Dagur - 23.04.1975, Blaðsíða 6

Dagur - 23.04.1975, Blaðsíða 6
6 12 HULD 59754237 IV/V Lokaf. Kosn. Frl. I.O.O.F. 2 — 15504258i/2 Messað í Akureyrarkirkju fyrsta sunnudag í sumri, 27. apríl, kl. 2 e. h. Sálmar no. 476, 526, 162, 478, 481. Kirkju- göngudagur kvenfélagsins Hlífar. Kiwanisfélagar annast bílaþjónustu fyrir kirkjuna, sími 21045. Fögnum nýju sumri í kirkjunni. — P. S. Skátamessa verður í Akur- eyrarkirkju sumardaginn fyrsta kl. 10.30 f. h. Sálmar: 480, 507, 252, 516. — B. S. Svalbarðskirkja. Fermingar- guðsþjónusta á sumardgainn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, kl. 1.30 e. h. Fermingar- börn: Halldór Sigfússon, Geldingsá, Hólmkell Hreins- ' son, Sunnuhlíð, Sesselja Bjarnadóttir, Svalbarði og Svala Stefánsdóttir, Breiða- bóli. — Sóknarprestur. Möðruvallakalustursprestakall. Messað verður að Bægisá n.k. sunnudag, 27. apríl. kl. 2 e. h. Ferming. Fermdir verða: Birkir Hólm Freysson, Barká og Gunnar Guðmannsson, átaðartungu. — Sóknar- prestur. Skátamessa sumardaginn fyrsta kl. 10.30. Skrúðganga frá fata verksmiðjunni Heklu kl. 10. Gengið suður Þórunnarstræti og niður Þingvallastræti að kirkjunni. Bæjarbúar. Fögn- um sumri með skátunum og tökum þátt í skrúðgöngunni. Gleðilegt sumar. — Skáta- félögin á Akureyri. Kristniboðshúsið Zíon: Sunnu- daginn 27. april. Sunnudaga- skóli kl. 11 f. h. Síðasti að sinni. Samkoma kl. 8.30 e. h. Allir hjartanlega velkomnir. Samkoma votta Jehóva að Þing vallastræti 14, 2. hæð, sunnu- daginn 27. apríl kl. 16.00. Fyrirlestur: Þolgæði hefur velþóknun Guðs í för með sér. Allir velkomnir. Rafverktakar. Kaffifundur í dag kl. 9.30 á sama stað. Lionsklúbbur Akureyr- IA ar. Fundur miðvikudag 23. apríl kl. 12 í Sjálf- stæðishúsinu. Illífarkonur. Kirkjugöngudagur kvenfélagsins Hlífar er n. k. sunnudag. Komil í kirkjuna og takið sameiginlega þátt í guðsþjónustunni. Basar verður í sal Hjálpræðis- hersins laugardaginn 26. apríl kl. 4 e. h. Meðal annars eru blóm og kökur á boðstólum. Komið og gerið góð kaup og styrkið þannig málefnið. Vorþing Þingstúku Eyjafjarðar verður haldið í félagsheimili ! templara, Varðborg, sunnu- daginn 11. maí n. k. kl. 2 e. h. — Þingtemplar. Akureyringar. Munið fjáröfl- unardag Hlífar til tækja- kaupa fyrir Barnadeild F.S.A. á sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Basar og kaffisala verð- ur í Sjálfstæðishúsinu. Basar- inn hefst kl. 14.30 en kaffi- salan kl. 15. Merkjasala er allan daginn. Styðjið gott mál efni. — Stjórnin. Ferðafélag Akureyrar. Göngu- ferð um Möðrufellshraun sunnudag 27. apríl kl. 1 e. h. Þátttaka tilkynnist skrifstofu félagsins fimmtudag kl. 6—7. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan no. 1. Fundur fimmtudaginn 24. þ. m., sumardaginn fyrsta, kl. 8.30 e. h. í félagsheimili templara, Varðborg. Fundar- efni: Sumardagskrá. Eftir fund: Kaffi og dans. St. Brynja no. 99, st. Akurliljan no. 275 og st. Norðurstjarnan no. 276, Dalvík, boðnar á fundinn. — Æ.t. I.O.O.G. St. Brynja nr. 99 held- ur fund í Varðborg, félags- heimili templara, mánudag- inn 28. apríl n. k. kl. 9 síðd. Kosningar fulltrúa til Þing- stúku og Umdæmisstúku. Vorið kemur (Vorljóð o. fl.). — Æ.t. Frá Guðspekifélaginu. Skúli Magnússon heldur flokk erindi og æfingar í Hvammi, sem hér segir: 24. apríl kl. 16 Yoga og hugleiðsluæfingar. 24. apríl kl. 20.30 erindi um Zone Therapy. 25. apríl kl. 20.30 Zone Therapy-æfingar. 26. apríl kl. 16 Yoga og hug- leiðsluæfingar. 26. apríl kl. 20.30 erindi „um töluna 108“. 27. apríl kl. 16 Zone Therapy- æfingar. Áhugafólk velkomið. Sjónarhæð. Verið velkomin á samkomu okkar n. k. sunnu- dag kl. 17. Sæmundur G. Jó- hannesson talar um efnið: Bænir og bænasvör. Á fimmtudag kl. 20.30 Biblíu- lestur og bænastund. — Glerárhverfi. Sunnudagaskóli n. k. sunnudag kl. 13.15 í skólahúsinu. Öll börn vel- komin. — Sjónarhæðarstarfið Munkaþvcrárkirkja. Sunnu- dagaskóli á sumardaginn fyrsta kl. 10.30 f. h. — Hjálpræðisherinn — Fimmtudag 24. apríl: Æskulýðsfundur. Hafið með Biblíu eða Nýja testamenntið. Sunnudag kl. 2: Sunnudagaskóli. Kl. 8.30: Al- menn samkoma. Allir eru vel komnir. Leikfélag Akureyrar. /3 GULLSKIPIÐ kemur eftir nokkra daga Leikfélag Akureyrar. Félög og skólar Þau félög, félagasamtök og skólar á Akureyri, sem ekki hafa skilað svörum til Æskulýðsráðs Ak- ureyrar varðandi könnun á æskulýðsstarfi á Norð urlandi, eru vinsamlegast beðin að gera það nú þegar. ÆSKULÝÐSRÁÐ AKUREYRAR. Sumarbúðimar að Hólavatni augjýsa Innritun er hafin , skrifstofan er opin kl. 6—7 e. h. á þriðjudögum og fimmtudögum, frá og með þriðjudeginum 29. apríl n. ik. Skrifstofan er í Kristniboðshúsinu Zíon, niðri, sími 2-28-67. K.F.U.M. og K. AÐALFUNDUR MJÓLKURSAMLAGS KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA verður haldinn í Samkomuhúsinu á Akureyri 2. maí n. k. og hefst kl. 10,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. STJÓRNIN. & I I & ! i Ég pakka jjölmörgum vinum og cettingjum mín- ^ iim, sem hafa létt mér erfiðan vetur. % Sérstakar þakkir lil þeirra, sem gerðu mér 19. mars sl., að ógleymanlegum degi. ® Gleðilegt sumar. f é ÞORBJÖRG BRYNJÓLFSDÓTTIR. I ' <5 B O R V E L A R OG FYLGIHLUTIR PÓSTSENDUM. JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD. ATYINNA Viljum ráða nú þegar sníðara og stúlkur í sauma- skap í skinnadeild. Uppl. gefur Ingólfur Ólafsson, sími 2-19-00. FATAVERKSMIÐJAN HEKLA AKUREYRI. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og rttför EGGERTS ÓLAFSSONAR, Grænumýri 3, Akureyri. Læknum og hjiikrunarfólki Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, fænum við bestu þaikkir fyrir alla umörinun í veikindum hans. Jónína S. Benediktsdóttir, Ebba Eggertsdóttir, Benjamín Ármannsson og börn. Þökkum af alhug öllum þeim senr vottuðu okk- ur sarnúð vegna andláts og jarðarfarar eigin- manns míns KÁRA JÓHANNESSONAR, Hamarstíg 6, Akureyri. Sérstakar þakkir viljunr við færa yfirlækní og hjúkrunarfólki handlæknisdeildar Fjórðpngs- sjúkralrússins á Akureyri. F. h. aðstandenda, Ásta Ólsen. Þökkunr innilega auðsýnda sanrúð við fráfall og jarðanför KRISTJÖNU ELÍNAR GÍSLADÓTTUR, Ingjaldsstöðum. Sigurður Haraldsson, börn, tengdabörn og barnabörn og systir hinnarl látnu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.