Dagur - 12.02.1975, Blaðsíða 8
SMÁTT & STÓRT
Þetta er síðasti bátarinn frá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri og sá 107. í röðinni. Hairn er 27
tonn að stærð, fer út á Litla-Árskógssand og verður tilbúinn í febrúarlok. (Ljósm.: Fr. V.)
^•?><5><M>^<Í><$'^H$>^><Í><$K$><$><^X^$><$><Í>^<$><Í>^K$^<ÍK$>^K$KÍ><Í><^<$>^><^<$>^><Í>^><5><Í><ÍK$>^><Í><Í><$X$><Í><$>^>^><Í><$^^><Í>^
> >>■
ora
Sovétríkjanna
iarða króna
Á fimmtudaginn voru undirrit-
aði í íslenska sendiráðinu í
Moskvu tveir nýir sölusamning-
ar við Sovétríkin. Heildarverð-
mæti þess, sem um var samið,
nemur kr. 3.950.000.000,00 og
eru þetta stærstu samningar,
sem gerðir hafa verið samtímis
á milli íslenskra útflytjenda og
sovéskra kaupenda.
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna og sjávarafurðadeild Sam-
bandsins selja fyrirtækinu V/O
Frodintorg hraðfrystan fisk,
28.200 smálestir, að verðmæti
um kr. 2.900.000.000,00 miðað
ULLARVÖRUR
FYRIR 320 MILLJ.
Á föstudaginn var undirritaður
í Moskvu samningur um sölu á
teppum og peysum þangað aust
ur fyrir 320 milljónir króna.
Þessar vörur eru framleiddar á
Akureyri, í verksmiðjum SÍS,
og er um að ræða 80 þúsund
teppi og 20 þúsund hnepptar
peysur.
Þessi samningur og sá, sem
þar var einnig gerður á sölu
sjávarvara, nema samtals um
13% af heildarútflutningi lands
ins á þessu ári, miðað við 7,6%
á síðasta ári. □
við núverandi gengi. Samninga
gerð önnuðust Árni Finnbjörns-
son, Olafur Jónsson og Andrés
Þorvarðarson.
V/O Prodintoi'g keypti um
30.000 smálestir af fiskimjöli af
sjávarafurðardeild Sambands-
ins og Hauki Björnssyni, að
verðmæti um 1.050.000.000,00.
Er það loðnumjöl, þorskmjöl og
spærlingsmjöl. Samningagerð af
hálfu íslendinga önnuðust Olaf-
ur Jónsson, Andrés Þorvarðar-
son og Haukur Björnsson. □
KAUP ALÞINGISMANNA
Mönnum hefur orðið tíðrætt um
kaup alþingismanna að undan-
förnu. Skrifstofustjóri Alþingis
hefur látið eftirfarandi í té:
Kaup þingmanna er 117 þús-
und 421 krónur á mánuði. Hús-
næðiskostnaður utanbæjarþing
nianna er greiddur með há-
marksupphæð 23 þúsund krón-
um á mánuði, eða eftir reikn-
ingi, en þó aldrei hærra en 23
þús. krónur. Alþingismenn fá
200 þúsund krónur á ári til
ferðakostnaðar í kjördæmi. Nær
þessi upphæð til allra, nema
ráðherra og varaþingmanna.
Við þetta bætist svo ferðakostn-
aður til þings og heim, í og úr
þinghléum og fríum. Lóks eru
svo greiddar nauðsynlegar auka
ferðir á öðrum tíma heim í kjör
dæmi, allt að 24 á ári. Er það nú
talið frá miðju ári 1974 til jafn-
lengdar í ár.
ENNFREMUR:
Þingmenn fá greidd afnotagjöld
af síma, öll umframsímtöl, land-
símasamtöl og símskeyti. Dval-
arkostnaður utanbæjarþing-
manna er 1140 krónur á dag.
Þá upphæð fá einnig þeir þing-
menn, sem búa í Kópavogi,
Hafnarfirði og í Mosfellssveit,
en þó að því tilskildu, að þeir
sé.u ekki í föstu starfi í Reykja-
vík. Þá fellur greiðslan niður.
Samkvæmt þingfararkaupslög-
um verða þeir þingmenn, sem
eru í öðru föstu starfi, fyrir
launaskerðingu. Ef þeir geta
aðeins gegnt þessu starfi á milli
þinga, fá þeir 3/10 af launum
sínum, en geti þeir gegnt starf-
inu að einhverju leyti með þing
störfunum, fá þcir 3/5. Þetta er
breyting, sem gerð var árið
1971, en annars eru þingfarar-
kaupslögin frá 1964, að sögn
Friðjóns Sigurðssonar.
Grhnsey, 10. febrúar. Sjómenn
lögðu rauðmaganet fyrir helg-
ina og nú erum við búin að
borða fyrsta rauðmagann á þess
um vetri. Aflinn var ekki mikill,
en þetta nýmeti var kærkomið,
eins og jafnan er.
Að öðru leyti aflast sama og
ekkert. Þorskurinn er fullur af
loðnu og tekur ekki beitu.
Ogæftir hömluðu veiði í janúar
mánuði, en nú hefur veður ver-
ið ágætt og eru bátar á sjó í
dag. Fyrir skömmu mun mikill
fiskur hafa verið vestur af
eynni, og var það auðséð á tog-
' urunum, en þá 'gaf ekki á sjó
fyrir minni báta. Eflaust lagast
aflabrögðin hjó okkur síðar, því
álitið er, að talsvert sé af fiski
hér við eyna, þótt treglega
gangi að veiða hann þessa dag-
Snjór er ekki mikill í Gi'íms-
ey, nema helst í Sandvíkinni.
Vatnsveitan nýja stendur sig
með miklum ágætum og höfum
við bæði mikið vatn og gott,
svo telja má byltingu frá því,
sem hér var áður.
Samkvæmt fregnum verður
gott verð á grásleppuhrognum
í ár, og ætla margir að stunda
grásleppuveiðar í vor. í fyrra-
vor var rnikill þorskafli og því
var grásleppuveiðin minna
stunduð þá en ætlað var.
Nú er að líða að því að flutt
verði í fyrsta nýja húsið og
annað er langt komið. Þá eru
þrjú til viðbótar í smíðum,
þannig að grunnar þeirra voru
grafnir í haust og steypt í rásir.
. Nú bíðum við þess, að afli glæð-
ist, bæði ó þorsk- og hrognlcelsa
miðum, og látum okkur líða vel
á meðan. S. S.
Dalvík, 10. febrúar. Togarinn
Baldur er að landa 150 tonnum
í dag. Björgvin landaði 90 tonn-
um fyrir síðustu helgi. Það er
því mikil vinna í hraðfrystihús-
inu um þessar mundir.
Enn er verið að ryðja snjó af
götum Dalvíkur og fer því verki
nú að verða lokið. Búið er að
opna vegina fram í Skíðadal og
Svarfaðardal.
Margt fólk stundar skíða-
íþróttina í Böggvisstaðafjalli, en
þar er togbraut, milúð notuð.
V. B.
Ási í Vatnsdal, 10. febrúar. Á
föstudaginn verður mikið þorra
blót haldið í Flóðvangi, félags-
heimilinu okkar hér í Vatnsdal,
sem er svo veiðimannahús á
sumrin. Verður þetta að venju
mikil skemmtun og auðvitað
dansað fram á rauða nótt í
lokin.
Nú hefur verið dásamleg tíð,
stillui' og fremur hlýtt í veðri.
Dálítið er svellað og komin all-
góð beitarjörð á láglendi. Hross
um líður því vel, enda eiga
margir gamlar heyfúlgur, sem
hrossin ganga í.
Allir vegir eru góðir eins og
er. Húnvetningar hafa leitað
kinda og hrossa frammi á heið-
um á vélsleðum, en ekkert
fundið. Til Reykjavíkur er
rennifæri.
MillL bæjanna Hjallalands og
Hvamms eru tvær ær, sem ekki
hafa náðst í hús, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir, því þær
þjóta óðar upp í kletta, er þær
verða leitarmanna varar. Sagt
er að þær líti vel út, þrátt fyrir
harðindin undanfarið. Þær
kjósa frelsið fremur en húsvist-
ina.
Eitthvað ber á atvinnuleysi á
Blönduósi og þykir mörgum
illt ef rækjuvinnslan fellur nið-
ur, því margar konur hafa haft
þar góða atvinnu og einnig
karlar. G. J.
k UTAN VH) LÖG OG RÉTT
Umferðarráð hefur upplýst, að
frá 1. jan. 1968 til 1. nóv. 1974
hafi 580 vélsleðar verið fluttir
til landsins. Þessi yélknúnu og
vinsælu tæki, sem oft hafa
sannað ágæti sitt á vetrum,
eru þó fyrir utan lög og rétt.
Vélsleðum aka hverjir sem er
og hvar sem er, og eigendur eru
ekki sltyldugir til að tryggja þá,
skrá eða láta skoða þá. Vart
mun líða á löngu þar til settar
verða reglur um notkun þeirra,
eitthvað svipaðar þeim sem um
önnur vél-farartæki gilda.
í DAGSINS ÖNN
Þjóðhátíarkvikmyndin „f dags-
ins önn“ var sýnd í Nýjabíói á
föstudaginn. Myndna gerðu Vig
fús Sigurgeirsson, dr. Haraldur
Mattliíasson og Þórður Tómas-
son. Framleiðendur eru félags-
samtök í Árnes- og Rangárvalla
sýslu í samvinnu við Þjóðliátíð-
arnefnd 1974. Frumkvæði að
gerð þessarar myndar mun liafa
átt Sigurður Greipsson.
Þessi kvikmynd er heimildar-
kvikmynd um þjóðhætti fyrri
tíma, einkum vinnubrögð og
heimilishætti á sveitaheimilum.
EININ G ARKO SNIN G AR
Loltið er kosningum í Einingu
á Akureyri og em kosninga-
tölurnar birtar á öðrum staö.
f síðustu stjórnarkosningum í
þessu félagi varð stjómarbylt-
ing. Stjórn félagsins var þá hrif
in úr höndum kommúnista.
Megn óánægja hafði verið ríkj-
andi með þá félagsforystu, og
því réttmætt að skipta um
stjórn. Fyrir þær kosningar,
sem fóru fram í félaginu um
síðustu helgi, var mikill undir-
búningur. Úrslit kosninganna
sýndu, svo ekki verður um
villst, að félagsfólkið treystir
núverandi stjórn félagsins og
hafnaði leiðsögn öfgamanna,
eftir að hafa reynt forystu
beggja aðila.
SVARTOLÍAN
Loks er nú farið að hlusta á
boðskapinn um svartolíuna,
sem Gunnar Bjarnason fyrrv.
skólastjóri og fleiri hafa boðað
undanfarið, til verulegs sparn-
aðar á rekstri togaranna og
fleiri skipa, sem flestir brenna
gasolíu. Reynslan á Rauðanúpi
og Narfa styðja mjög mál liins
aldna skólastjóra. En það eru
fleiri dísilvélar en aflvélar
skipa, sem brenna gasolíu og
gætu e. t. v. skipt yfir í svart-
olíu. Komið hefur fram fyrir-
spurn um það, hvort ekki sé
unnt og hagkvæmt að breyta
þeirn dísilvélum hér á Akur-
eyri, sem framleiða raforku í
stórum stíl og brenna gasolíu.
Er spurningunni hér með kom-
ið á framfæri.
STAKA
Einn af góðvinum blaðsins, B.
B., sendir eftirfarandi:
„Tíminn segir um miðjan jan.
1975: Skagfirðinga vantar 200
konur. Dagur segir um sama
leyti: Snjótittlingar eru margar
þúsundir á Akureyri. ,
Um Skagafjörð meyjanna
vaxa ei völd
þar vantar nú 200 eða fleiri.
Á meðan hin taumlausa
tittlingafjöld
trítlar um strætin á Akureyri.