Dagur - 12.02.1975, Blaðsíða 5

Dagur - 12.02.1975, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Svarta byltingin Þegar metin eru búsetuskilyrði í þétt býli, er atvinnan elst á blaði en um- hverfið og hollustuhættir þar næst. Varanleg gatnagerð er áhrifaríkasta ráðið til að bæta umhverfið í þétt- býli. í þessu efni hefur Reykjavík haft ótvíræða forystu og nú er búið að leggja um 90% allra gatna borg- arinnar varanlegu slitlagi. Á þessum forsendum hafa landshlutasamtökin fyrir vestan, austan og norðan kraf- ist þess, að framvegis verði verkefn- in, en ekki liöfðatalan, látin ráða skiptingu þéttbýlisvegafjárins. Á fundi þeirra í rnars 1974 var gerð samþykkt um áætlun um varan- lega gatnagerð, sem miðaðist við að ljiika þeim verkefnuin, sem nú er ólokið við innan 10 ára. Skyldu fram kvæmdir fjármagnaðar með 25% framlagi sveitarfélaga, 25% framlagi af þéttbýlisvegafé og 50% af lánsfé. Nýlega hefur Áætlunardeild Fram- kvæmdastofnunar ríkisins gert úttak á framkvæmdaþörf við varanlega gatnagerð utan Reykjavíkur og Reykjanessvæðisins. Úttekt þessi er byggð á framkvæmdaáætlun lands- hlutasamtakanna. Framkvæmdaþörf- in er 5.773 millj. kr., sem skiptist þannig: Vesturland 761 millj., Vest- firðir 1.219 millj., Norðurland 1.629 millj., Austurland 1.429 millj. og Suðurland 729 millj. kr. Gert er ráð fyrir að gatnagerðargjöld nemi 25% af gatnagerðarkostnaði. Byggðasjóð- ur hlaupi undir bagga með gatna- gerðargjöldin með kaupum á skulda bréfum til 5 ára. Fjórðungur þétt- býlisvegafjár renni beint til áætlana- framkvæmdanna, utan Reykjavíkur- svæðisins. Bein framlög sveitarfélag- anna eiga að vera 200 millj. fyrsta árið og aukast svo um 4% á ári á framkvæmdatímanum. Þessi upphæð er miðuð við alla landshlutanna utan Faxaflóasvæðisins. Eftirstöðvar er lánasjóði sveitarfélaga ætlað að lána. Greiðslubyrði sveitarfélaganna er alls áætluð 3.300 millj. kr. Lengd gatnakerfis þess sem ólokið er við samkvæmt áætluninni er 274.680 m. Heildarkostnaður er áætlaður 107 þús. á íbúa. Þessi áætl- un liggur nú fyrir og er þess að vænta að fé fáist til þessara fram- kvæmda. Landshlutasamtökin liafa beitt sér fyrir samtökum um fram- kvæmdaaðila innan sinna vébanda. Þéttbýlissveitarfélögin í Fjórðungs- sambandi Norðlendinga hafa mynd- að verktakafélag til að annast varan- lega gatnagerð í fjórðungnum. Á Austurlandi er svarta byltingin haf- in. Vonandi koma aðrir landshlutar (Framhald á blaðsíðu 6) Vilhjálmur Hjálmarsson mennta málaráðherra og kona hans, Anna Margrét Þorkelsdóttir, voru heiðursgestir framsóknar- félaganna á Akureyri á árshátíð inni fyrra föstudag að ' Hótel KEA og flutti menntamálaráð- herra þar skemmtilega ræðu. En Dagur greip tækifærið og lagði fyrir ráðherra nokkrar spurningar yfir kaffibolla um leið og hann kom í bæinn, og fer viðtalið hér á eftir. Nú er þorri og þorrablót enn í tísku? Sú var tíðin að þorrinn var ekki sérstaklega kenndur við veisluhöld, sérstakan þorramat og gleðskap. Hann boðaði hörku vetrarins, eins og allir vita. „Gefur grið ei nein glíkur hörðum stein.“ t En þorrinn boðaði einnig vor- ið, eins og þessi vísa vitnar um: „Ég langsemi á mér finn út í myrkri svörtu. En þegar kemur þorri minn þá skal hátta í björtu. Hafi þetta ekki verið glens eitt, er svo mikið víst, að það á ekki við nú. Annars leikur mér náttúrlega forvitni á að sjá, hvernig Norðlendingar fagna þorranum í kvöld, og hvort það er eitthvað líkt því, sem Aust- firðingar gera. Það orð liggur á, að Austfirð- ingar sæki þau blót fast? Já, og þar er ég éngin undan- tekning og minnist þorrafagnað ar í ýmsum byggðarlögum. Man ég til dæmis eftir tveim þorra- blótum, sem við Jónas Péturs- son, fyrrum alþingismaður, sótt um báðir og sátum hvora nótt- ina eftir aðra til klukkan sex að morgni, og unnum það til að fresta þingför um einn dag. Norðurland fagnar gestum sínum með snjó um þessar mundir? Snjónum er ég vanur og kippi mér ekki upp við hann. En mér finnst stundum broslegt þegar talað er um snjóþyngslin á Suð- urlandi, Það var hér um vetur- inn, að þingmenn voru boðnir austur að Búrfellsvirkjun. Tveim til þrem dögum áður hafði verið sagt frá mikilli snjó- komu, tepptum vegum og sam- gönguerfiðleikum á Suðurlands undirlendinu. Frost hafði verið þessa daga og átti ég því von á miklum snjó á leiðinni austur. Það er mér eiður sær, að hvergi held ég að þeir þúfnakollar hafi verið til á þessu landsvæði, sem ekki stóðu upp úr snjónum! Þetta voru nú öll ósköpin, sem búið var að segja frá í útvarp- inu. Hér á norðurslóðum vissi ég að var verulegur snjór, en satt að segja er snjórinn þó minni en ég átti von á. Ég hef séð raðir af girðingastaurum upp úr snjónum, svo ekki sé nú minnst á rafmagnsstaurana, en það skal tekið fram, að ég á eftir að leggja leið mína upp á brekk- urnar og þar mun vera meiri snjór en hér við sjóinn. Ég var heima í Mjóafirði um jclin. Þar er mikið snjóasvæði frá Gerpi og suður um Borgar- fjörð. Heima hjá mér stóð vöru- bíll á upphækkun framan við útihús og var horfinn í snjó. En eftir það snjóaði hvað mest og mun hafa orðið djúpur snjó á þaki bílsins. Mér er sagt að aust an nú, sem dæmi um snjóinn, að rafmagnslínan okkar heim á Brekku, sé komin undir snjó á fjórum staurabilum, og sonur minn segir mér, að þegar hann komi til nágranna sinna, sé þar algerlega fennt að húsunum. Annar fer fjórar tröppur upp og kemur upp úr holu sinni ná- SEGIR VILHJALMUR HJALMARSSON MENNTAMALARAÐHERRA f VIÐTALI VIÐ DAG lægt þakskegginu, en hjá hinum eru tröppurnar sagðar níu, en vera má að hann sé eitthvað stuttstígari en hinn, en þar er skaflinn líka kominn upp á móts við mæni: Veturinn 1951, þann mikla snjóavetur, lagði snjóinn á ann- an veg og þá reif vel frá húsum,. m. a. þeim, sem nú eru komin í kaf. Það var dálítið sniðugt að koma að Eyri þá, þar sem bjó Jóhann Stefánsson, ættaður úr Eyjafirði, og heilsa á Jóa, sem var í besta skapi þar niðri á hreinblásnu hlaðinu, en skaflar umhverfis voru á hæð við mæni hússins. Jón Bjarnason, hrepp- stjóri á Skorrastað í Norðfirði, sem er glöggur maður og man vel 1951, fullyrðir, að þá hafi verið miklu meiri snjór en nú, í Norðfjarðarsveit. En íslendingar eru vanir snjóum og hörðum vétrum og eru betur undir það búnir en oft áður, að mæta hörðum vetri. Hins vegar eru menn nú háðari aðflutningum og rafmagninu en áður. Nú eru efnahagsmálin í brennidepli? Já, og þau eru nú sögð flókin. Hins vegar sýnist mér nokkur atriði mjög ljós og ekki auð- velt að vaða þar í nokkurri villu. Gjaldeyrisforðinn, sem var tíu milljarðar um næstsíðustu áramót, er nú algerlega upp eyddur. Þá liggur það fyrir, að verðbólgan hefur aukist yfir 50% eða meira en tvöfalt á við það, sem mest þekkist og skýrsl ur ná yfir í öðrum löndum. Ef nokkuð er hættumerki, er það þetta tvennt. Og þessi hættu- merki tákna, að það er ekki hægt að eyða því sem ekki er til, og þá velta menn því fyrir sér, hvað hafi gerst á liðnu ári, á meðan þessi undur og stór- merki voru að gerast. Hvernig gat það átt sér stað, að menn eyddu bæði því sem aflaðist og gjaldeyrissjóðnum til viðbótar? Þar kemur margt til. Sala á ís- lenskum afurðum hefur verið treg og birgðir safnast, mikið hefur verið keypt af skipum og efnt til virkjunarframkvæmda og margháttaðri atvinnuupp- byggingu, en til þessa hafa ver- ið tekin stór erlend lán. En það er einnig ljóst, að einstakling- arnir hafa notað ákaflega mikið af erlendum gjaldeyri á þessu blessaða þjóðhátíðarári. Þeir hafa byggt mikið af íbúðum, mjög dýrum og vönduðum. Kröfur manna til húsnæðis eru að mínum dómi komnar langt fram úr því, sem eðlilegt og skynsamlegt getur talist. Lengi árs höfðu bílainnflytjendur ekki undan að flytja inn bíla, svo ört flugu þeir út. Þá hefur straum- ur ferðamanna úr landi verið stórkostlegur og aldrei meiri en á síðasta ári, en aðstreymi er- lendra ferðamanna hefur frem- ur dregist saman. íslendingar hafa keypt mikið af dýrum vör- um, svo telja verður óhóf. Hver Vilhjálmur Iljálmarsson, menntamálaráðherra. maður sér, að þegar gjaldeyris- varasjóðurinn er upp étinn og engar horfur á batnandi við- skiptakjörum erlendis, nema síður sé, verður að spyrna við fótum, og hvort sem menn vilja eða ekki, er ekki unnt að halda áfram á sömu braut 1975 og gert var 1974. Úrræði stjórnvalda virðast ekki fullmótuð enn? Rætt er um einkaneyslu og samneyslu. Það er mín skoðun að einkaneyslan eigi að dragast saman, því það skaðar okkur lítið eða jafnvel alls ekki, hvorki þjóð né einstaklinga, að beita sjálfa sig nokkru aðhaldi, svo sem nú er þörf á. Atvinnu- vegina verður að reka með full- um krafti, halda uppi atvinnu- öryggi og félagslegum umbót- um og sporna við því í lengstu lög, að lífsnauðsynjar vanti. Formaður Framsóknarflokks- ins, Ólafur Jóhannesson, hefur ítrekað lagt fram tillögur í efna- hagsmálum,' sem stuðluðu að aðgæslu og má í .því sambandi minna á tillögur hans í sam- bandi við gosið í Vestmanna- eyjum, sem öllum var hafnað, og tillögur hans og hans stjórn- ar á síðastliðnum vetri, en fengu þá enga áheyrn, hvorki hjá sam starfsflokkum né stjórnarand- stöðunni. En af þessu er ljóst, að til voru þeir menn, sem sáu gjörla hvert stefndi, sögðu þjóð- inni það og fluttu efnahagsmála tillögur. En það var ekki á þá hlustað. Það er naumast fyrr en nú, að vandinn, sem við blasir, er orðinn svo stórkostlegur, að menn geta ekki vikið sér undan. Ég hika ekki við að segja, að það væri hrein geggjun að ímynda sér að við gætum á þessu ári lifað og leikið okkur eins og við gerðum á því lof- sæla ári þjóðhátíðar, 1974. Fram undan er áreiðanlega hörð bar- átta í efnahagsmálum þjóðar- innar. Takmarkið er tvíþætt: Annars vegar að stöðva eða draga úr óhófseyðslunni, sem leiddu til gífurlegrar skulda- söfnunar á sl. ári og ber dauð- ann í sér fyrir efnahagslegt sjálf stæði þjóðarinnar, ef henni verður fram haldið. í öðru lagi að tryggja fulla atvinnu og fram leiðslu, og að gæta hagsmuna þeirra, sem lægst hafa launin. Þá verður að tryggja framgang þýðingarmikilla umbóta í al- mannaþágu. Þetta eru hin nauð- synlegu markmið. Hitt er svo erfiðara að greina, hvemig þess um markmiðum verði náð. Með almennum orðum mætti kannski segja eitthvað á þá leið, að annars vegar verði að nálg- ast þetta með því að torvelda eyðsluna, hina gífurlegu neyslu, sem svo er kölluð, lengi hefur við loðað og náði hámarki á síðasta ári. Hins vegar með að- gerðum, sem gætu laðað menn til að breyta á hinn veginn, lað- að til aðgæslu á meðferð pen- inga. Markið verður held ég, að nálgast eftir þessum leiðum báðum. Maður gæti raunar hald ið, að þegar svo er komið, að gjaldeyrisvarasjóðurinn er allur til þurrðar genginn á einu ári, og viðskiptakjör þjóðarinnar hafa versnað um 9% á einu ári, þá væri komið eins og kerlingin sagði, að þá er ekki hægt að snýta þegar af er nefið. I nútíma þjóðfélagi er þetta þó ekki svona einfalt. Þótt marg ir búi þröngt þegar kreppa fer að, eru hinir margir, sem hafa meiri fjárráð og geta fyrir sitt leyti haldið uppi óhófseyðslu. Og í framhaldi af ógætilegri út- lánastarfsemi er lengi hægt að eyða meiru en aflað er. Því verður ekki komist hjá að grípa til ýmiskonar aðgei’ða. í ræðu, sem Ólafur Jóhannesson flutti nýlega á fundi í Reykjavík, drap hann á ýmis atriði, sem til greina gætu komið í þessu efni. Hann talaði um samræmdar aðhaldsaðgerðir í peninga- og lánamálum, sem ég hygg að myndu þá ekki aðeins ná til bankakerfisins, heldur einnig til líf eyriss j óðanna, hann drap einnig á skyldusparnað og auk- in innflutningsgj öld á ákveðn- um vörutegundum, skattlagn- ingu farmiða til útlanda o. fl. Þá sagði hann, að draga yrði úr framkvæmdum hins opinbera, en varaði við fátkenndum að- gerðum. Þegar efnahagsmálin eru rædd og dregnar upp þessar dökku myndir, sem vikið hefur verið að og eru sannar, þá hljóta menn einnig að minnast hinna bjartari hliða. Björtu hliðarnar eru meðal annars þær, að á undanförnum misserum hefur verið gert stórt átak í þágu atvinnuveganna, alveg sér staklega við sjávarsíðuna en einnig á öðrum sviðum íslensks atvinnulífs, til sveita og í bæj- um. f krafti þeirra aðgerða mun framleiðslukerfið skila enn auknum afköstum í þjóðarbúið. Þess ber og að minnast á sviði hinna opinberu framkvæmda, í þjónustugreinunum, hefur verið unnið mjög vel og mörgu þokað á leið. En þar er þó hvergi kom- ið á leiðarenda. Eru menn þar hvarvetna í miðjum klíðum, hvort sem um er að ræða sam- göngur, heilbrigðismál, skóla- mál eða aðra slíka þætti og er vandkvæðum bundið að draga úr ferðinni að verulegu marki. í sérflokki þeirra eru raförku- máhn og húshitunin. Samkomu lag er um það, að láta þennan málaflokk njóta alveg sérstakr- ar fyrirgreiðslu um öflun fjár- magns. Menntamálin? Ég held að ég hafi sagt þegar ég kom til starfa í menntamála- ráðuneytinu, að það væri eins og að vera kallaður á miðri ver- tíð. Við höfum, á þessu sviði, verið með ákaflega mörg járn í eldinum. í því sambandi má minna á hin fjölmörgu laga- frumvörp, sem undirbúin hafa verið á allra síðustu árum og hafa ýmist verið lögð fyrir Al- þingi eða verið alveg við það að komast í búning. Sum þess- ara mála hafa þegar hlotið fullnaðarafgreiðslu, svo sem grunnskólalöggjöfin. En eftir er að framkvæma hana. Löggjaf- inn gerði sér ljóst, að það er mikið verk, því í lögunum er gert ráð fyrir, að þau komi til framkvæmda á næstu tíu árum. í grunnskólalöggjöfinni eru atriði, sem eru mjög þýðingar- mikil fyrir dreifbýlið, og eiga að örva og lyfta sérkennslunni fýrir þá, sem eiga í erfiðleikum innan veggja skólans. Þeim á að fylgja aukin verkmenning af ýmsu tagi og aukin líkamsrækt, en um árangur þessarar löggjaf- ar, sem ég tel í heild mjög já- kvæð, fer vitanlega eftir fram- kvæmd hennar. Lögin eiga að jafna aðstöðumun fólks til náms, hvar sem það býr og er það veigamikið atriði. í lögunum eru einnig ákvæði, sem auka mjög vald og áhrif sveitarfélag- ánna í skólamálum, samanber fræðsluskrifstofur og fræðslu- stjóra. Það er alveg tvímæla- laust ætlun löggjafans og þeirra, sem unnið hafa að setningu reglugerða, að þessar stofnanir geta orðið annað og meira en nafnið tómt og annað og meira en milliliðir. Það er ætlunin, að fræðsluskrifstofurnar geti orðið hliðstæðar fræðsludeildinni í ráðuneytinu, og þær eru heima í héruðum. Ég álít, að grunn- skólalöggjöfin geti stuðlað að því, sem á að vera eitt aðal við- fangsefnið, að tengja skólastarf- ið alveg frá grunni sem allra best því lífi, sem lifað er í land- inu. Við hljótum að stefna mark visst að því, að skólinn búi æsk- una undir að starfa í því um- hverfi sem bíður hennar á hverjum tíma. Utfærsla fiskveiðilögsögunn- ar, beislun innlendra orkugjafa og aðgerðir í efnahagsmálum, sem stemmir stigu við eyðslu og skuldasöfnun, en tryggir framrald þeirrar þróunar síð- ustu ára, sem meðal annars leiddi til þess, að árið 1973 hélt strjálbýlið sínum hluta í fólks- fjölgun í fyrsta skiptið síðan byggðaröskun hófst á íslandi, éru stærstu viðfangsefni okkar, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson að lokum og þakkar blaðið svörin. E. D. Z7 Eflum starf íbróttafélasanna Nú er ákveðið að skipta ÍBA- liðinu í knattspyrnu og leika Þór og KA sennilega í 3. deild næsta sumar. Þessi skipting leiðir hugann að því hvernig starfsemi þessara •íþróttafélaga verði háttað í fram tíðinni. Nú þýðir ekki annað en að „duga eða drepast“. Skipting ÍBA-liðsins í knatt- spyrnu leysir engan vanda í sambandi við rekstur íþrótta- félaganna. • Sannleikurinn er sá, að rekst- ur íþróttafélaga eins og KA og Þórs er vonlaus nema til komi fastráðinn starfsmaður fyrir hvort félag á föstum launum, duglegur maður, sem þekkir vel til starfsemi íþróttafélaganna á Akureyri. Rekstur svona félaga í dag er ekkert tómstundagam- an, enda kostar milljónir króna að halda uppi fullu starfi í hin- um ýmsu íþróttagreinum ef Akureyringar ætla að vera með í íslandsmótum í knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik, skíða- og skautaíþróttum, frjáls- íþróttum, sundi, lyftingum, tennis og badminton o. s. frv. Ég er þess fullviss, að stjórnir ÍBA, KA og Þórs gera sér grein fyrir þessu, og aðalfundir félag- anna verða sjálfsagt haldnir von bráðar, en ársþing ÍBA fer fram eftir nokkra daga og verða þessi mál tekin til meðferðar á öllum þessum fundum. Skipting ÍBA-liðsins í knatt- spyrnu er smámál út af' fyrir GALÍLEÓ GALÍLEÍ Fyrra sunnudag sýndi sjón- varpið stutta kvikmynd um vísindamanninn Galíleó Galíleí sem uppi var um aldamótin 1600. Ymsar af merkustu upp- götvunum þess mikla vísinda-, landafunda- og byltingaskeiðs, sem þá var í heiminum, tilheyra honum. Galíleó Galíleí tókst til dæmis fyrstum manna að sanna, með hjálp stjörnukíkis síns, þá kenningu Kóperníkusar, að jörð in væri reikistjarna og snérist kringum sólu. Það var mikil bylting og jafngilti því að full- yrða að himininn væri ekki til og þar af leiðandi himnaríki það sem Páfinn og allur klerkdóm- ur höfðu kennt mönnum að til væri og valdsmenn nutu skjóls og réttar af, væri eintómur heilaspuni. Kenningin virtist rísa upp gegn Guði og varpa honum af stalli en þveita oss vesælum jarðarmöðkum varnar lausum og berum útí ómælis- tóm. Ekki var von að menn tækju slíkri eyðileggingu á til- veru sinni og trú með þegjandi þökk. Enda sætti Galíleó Galíleí máttugri mótstöðu og reyndar ofsóknum svo sem vera ber um brautryðjendur. Galíleí var okkar niaður. Enda þótt við íslendingar sé- um síst hrifnari en aðrar þjóðir af þeim mönnum sem boða nýj- an sannleika og raska ró hins viðtekna, — þegar þeir skjóta upp kollinum á okkar eigin tím um og á meðal okkar sjálfra í okkar eigin landi, — þá er þó samúð okkar óskipt með þeim, sem þurfa að þola píslarvætti sannleikans vegna úti í öðrum löndum, og þó einkum með þeim sem þurftu að berjast við þröngsýni og sjálfsvarnarótta valdastéttanna á „hinum myrku miðöldum (sem reyndar voru eitt mest lýsandi vitsmuna og framfaraskeið í gervallri kristni). Sagan um líf og baráttu Galíleós Galíleís ratar því gagn vegu að hjarta okkar. Hið fræga tilsvar hans, „Hún snýst samt“ sem hann á, samkvæmt þjóð- sögunni, að hafa mælt þegar hann hafði verið látinn éta ofaní sig opinberlega kenninguna um snúning jarðar, virðist eins og sprottið beint útúr „hinni þraut píndu íslensku þjóðarsál“ (og er það kannske in facta). Galíleí og skáldið Breclit. Hinn mikli meistari leiksviðs- ins, Berthold Brecht, sem sjálf- ur átti erfitt stríð við hina glað- beittu sveiflumeistara for- heimskunnarinnar, hreifst mjög af ævisögu Galíleós og skrifaði að lokum um hann eitt af sínum mestu leikritum. Charles Laugh ton, sem þá var ungur maður og ekki meðal hinna þekktu í leikliúsinu, svo sem seinna varð, lék fyrir hann hlutverk Galíleós í fyrstu uppfærslu leiksins sem var vestan hafs. Margir af bestu leikurum heimsins hafa síðan staðið í gullnu regni kastljós- anna og endurlifað frammi fyrir þakklátum áhorfendum, ævin- týrið um Galíleó Galíleí. Hvað hugsar Leikfélag Akureyrar? Um jólaleytið flaug það fyrir að Leikfélagið ætlaði að sýna þetta verk og sýndist það reynd ar gráupplagt, þar sem þegar er til ágæt þýðing eftir Ásgeir heit inn Hjartarson, sú sem Þor- steinn Ö. Stephensen lét flytja í útvarpið á sínum tíma. Nýi leikhússtjórinn virðist hinn brattasti á stélið og ætti því að geta komið þessu saman, ef styrkur hans er sá sem látið er í veðri vaka. Ekki virðist að minnsta kosti standa uppá leik- arana, hvorki hvað mannafla snertir né landsfrægt ágæti. Leikhúsið sjálft er talið með bestu húsum sem þekkjast til síns brúks og mússíkantar nóg- ir til af bestu sort (meira að segja orðinn til leikhúskór er manni sagt). Það hljóta því að vera allar aðstæður til þess að lofa okkur Akureyringum að kynnast betur hinni ævintýra- legu sögu Galíleós Galíleís. Því verður ekki trúað fyrr en tekur í keikina að Leikfélagið ætli að heykjast á þessu aðeins vegna þess að það krefst atgervis nokkurs. Nema hlaupin sé lurða í leikhússtjórann? Nema „and- lega þreytan11 sé sest klofvega ofan á leikhúsið og allir Sunn- lendingar séu aumingjar? Kona úr Innbænum. sig, en hún verður vonandi til þess að málefni íþróttafélaganna verða tekin til endurskoðunar. Það þarf í sumum íþróttagrein- um að byrja frá grunni, t. d. í knattspyrnunni, en aðrar grein- ar eins og t. d. skíðaíþróttir (alpagreinar) eru vel á vegi staddar. Stórt átak þarf að gera í sundi og frjálsíþróttum, en boltaíþróttir innanhúss eru sæmilega á vegi staddar og áhugi mikill, en þar þarf efa- laust að taka til höndum og byggja upp frá grunni. Aðstaða íþróttafélaganna til æfinga og keppni þarf að vera svipuð ef vel á að vera, bæði hvað íþróttavelli og íþróttasali snertir, en það er veikur hlekk- ur í íþróttastarfinu hér á Akur- eyri eins og allir vita, en stend- ur til bóta. Þar verður bæjar- stjórn að koma inn í dæmið og skapa þá aðstöðu sem nauðsyn- leg er, ef bæjarfulltrúar eru þess sinnis, að starfsemi íþrótta félaganna sé nauðsynleg og sjálfsögð frá uppeldislegu sjón- armiði. Það er og hefur verið mín trú, að starfsemi íþróttahreyf- ingarinnar sé besta lausnin til að koma í veg fyrir svokölluð unglingavandamál. Þátttaka í íþróttum er holl bæði fyrir börn, unglinga og fullorðna og þeir eru sem betur fer margir, sem eyða tómstundum sínum í iðkun íþrótta. Ég vona að málefni íþrótta- hreyfingarinnar verði nú tekin föstum tökum. Það þarf mikið fjármagn svo hægt sé að kippa þessum málum í lag, en dug- legir starfsmenn geta mikið gert, og ég vil skjóta því hér inn, að UMSE hefur haft launað an framkvæmdastjóra í mörg ár og hefur það gefið góða raun, þeir gerðu sér fyrir löngu grein fyrir því, að nauðsynlegt er að hafa mann til að skipuleggja starfið og ýta undir hina mörgu sjálfboðaliða, sem vilja eyða tómstundum sínum í störf fyrir íþróttahreyfinguna. Það vantar skrifstofu og aðstöðu fyrir KA og Þór, og við bæjarfulltrúa vil ég segja í fullri hreinskilni: Viljið þið ekki styðja myndar- lega við bakið á íþróttahreyf- ingunni? Þið vitið það fullvel að bærinn hefur tekið við rekstri sem kvenfélög og fleiri aðilar hafa haft með höndum, og það kostar auðvitað stórfé úr sameiginlegum sjóði okkar Ak- ureyringa. Ég veit að það er í mörg horn að líta og einhvers staðar verður að skera niður, en ég er þess fullviss, að bæjar- búar vilja síst af öllu að starf- semi íþróttafélaganna sé í hálf- gerðu dauðadái. Það hlýtur að vera metnaðar- mál okkar Akureyringa eins og annarra bæjarfélaga að íþrótta- fólk okkar standi sig vel í keppni við íþróttafólk frá öðr- um kaupstöðum landsins og íþróttafólk frá Reykjavík. Að lokum bið ég alla bæjar- fulltrúa að leiða hugann að þess um málum og er þess fullviss, að þeir komast að svipaðri niður stöðu og ég, að nú sé rétti tím- inn til að snúa við blaðinu og gera allt sem rægt er til að efla íþróttastarfið í bænum, sem er besti stuðningurinn við æsku- lýð þessa bæjar. Svavar Ottesen. i ENSIÍUR TRUB0ÐI í HEIMSÓKN Dagana 17.—23. febrúar heim- sækir enskur trúboði Akureyri, David Iliffe að nafni. Hann kom hér fyrir fáeinum árum ov hélt þá samkomur á Sjónarhæð. Vakti heimsókn hans þá verð- skuldaða athygli, sérlega ungl- inganna, og mono sjálfsagt marg ir þeirra minnast heimsóknar hans. Davíð býr í suður-Englandi með fjölskyldu sinni, en hann starfar víða þarlendis ásamt mörgum öðrum trúboðum óháðra safnaða. Hann er ræðu- maður góður, með boðskap til okkar samtíðar, auk mikillar reynslu og þekkingar á ungling- um nútímans. • i Samkomur hans að þessu sinni, bæði fyrir fullorðna og börn, verða nánar auglýstar síðar. h Látið sjónvarpið hvílast eitt kvöld eða nokkur kvöld og ver- ið velkomin á þessar samkomur. Sveif Alíreðs varð Akoreyr Akureyrarmótinu í bridge er nú lokið og urðu Akureyrarmeist- arar sveit Alfreðs Pálssonar. Auk Alfreðs eru í sveitinni Guð mundur Þorsteinsson, Baldvin Olafsson og þrír bræður, Jó- hann, Ármann og Halldór Helga synir. Eru þetta allt þrautreynd ir spilamenn. Röð sveitanna varð þessi: Stig Sv. Alfreðs Pálssonar 146 — Páls Pálssonar 139 Pálssonar — Grettis Frímannssonar 133 — Sigurbjörns Bjarnas. - 118 — Sveinbjörns Sigurðss. 105 — Gunnars Berg 96 — Víkings Guðmundss. 67 — Tómasar Sigurjónssonar 46 — Arnar Einarssonar 39 — Péturs Björnss. (MA) 11 Næsta keppni félagsins verð- ur firma- og einmenningskeppni og er spilað að Hótel KEA á þriðjudagskvöldum. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.