Dagur - 23.04.1975, Blaðsíða 4

Dagur - 23.04.1975, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Landshlufasamfökin Starfsemi landshlutasamtakanna úti um landið er í eðli sínu tvíþætt. í fyrsta lagi að stuðla að samstarfi sveitarfélaga um sameiginleg fram- faramál í .öðru lagi að byggja upp stefnumótun í hagsmunamálum landshlutans. Starf landshlutasam- takanna úti um landið stefnir í vax- andi mæli í þá átt, að þau fái til meðferðar fjölda verkefna, sem leysa verður í samskiptum við ráðuneyti, ríkisstofnanir og Alþingi. I’að er að- kallandi, vegna þessara samskipta, að staða landshlutasamtakanna sé lögformleg og ótvíræð. Við, sem búum fjarri höfuðstöðvum löggjafar og miðstjórnarvalds, verðum fyrir barðinu á því að sumar ríkisstofn- anir telja sér ekki skylt að viður- kenna landshlutasamtökin. Mörg verkefni í samskiptum ríkis og sveitarfélaga t. d. fræðslumál og skipulagsmál eru best leyst í umsjá landshlutasamtakanna. Með þeim hætti má tryggja áhrifavald sveitar- félaganna, þótt verkefnin séu að mestu kostuð af ríkinu. Sannleikur- inn er sá að íslensk þjóðlíf er svo margþætt og flókið af lagafyrirmæl- um og opinberum afskiptum, að ekki verður komist hjá löggildingu, ef landshlutasamtökin eiga að vera verkefni sínu vaxin. Lögfesting landshlutasamtakanna er í eðli sínu nauðvörn frjálsra samtaka, sem þurfa að sækja á brattann við lög- bundið ríkiskerfi, sem í eðli sínu er fjandsamlegt nýjum aðilum. Við- brögð bæjarstjórnar Hafnarfjarðar taka af öll tvímæli um, að það er nauðsyn að tryggja réttindi lands- hlutasamtakanna að lögum. Hitt er annað mál, að sennilega má sitthvað bæta í því frumvarpi um landshluta- samtök, sem nú liggur fyrir Alþingi. Landshlutasamtökin eiga að vera byggð upp af fulltrúum sveitar- stjórnanna, en eiga ekki að verða nýr pólitískur vettvangur, sem væri smækkuð mynd af Alþingi. Þetta er kjarni málsins, þegar greint er á milli landshlutasamtaka sveitar- félaga og hugmynda um fylkjaskip- an. Sú meginstefna er í öllum lands- hlutasamtökum, að hvert sveitar- félag eigi fulltrúarétt á aðalíundi. Taka verður eðlilegt tillit til stærri sveitarfélaganna, án þess að gefa þeim húsbóndarétt í samtökunum. Landshlutasamtökin eru staðreynd í þjóðfélaginu og því er löghelgun á stöðu þeirra viðurkennd nauðsyn. Lögfesting réttarstöðu landshluta- samtakanna var eitt þeirra mála, sem kveðið var á um í stefnuyfirlýs- ingu núverandi ríkisstjórnar og því er þess að vænta að þetta mál komist í höfn. □ - BRAÐABIRGÐAVIKJUN VIÐ KROFLU (Framhald af blaðsíðu 8) vegar yfir, að hún mun ekki geta tekið á sig sinn hluta af hinum gífurlega olíukostnaði, sem hér um ræðir, ef ráðu- neytið tekur þá ákvörðun að ráðast ekki í bráðabirgðavirkj- unina, og síst af öllu hinn mikla olíukostnað, sem verður á árinu 1977 (eða hluta þess), ef Kröflu virkjun seinkar frá því, sem nú er áætlað. Það er því skýlaus krafa Lax- árvirkjunar, að hún vei'ði skað- laus af þeim ákvörðunum, sem hún er ekki aðili að, og ber enga ábyrgð á. Laxárvirkjun er hins vegar reiðubúin til þess að taka að sér Húsnæói Ung barniaus hjón óska eftir lítilli íbúð til leigu. Uppl. í síma 2-36-69 eftir kl. 7 á kvöldin. Þrjár 17—18 ára stúlkur reglusamar, óska eftir lítilli íbúð til leigu á Akureyri frá 1. júní n.k. Góðir greiðsluskilmálar. Sími 7-14-31 á Siglufirði. Ungt par óskar eftir að taka á leigu litla íbúð næsta vetur. Góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 2-34-31. 2—3ja herbergja íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 2-11-58. Tvær stúlkur með eitt barn óska að fá leigða litla íbúð frá og með 16. maí. Uppl. í Húsmæðraskól- anum, Laugalandi. Til leigu 4ra herbergja íbúð í blokk við Skarðs- hlíð. Sími (91) 3-80-54. Til leigu 5 herbergja endaíbúð í raðhiisi í Glerárhverfi. Tilboð sendist á afgr. blaðsins fyrir 1. maí merkt „ÍBÚÐ 636“. Ungt par óskar eftir íbúð frá miðjum júní fram í miðjan september Uppl. í síma 2-24-66. Tveggja herbergja íbúð til sölu. Uppl. í síma 2-15-15 milli kl. 7 og 8 e. h. Kona með eitt barn ósk- ar eftir eins til tveggja herbergja íbúð strax. Uppl. í síma 2-21-86 á kvöldin. Tvær stúlkur óska eftir 2ja herbergja íbúð strax. Uppl. í síma 2-21-86 á kvöldin. framkvæmd bráðabirgðavirkj- unai' í Kröflu að því tilskyldu, að fjármagn sé tryggt og að háspennulína Krafla—Laxá sé framkvæmanleg á þeim sama tíma.“ Stofnkostnaður þessarar bráðabirgðavirkjunar með japönsku vélunum er áætlaður um 230—250 millj. kr. en um 50 millj. kr. ódýrari með banda- rísku vélinni. Ef bráðabirgðavirkjunin verð ur ekki framkvæmd og byggða- lína og/eða Krafla komast ekki í gagnið fyrr en seint á árinu 1977, þá vantar það ár vélaafl til þess að mæta aflþörf þess árs, auk þess að ekkert afl er þá tiltækt til þess að mæta afl- minnkun vatnsaflsstöðvanna á Norðurlandi, vegna rennslis- truflana. Ef bráðabirgðavirkjun verður reist og hún kemst í gagnið um næstu áramót, þá áætlast olíu- kostnaðurinn árin 1975—1976 um 245 millj. kr. á móti uni 460 millj. kr., ef ekkert verður gert.' Ef hins vegar virkjunar- framkvæmdum (þ. e. Kröflu- virkjun og/eða byggðalínu), seinkar t. d. um 1 ár, þá eykst þes'si kostnaður um ca. 120 millj. kr. í því tilviki að bráða- birgðavirkjun verði fram- kvæmd, en um 400 millj. kr. ef ekkert verður gert, auk þess að til kemur þá stofnkostnaður vegna viðbótar á dísilafli. í lok fréttatilkynningarinnar er mælt með stofnun Norður- landsvirkjunar. □ ESSÓ-NESTIN NÝKOMIÐ: F ranskar kartöflur í dósum, 3 stærðir. Kartöfluflögur í pokurn, 3 tegundir. Sterkar hálspillur í dósum. Tropikana, appelsínu og grepe safi. æjl " Mlmmm . a Okkur vantar mann í létt og hreinlegt starf sem fyrst. Skóverksmiðjan Iðunn sími 2-19-00. Vantar lconu til að gæta 3ja ára drengs í einn mánuð frá 1. maí. Helst á eyrinni. Sími 2-18-13 eftir kl. 7. íþróttafélagið Þór óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra til 6 mán- aða, (hálfs dags starf), frá 1. maí. Umsóknir ásamt launa- kröfum sendist íþrótta- félaginu Þór, Goða- byggð 2, Akureyri, fyrir 28. apríl n. k. Unglingsstúlka óskast til að gæta tveggja barna á Eyrinni í sumar., Til sölu á sama stað vegna flutnings, nýlegt sófasett. Ujjplýsingar í Lækjargötu 6, ujipi. aSkemmtaniri Kaup Eldri dansa klúbburinn heldur dansleik í Alþýðuhúsinu miðviku- daginn 23. apríl. Húsið opnáð kl. 21. Miðasala við inngang- inn. Stjórnin. wBifpeiéip^m Til sölu bifreiðin A-54, Peugeot dísel árg. ’73. Ellert Kárason, B.S.O. BRENNIÐ EKKI bækur og rit, nema tala fyrst við FORNBÓKASÖLUNA. Síminn er 2-33-31. Óskum að kaupa eitt til tvö þúsund ferm. af túnþökum í vor. Uppl. í síma 2-20-34 eða 2-16j-80 eftir kl. 7 á kvöldin. AUGLÝSIÐ í DEGI TIL SÖLU: Húseignirnar Birkilundur 1 og Hamragerði 12. Vönduð einbýlishús með góðri staðsetningu. Einnig eru til sölu þriggja herbergja íbúðir við Norðurgötu og Skarðshlíð. GUNNAR SÓLNES hdl., Strandgötu 1. — Sími 2-18-20. — Akureyri. Akoreyrinpr - Eyfirðingar FÉLAGSVIST að Varðborg föstudaginn 25. apríl kl. 8,30 e. h. 1. verðlaun: Flugfar Akureyri—Reykjavík—Akureyri. 2. verðlaun: Flugfar Akureyri—Reykjavík. SYSTRAFÉLAGIÐ GYÐJAN. GLERÁRGÖTU 20. Mikið úrval fasteigna. Kynnið ykkur framboðið. ÁSMUNDUR S. JÖHANNSSON hdl., Gleráigötu 20, Akureyri, sími 2-17-21. Sölustjóri: KRISTBJÖRG RÚNA ÓLAFSDÓTTIR, heimasími 2-22-95. Til sölu Lítil verslun í miðbænum. Verslunin er í fullum gangi. Hentugt fjölskyldufyrirtæki. Iðnaðar- eða verslunarhúsnæði rétt við miðbæ- inn ca. 100 ferm. Mikið úrval af íbúðum af ýmsum stærðutn. RAGNAR STEINBERGSSON hrl., Geislagötu 5, viðtalstími 5—7 e. h. sími 2-37-82. HEIMASÍMAR: Kristinn Steinsson sölustjóri, 2-25-36. Ragnar Steinbergsson hrl., 1-14-59. Tilboð óskasf í INTERNATIONAL W-4 gaffallyftara, ógang- færan, sem er til sýnis á Svalbarðseyri. Tilboðum skal skila fyrir 6. maí n. k. SAMVINNUTRYGGINGAR, Svalbarðseyri. 5 Philips plötuspilari og Garrard plötuspilari og tveir samstæðir hátalar- ar til sölu. Uppl. í síma 2-18-31. Fjórar vorbærar KÝR til sölu. Sigurvin Sölvason, Vallholti Árskógsströnd. SKÁPUR! Sá sem hefur hug á að kaupa skáp, getur hringt í síma 1-14-72. Til sölu rafmagnsþvotta- pottur, fiskabúr með fiskum og þvottavél. Sími 1-13-43. Nýleg vagnkerra til sölu. Uppl. í síma 2-10-52 eftir kl. 8 á kvöldin. Til sölu Ford Junior trillubátavél. Þarfnast smáviðgerðar á gír. Uppl. í síma 2-37-13 eftir kl. 7 á kvöldin. Vil selja Hondu SS 50 árgerð 1973. Selst ódýrt. Uppl. í síma 2-25-41. cg í Hlíðarbæ (Félagsheimili Glæsibæjarhrepps), síðasta vetrardag 23. apríl kl. 10 e. h. Góðir vinningar. Dansað til kl. ? Hljómsveit Pálma Stefánssonar. KVENFÉLAGIÐ. Akureyrarbæjar verða starfræktir í sumar fyrir unglinga sem fæddir eru 1963, 1964 og 1965. Umsóknum veitt móttaka á Vinnumiðlunar- skrifstofunni til 17. maí n. k. Garðlönd bæjarins Vinsamlegasl. endurnýjið greiðslukvittunina á sikrifstofu bæjarins, Geislagötu 9, fyrir 17. maí næstkomandi. Viðtalstími garðyrkjudeildar bæjarins er á þriðjudögum og föstudögum rnilli kl. 10—12 i' gömlu Gróðrarstöðinni. — SÍMI 1-10-47. GARÐYRKJUSTJÓRI. j j í ! afsrcraaaKiii Er það nokkur skynsemi, að halda sífellt áfram reyking- um, þrátt fyrir allar vísindalegar sannanir á því, að reyk- ingar valdi alvarlegum hjarta- og lungnasjúkdómum, sem geta dregið menn til dauða? Nei, að sjálfsögðu ekki. En það er undarlegt, hve margir berja höfðinu við steininn. Er heilbrigt að vaða þannig reyk og láta sem öllu sé óhætt? Láttu heilbrigða skynsemi stjórna gerðum þínum: HÆTTU AÐ MENGA LUNGU ÞÍN OG ÞRENGJA ÆÐARNAR TIL HJARTANS ÁÐUR EN ÞAÐ ER ORÐIÐ OF SEINT. v: SAMSTARFSNEFND /^V W UM REYKINGAVARNIR ÍBÚÐIR Höfum nú til sölu íbúðir í raðhúsi við Heiðar- lund 3. íbúðirnar seljast í fokheldu ástandi og verða lausar til afhendingar í haust. Upplýsingar í síma 2-21-60, en eftir kl. 19 hjá Sævari Jónatanssyni, í síma 1-13-00, eða Stefáni Ólafssyni, í síma 2-25-59. ÞINUR S. F. Verðlækkun STRÁSYKUR, enskur. Aðeins kr. 395 eins kíló pakki. HAFNARBÚÐIN SKIPAGÖTU 4-6. SÍMI 1-10-94. TILKYNNING um aðtöðugjald á Akureyri Samkvæmt heimild í 5. kafla laga nr. 8/1972, um tekjustofna sveitarfélaga, samanber reglu- gerð nr. 81/1962, um aðstöðugjöld, hefur bæjar- stjórn ákveðið að innheimt skuli aðstöðugjöld í kaupstaðnum á árinu 1975 samkvænrt eftirfar- andi gjaldskrá: 0,33% Rekstur fiski- og verslunarskipa og flug- véla. 0,65% Fisk- og kjötiðnaður þar með talin niður- suða. 1,00% Hvers konar iðnrekstur annar, búrekstur, verslun ótalin annars staðar. 1,30% Heildverslun, leigu- og umboðsstarfsemi, lyfjaverslun, snyrtivöruverslun, sport- vöruverslun, leikfangaverslun, hljóðfæra- verslun, blómaverslun, minjagripaversl- un, gleraugnaverslun, verslun með ljós- myndavörur, listmuni, gull- og silfur- muni, sælgæti og tóbak, kvöldsöluversl- anir, kvikmyndalnisarekstur, fjölritun, fornverslun, rekstur bifreiða og vinnu- véla, persónuleg þjónusta, matsala, hótel- rekstur, vátrygginga og útgáfustarfsemi, ennfremur hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi ótalin annars staðar. Með skírskotun til framangreindra laga og reglu- gerðar er ennfremur vakin atliygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru franrtalsskyldir til tekju- og eignarskatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir, þurfa að senda skattstjóra sérstakt framtal til aðstöðugjalds, fyrir 10. nraí n. k., sanranber 14. gr. reglugerðarinnar. 2. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjald- flokks, samkv. ofangreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyrir hverjum einstökum gjaldflokki, sbr. 7 gr. reglugerðarinnar. Framangreind útgjöld ber að gefa upp til skatt- stjóra fyrir 10. maí n. k., að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipting í gjaldflokka, áætlað, eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllunr útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Akureyri, 22. apríl 1975. SKATTSTJÓRI NORÐURLANDSUMDÆMIS EYSTRA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.