenska þjóð, hefur hún notið þess lengi, að hér hefur aðeins eitt alls- herjar-verkalýðssamband verið starfandi, Alþýðusamband ís- lands, og forustumenn þess og helstu áhrifamenn verkalýðs- samtakanna hafa verið ábyrgir menn í afstöðu sinni, leitast við að vinna vel að hagsmunamál- um umbjóðenda sinna með því að fá laun þeirra hækkuð og kjörin bætt að öðru leyti. En jafnframt hafa þeir gert sér ljóst, að grundvöllur allra kjara bóta er blómlegt atvinnulíf og að um engar kjarabætur verður að ræða, ef atvinnuvegirnir eru lagðir í rúst. Fyrir þetta hafa þeir óspart fengið að heyra það, að þeir væru lélegir fulltrúar verka- fólks og gengju erinda atvinnu- rekenda í hverju máli, væru senditíkur þeirra og launaðir agentar. Ollum helstu verkalýðs leiðtogum landsins hefur verið borið þetta á brýn, eins og t. d. Birni Jónssyni, Eðvarð Sigurðs- syni, Snorra Jónssyni og Her- manni Guðmundssyni, svo að nokkrir séu nefndir. Og þeir, sem fremstir hafa staðið í baráttu gegn þessum mönnum vegna heiðarleika þeirra í störfum og þeirrar ábyrgðartilfinningar sem þeir hafa sýnt, eru Jón Ásgeirsson og' félagar hans í Einingarsam- tökum kommúnista (marx- leninista), KSML. Að þeirra dómi ber verkalýðssamtökunum ekki að sýna neina ábyrgð í störfum sínum, heldur ber að stefna að glundroða og byltingu. í þeirri byltingu á að skera alla atvinnurekendur við trog en fela Jóni Ásgeirssyni, Guð- mundi Sigurjónssyni og Co. stjórn allra mála. Þeir eiga ekki aðeins að annast um málefni verkalýðssamtakanna og ráð- stafa fé lífeyrissjóðanna, heldur einnig að hafa með allan rekstur atvinnufyrirtækjanna að gera. Halda menn ekki að það verði glæsilegt um að litast eftir að Jón Ásgeirsson hefur tekið við stjórn Útgerðarfélags Akureyr- inga, Guðmundur Sigurjónsson orðinn forstjóri Slippstöðvarinn ar og Rögnvaldur Jónsson kaup félagsstjóri. En skyldi verka- fólkið bera meira úr býtum þá en það gerir nú eða líklegt er að unnt verði að tryggja því í ná- inni framtið undir forustu þeirra manna, sem nú halda um stjórn völ ASÍ, og með Jón Helgason við stjórnvölinn hjá Einingu. Ég þori að fullyrða, að svo yrði ekki, heldur kæmist þjóðin undir forystu slíkra manna fljót lega niður á það hungurstig, sem hér ríkti fyrir hundrað ár- um, þegar stór hluti landsmanna sá þann kost vænstan að flýja land og reyna að bjarga lífi sínu í annarri heimsálfu. Sem betur fer, eru ekki mikl- ar líkur til að svona fari. Þó er þess nauðsyn, að fólk geri sér grein fyrir stefnu manna á borð við Jón Ásgeirsson, geri sér grein fyrir markmiði þeirra og hvað af myndi hljótast, ef ekki er í tæka tíð spornað við fram- gangi „hugsjóna" þeirra. En þetta er í stuttu máli það, sem um er deilt í Einingu: Hvort starfa á að velferðar- og hagsmunamálum alþýðu á ábyrgan rátt og með það fyrir augum að atvinna haldist og laun miðist við það, hvað þjóð- arbúið hefur til skiptanna hverju sinni, kökunni verði skipt sem réttlátast en hún ekki mulin niður þannig að ekkert verði til skipta. Eða hvort leyfa á niðurrifsöflum að mylja kök- una og gera að engu til þess að þau fái að sjá hylla undir sitt margþráða byltingarástand. Ég treysti því, að félagar í Einingu, jdirgnæfandi meiri- hluti þeirra, velji fyrri kostinn, standi við hlið þeirra, sem vilja vera ábyrgir í störfum. En það er ekki nóg að hugsa á þann veg. Það verður líka að sýna viljann í verki við komandi stjórnarkjör. Verði lítill munur á atkvæðatölum, fá spillingar- öflin blóð á tönnina og magnast í eyðileggjandi aðgerðum sín- um. Þessi öfl þurfa að sjá það svart á hvítu, að Einingarfélag- ar eru ekki ginnkeyptir fyrir boðskap þeirra. Þess vegna má helst enginn Einingarfélagi láta atkvæðisréttinn ónotaðan um næstu helgi. Með nokkrum rétti má halda því fram, að starf Einingar á síðasta ári hafi ekki verið nógu fjölbreytt eða rismikið. Orsök þessa er sú, að innan félagsins hefur draugur riðið húsum og m. a. eyðilagt að mestu almenna fundastarfsemi félagsins. Þetta þarf ekki að skýra nánar fyrir þeim, sem einhverntíma hafa komið á félagsfund á árinu. í samræmi við glundroða- kenningu sína hafa Jón Ásgeirs son og félagar lagt sig fram um að eyðileggja alla fundi með langlokuupplestrum úr blöðum, hávaðalátum og hverskonar ófélagslegum aðferðum. Þá er sérstök skrifstofa starfrækt í nafni Alþýðusambands Norður- lands en í þeim tilgangi einum að spilla fyrir störfum Einingar (Framhald á blaðsíðu 5) AKSTURSK APPNL Á ISLANDI Hér í blaðinu hefur oft verið á það bent, hve vel íslenskir vegir væru vel til þess fallnir að þol- prófa á þeim bíla. Á þetta hefur ekki verið fallist, enda okkar vegir ekki með holum og hnút- um af „hinni réttu gerð.“ Hins vegar lítur svo út nú, að liækki hagur Strympu, og að vegimir hér á landi veki athygli á vett- vangi heimsins. Komið hefur til tals, að alþjóða aksturskeppni verði haldin á íslandi innan tíðar, eða svokölluð Rally- keppni, sem fer fram á misjöfn- um vegum. I. Á- . . króna liverjum þeim, sem getur gefið lögreglunni í Keflavík upp, lýsingar sem verða til þess að hvarf Geirfinns Einarssonar upp lýsist. Þeim, sem upplýsingar geta gefið um livarfið, skal því bent á að snúa sér til lögregl- unnar í Keflavík, sem mun fara með allar upplýsingar sem al- gjört trúnaðarmál. Sparisjóður- inn í Kefiavík mun síðan greiða áðurnefnda pcningaupphæð út að fengnu samþykki lögregl- TOGVEIÐIRANN VIÐ NOREG Togveiðihann á þrem veiðisvæð um undan Norður-Noregi gekk í gildi 1. febrúar. Bretar, Frakk BÍLAÍÞRÓTTIR / - • ' ,og Vestur-Þjóðverjar hafa Félag íslenskra bifreiðaeigenda fáífist á að ábyrgjast að skip hefur aksturskeppni í undi'r- þeirra framfylgi reglum, sem húningi og fjalla vinnuhópar ganga í gildi og veiði ekki á þess um ýmiskonar tæknilegan þessum svæðum. Norsk og úndirhúning, fræðslu og öryggi, ~ og á að hyrja keppnina í smáum stíl með íslenskum keppendum að mestu eða öllu leyti. Ástæða er til að ætla áhuga íslendinga mikinn á þeim íþróttum, sem kenndar eru við híla. HREINSITÆKI FYRIR TVO MILLJARÐA Nú mun loks ákveðið að kaupa loftlireinsitæki í álverksmiðjuna syðra og kosta þau um tvo milljarða króna, að sögn heil- bj-igðisfulltrúa Hafnarfjarðar- kaupstaðar. HÁLF MILLJÓN BOÐIN Ónefndur aðili hefur boðist til þess að greiða liálfa milljón FRÉTTATILKYNNING Fréttatilkynning frá fram- kvæmdaráði B-listans, lista verkafólks í væntanlegum stjórnarkosningum Verkalýðs- félagsins Einingar 1975. Framkvæmdaráð B-lista, lista verkafólks, vill vekja athygli á eftirfarandi: a) að þessar kosningar eru bundnar málefnalegum ágrein- ingi innan félagsins, er varðar hvern einasta félagsmann þess og hagsmuni okkar allra í kaup- og kjaramálum, sem og hinum félagslegu málum. b) að þessar kosningar snúast um, þ. e. hvort við viljum fá stjórn, er hefur vald á þeim verkefnum, sem 1700 manna félag, með verkafólk innan sinna vébanda í mörgum starfs- greinum, þarf að hafa, svo far- sællega farnist, eða hvort við- viljum stjórn, sem ekki veldur verkefnum félagsins og gengur í berhögg við þann grundvöll er félagið er byggt á. c) að í þessum kosningum er tekist á um þann rétt, er við teljum verkafólk eiga, hvað líf- eyrissjóðina snertir og því beit- um við okkur fyrir yfirráðum verkafólks á lífeyrissjóðunum og þar með möguleikum til breytinga á reglugerð sjóðanna til hagsbóta fyrir verkafólkið sjálft. Eða hvort við viljum afsala okkur öllum rétti til líf- eyrissjóðanna og þar með öllum möguleikum til breytinga á reglugerðum sjóðanna til hags- bóta fyrir verkafólkið. d) að þessar kosningar snú- ast um rétt okkar til samnings- gerðar heima í héraði með fólk- ið sjálft að bakhjarli, eða hvort við afsölum okkur öllum samn- ingsmöguleikum og afhendum ASÍ og Vinnuveitandasamband inu öll forráð í þeim efnum, svo og ákvörðunarvald til verkfalla. e) að þessar kosningar snúast um lífdaga Alþýðusambands Norðurlands, sem er samnefnari verkalýðsfélaganna hér á Norð-~ urlandi og sá aflgjafi er einstök verkalýðsfélög hafa sameinast um, til þess að hafa úrslitaáhrif í deilum okkar við Vinnuveit- andasambandið, eða hvort við viljum leggja Alþýðusamband Norðurlands niður og standa frammi fyrir þeirri staðreynd, að þau félög, sem nú standa að sambandinu, yrðu reköld ein. f) að þessar kosningar snúast um þá staðreynd, að núverandi stjórn félagsins gætir hagsmuna Vinnuveitandasambands íslands í ríkum mæli, en ekki að sama skapi hagsmuna verkafólksins sjálfs í hinni hörðu lífsbaráttu. Framkvæmdaráð B-listans, " lista verkafólks, vill hvetja hvern einasta félaga félags okk- ar til að velja og hafna á rök- rænan hátt, en ekki meta mál- efni af sögusögnum einum. Sýnum það í verki og kjósum B-listann, lista verkafólks. (F réttatilkynning) hresk eftirlitsskip eru komin á svæðin og fylgjast með og síðar bætast við skip Frakka og Þjóð- verja. Verði bannið brotið er kveðið svo á um í samkomulagi þjóðanna fjögurra að viðkom- andi mál verði tekin fyrir í heimalandi þess, sem brotlegur gerist. Bann þetta nær einnig til norskra. fiskiskipa á nánar til- greindum tímabilum. Norðmenn hafa undirritað svipað samkomu lag við Sovétríkin og Austur- Evrópulönd. KEYPTU ÍSLENDINGAR ÍBÚÐIR Á SPÁNI? Tíminn hefur sagt frá því, að fjöldi íslendinga, sem keypt hafi íbúðir á Spáni, tapi nú fé sínu, þar sem íbúðabygginga- fyrirtækið Sofíco sé gjaldþrota, en íslendingar muni einkum liafa keypt af því íbúðimar á baðstrandarbæjum á Costa del Sol. En íbúðakaup hérlendra manna eru óheimil þar og annars staðar á erlendri grund. Segir blaðið, að samkvæmt áreiðanlegum lieinúldum sé talið fullvíst, að þessu ólöglegu kaup hafi verið gerð. ' I HÓLASTÓLL Öldungar tveir, þeir Snorri Sig- fússon og Gísli Magnússon í Eyhildarholti, báðir áhuga- menn um endurreisn Hólastóls, hafa gefið peningaupphæð, sem nú er komin í Landsbankaúti- búið á Akureyri, til þessa endur reisnastarfs. Sparisjóðsbókin er lijá ritstjóra Dags, sem tekur á móti framlögum, en einnig má afhcnda gjafirnar í Landsbanka útibúinu. Óskað hefur verið bygginga- leyfis fyrir næsta áfanga við Vistheimilið Sólborg á Akur- eyri. Teikningar að viðbótar- byggingum eru eftir arkitekt- ana Helga Hjálmarsson og Vil- hjálm Hjálmarsson. Lagður hefur verið fram upp dráttur af stað fyrir asfaltgeyma Malbikunarstöðvarinnar, austan við lóð Slippstöðvarinnar en norðan við viðlegukantinn. Hefur hafnarstjórn samþykkt þennan stað fyrir sitt leyti. Fjarlægð frá viðlegukanti er að væntanlegum geymum um 40 metrar og 8 metrar að austur- mörkum lóðar Slippstöðvar. Inn flutningur asfalts til að~:krta' á geyma, mun hagkvæmari en tunnuinnflutningurinn. Bygginganefnd hefur sam- þykkt nöfn á nýjum götum í Glerárhverfi, nýju byggða--. hverfi, allt frá Glerá og norður tunguna vestan þjóðvegarins. Götunöfnin eru þessi: Bakka- hlíð, Brattahlíð, Fosshlíð, Sunnu hlíð, Mánahlíð, Bjarmahlíð, Skarðshlíð, Smárahlíð, Selja- hlíð, Bugðuhlíð, Drangshlíð, Hvammshlíð og Höfðahlíð. Bæjarráð hefur samþykkt að heimila bæjarverkfræðingi að gera pöntun á uppmokstursvél og lítilli jarðýtu af Caterpiller- gerð. Áætlað verð vélanna e 17 millj. kr. Bæjarráð heimilar bæja stjóra að gera tilboð í hús c lönd Rannsóknarstofnunar lar búnaðarins (gömlu Gróðra stöðina). [ SKAKÞING NORÐLENDINGA Skákþing Norðlendinga hefst á Akureyri á föstudaginn, 7. febrúar. Það verður sett kluklc- an 8 síðdegis á Hótel Varðborg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.