Dagur - 27.08.1975, Blaðsíða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akurcyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Ein eftirtektarverðasta virkjun, sem
nú er unnið að í landinu, er jarð-
gufuaflstöðin við Kröflu í Mývatns-
sveit. Af tvennum ástæðum aðallega
er virkjun þessi atliyglisverð. í fyrsta
lagi er hér um að ræða fyrstu stóru
jarðgufuvirkjun á fslandi. í öðru
lagi er þetta stærsta orkuver, sem
reist hefur verið á Norðurlandi til
þessa. Raunar verður orkuverið við
Kröflu eitt hið mesta mannvirki,
sem nokkru sinni hefur verið reist í
Norðlendingafjórðungi. Með Kröflu
virkjun er hafist handa um fram-
kvæmd hér í fjórðungnum, sem
lengi liefur verið beðið eftir. Hér er
um stórvirkjun að ræða á íslenskan
mælikvarða, 60 megawatta stöð, sem
fullnægir um árabil þörfum íbúa
Norðurlands og Austurlands fyrir
örugga og næga raforku og opnar
nýja möguleika varðandi raforku-
notkun í sýslum og landshlutum,
sem hafa verið í raforkusvelti undan-
farin ár. Það hlýtur því að vera Norð
lendingum öllum mikið fagnaðar-
efni að ráðist Irefur verið í að koma
upp þessu mikla og sérstæða raforku-
veri. Ber að þakka öllum, sem unnið
hafa að því að koma þessu máli fram,
enda er um að ræða, eitt af mestu
frainfaramálum Norðlendinga.
Framkvæmdir við Kröflu hófust á
sl. vori og hafa gengið vel til þessa
eftir því sem blaðinu er best kunn-
ugt. Eins og komið hefur fram í við-
tölum við formann og varaformann
Kröflunefndar, Jón G. Sólnes og
Ingvar Gíslason, hér í blaðinu, þá er
það markmið nefndarinnar að gera
stöðina færa um að framleiða raf-
magn í árslok 1976. Hafa áætlanir
nefndarinnar miðast við það, enda
sýnt, að með réttum framkvæmda-
hraða og samstilltu átaki hinna ýmsu
aðila, sem að málinu standa, er til-
tölulega auðvelt að ná þessu mark-
miði. Eitt af því, sem nauðsynlegt er
að gera, er að leggja nýja háspennu-
línu frá Kröfiuvirkjun til Akureyrar.
Verður það verk að vinnast í síðasta
lagi næsta vor og sumar. Að því er
áður hefur komið fram í fréttum
hefur Rafmagnsveitum ríkisins verið
ætlað að leggja línuna, enda hefur
sú stofnun mesta reynslu á þessu
þessu sviði. Hins vegar er blaðinu
ekki kunnugt um, hversu þessu máli
miöar, en þess verður að vænta, að
hvorki skorti stjórn Rafmagnsveitn-
anna vilja til þess að hrinda verkinu
í framkvæmd né ríkisvaldið sjálft að-
gerðir til þess að tryggja þessu mikla
hagsmunamáli Norðlendinga fram-
gang. Norðlendingar munu ekki
sætta sig við annað en að unnið verði
af fullum hraða að Kröfluvirkjun og
línulögn þaðan til Akureyrar. □
Framsókn
Það er engin nýbóla, að pólitísk
ir andstæðingar beri hver öðr-
um á brýn stefnuleysi eða henti
stefnu eða aðrar slíkar ávirðing
ar. Þetta gerist gjarnan þegar
menn komast í bobba í umræð-
um, fara halloka og vita varla
sjálfir hvað þeir meina. Um-
ræður af því tagi eru yfirleitt
taldar á lægsta þrepi pólitískra
orðaskipta og flokkast undir
áróðursvaðal.
Ég hef ekki komist hjá að
veita því athygli, að andstæðing
ar Framsóknarflokksins b'eita
stundum þessu áróðursvopni
gegn flokknum. Þáð er sér á
parti, þótt því sé haldið fram
sem ásökun gegn Framsóknar-
flokknum, að hann skorti skýra
„hugmyndafræði“, sem svo er
kallað, enda er það að mörgu
leyti rétt, að málsvarar flokks-
ins hafa ekki lagt mikið upp úr
hugmyndafræðilegri útlistun.
En hitt er fráleitt og á ekki við
nein rök að styðjast, að Fram-
sóknarflokkurinn láti hrekjast
hvað varðar stefnumið og bar-
áttumál. Stefna Framsóknar-
flokksins er áreiðanlega ekki
verr grundvölluð en stefnur
annarra flokka hér á landi.
Þegar Framsóknarflokknum er
brugðið um hentistefnu, þá er
það ævinlega gert ■ í áróðurs-
skyni. Ef það óvirðingarheiti
verður notað um Framsóknar-
flokkinn, að hann sé tækifæris-
sinnaður, hvað skal þá um aðra
íslenska flokka? Ef Framsóknar
flokkurinn á að hljóta óvirðing-
arnafn af því, t. d., að hann
hefur tekið þátt í mismunandi
stjórnarsamstarfi síðustu 60 ár,
— stundum með Sjálfstæðis-
flokknum, stundum með sósíal-
istum (hvað sem það nú merkir
í raun og veru) og í annan tíma
með Alþýðuflokknum, — hvað
skal þá um aðra flokka á ís-
landi? í u. þ. b. 60 ár hefur
varla setið starfhæf ríkisstjórn
hérlendis nema hún hafi notið
stuðnings fleiri flokka en eins.
ísland hefur verið land sam-
steypustjórna síðan á árum
fyrri heimsstyrjaldar, og ekki
sjást þess merki, að á því verði
breyting á næstu árum. Ef það
eru „hentistefnu“-sjónarmið,
sem ráða stjórnarsamstarfi
ólíkra flokka, þá verða allir
flokkar hentistefnuflokkar, sýn-
ist mér. Eða hvaða flokkur yrði
þá undanskilinn? Hið sanna er,
að ýmsar pólitískar aðstæður og
málefnastaða ráða því, hverjir
fara með stjórn landsins þá og
þá stundina. Allt stjórnarsam-
starf er tímabundið í reynd.
Fastmótuð stefnuskrá.
Framsóknarflokkurinn hefur
ætíð fastmótaða stefnuskrá á að
treysta, og grundvallarviðhorf
flokksins hafa ekki breyst í 60
ár. Þessi viðhorf mótast fyrst
og fremst af þjóðrækni og póli-
tískri hófsemd, sem er andstæða
stjórnmálaöfga, s. s. ofbeldis- og
byltingakenninga. Framsóknar-
flokkurinn leggur áherslu á
þjóðfélagsumbætur, sem miða
að jafnrétti einstaklinga og fé-
lagslegu réttlæti.
Af augljósum ástæðum hlýt-
ur samstarf við aðra flokka um
INGVAR GÍSLASON, ALÞINGÍSMAÐUR:
stjórn landsins að ráðast af mál-
efnum og pólitískum aðstæðum
hverju sinni. í því sambandi er
nauðsynlegt að átta sig á því
strax, að Framsóknarflokkurinn
er á engan hátt öðrum flokkum
tengdur eða háður. Hann er
ekki neins konar „vináttu“-
„trúar“- eða „skyldleika“-sam-
Ingvar Gíslason,
alþingismaður.
bandi við einn eða annan stjórn
málaflokk. Ef slík hugsun er til,
þá er hún pólitísk heimska af
versta tagi. Ef Framsóknar-
flokkurinn færi að binda trúss
sitt einu sinni fyrir allt við ein-
hvern tiltekinn andstæðinga-
flokk, þá er það í mínum aug-
um sama og ganga pólitískt út
í opinn dauðann. Að mínu viti
eru allir andstöðuflokkar jafn
fjarskyldir Framsóknarflokkn-
um og jafnslæmir upp til hópa,
eða álíka góðir, ef menn vilja
nota hógvært orðalag um eig-
indir pólitískra andstæðinga
sinna. „Vinátta", „trúnaður“
eða „skyldleiki“ ráða engu um
það með hverjum sé rétt að
starfa hverju sinni að stjórn
landsins. Það er í sjálfu sér
bábilja, ef menn fara að ímynda
sér að stefna Framsóknarflokks
ins standi einum andstöðu-
flokki nær en öðrum. Þar á
meðal hefur það ekkert raun-
gildi í þjóðmálaumræðum að
raða stjórnmálaflokkum í tvær
meginfylkingar og merkja þær
nöfnunum „hægri“ eða
„vinstri“. Slík uppröðun flokka
er einföldun flókins máls og
segir í rauninni lítið um inntak
þeirra og eðli. Það kann að vísu
að vera freistandi áróðurslega
séð, að grípa til einföldunar af
þessu tagi, en að öðru leyti er
slík viðmiðun ekki uppbyggi-
leg fyrir fólk, sem vill taka stað
reyndir alvarlega. Orðin
„hægri“ og „vinstri“ hafa enga
fasta pólitíska merkingu, og
þess vegna verður að nota þau
með varúð.
Sérstök þjóðmálastefna.
Til þess að gera sér grein fyr-
ir stefnu Framsóknarflokksins
er fyrst og fremst nauðsynlegt
að kynna sér sögu hans, flokks-
samþykktir, þingmálastarfsemi
og þjóðmálabaráttu yfirleitt í
nærri 60 ár. Framsóknarstefn-
an er sérstök þjóðmálastefna,
óháð og raunar óskyld stefn-
um annarra flokka í landinu.
Víst er að hún er hvorki sósíal-
ismi né auðvaldshyggja, og yfir-
leitt er rangt að láta í veðri
vaka, að framsóknarstefnan sé
„sambland“ af eða „meðalveg-
ur“ milli sósíalisma og auðvalds
hyggju. Það er engin þörf á því
að hafa þessi andstæðu póli-
tísku skaut í huga til þess að
átta sig' á framsóknarstefnunni.
Þegar menn hyllast til slíks, þá
er það m. a. vegna þess að menn
eru ruglaðir af áróðrinum um
það að raða beri flokkum upp
í tvær meginfylkingar — hægri
og vinstri. En eins og ég hef
sagt, hefur þessi uppröðun ekk-
ert pólitískt raungildi og notast
aðeins, þegar pólitíkusar eru að
hnotabítast frammi fyrir kjós-
endum.
íslensk þjóðmálastefna.
Framsóknarstefnan er sjálf-
stæð stefna og lýtur sínum eig-
in lögum. Hún er runnin upp
úr íslenskum jarðvegi, mótuð í
samræmi við íslenskar þjóð-
félagsaðstæður og ‘ rriiðuð við
þarfir íslensks þjóðfélags. Fram
sóknarstefnan gerir enga kröfu
til þess að vera „alþjóðleg“ í
þeim skilningi að hún sé hin
„rétta“ stefna til lausnar á
vandamálum þjóða, sem búa
við allt aðrar aðstæður en Is-
lendingar. Stjórnmálastefnur
eru ekki útflutningsvara. Fram
sóknarmenn taka því ekki
flokkslega afstöðu til stjórn-
málaþróunar í fjarlægum lönd-
um og heimsálfum. Að þeirra
dómi verða aðstæður að ráða,
hvernig aðrar þjóðir skipa sín-
um málum. Það er því ekkert
athugavert við það, að mínum
dómi, þótt framsóknarmaður
telji stefnu Maós í Kína rétta í
því landi eða beri lof á Kastró
fyrir byltingai'- og uppbygging-
arstarf á Kúbu. Hins vegar
gengur það þVert á viðhorf og
stefnu framsóknarmanna, að
fara að boða Maóisma eða
Kastró-byltingu á íslandi. Þeir,
sem það gera, eiga enga samleið
með Framsóknarflokknum.
Jafnréttisþjóðfélag.
Af því að þessi blaðagrein
verður að vera stutt get ég ekki
gert stefnu Framsóknarflokks-
ins og þjóðmálaviðhorfum fram
sóknarmanna nein tæmandi
skil. Þó vil ég leyfa mér að
segja þetta:
Framsóknarflokkurinn er
þjóðlegur og frjálslyndur lýð-
ræðisflokkur, sem hefur efst á
stefnuskrá sinni, að vai'ðveita
fullveldi hins íslenska lýðveld-
is. Flokkurinn vinnur að því að
koma upp á íslandi jafnréttis-
þjóðfélagi frjálsra og óháðra
einstaklinga. Flokkurinn er
ekki „stéttarflokkur“ í þeirri
merkingu að hann hugsi ein-
göngu um velferð einnar stéttar
eða starfshóps. Flokkurinn hafn
ar þeirri kenningu sósíalista að
andstæður í íslensku þjóðfélagi
hljóti að leiða til stéttabaráttu,
iikið efni frá Akureyri
öí
sem byggist á átökum milli
„vinnustéttar“ og „yfirstéttar11.
Þrátt fyrir margs konar mis-
munun og skort á jafnrétti í
íslensku þjóðfélagi, þá gefur
slíkt ekki tilefni til róttækra
baráttuaðferða, heldur verður
að vinna að umbótum á þessu
sviði sem öðrum á grundvelli
löggjafarstarfs og framfara-
sinnaðrar stjórnarstefnu.
Hjá því getur ekki farið, að
íslenska þjóðin skipti með sér
störfum þannig, að dagleg iðja
manna og atvinna verði með
ólíkum hætti og vinnuaðbún-
aður verði e. t. v. misjafn og á
marga vegu. Ekkert þjóðfélag
er hugsanlegt án verkaskipting-
ar þegnanna. En þrátt fyrir það
að þjóðin skiptist í starfsgrein-
ar, þá þarf ekki sjálfkrafa að
leiða af því stéttaskiptingu í
þeirri merkingu að ein stétt sé
annarri æðri og réttindameiri.
Hér er að vísu vandrötuð leið.
Sú hætta er alltaf fyrir hendi,
að vissir starfshópar eða sam-
tök manna ásælist sérréttindi
og forréttindaaðstöðu með ein-
um eða öðrum hætti. Þessa
gætir í íslensku þjóðfélagi enn
þann dag í dag án þess þó að
það gefi tilefni til þess að tala
um eiginlega stéttaskiptingu í
landinu. Boðskapur róttækrar
stéttabaráttu á því ekkert er-
indi til íslendinga. Það, sem
mestu máli skiptir, er, að starfs-
fúst fólk hafi trygga atvinnu og
beri úr býtum réttlátan hlut
þjóðartekna í samræmi við
lieildarafkomu þjóðarbúsins á
hverjum tíma.
Framsóknarflokkurinn stefn-
ir að því að lífskjör landsmanna
séu sem jöfnust, og flokkurinn
er í grundvallaratriðum and-
vígur miklum launamismun. Þó
er sýnilegt að hjá nokkrum
launamun verður ekki komist
enn um sinn. Það eru ýmsar
ástæður sem valda því að launa
mismunur er óhjákvæmilegur
og réttlætanlegur. En hins veg-
ar er ákvörðun launa í þjóð-
félaginu svo mikilvægur þáttur
stjórnmála og efnahagsmála og
snertir svo einstaklingsréttindi
hvers manns að óskynsamlegt
er og óréttlátt í senn að láta
handahóf ráða, hvernig þessum
málum er skipað. En eins og
framkvæmd þessara mála er nú
má segja að fullkomið handa-
hóf ríki um ákvörðun launa í
landinu. I þeim efnum skortir
(Framhald á blaðsíðu 2)
Sjöunda tölublað Frjálsrar
verslunar er komið út og flytur
meðal annars ýmiskonar efni
frá Akureyri. En forsíðumyndin
er af stórbónda á Svalbarðs-
strönd, Hauki Halldórssyni.
Auk samtals við hann um bú-
skapinn, er ýmislegt annað efni
héðan frá Eyjafirði og niá þar
nefna viðtal við Stefán Stefáns-
son bæjarverkfræðing á Akur-
eyri um nokkur helstu verkefni
bæjarins, Tryggvi Pálsson fram
kvæmdastjóri Smára skýrir frá
íbúðabyggingum í bænum, sem
hann telur dragast verulega
saman í ár, en einstaklingsíbúð-
um í nýjum íbúðabyggingum
fjölgi mjög á 2—3 síðustu árum,
eða úr 20% upp í 60% nú. Þá
eru í heftinu upplýsingar um
Norðlenska tryggingu, sem Frið
rik Þorvaldsson stjórnar, sagt
frá Kleopötru, nýrri verslun
Forsíðumynd Frjálsrar
verzlunar.
FRA LOGREGLUNNI
Á AKUREYRI
(Framhald af blaðsíðu 1)
mótum Þórunnarstrætis og
Brekkugötu. Stjórnandi hjóls-
ins, 16 ára stúlka, var flutt á
sjúkrahúsið, en ekki talin alvar
lega meidd.
Laugardaginn 23. ágúst um
kl. 11.20 varð harður árekstur á
mótum Þingvallastrætis og
Byggðavegar milli tveggja bif-
reiða. Okumaður og barn í
annarri bifreiðinni flutt á
sjúkrahúsið, en reyndust ekki
teljandi meidd.
Til viðbótar framantöldum
umferðarslysum hafa svo 8
minniháttar árekstrar átt sér
stað frá 15. þessa mánaðar og
fram til 25.
Þá hafa sjö menn verið teknir
grunaðir um ölvun við akstur
á sama tíma.
(Fréttatilkynning frá lögregl-
unni)
LIÐSBÓN
Á Blönduósi er myndarlegt fé-
lagsheimili, sem flestir Hún-
vetningar hafa einhvern tíma
notið ánægjulegra stunda í.
Tilfinnanlega hefur þó vantað
gott hljóðfæri í þetta ágæta hús
og það staðið jafnvel í vegi fyr-
ir því að hingað hafi fengist
góðir tónlistarmenn. Vegna
þessa hefur Kvenfélagið Vaka
og Lionsklúbbur Blönduóss
ákveðið að gangast fyrir söfnun
til kaupa á konsertflygli (kostn-
aðarverð áætlað 1 millj. króna).
Er fyrirhugað að afhenda hljóð
emmg
Kaup-
mótum
Hjörleifs Hallgríms,
verslunarmiðstöðinni
angi á Akureyri, á
'Mýrarvegar og Þingvallastrætis
og grein- er þar um Möl og sand
h.f. Framkvæmdastjóri er Hólm
steinn Hólmsteinsson. Þá er í
þessu hefti Frjálsrar verslunar
greint frá vikublöðunum á
Akureyri, sagt frá Haga-inn-
réttingunum, en Haga-eldhúsið
er t. d. vel þekkt nafn og enn
má nefna, að húsgagnaverslun-
in Augsýn er kynnt í þessu
hefti. Þetta hefti Frjálsrar
verslunar er mjög fjölbreytt að
efni, þótt hér sé ekki frekar
rakið. □
Frá hinni fallegu borg Vancouver.
Pistlar úr Vesturheimsför
Tollskoðun lýkur fljótt og nú
býður þarna opinn faðmur fjöl-
margra Vestur-íslendinga, sem
taka á móti frændum og vinum
heiman frá Fróni. Það er fa'ðm-
ast og kyssts og glaðst af heilum
huga. Hér hitta margir skyld-
menni sín, sem þeir hafa aldrei
séð fyrr, en aðeins kynnst í
gegn um mörg sendibréf, sem
farið hafa á milli í vetur, eftir
að þessi mikla hópferð var
ákveðin.
í Vancouver starfa tvö dug-
mikil félög Vestur-íslendinga.
Heitir annað „The Icelandic
Canadian Club“ og formaður
þess Gustav Tryggvason, en
hitt Sólskin og formaður Kristj-
ana Magnússon. Það gefur mán
aðarlega út fjölritað blað, sem
ber nafn félagsins. í tilefni
komu okkar var gefið út auka-
blað, sem greindi ítarlega frá
ferðalaginu og fyrirhuguðum
móttökum Vestur-íslendinga á
Kyrrahafsströndinni. Það á
sjálfsagt sinn þátt £ því fjöl-
menni, sem tekur á móti okkur
á flugstöðinni.
Flestir, sem ekki hafa fengið
hússkjól, hjá frændum og vin-
um, búa á sama stað, Ritz-hótel-
inu, sem er í miðborginni, gam-
aldags að vísu en rúmgott og
hreinlegt. Þarna var dvalar-
staður okkar í viku, en farið
þaðan í ýmsar áttir, samkvæmt
vSndlega undirbúinni áætlun.
Daginn eftir, 17. júlí, var
Vancouver skoðuð. Ekið var
víða undir leiðsögn Vestur-ís-
lendinga, enda margt að sjá og
borgin talin ein sú fegursta í
Vesturheimi. Hún er girt fögr-
urn sundum og tígulegum fjöll-
um, sem vaxin eru miklum trjá
gróðri upp á efstu bún. Reisu-
legar byggingar og þjóðfrægir
skemmtigarðar, eins og Stanley
Park og . Elisabet Park, setja
sinn svip á hana. Þá má ekki
gleyma hinni eftirsóttu tog-
braut, sem flytur ferðamanninn
á skömmum tíma upp í svim-
andi hæð, svo að honum gefist
sem best tækifæri að sjá yfir
borgina og alla hennar dýrð.
Landar okkar hafa líka kunnuð
vel að meta þennan stað og
flust vestur á ströndina í stór-
hópum, sérstaklega eftir síðari
heimsstyrjöld. Talið er að hér
búi nú um sex þúsund manns
af íslensku ætterni. Margir hafa
komist vel áfram með atorku
Hólðvafnsdagurinn 1975
færið Félagsheimilinu á Blöndu
ósi í byrjun næsta árs, í tilefni
100 ára afmælis Blönduóss sem
löggilts verslunarstaðar. Er
Stefnt að því að söfnuninni
Ijúki 1. nóv. n. k.
Er heitið á Húnvetninga
heima og heiman, svo og vel-
unnara þeirra, að leggja fram
liðsinni sitt. Á Akureyri munu
Júdit Jónbjörnsdóttir, Oddeyr-
argötu 10 og séra Birgir Snæ-
björnsson, Espilundi 3, veita
framlögum móttöku.
Undirbúningsnefndin.
Nýlega lauk 11. starfssumri
sumarbúðanna að Hólavatni.
Eins og undanfarin sumur
dvöldu þar drengir og stúlkur
til skiptis og var aðsókn góð.
Börnin voru frá ýmsum stöðum
á landinu auk Akureyrar, —
Dalvík, Blönduósi, Reykjavík,
Akranesi, Borgarnesi, Ólafs-
firði, Keflavík, svo eitthvað sé
nefnt. Reynt hefir verið að hafa
dvalargjald í sumarbúðunum
eins lágt og mögulegt er en í
staðinn hefir verið reynt að
brúa bilið fjárhagslega með öðr-
um hætti. Má þar nefna sölu á
fermingarskeytum á vorin og
kaffisölu að sumarstarfi loknu.
Hafa kaffisöludagar að Hóla-
vatni notið mikilla vinsælda
undanfarin sumur. Kemur þar
margt til. Sumarbúðirnar eiga
marga velunnara, sem hafa sýnt
hug sinn til starfsins með því
að fjölmenna að Hólavatni kaffi
söludaginn. Þá hefur staðurinn
sjálfur upp á.að bjóða náttúru-
fegurð og friðsæld. Bílferð inn
Eyjafjörð er hæfilegur sunnu-
dags-túr, og ekki skemmir það,
að ekið er um eitt búsældar-
legasta hérað landsins. Síðast,
en ekki síst, er svo að nefna
sjálft kaffið og heimabökuðu
kökurnar, sem bíða þeirra sem
vilja. Sem sagt, kaffisalan að
Hólavatni er násstkomandi
sunnudag frá kl. 14.30 til kl. 18.
Við bjóðum ykkur öll hjartan-
lega velkomin og þökkum jafn-
framt gamlan og nýjan stuðn-
ing til eflingar starfinu að Hóla-
vatni.
KFUM og KFUK, Akureyri.
sinni og dugnaði og orðið kunn-
ir menn, og einn þeirra, Byron
Johnson (sem réttu náfni hét
Björn Jónsson), var um tíma
Frásögn
Árna Bjaniarsonar
forsætisráðherra í Bresku
Columbíu.
íbúafjöldi í Vancouver er um
800 þúsund.
Næsta dag, 18. júlí, var haldið
af stað til Seattle í Bandarílcj-
unum á 4 langferðabifreiðum.
Þar búa mörg hundruð manna
af íslenskum ættum og þjóð-
ræknisfélag hefur starfað þar í
áratugi. Núverandi formaður
þess er Ágúst Brock. Ekki gekk
alveg snurðulaust að komast
inn í landið, því tollstöðin vildi
háfa nákvæmt eftirlit með þess-
um vígreifu ferðamönnum og
tafðist ferðin þar í einn og hálf-
an klukkutíma. Þegar komið
var til Blaine, lítils bæjar á
landamærunum, var öllum boð-
ið til kaffidrykkju í elliheimil-
inu Stafholti. Var þar dvalið
nokkurn tíma, heimilið skoðað,
rabbað við gamla fólkið, sungin
ættjarðarljóð, ræður fluttar og
gjafir afhentar. Var heimsókn-
in hin ánægjulegasta.
Þá var haldið áfram til hinn-
ar vinalegu borgar Seattle og
staðnæmst þar við þekktan
veitingastað í miðborginni. Fjöl-
margir Vestur-íslendingar tóku
á móti ferðafólkinu og buðu til
myndarlegs kvöldverðar undir
fjörugri tónlist Hafliða Jóns-
sonar píanóleikara frá Reykja-
Kyiiningarfundur um kenningar dr, Helga P.
Þáð er áríðandi að kynna sér
framhaldslífið, sem og öll önn-
ur ferðalög. Dauðinn er eitt
langt ferðalag, sem við öll verð-
um að horfast í augum við. Er
þá ekki skynsamlegt að kynna
sér, rannsaka og vita hvað tek-
ur við, og hagræða líferni okk-
ar hér á jörðinni eftir því. Að
láta sér detta eitthvað í hug, en
hafa. enga vissu, getur kostað
það að menn slá öllu upp í
kæruleysi og ímynda sér að það
skipti litlu eða engu máli
hvernig lifað er.
Það es höfuð misskilningur-
inn og venður úr að bæta. Með
kenningum dr. Helga Péturs.
álitum við Nýalsinnar (Nýall
þýðir sá sem flytur hið nýja)
að undirstaðan sé komin til
áframhaldandi rannsókna, og
það skemmtilega við hana er
að hver og einn getur athugað
réttmæti hennar. Þessa undir-
stöðu er hægt að finna í bók-
inni „Líf er á öðrum stjörnum“,
og tímaritinu „Lífsgeislar“, sem
á að gefa út fimm sinnurri á ári
og vonumst við eftir að sem
flestir verði áskrifendur.
Laugardaginn kl. 15.30 þann
30. ágúst koma Nýalsinnar frá
Reykjavík, á vegum félags-
manna hér norðanlands, til að
halda kynningarfund á Hótel
Varðborg. Fyrst verður upp-
lestur, síðan kaffidrykkja og að
lokum verður öllum heimilt að
bera fram spurningar, sem við
munum leitast við að svara, eft-
ir nýölskum skilningi.
Þorbjörn Ásgeirsson,
Þórunnarstr. 127, Ak.
vík, en íslenskar konur úr borg-
inni sáu um veitingar. Ræður
voru fluttar og gjafir afhentar
frá þjóðræknisfélögunum á ís-
landi. Að borðhaldi loknu hófst
skoðunarferð um borgina og að
síðustu farið í skemmtisiglingu
um höfnina og út á fóann. Var
ekki haldið í gististað fyrr en
langt var liðið á kvöldið og lauk
þá ánægjulegum degi.
Mörg hundruð íslendingar
búa í Seattle og ekki svo fáir
þeirra vinna hjá hinum heims-
kunnu Boeing flugvélaverk-
smiðjum. Hafa ýmsir þeirra náð
frama þar og tveir bræður, ætt-
aðir af Fljótsdalshéraði, eru t.d.
yfirverkfræðingar.
Laugardaginn 19. júlí var lagt
af stað til Victoríueyja með
langferðabílum til Horseshoe
Bay, sem mun þýða skeifuflói
og ókum þar um borð í risastóra
ferju, sem tekur á annað hundr
að bíla, stóra og smáa.
Yfir sundið milli lands og
eyjar er eins og hálfs tíma sigl-
ing. Flest okkar eru með í ferð-
inni, því mikið er látið af fegurð
Victoríu. Þegar þangað kemur
skiptist hópurinn í ýmsa staði
því margt er að sjá og skoða.
Fjórir okkar úr stjórn Þjóð-
ræknisfélagsins á Akureyri,
ásamt nokkrum öðrum, hafa
fyrir löngu þegið heimboð til
hinna kunnu og vel metnu
hjóna, prófessors Richard Beck
og Margrétar konu hans, sem
þarna búa. Á fundi í félaginu í
vor, var samþykkt að gera þau
að heiðursfélögum fyrir marg-
háttuð störf vestan hafs í þágu
íslands og' íslenskrar menning-
ar og færðum við þeim skraut-
ritað skjal því til staðfestingar.
(Meira síðar)
Sala
Til sölu vegna brott-
ílutnings, írystiskápur,
þvottavél, tvö skrifborð,
hjónarúm og ýmislegt
íleira.
Anna G. Jónasdóttir
Einholti 2 a, sími
2-23-23 eða 2-24-31.
Til sölu HONDA SS,
A-10.
Uppl. í síma 2-38-82
á kvöldin.