Dagur - 12.02.1975, Blaðsíða 2

Dagur - 12.02.1975, Blaðsíða 2
2 Snjórinn hefar írcislað margra vélsleðaeigenda að undan- förnu. Hér eru Akureyringar komnir suður í Sandbúðir. Fóru þeir þangað á fjórum vélsleðuin. Þrír þeirj'a, er fóru í Sandbúðir, fóru svo um síðustu helgi til Hveravalla og gistrv þar, þeir ICriatján Grant, Viíhelm og Skúli Ágústssy.nir. Fóru Jmir ujjp úr Mælifeilsdal í Skagafirði en koinu niður í Garðs- árdal í bakaleið. ■ ■ ■ ■ ■ I I ■ ■ B O B ■ O ■ H ■ I Gunnarsstöðum í Þistilfirði, 10. febrúar. Heilsufar er ágætt, allt slétt og fellt og viðburðalítið. ALÞÝÐUMAÐURINN SVARIi TIL SAKA í Alþýðumanninum 4. febr. sl. birtist. óskammfeilin grein um Leikfélag, Akureyrar og störf þess, eftir leikhúsunnanda -— er svo nefnir sig. . Stjórn L. A. lýsir undrun sinni, um leið‘ og hún harmar það, að slíkar ærumeiðingar skulu fást birtar á. prenti. Stjórnin mun krefjast þess, að ritstjóri Alþýðumannsins gefi upp nafn greinarhöfundar svo hægt sé að útkljá málið á réttum vettvangi, ella svari blaðið og ritstjóri þess til saka. Jón Kristinsson, forinaður, Guðlaug Hermannsdóttir, ’ ritari, í Guðmundur Magnússon, gjaldkeri, Sigurveig Jónsdóttir, ’ varaformaður, Þráinn Karlsson, meðstjórnandi, Kristjana Jónsdóttir, meðstjórnandi. YFIRLÝSING. í tilefni af grein í Alþýðu- manninum hinn 4. febrúar 1975 skal. upplýst, að á árinu 1974 greiddi Leikfélag, Akureyrar í lgigu eftir Samkomuhús bæjar- ins kr. 416.340,00. Þá skal einnig tekið fram, að á árinu 1974 fékk Leikfélag Akureyrar enga fjárveitingu af framlagi bæjarins til „listkynn- ingar í skólurn". Bæjarskrifstofunum " á Akureyri, i 10. febrúar 1975. Valgar-ður Baldvinsson, bæjarritari. Ekki er mjög snjódjúpt á viða- vangi meðfram ströndinni og örlar víða á jörð'. Fært er vestur um Hálsa og einnig til Bakkafjarðar. Afli er mjög lélegur í net eri reytingur á línu: en lélegur þó. Útigengin ær kom að Sval- barði í síðustu viku, mjög illa farin. Hún er frá Sandfellshaga. Undir henni. gengu tveir hrútar í sumar, en þeirra hefur ekki orðið vart. Langnesingar fóru á vélsleðum á. föstudaginn og leit- uðu kinda í Skammdal og Foss- dal en fundu enga. En þar fundu þeir útspr.unginn knúpp á grávíði. Þarna er veðursæld og nú snjólítið. Seint þykja mér koma úrræði ríkisstjórnar okkar. Flest fyrir- tæki eru sögð á hausnum, en almenningur lifir enn í velsæld. Víst er, að atvinnuvegirnir munu í vanda staddir ef svo heldur sem horfir. Því eru úr- ræði nauðsyn. En það er eins og stjórnvöld okkar þjáist af súrdoða. En sá kvilli er hinn leiðasti og eru einkenni hans m. a. lystarleysi og deyfð, þegar hann herjar á búféð hjá okkur. Ó. H. RÁÐSTEFNA UM FÓÐUR OG FÓÐRUN Á vegum Búnaðarfélags íslands og Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins var efnt til ráð- stefnu um fóður og fóðrun dag- ana 10—14. febrúar í Bænda- höllinni. Ráðstefnan var sett kl. 9.00 af formanni Búnaðarfélagi íslands, Ásgeiri Bjarnasyni. Öll- um starfandi ráðunautum land- búnaðarins var boðin þátttaka ásamt sérfræðingum Rannsókn- arstofnunarinnar, kennurum bændaskólanna, nemendum við Búvísindadeild á Hvanneyri. Samtals verða flutt 25 erindi á ráðstefnunni. □ Þann 2. febrúar sl. hélt Um- dæmisstúkan nr. 5 umræðufund um áfengismál í Varðborg. U.- templ. Arnfinnur Arnfinnsson stjórnaði fundinum, en gestur fundarins var Vilhjáhnur Hjálm arsson, menntamglargðherra. Þarna fóru fram umræður um áfengismál, áfengisveitingar í fræðslu í skólum og aukinn fjár hótíðum félaga, bindindis- engisiiálin fræðslu í skólum og aukinri fjðr styrk til Stórstúku íslands til fyrirbyggjandi starfsemi og erindreksturs. Það var ráðherr- anum þakkað það, að hann hef- u tekið fyrir vínveitingar í veisl um menntamálaráðuneytisins. Átta fundarmenn tóku til máls, en engar ályktanir komu fram. (Fréttatilkyrining) Enn um Hólastól Ég sá í blaðinu Degi 29. jan. sl. „Hugmynd um Hólaskóla“ eftir vin minn sr. Pétur Sigurgeirs- son vígslubiskup. Þar lýsir hann m. a. gjöfum til Hóla frá frú Guðrúnu Björnsdóttur og fleir- um, og minnist jafnframt á smá- bók í Landsbankanum á Akur- eyri, sem við Gísli Magnússon eigum aðild aðj og líka, nokkr- um bollaleggingum urri skóla á Hólum, auk þess góðri frétt, að nú sé v.erið’ að' ýta á þá fram- kvæmd að ná til jarðvarmans handa Hólastað', sem er stórlega mikilvægt fyrir franitíð hins norðienzka hefðarseturs. En hins vegar ber þess að minnast, um leið' og ég þakka vígsiubiskupnum innilega fyrir hlý orð í minn garð, 'að vilji okkar og ósk er hin sama og bislrupsstóll rísi á Hólum. (Þótt Norðlendinganna forðum, að sá staður væii síðar néfndur). Það var upphaf mikillar og merkrar sögu, sem lauk um aldamótin 1800, þegar hann var niður lagður með erlendu vald- boði. Nú viljum við endurreisa biskupsstól á Hólum, til þess að skapa nýja og merka sögu. Og það vilja kirkjunnar menn nyrðra og Hólafélagið sjálfsagt líka. Og með slíku hugarfari segist frú Guðrún Þ. Björns- dóttir líka hafa lagt fram sinn sjóð. Þess ber því að yænta að Norðlendingum takist að sam- eina krafta sína um þettá endur reisnarverk, svo að „Hólastóll með hefð og sóma“ megi sem fyrst rísa á nýjan leik, til þess að gegna forustuhlutverki, blása í lúðurinn og vekja blundandi krafta til starfs og dáða í anda og krafti kristinnar lífsskoðun- ar. Með nýjárskveðjum, Snorri Sigfússon. - Vandræðaástand (Framhald af blaðsíðu 1) megavatta, notaðar gufuvélar til að setja þar upp og tengja Laxárvirk j unarkerf inu. Hin leiðin, sem við höfum ekki getað annað en bent á, er sú að hækka stífluna í Laxá. Þegar sæst var í Laxárdeilunni og orkuyfirvöld vildu ekki beita sér fyrir frekari virkjun þar, var mönnum alls ekki ljóst, inn í hvaða óskaplegan olíukostnað yrði stefnt á næstu árum, Má segja, að skapast hafi alveg ný viðhorf vegna olíuverðsins. Höf um við talið okkur skylt að benda orkumálayfirvöldum á þéssa leið, að hækka stífluna í Laxá. Myndi það t. d. ekki kosta nema 100 millj. kr. að hækka stífluna um 9 metra. Það myndi gefa okkur ca. 5 megavött í auknu afli. Þetta afl sparar 270 milljónir kruna, miðað við dísil- keyrslu, sagði Valur Arnþórs- son og taldi það verkefni orku- málayfirvalda að reifa það mál við landeigendur. □ Einbúiiin í Flatey Að kveldi hins 29. janúar varð eldur laus í Sólborg í FÍatey á Skjálfanda. Ofsarok vari þá og brann húsið til ösku. Eirih mað- ur er í eynni og hafði léigt sér hús þetta, en eigandi þt^s býr á Húsavík. Einbúinn í Fíatey er Einar M. Jóhannesson. 'Hirðir hann reka og klýfur í girðinga- staura. Ekki grandaði éldurinn honum eða þeim skeprium, er hann hefur á fóðrum. Hins veg- ar voru sendistöðvar bilaðar og náði hann ekki sambandi til lands. Vissi því enginn hvernig komið var, þar til kona Einars, sem er á Akureyri, fór að spyrj- ast fyrir um hann á Húsavík og bað síðan um aðstoð. Páll Helga son lögregluþjónn brá sér þá til eyjarinnar og var þá svo komið sem að framan er sagt, og hafði einbúinn fundið sér aðra vistar- veru. . □ Skákþing Skákþingi Norðlendinga er ekki lokið. Efstur í A-riðli er Davíð Haraldsson með 2y2 vinning og biðskák. í öðru og þriðja sæti eru Trauti Herlufsson og Krist- inn Jónsson með 2 vinninga og biðskák. í B-riðli eru Árni Jósteinsson og Sigurður Rndversson efstir með 3 vinninga og biðskák. Þinginu lýkur með hraðskák á sunnudaginn kl. 1.30. Afherid- ing verðlauna fer fram að kveldi sama dags. , □ § Mazda 818 árg. 1972-73 } í Datsun 180 13 árg. 1972 \ e Datsun 1200 árg. 1972 | Í Austin Mini árg. ’72—74 I j Volga árg. 1972—73 i í Mercury Comet árg. ’71 [ i Ford Capri 2300 XL \ I árg. 1972 i Í Ford Excord árg. ’73—74 i í Citroen G. S. árg. 1973 | í Citroen D. S. super árg. i i 1971 i í Citroen D. S. special árg. | | 1971 I Í Citroen Pallas árg. 1970 \ | Cortina XL 2000 árg. | | 1973 | Í Gortina 1300 árg. 1970-1 | 1971 " 1 Í Volvo 144 árg. 1971 } Reno 12 árg. 1974 \ Peugeot 504 árg. 1971 | Í Chevrolet Nova árg. í 1973 | Í M, Benz 22 sæta árg. ’71 I í M. Benz 1413 árg. 1967 | i mjög góður | Í Úrval notaðra bíla. i BÍLASALA I I NORÐURLANDS f l Sími 2-12-13. iiMiimiiiimmiiiMiiiiiiiiimmif’mimmiiiiiiiiiimmi Bifreiðir TERRA r r KORONA FOT V* ADAMSON FÖT GATSBY og LORD-snið ■ -K MR ROMAN FÖT . t>- FLAUELISFÖT Ú'-K . ■ Æ* Ennfremur foT eítir máli. K>' TTrnll A T^T?TT T\ • • KJOLAR Stuttir og síðir. -K PILS Síð, midi og stutt. -K BLÚSSUR -k PRJÓNAJAKKAR Tweed. -K BUXNADRAKTIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.