Dagur - 23.04.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 23.04.1975, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGASÍl Dagu Akureyri, miðvikudaginn 23. apríl 1975 Demants- skornir trúofunar- hringarnir nýkomnir. NORRÆNA SUNDKEPPNIN 1975 SMÁTT & STÓRT Enn eru Norðurlandaþjóðirnar að keppa í sundi. Sú mikla íþróttakeppni var — að þessu sinni — af hálfu forráðamanna okkar syðra illa kynnt og undir búin, og voru Reykvíkingar, eins og stundum áður, búnir að keppa nokkra daga og birta í fjölmiðlum myndir af keppandi áhugafólki sínu, áður en þeir sendu nauðsynleg keppnisgögn hingað norður. Þeir hafa e. t. v. ætlað að ná þarna forskoti?! En ekki mega Akureyringar guggna við það, heldur bregð- ast vel við, og stefna til sigurs sem fyrr. En svo kallað íslands- sund, sem efnt var til í fyrra og varð bara fálm og til skamm- ar fremur en til sóma, eins og fleiri viðbrögð íþróttaforust- unnar á því merka afmælisári þjóðarinnar, sú tilraun deyfði áhuga sundmanna hér, . . eða vilja til keppni. En nú er alvara á ferðum. Við Akureyringar erum orðnir á eftir í keppninni og líklega mest vegna ókunnug leika. Skal nú reynt að bæta j þar eitthvað úr. | Sem fyrr er sprettvegalengd- in 200 metrar, og má synda j einu sinni á dag þessa 4 mán- : uði, sem keppnin stendur, eða Málverkasýning á Sauðárkróki ; Fimmtudaginn 1. maí 1975 opna 4 Akureyringar málverkasýn- I ingu í Safnahúsinu á Sauðár- I króki. Þeir sem sýna eru: Aðal- steinn Vestmann, Óli G. Jó- ; hannsson, Rósa Kristín Júlíus- dóttir og Orn Ingi. Sýningin verður opnuð kl. 14.00 1. maí og stendur til ! sunnudagskvölds. Sýnd verða um 40 verk í grafik, olíu, vatns- litum, akríl og teikningar. Sex róa Allvel hefur aflast hér á innan- verðum Eyjafirði að undan- förnu, sagði Haraldur Skjóldal í Fiskmóttöku KEA á mánu- daginn. Um sex trillukarlar stunda róðrana að staðaldri og svo margir „sunnudagamenn“, sem eiga trjllur og róa til fiskj- ar í frítímum, þegar eitthvað er að hafa. í síðustu viku veiddist ofur- lítið af loðnu og þorskaflinn hefur verið mjög sæmilegur á línu. Þetta er stútungs fiskur sem nú veiðist, svo sem venja er á línu á vorin, þegar fiskur gengur hér inn. □ i Námskeið FIB Félag íslenskra bifreiðaeigenda | stóð fyrir námskeiði í skyndi- I viðgerðum bifreiða 'hér á Akur- eyri sl. laugardag. Var nám- skeiðið vel sótt og höfðu þátt- : takendur bæði gagn og ánægju af því, sem þar fór fram. Þetta námskeið er liður í við- leitni stjórnar félagsins til þess að hafa nánara samband við félagsmenn og aðra bifreiða- [ eigendur og eru fleiri á döfinni. 122 daga alls, — marz og apríl og svo júní og júlí. í maí er hlé, til hvíldar og æfinga? Nú er því fyrri hluta keppn- innar fljótlega að ljúka, og enn- þá alltof fáir Akureyringar komnir „í gang“. Og þessa daga, til aprílloka, þurfum við því að taka góðan sprett, fjölmenna í okkar ágætu laug, synda 200 metrana og gleyma ekki, eða skeyta ekki um, að láta skrá sig og stimpla á spjald. íþrótta- kennarar skólanna ættu að hvetja nemendur sína og allt skólafólk til þátttöku áður en skóla lýkur og liðið dreifist. Norræna sundkeppnin, á liðn um árum, hefur að mun aukið aðsókn og áhuga til sunds, a. m. k. hérlendis, og það er — fyi'ir okkur — hennar mesti kostur. Hinu er ekki að neita, að eftirlit með keppninni er mjög erfitt, og verður þar að treysta mest á manndóm hvers og eins, að á engan hátt sé svik- ist um, vegalengdin synt án hvíldar, þótt gripið sé í bakka við snúning, og enginn þarf að flýta sér. Þetta er því þannig líka próf í heiðarleik og dreng- e skap í keppni. Það skyldu for- eldrar benda börnum sínum á og vera þeim svo til fyrirmynd- ar í þessu sem öðru. Nánari vitneskju um keppnina og að- stöðu við sundið má fá hjá starfsfólki laugarinnar. Nú, meðan skólar bæjarins eru starfandi, er laugin ekki opin almenningi, nema takmarkað. Gott er þó að koma barna til sunds (fyrir fullorðna) kl. 7—9 að morgni, svo og í matartíma um hádegið. Opið fyrir almenn- ing eítir kl. 4 e. h. Börnin fara upp úr kl. 7, þótt opið sé öðrum til kl. 9.30. Sértímar kvenna eftir kl. 7 á fimmtudögum. Norræna sundkeppnin er þriðja hvert ár, síðast 1972. Það ár voru sundl.gestir 152279. En árið áður voru þeir 101642. Aukningin var þannig yfir 50 þús. eða meiri en nam allri sókn til laugarinnar 1965. Laugar- gestir það ár voi-u 49245. Að lokum: Akureyringar! Sækið vel til ykkar góðu sund- laugar! Stuðlið að sígri okkar í Norrænu sundkeppninni 1975. F. h. súndnefndar, J. J. SUMRI FAGNAÐ Veðurguðirnir eru mislyndir nokkuð á norðlægu slóðum og hafa stundum að litlu þau árs- tíðaskil, þegar íslendingar fagna sumri En farfuglarnir hafa verið að koma og þeim fjölgar dag frá degi. Sólargang- ur er orðinn langur, harðfennið lætur undan síga og græn grös fara að teygja sig móti birtunni. Sumarkoma á íslandi er mikið ævintýri. Þótt þeim fari tiltölu- lega fækkandi, sem lifa vorið í náttúrunni og með henni í dag- legum störfum, snertir það alla og eykur bjartsýni og dug. Vor- ið einkennist ekki aðeins af hinu nýja lífi, heldur einnig af hugsjónum og nýjum ákvörð- unum, sem vonandi verða sem flestar að veruleika. FÆREYJAFERJAN SMYRILL Færeyingax- hafa keypt stóra og hraðskreyða ferju eða skip, sem verður í förum á milli Noregs, Færeyja og íslands í sumar, Getur skip þetta flutt 360 far- þega og 130 bíla. Það gengur um 20 sjómílur. Færeyjaferjan heitir Smyrill og kemur hún til liafnar á Austurlandi í ferðum sínum. Ferðin milli íslands og Björgvinjar tekur 6 daga og þar af er rúmlcga tveggja sólar. hringa dvöl í Færeyjum. Far- önnum og Ási í Vatnsdal, 21. apríl. Hér er stafalogn og blíða og öllum líður vel, bæði mönnum og skepnum og ærnar byrjaðar að bera. Það eru komin þó nokkur lömb hér í Ási. Það eru vetur- gömlu ærnar, sem byrja. Við viljum gjarnan láta þær bera tímanlega, áður en aðal sauð- burðurinn hefst. Það er enginn snjór að heitið geti hér í Vatnsdal. Húnavakan okkar hefst á miðvikudaginn og byrjar á hús- bændavöku. En margt annað er skepnum líSur hér ve til skemmtunar strax fyrsta daginn og alla dagana. Fyrir nokkru var haldinn fundur í sambandi við garna- veikina, sem sannanlega kom upp í Auðkúlu. Það voru hreppsnefndarmenn á svæðinu milli Blöndu og Miðfjarðar- girðingar, ásamt nokkrum fleiri mönnum, sem héldu fundinn. Það varð ánægjuleg samstaða meðal bændanna um aðgerðir í málinu. Niðurstaðan varð sú, að bólusett yrði allt fullorðið fé á þessu svæði næsta haust, sem ekki er þegar bólusett gegn garnaveikinni. En tvo og þrjá árganga er búið að bólusetja. En talin er mikil hætta á, að garnaveikin sé komin á ná- grannabæi Auðkúlu og e. t. v. víðar, og þess vegna varð niður- staða fundarins eins og hér var greint frá. Fundahöld eru mikil í sveit- unum, svo sem deildafundir kaupfélagsins og ég held að áformað sé, að halda aðalfundi kaupfélagsins og sölufélagsins snemma í maí. G. J. gjöldum er stillt í hóf. Fyrsta fslandsferð skipsins verður í lok júnímánaðar. Eimskip hefur umboð fyrir Færcyjaferjuna en Urval hefur umsjón með far- miðasölunni. ÞJÓFUR f PARADÍS Lögbann hefur verið sett á lest- ur útvarpssögunnar, Þjófur í Paradís, eftir Indriða G. Þor- steinsson, sem sjálfur hóf lestur sögunnar. Saga þessi kom út fyrir nokkrum árum. Hún er skáldsaga, byggð á æviatriðum skagfirsks ógæfumanns, sem er látinn, en ekkju hans, börnum og barnabörnum nmn þetta við- kvæmt mál, og mjög að vonurn. FARFU GL ARNIR AÐ KOMA Á fimmtudaginn sáust fyrstu lóurnar og einnig fyrstu stelk- arnir í nágrenni Akureyrar. Tjaldurinn var áður kominn, svo og gæsir. Á meðan jörð er ekki gróin eða jafnvel hulin jafn mikluin snjó og nú er víða, lialda farfuglarnir mest til við sjóinn. Á Leirurnar við Akur- eyri safnast ætíð fjöldi fugla á vorin, jafnvel þúsundum sam- an. Athugunarskilyrði, hvað fuglum viðkemur, eru enn betri en áður á þessu svæði, vegna Drottningarvegarins. Væntan- lega nota margir tómstundir góðviðrisdaganna til að veita sjálfum sér, og ekki síður börn- um sínum, yndi fuglaskoðunar- innar. FRÁ LÖGREGLUNNI Á AKUREYRI Á föstudaginn varð árekstur á gatnamótum Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis, milli bifreiðar o.g tveggja manna á reiðhjóli. Stjórnandi hjólsins meiddist lítilsháttar, var fluttur í sjúkra- hús en er nú kominn heim til sín. Sama dag varð eldur laus í Amaróhúsinu, á þriðju hæð, í gleraugnaverslun. Urðu þar nokkrar skemmdir. □ Laxárvirkjunarstjórn hélt fund með fréttamönnum á Akureyri í gær og skýrði þar raforku- málin á rafveitusvæði Laxár, en þau hafa oft verið til um- ræðu vegna raforkuskorts á þeim vetri, sem nú er að enda og vegna þeirrar óvissu, sem framundan er. í langri fréttatilkynningu raf veitustjórnarinnar segir fyrst, að ekki sé útlit fyrir, að ástand- ið batni alveg á næstunni í þess um málum. Þetta stafi fyrst og fremst af því, að áframhald hefði ekki orðið á virkjunum við Laxá og að ekki var í tæka tíð brugðist við að leysa vand- ann með annarri framkvæmd. Síðan segir: Laxárvirkjun fór fram á það að fá að stækka gufustöðina í Bjarnarflagi um 8 MW, en þeirri málaleitun var ekki sinnt af iðnaðarráðuneytinu, en sú framkvæmd hefði leyst þennan vanda a. m. k. í 2—3 ár. í annarri grein fréttatilkynn- ingarinnar segir frá því, að þar sem ljóst hafi verið, að líða myndi nokkuð langur tími eða nokkur ár áður en nýtt grunn- afl bættist svæðinu, hafi iðnað- arráðuneytið farið þess á leit við stjórn Laxárvirkjunar, að hún reisti nýja dísilstöð á Akur eyri, sem jafnframt yrði vara- afl vegna fyrirhugaðrar byggða línu. Var Laxárvirkjunarstjórn heitið fjármagni til þessarar framkvæmdar, en vanefndir hafi orðið á fyrirgreiðslunni. Þessi stöð er 6,9 MW að afli, segir í fréttatilkynningunni, leysir rekstraröryggið verulega en hún leysir ekki úr þeim mikla orkuskorti, sem nú er á Norðurlandi. Þá segir, að áætlaður olíu- kostnaður á Norðurlandi öllu vegna orkuframleiðslu verði um 170—180 millj. kr. á þessu ári en 270—290 á níesta ári og 340—370 milljónir króna á ár- inu 1977, ef málið verði ekki leyst með öðrum hætti. Þá er minnst á Kröfluvirkjun og byggðalínu, sem ákvarðanir hafa verið teknar um. Báðar þessar framkvæmdir kosti sennilega 7—8 milljarða króna. Laxárvirkjunarstjórn telur, að byggðalínan vei'ði ekki fullgerð fyrr en í árslok 1976. Ennfremur segir um bráða- birgðavirkjun við Ki'öflu: Ligg- ur ljóst fyrir, að hægt er að fá tvær 3 MW mótþrýstivélar frá Japan á 7—8 mánuðum og enn- fremur 5 MW vél frá Banda- ríkjunum afgreidda innan 6—7 mánaða. Enn segir: „Orkuöflunarmálum á Laxár svæðinu er nú þannig háttað, að Kröflunefnd hefir verið skipuð til þess að sjá um bygg- ingu Kröfluvirkjunar, auk þess að Rafmagnsveitum ríkisins hef ir verið falið að byggja há- spennulínu frá Kröflu. Þannig eru þessi mál því ekki í höndum Laxárvirkjunarogþví telur Laxárvirkjun að áfram- haldandi aðgerðir í málinu og ákvarðanataka sé ekki á henn- ar valdi, heldur sé það í verka- hring ráðuneytis og/eða Kröflu nefndar og beri þessir aðilar því ábyrgð á áframhaldi máls- ins. Laxárvirkjun lýsir því hins (Framhald á blaðsíðu 4)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.