Dagur - 23.04.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 23.04.1975, Blaðsíða 1
FILMUhúsið akureyri II | '.v.v.v.v.v.v.v. úr Mývalnssveil |, Mývatnfesveit, 21. apríl. Snjó- lítið er hér við vatnið, en stór- fenni til fjalla. Silungsveiði hef- ur nær engin verið í vetur. En mikið hefur veiðst af minkum og virðist þeim hafa fjölgað mjög mikið, og þykja það ill tíðindi. Einnig hafa veiðst nokkrir refir. Síðasta miðvikudag var byrj- að að ryðja veginn norður að Kröflu og var unnið með þrem jarðýtum. í morgun var því verki fram haldið - með sama tækjakosti og er búist við, að verkinu verði lokið fyrir miðja þessa viku. En snjór er mjög mikill á þessari leið. Áformað er að hefja borun með höggbor svo fljótt sem unnt er, við r Alyktun inn hitaveitu Fundur haldinn í kvenfélaginu Baldursbrá á Akureyri 13. apríl 1975, lýsir ánægju sinni með ályktun frá kvenfélaginu Hlíf á Akureyri, sem birtist í blað- inu Dagur fyrir skömmu, um raforku og hitaveitumál Norður lands. Fundurinn styður ályktunina einróma og skorar á fleiri félög að gera slíkt hið sama. Síðastliðinn föstudag lögðu fimm menn upp héðan úr Mý- vatnssveit og héldu austur í Gi'ímsstaði á Fjöllum í vélsleð- um og gistu þar. Síðan var ferð- inni haldið áfram og bættist einn vélsleðamaður í hópinn á Grímsstöðum. Héldu mennirnii' svo til Þistilfjarðar á laugar- daginn. Á leiðinni renndu þeir félagar fyrir silung í Búrfells- vötnum og veiddu tvo silunga. Aðfaranótt sunnudags gistu þeir í Þistilfirði en héldu heim á sunnudaginn, hrepptu þá þok-u og urðu að aka eftir átta- vita. Bilanir á sleða töfðu þá einnig, en að öðru leyti gekk ferðin vel. Hér er nýlokið námskeiði í listsaumi, sem haldið var á vegum kvenfélagsins. Kennari var Magdalena Sigþórsdóttir. Þátttakendur voru 20. Karlakór Reykdæla hélt sam söng í Skjólbrekku sl. laugar- dagskvöld. Stjórnandi er Ladi- slav Vojita. Einsöngvarar voru Sigurður Friðriksson, Árni Jónsson og Þráinn Þórisson. Einleik á trompet lék Stein- grímur Hallgrímsson. Húsfyllir var og varð kórinn að endur- taka flest lögin á söngskrá. J. I. Að tillilutan Rauða kross íslands var á Akureyri haldið námskeið í sjúkraflutningum undir umsjón Sigurðar Sveinssonar. Þátttakendur voru yfir 20 frá ýnisum stöðum á Norðurlandi og stóð það síðasta laugardag og sunnudag. (Ljósm.: Fr. V.) I_■_■ ■ BBI Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarf! Næsi Hvassafeil af strandstað? Hvassafell er enn á strandstað við Flatey á Skjálfanda, en komið er þangað öflugt björg- unarskip, sem hyggst reyna að draga Hvassafell af strandstað hinn 27. apríl. Unnið er nú að viðgerð á botni skipsins og sér- fræðingar kynna sér staðhætti og undirbúa björgun. Hvassafell var smíðað í Þýska landi árið 1971 og er 2572 lesta almennt vöruflutningaskip. Það strandaði á Finnlandsströnd 19. janúar í vetur og var nýkomið úr viðgerð með áburðarfarm er það strandaði á ný. Lionsmenn á Húsavík fengu leyfi til þess að bjarga þeim áburði, skemmdum, sem eftir var í skipinu og náðu þeir 69 tonnum og munu reyna að koma honum í verð. □ Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins var haldinn í Reykjavík dagana 18.—20. apríl. Var hann vel sóttur úr öllum landshlutum og samróma álit fulltrúanna, er þar voru, að fundurinn hefði öðru fremur einkennst af samhug. Stjórnmálaályktun aðalfund- arins hefur þegar verið birt í Tímanum. Olafur Jóhannesson var ein- róma endui'kjörinn formaður flokksins og stjórnin var einnig endurkjörin, en hana skipa auk formanns: Einar Ágústsson, varaformaður, Steingrímur Her mannsson, ritari og Tómas Árnason, gjaldkeri. Vararitari er Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir og varagjaldkeri Halldór E. Sigurðsson. f framkvæmdastjórn voi'u kjörin: Eysteinn Jónsson, Helgi Bei'gs, Guðmundur G. Þórarins son, Þórarinn Þórarinsson, Jón- as Jónsson, Ragnheiður Svein- björnsdóttir, Erlendur Einars- Góíur skíðasnjór er nú i HlíSarfjalli Enn er mjög góður skíðasnjór í Hlíðarfjalli og því ástæða til að hvetja fólk til að nota sér skíðafærið fram til 1. maí, en þá verður lyftunum og hótelinu lokað a. m. k. á virkum dögum. Fram að þeim tíma eru lyfturn- ar opnar frá kl. 13.30—21.00 virka daga, en um helgar frá kl. 9.30—17.30 og svo verður einnig á sumardaginn fyrsta. Á það skal bent, að fyllsta ástæða er til að fara varlega, sérstaklega í vorsnjónum, því hann er oft blautur og þungur, sér í lagi um miðjan daginn, þegar heitast er, og er þá hætt við meiðslum, svo sem tognun- um, sér í lagi ef „Okklamir eru látnir njóta sín“, eins og Jónas í Brekknakoti predikar í lang- lokum sínum í Degi undanfarið, enda 10 ár síðan hann fór síðast á skíði. Brunmót Akureyrar. Um næstu helgi efnir Skíða- ráð Akureyrar til keppni í bruni, „Brunmót Akureyrar". Eklci hefir verið keppt opinber- lega í biuni á íslandi síðan 1960 og ætlar S.R.A. að reyna að endurvekja þessa skemmtilegu keppnisgrein. Hætt var að keppa í bruni á sínum tíma, þar sem ekki voru taldar aðstæður hér á landi til að æfa þessa grein sem skyldi. Með tilkomu skíðalyftna og sérstaklega snjó- troðarans á Akureyri, hefir skápast grundvöllur fyrir að æfa og keppa í þessari grein. Brunbrautin verður lögð á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, og geta keppendur æft sig í henni fimmtudag, föstudag og laugardag. Þá daga er braut- in lokuð fyrir aðra en kepp- endur og er fólki stranglega bannað að fara inn í brautina meðan á æfingum stendur, þar sem slíkt getur valdið stórslysi. Brunbrautin verður í Reit- hólum og er um 3 km á lengd og' hæðarmunui' er um 700 m. (Fréttatilkynning). Ólafur Jóhannesson. Gunnarsstöðum, 21. apríL Lóan er komin en ekki hefur hún viljað syngja „dýrðin, dýrðin" ennþá og gæsin er komin. Snjó- laust er á láglendi. Eitthvað er að glæðast við sjóinn. En sjómenn segja, að það sé mikill fiskur hér vestur á Víkunum, segjast bæði sjá hann í fiskileitartækjum og jafnvel með berum augum. En sjórinn er svo bjartur, að hann sér netin. En einn og einn góð- an róður hafa menn fengið á línu, upp í átta tonn, en aflinn er misjafn frá degi til dags. Ég held að grásleppuveiðin gangi bara vel síðan veður skánuðu. Einn báturinn er kom inn með 120 tunnur af hrogn- um, en það er dekkbátur með fimm manns og þeir standa að þessu eins og menn, draga netin á spili o. s. frv. Báturinn kom með 17 tunnur í gær. Þeir eru búnir, á þessum bát, að afla fyrir hátt á þriðju milljón króna. Til tíðinda má telja, að hér komu á laugardagskvöldið sex menn á vélsleðum, alla leið frá Mývatnssveit og gistu þeir hjá okkur á Gunnarsstöðum. Komu þeir í Fjallalækjarsel, sem er næsti bær við Hólsfjöll og svo þræddu þeir sig hér innan við bæi og gengu síðasta spölinn. Ég er svo alræmdur, að þeir höfðu heyrt mig nefndan og vildu gista hjá mér. Sagði ég þeim, að þeir væru ekki eins vitlausir og þeir litu út fyrir að vera, enda væri það þá slæmt. í gærmorgun hafði tekið upp svo mikinn snjó, að færi var ekki gott og þar að auki dreif inn þoku. Féllust þeim þá hend ur, en ég sagði þeim, að við værum nú menn til að koma þeim af okkur og fluttum þá og sleðana þeirra á vagni í Fjallalækjarsel og þar voru þeir settir á slóðina sína. Og þeir komust alla leið heim. Hvergi höfðu þeir séð hrein- dýraslóðir á leiðinni og hér hefur ekki orðið vart við hrein- dýr eins og undanfarna vetur. Ó. H. son, Jón Skaftason og Eggert Jóhannesson. Sjálfkjörnir eru formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og formaður SUF. í blaðstjórn Tímans voru kjörin: Olafur Jóhannesson, Ey- steinn Jónsson, Einar Ágústs- son, Steingrímur Hermannsson, Erlendur Einarsson, Óðinn Rögnvaldsson, Jón Kjartans- son, Þorsteinn Ólafsson og Pétur Einarsson. Varamenn Gerður Steinþórsdóttir og Ingi Tryggvason. □ Eldur laus í Gránufélagsgötu 17 Á þriðjudagsnótt varð eldur laus í Gi'ánufélagsgötu 17 á Akureyri. Hús þetta er tvílyft timburhús á steyptum kjallara og byggt 1919. í húsinu bjuggu fjórar mann- eskjur og urðu ekki slys á þeim. En stúlka var þó hætt komin og kastaði hún sér út urn glugga á rishæð. Eldurinn kom upp í rishæð hússins og urðu þar miklar skemmdir. i þeim tveim húsbrunum á Akureyri, sem orðið hafa með skömmu millibili og í svipuðum húsum, hefðu reykskynjarar komið að mjög góðum notum. Sfórkostlegt N. k. sunnudagskvöld 27. apríl kl. 20.30 verður haldið í Sjálf- stæðishúsinu stórkostlegt bingó og skemmtikvöld. Vinningar á bingóinu eru m. a. tvær utan- landsferðir, frystikista, ísskáp- ur, djúpsteikingarpanna og flug ferðir Ak.—Rvík—Ak. Að verð- mæti samtals 300—400 þúsund kr. Stjórnandi verður Svavar Gests og hinir landsfrægu skemmtikraftar Ómar Ragnars- son og Jörundur skemmta. Forsala aðgöngumiða verður í Sjálfstæðishúsinu sama dag frá kl. 15—17 og við innganginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.