Dagur - 27.08.1975, Blaðsíða 1
CgX ’sw0
EEal EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN
LVIII. árg. — Akureyri, niiðvikudaginn 27. ágúst 1975 — 35. tölubl.
FILMUhúsið akureyri
Fyrir nokkrum dögum var þessi mynd tekin yfir kauptúnið Þórshöfn.
(Ljósrn.: E. D.)
Heyskap ad Ijuka hér eystra
Togarinn kemur
innan skamms
Hrísey, 26. ágúst. Jón á Hofi
lagði hér upp 80 tonn af fiski
í gær, svo það er nóg að gera
næstu dagana'. Trillur og minni
dekkbátar reyta einnig ofur-
lítið. Bátarnir hafa haldið frysti
húsinu gangandi.
Svó eru menn farnir út til að
sækja 280 tonna skuttogarann
til Frakklands. Þetta er fjög-
urra ára togari og kostar um
180 milljónii'. Ekki er vitað
hvenær hann kemur, en von-
andi eftir fáar vikú'r og þá mrn
hráefnisöflunin ganga betur en
áður. Þennan togara kaupir
Kaupfélag Eyfirðinga og Hrís-
eyingir í félagi.
Ekkert tún hefur verið heyj-
að í Hrísey í sumar, en kvígur
hinnar nýju sæðingastöðvar
taka fóður sitt á túnunum, en
vetrarfóðrið verður svo keypt
í háust. Esja kom í gær með
efni í fóðurgeymsluna, sem er
stálgrindahús, talsvert stórt og
verður þetta hús reist í haust.
S. F.
Akureyrartogararnir
Sléttbakur landaði 13. ágúst
166 tonnum og er væntanlegur
í dag, miðvikudag, með álíka
mikinn afla eða meiri.
Harðbakur gamli landaði 15.
ágúst 110 tonnum.
Sólbakur landaði 18. ágúst
153 tonnum.
Kaldbakur landaði 20. ágúst
144 tonnum.
Svalbakur landaði 22. ágúst
216 tonnum.
Harðbakur nýi er að landa í
dag 230 tonnum. □
Föstudaginn 15. ágúst um kl.
21.20 varð 9 ára stúlka fyrir
bifreið á Byggðavegi og mun
hafa lærbrotnað.
Þriðjudaginn 19. ágúst valt
bifreið með tveim mönnum á
Vaðlaheiðarvegi. Hlutu menn-
irnir minniháttar meiðsli. Bif-
reiðin skemmdist nokkuð.
Fimmtudaginn 21. ágúst um
kl. 19.50 varð harður árekstur
bifreiðar og létt bifhjóls á mót-
um Þingvallastrætis og Byggða
vegar og slasaðist ökumaður
hjólsins mikið, hlaut beinbrot á
handlegg og fæti.
Sama dag kl. 21.40 varð
árékstur á Strandgötu og var
annar ökumaðurinn fluttur á
sjúkrahús, en meiðsli ekki talin
alvarleg.
Föstudaginn 22. ágúst kl.
17.00 varð umferðarslys á
Tryggvabraut móts Við BP-stöð
ina milli bifreiðar og létts bif-
hjóls. Var ökumaður hjólsins
fluttur á sjúkrahús, en hann
hafði skorist á augabrún og
skrámast á fæti. Hann fékk að
fara samdægurs af sjúkrahús-
inu.
Sama dag um kl. 21.45 valt
bifreið út af veginum við Syðri-
Bægisá og var ökumaður einn í
bifreiðinni. Hann slapp með
Gunnarsstöðum, 25. ágúst. Veðr
ið er gott, ekki þurrkur og rign
ingarlegt. Heyskap er að heita
má lokið, nema hjá þeim,
sem eru með heyskap á eyði-
býlum. Heyin eru mun minni
Ási í Vatnsdal, 25. ágúst. Ég
held að mig hafi verið að
dreyma þig eitthvað í nótt. En
ég var vestur í Kanada og er
lítilshgttar meiðsli, en bifreiðin
skemmdist mikið.
Sama dag varð árekstur bif-
reiðar (kl. 12.56) og reiðhjóls á
(Framhald á blaðsíðu 5)
en í fyrra, en líklegt þykir mér,
að heyin séu allgóð að þessu
sinni. Hey hraktist ekki og þótt
seint væri slegið mun grasið
óvíða hafa verið mikið úr sér
sprottið.
rétt kominn heim og því veit ég
minna úr mínu nágrenni en
annars væri.
Sá gamli töðugjaldasiður var
sá, að halda þau þegar lokið var
heyskapnum á heimatúni. En
síðan hafa túnin þanist út um
allt og allur heyskapur er túna-
heyskapur að heita má. Hey-
skapui'inn liefur ekki gengið
vel. Hann hefur verið mjög taf-
samur vegna óþurrkanna og
hey eru talsvert hrakin, en
mikil að vöxtum. Mikið hey er
úti ennþá og nú má heita að
Hér sjást naumast krækiber.
En bláberjaspretta ei' mikil og
góð.
Bátar eru hér að skarka með
dragnót, en ég held að aflinn
sé ekki mikill, en alltaf er ein-
rigni á hverjum degi. Þó er rétt
að géta þess, að menn náðu ein-
staklega vel verkuðu heyi fyrst
á heyskapartímanum. Ekki eiga
menn eftir að þurrka mjög
mikið en það er ekki einu sinni
friður til að flytja heyið inn.
Tíðin er ákaflega mild og
háin er enn að spretta. Um
göngur og gangnafyrirkomulag
er enn ekki farið að ræða.
Menn vilja fyrst vita hvernig
heyskaparlokin verða.
Við vorum 150 í bændaför-
inni til Kanada, undir farar-
stjóvn Agnars Guðnasonar og
Jónasar Jónssonar. Ferðin var
sérstaklega vel undirbúin og
móttökurnar fyrir vestan með
afbrigðum góðar og skemmti-
legt að hitta fólkið þar. G. J.
hver reytingur af fiski. Og at-
vinna er næg á Þórshöfn. Alltaf
er haldið áfram með frystihúsið
og miðar þar í áttina, þótt ekki
sé þar mikill mannskapur. Þá
er einnig unnið við íbúðabygg-
ingar, bæði nýjar og frá síðasta
ári. Já, það hefur hver maður
nóg að gera.
Engu vil ég spá um vænleika
fjár í haust. Þó sýnist mér full-
orðna féð vænt. En um væn-
leika dilka get ég ekki spáð
fyrr en ég hef séð nokkrar ær
sem ég þekki. En ekki spái ég
í vænleika fjár þótt ég sjái
ókunnugar kindur út um hvipp
inn og hvappinn. Ó. H.
Málverkasýning
í Hlíðarbæ
Málverkasýning, sem höfundur
inn, Helgi Vilberg, nefnir Mynd
ir 1974—1975, verður opnuð í
Hlíðarbæ við Akureyri fimmtu
daginn 4. september n. k. Helgi
sýnir þar 37 verk, sem öll eru
unnin á árunum 1974—1975- og
hafa ekki verið sýnd áður.
Sýningin verður opin til sunnu-
dagskvölds 7. september. Verði
myndanna, sem allar eru til
sölu, er í hóf stillt. □
Þcssi nýi bátur var nýlega afhentur úr Bátaverkstæði Gunnlaugs
og Trausta á Akureyri. (Ljósm.: Fr. V.)
IXðl8Bie!IB!B!EIIEI8IBI!lim8imil§IBgSBIIIIfSieillBflII!IIII!II!ISBSBIII!III
Fjórðungsþsngið verður
haldið á Rðularhöfn
Fjórðungsþing Norðlendinga, hið 17. í röðinni, verður haldið á
Raufarhöfn 1.—3. sept. n. k. í félagsheimilinu Hnitbjörgum. Þing-
ið sækja um 90 fulltrúar, auk gesta. Efst á baugi verður byggða-
þróun á Norðurlandi. Fjórðungssamband Norðlendingi hefur starf-
að í 30 ár. í stjórn þess eru: Brynjólfur Sveinbergsson, Bjarni
Einarsson og Heimir Ingimarsson. Framkvæmdastjóri er Áskell
Einarsson. □
l!3S!!lllllflEBIIfl!flflliS5BI8BIIISIIII9IBIIIB8IBIIIlllll!IE8lllliI!!llllllllllll
Frá lögreglunni
Tafsamur heyskapur í Yatns-
dal, en víðastlivar góð spretta