Dagur - 12.02.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 12.02.1975, Blaðsíða 1
ÖDÝRA ISLENZKA TANNKREMIÐ LVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 12. febrúar 1975 — 6. tbl. r^oáák] V FILMUhúsid ftlWui pappw AKUREYRI iiiflúensa í bænum f ljós nefur komið, að um 20 nemendur Menntaskólans á Akureyri hafa smitast, af berkl- um. í gær lauk skoðun þar og sagði Olafur Oddsson læknir blaðinu í gær, að smitberinn Efnahagsráð- stafanir í dag? Ríkisstjórnin hefur boðað efna- hagsráðsta.fanir, sem mörgum finnst, að óþarflega lengi hafi verið í fæðingunni. Samkvæmt óstaðfestum fregn um í gær, mun stjórnin leggja efnahagsmálatillögur sínar fram á Alþingi í dag. Um efnisþætti þeirra hafa litlar fregnir borist, en trúlegt er, að þær hnígi í þá átt sem viðskiptáráðherra drap á fyrir skömmu og umræður spunnust af. Til viðbótar er svo talið, að gengi krónunnar verði breytt verulega. Afgreiðsla málsins mun þó dragast, meðal annars vegna funda Norðurlandsráðs í Reykja vík. □ væri enn ófundinn. Einn nem- andinn er nú kominn á Krist- neshæli. Hinir hljóta meðala- meðferð og þarf þetta eklci að trufla skólastarfið, því hinir smituðu eru við fulla heilsu, þótt þeir reyndust jákvæðir í berklaprófinu. Hins vegar verður að leita smitberans þar til hann finnst, ef ekki í skólanum, sem litlar líkur eru á, þá utan skólans. Væg inflúensa hefur stungið sér niður í bænum að undan- förnu. Ekki hafa heilbrigðisyfir- völd séð ástæðu til að bólusetja fólk almennt af því tilefni. í sveitum mun hennar lítt eða ekki hafa orðið vart. □ Ilermann Sigtryggsson tók þcssa mynd í Hlíðarfjalií á sunnudag.nn. 'Sý skíðalyfta í Hlíðarfjalli Á sunnudaginn var tekin í notk un í Hlíðarfjalli ný, 500 metra löng skíðalyfta. Hún liggur frá Strompinum svonefnda. Hæðar- mismunur er 200 metrar. Lyfta þessi kostaði sex milljónir. Hún er frá sama fyrirtæki í Austur- ríki og hin skíðalyftan í Hlíðar- fjalli og talin mjög heppileg. — Við þetta tækifæri tóku til máls Knútur Otterstedt, Valur Arnþórsson og Hermann Sig- tryggsson. Yfir eitt þúsund manns voru í Hlíðarfjalli á sunnudaginn, í glampandi sólskini. Snjór er þar mikill og skíðafæri ágætt. Togbraut, sem áður var ofan við Stromp, hefur verið færð niður að Skíðahótelinu. Þar er nú skíðaskólinn, sem hófst á mánudaginn. Þar eru nú 80 nem endur, flest börn og unglingar. í næstu viku verður skíðanám- SACÐI VALUR ARNÞÓRSSON FORMAÐUR LAXARVIKJUNARSTJ. í útvarpsþættinum Byggðamál á mánudagskvöldið, sem frétta- menn útvarps stjórna, Árni Gunnarsson í þetta sinn, svaraði Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri á Akureyri og jafnframt stjórnarformaður Laxárvirkj- unar, spurningum fréttamanns- ins um orkumálin í þessu kjör- dæmi, og hvernig orkuvandinn yrði leystur. Valur Arnþórsson sagði þá meðal annars: Við höfum fyrir löngu bent orkumálayfirvöldum á, að ástand, eins og hér var í vetur og allir þekkja, hlyti að dynja yfir okkur. Þegar Ijóst varð, að byggðalínan yrði ekki lögð á árunum 1973 og 1974, eins og sagt hafði verið af hálfu orku- Kosningar í stjóm og trúnaðar- mannaráð Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri fóru fram á laugardag og sunnudag. Tveir listar komu fram: A-listinn, bor inn fram af stjórn og trúnaðar- mannaráði, og B-listinn, borinn fram af Helga Guðmundssyni og fleirum. Úrslit urðu þessi: 1149 kusu. A-listinn hlaut 795 atkvæði en B-listinn 345 atkvæði. 8 seðlar voru auðir og 1 ógildur. Á kjör- skrá voru 1817. Samkvæmt þessum ótvíræðu úrslitum er stjórn Einingar þannig skipuð: Formaður er Jón Helgason, varaformaður Þorsteinn Jónatansson, ritari Sigrún Bjarnadóttir, gjaldkeri Jakobína Magnúsdóttir og með- stjórnendur Ólöf V. Jónasdóttir, Þórarinn Þorbjarnarson og Sig- ríður Pálmadóttir. Varastjórn skipa: Unnur Björnsdóttir, Friðrik Þorsteins- son, Helga Gunnarsdóttir, Karl Ásgeirsson og Kristín Hólm- grímsdóttir. Trúnaðarmannaráð er skipað þessum aðalmönnum: Aðalheið ur Jónsdóttir, Haukur Jakobs- son, Adolf Davíðsson, Jóhann Sigurðsson, Gylfi Jóhannsson, Rúnar Þorleifsson, Guðlaug Antonsdóttir, Ólafur Guðmunds son, Helgi Hannesson, Kolbrún Jóhannsdóttir, Una Árnadóttir og Soffía Gisladóttir. Geta má þess, að listi stjórnar eða A-listinn bætti við sig fylgi, miðað við síðustu kosningar. □ málayfirvalda, fórum við fram á, að fá að stækka gufustöðina í Bjarnarflagi úr 3 megavöttum í 11 megavött og var áætlað, að það tæki tvö ár. Við fengum því miður ekki leyfi fyrrverandi orkuráðherra til að ráðast í þessa framkvæmd og var þar borið við heldur neikvæðri um- sögn náttúruverndarráðs. Við fengum heldur ekki að gera meira í Laxá og bentum við orkumálayfirvöldum á, að hér hlyti að skapast vandræða- ástand. Reyndar er vandræða- ástandið þjóðhagslega að verða miklu stórkostlegra en við gerð um okkur grein fýrir í ársbyrj- un 1973, því síðan hefur olíu- verð í heiminum nálega þre- faldast, þannig, að við eyðum í olíukostnað vegna raforkufram- leiðslu hér á Norðurlandi fleiri hundruð milljónum króna, áður en aukin grunnorka kemur inn á þetta svæði, sem væntanlega yrði fyrst í gegnum byggðalín- Bændaklúbbsfundur verður haldinn að Hótel KEA mánudaginn 17. febrúar n. k. og hefst kl. 21.00. Frummælandi verður Her- mann Árnason endurskoðandi og ræðir hann um skattframtöl í landbúnaði. □ una 1976 og síðan frá Kröflu- virkjun 1977. Við höfum hins vegar bent orkumálayfirvöldum á, að það kynnu að vera til tvær leiðir til að aflétta þessu vandræða- ástandi og losna við dísilkeyrsl- una, a. m. k. seinna árið, fram að því er byggðalínan kemur og myndi það spara þjóðarbúinu hunduð milljóna í olíukaupum til orkuframleiðslu. Fyrra atriðið er að koma upp til bráðabirgða vélum við þær holur, sem verið er að gera við Kröflu. Það er hægt að fá fimm (Framhald á blaðsíðu 2) skeið fyrir konur, í tilefni kvennaársins, kl. 2—4 á daginn. í allan vetur verður skíða- kennsla á þriðjudags-, miðviku- dags- og fimmtudagskvöldum milli kluklían 8—10, þegar veð- ur leyfir. Kennarar á námskeið- um þessum eru: Hörður Sverris son, Guðmundur Sigurbjörns- son, Sigurður Sigurðsson, Guð- rún Frímannsdóttir og Margrét Þorvaldsdóttir. í gær fékk Skíðahótelið í heimsókn skólahópa frá Horna- firði, Garðahreppi og Skaga- strönd, er dvelja til föstudags, og komu nemendahópar frá sömu skólum hingað í fyrra- vetur í fylgd kennara sinna og fararstjóra. □ Akureyrartogararnir Sléttbakur landaði 180—190 tonnum á mánudag, 10. febrúar. Sólbakur landaði sama dag í Ólafsfirði, 60—70 tonnum. Kaldbakur hinn nýi er vænt- anlegur úr sinni fyrstu veiðiför á morgun, fimmtudag. Harðbakur nýi lagði af stað frá Spáni áleiðis til Hamborgar á sunnudaginn, þar sem skipið hlýtur sömu meðferð og Kald- bakur. En að henni lokinni tek- ur togarinn fiskikassa í Noregi og heldur svo til heimahafnar. Sauðárkróki, 10. febrúar. í gær- kveldi var frumsýndur í Mið- garði sjónleikurinn „Kona í morgunslopp", eftir Ted Willis í þýðingu Lofts Guðmundsson- ar. Leikstjóri er Þóra Lovísa Friðriksdóttir, en helstu leikar- ar þau Aðalheiður Guðrún Odds dóttir, Knútur Ólafsson, Ólafur Matthíasson og Kristín H. Krist mundsdóttir. Ljósameistari er Brynleifur Tobíasson. Leiknum var mjög vel tekið af fullu húsi leikhúsgesta. Næsta sýning verð ur á miðvikudag en á föstudag- inn verður leikritið sýnt á Sauð árkróki. Ráðgert er að fara með leiksýningu þessa til nokkurra staða í nágrenninu þótt ekki sé það fullráðið. Það er Leikfélag Skagfirð- inga, stofnað 1968, sem efnir til þessara sýninga. Hefur félagið, þótt ungt sé, þegar sett sex leik- rit á svið. Stjórn L.eikfélags Skagfirðinga skipa: Kristján Sigurpálsson, formaður, Pálmi Jónsson, ritari og Guðrún Odds- dóttir, gjaldkeri. Veðrátta hefur verið frábær- lega góð hér um slóðir að undan förnu, naumast bærst hár á höfði og sólfar hefur verið mikið. Komin er upp dálítil jörð, svo ekki er alls staðar hag- laust, og kemur sér vel. G. Ó.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.